Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 29
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 29
Það var glatt á hjalla í safn-aðarheimili Áskirkju síð-astliðinn laugardag þegar120 manna hópur gamalla
leikfélaga og æskuvina úr Klepps-
holtinu hittist á ný. Þau eiga það
sameiginlegt að hafa alist upp í
sama hverfinu, en helsti tilgang-
urinn með endurfundunum var
auðvitað að sýna sig og sjá aðra,
rifja upp ljúfar æskuminningar og
ýmis prakkarastrik, sem ungdóm-
urinn skemmti sér við í þá daga.
Helga Óskarsdóttir, sem hefur
ásamt systkinum sínum Rósu,
Friðriki Þór og Óskari Ósk-
arsbörnum staðið í eldlínunni við
að hafa uppi á æskuvinunum, sagði
í samtali við Daglegt líf að áhuginn
hefði verið slíkur að sumir hefðu
lagt á sig ferðalag frá útlöndum til
að taka þátt í gleðinni. Fólkið á
það sameiginlegt að hafa alist upp
í næsta nágrenni við Langholts-
skóla og fæðst á tímabilinu frá
1940 til 1975. Hist var yfir kaffi og
meðlæti, sem hver fjölskylda var
beðin um að koma með fyrir sig og
sína, enda voru bæði makar og
börn velkomin líka.
Ljótt að hafa út undan
„Á þeim tíma sem við vorum að
alast upp voru allar mömmur
heimavinnandi. Flest húsin í hverf-
inu voru byggð á svipuðum tíma og
það var þá algengt að í hverjum
systkinahóp væru fjögur til fimm
börn á svipuðum aldri. Börnin voru
úti að leika sér eftir skóla á vet-
urna og voru úti alla daga á sumr-
in. Samkomulagið var yfirleitt gott
hjá krökkunum og fylgdu yngri
systkini gjarnan þeim eldri. Mikið
var brýnt fyrir okkur í hverfinu að
það væri ljótt að hafa út undan og
því var leikið í stórum hópum.
Við eyddum stórum hluta æsku-
áranna á leikvellinum, sem var á
milli Austurbrúnar, Dragavegar og
Kambsvegar. Við fórum í vinsæla
leiki sem þá hétu kýló, brennibolti,
yfir, fallin spýtan, snú snú, landa-
parís og ekki má svo gleyma fót-
boltanum og öðrum íþrótta-
viðburðum,“ segir Helga.
Í stríði við bæjarstarfsmenn
„Holtið á milli Austur- og
Vesturbrúnar var mikill ævintýra-
heimur á þessum árum,“ segir
Helga. „Þar byggðum við torfbæi
og smíðuðum kofa úr afgangsefni
úr húsunum, sem þarna voru í
byggingu. Við áttum meira að
segja í stríði við bæjarstarfsmenn
því við höfðum ekki leyfi fyrir kof-
unum. Þeir komu og hreinsuðu þá í
burtu næstum jafnharðan og þeir
risu hjá okkur, en við gáfumst ekk-
ert upp. Það var bara byrjað aftur
að byggja. Á veturna voru svo
byggð snjóhús og snjókarlar í holt-
inu og víðar. Við fórum á skauta á
tjörn sem var í Vatnagörðum.
Skautaferðirnar tóku næstum allan
daginn og þá var gott að vera vel
nestaður. Nú er þar Sundahöfnin
og tjörnin góða tilheyrir nú löngu
horfnum tíma, eins og æskuárin
okkar allra.“
MANNFAGNAÐIR | Gamlir leikfélagar rifjuðu upp æskuárin
Léku sér saman í Kleppsholtinu
Þau eru fædd á árunum 1940–1975, léku sér saman alla daga og gengu í Langholtsskóla. Nú, mörgum árum síðar,
var kominn tími til endurfunda. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði Helgu Óskarsdóttur um leiki liðinna tíma.
Morgunblaðið/Eggert
Forsprakkarnir: Systkinin, sem bjuggu í Austurbrún 27 hér á árum áður, þau Friðrik Þór,
Rósa, Helga og Óskar, sem hér eru ásamt foreldrum sínum Óskari Jóhannssyni og Elsu Frið-
riksdóttur, höfðu frumkvæði að því að kalla alla æskuvinina og leikfélagana saman.
Strákarnir og Haddý: Óskar Óskarsson, Bergsteinn Gunnarsson og Þórarinn Reynisson eru hér fyrir aftan systkinin Sigurjón og Hafdísi Ólafsbörn, en þar sem bannað var að skilja yngri systk-
ini út undan í þá daga, fékk Hafdís að fylgja bróður sínum og vinum hans. Félagarnir stilltu sér svo upp með sama hætti á ný fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins.
join@mbl.is
Saumaklúbbur: Þessar æskuvinkonur hafa haldið hópinn og hist tvisvar í mánuði í þrjátíu ár.
Frá vinstri: Ása Reynisdóttir, Rósa Óskarsdóttir, Lilja Halldórsdóttir, Helga Óskarsdóttir, Dag-
fríður, Jóna og Halldóra Jónsdætur. Í hópinn vantar Guðbjörgu og Hafdísi Jónsdætur.
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Mikið úrval af
DOMINIQUE vörum
Rose Bruford College
LEIKHÚSLISTANÁM
Rose Bruford College, sem var stofnaður árið 1950, er einn helsti leiklistar-
skóli Evrópu og býður upp á nám á öllum sviðum leiklistar og skyldra list-
greina. Hæfnispróf og viðtöl fara fram í Reykjavík 27. og 28. apríl vegna
eftirfarandi greina, en kennsla hefst í september 2004:
Einnig munum við veita viðtöl vegna meistara- og doktorsnáms í leiklist,
tveggja vikna sumarskóla og eins árs alþjóðlegs grunnnáms. Komið og ræð-
ið við okkur um starfsferil í leikhúsi. Ákveðnir nemendur geta sótt um tvo
styrki fyrir helmingi skólagjalda.
Nánari upplýsingar og viðtalstíma má fá hjá Sue McTavish, Rose Bruford
College, Lamorbey Park, Sidcup, Kent, DA15 9DF.
Sími +44 (0) 20 8308 2600. Fax +44 (0) 20 8308 0542.
Netfang: sue.mctavish@bruford.ac.uk
www.bruford.ac.uk
Bresk háskólastofnun Skólastjóri: Prófessor Alastair Pearce
Tónlist leikara
Sviðstjórnun
Bandarísk leikhúslist
Leiklist
Búningar
Sviðslist
(sviðsmunir og smíði)
Margmiðlunarhönnun
Leikstjórn
Evrópsk leikhúslist
Lýsingarhönnun
Leikmynd og hönnun
Tónlistartækni