Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ M annlífið er eitt stórt vandamál. Viðfangsefnin eru alls staðar, hvar sem við drepum niður fæti. Þau eru lífið sjálft og verkefni okkar hvers og eins er að drepa djöflana sem ásækja okkur, einn af öðrum. Sumum okkar tekst að vinna bug á veikleikum sínum, öðrum ekki. Ýmsir reyna það ekki einu sinni. Þeir okkar sem eru „útvaldir“, þeir sem við höfum kosið til að skipa málum hjá hinu opinbera, sjá oftast bara eina lausn á þeim vandamálum sem koma upp. Það er hið svokallaða handafl, sem felur í sér að hafa vit fyrir fáfróðum lýðnum, eða beina hegðun hans í ákveð- inn farveg sem þeir telja æskilegan. Dæmi um þetta er fíkniefnaneysla. Yf- irvöld koma auga á vandann og segja: „Þetta er ótækt. Við verð- um að drepa fíkniefnadjöfulinn. Við skulum banna fíkniefni.“ En þetta er ekki svona einfalt. Þegar reynt er að stýra fullveðja einstaklingum og fá þá til að hegða sér á þann hátt sem þeir kjósa ekki sjálfir, hefur það oft- ast óæskilegar afleiðingar. Það er svo sem margtuggið, en satt þó, hvaða áhrif fíkniefnabannið hefur. Þessi áhrif eru verri en fíkniefnaneyslan sjálf. Bannið skapar undirheimaver- öld, þar sem lögmál frumskóg- arins ráða ríkjum. Vegna hætt- unnar á refsingu hækkar verðið á lyfjunum, sem gerir að verkum að fíklar neyðast til að fjár- magna neysluna með ólöglegri starfsemi, eins og innbrotum og bankaránum. Ungar stúlkur og drengir leiðast út í vændi. Ofbeldið í viðskiptunum magn- ast, því ekki er hægt að leita til dómskerfisins um innheimtu skulda. Því verður refsingin að vera harðvítug, til að menn skilji að ekki borgi sig að lenda í van- skilum. Ef fíkniefnasali sér fram á að einhver muni kjafta í lögg- una er eins gott að skera í hnés- bæturnar á honum, eða jafnvel drepa hann, því refsingin fyrir það er svipuð og ef hann kjaft- aði. Ekkert eftirlit er með efn- unum og neytandinn er al- gjörlega varnarlaus ef þau eru drýgð með einhvers konar eitri. Hann veit hreinlega ekki hvað hann er að kaupa, til dæmis get- ur hugsast að efnið þennan dag- inn sé sjöfalt sterkara en hinn, sem getur leitt til andláts af völdum of stórs skammts. Ef hann skaðast af skemmdu efni á hann engin úrræði innan rétt- arkerfisins. Eiturlyfjaneytandinn er þann- ig dreginn niður í ræsið af sam- félaginu. Hann er oftast ekki harðsvíraður glæpamaður. Hann er átján ára frænka okkar, tví- tugur bróðir eða 23ja ára afa- barn. Hann á sér ekki viðreisnar von, því samfélagið beitir lög- reglunni gegn honum eins og hann væri óvinur fólksins númer eitt. Hann er sendur í fangelsi í tíu ár fyrir að flytja þessi efni milli landa, en á meðan situr „yf- irmaður“ hans í stofunni heima hjá sér og reykir vindil. Og á meðan eykst neyslan. Eiturlyfjaneytandinn lætur sér ekki segjast. Þá segja ráðherr- arnir: „Við verðum að auka refs- ingar enn frekar.“ Þannig heldur vítahringurinn áfram, með of- beldi, limlestingum, harðari refs- ingum, bankaránum og inn- brotum. Það sem menn átta sig ekki á er að þessar tilraunir til að stýra hegðun fólks eru vonlausar. Það á ekki bara við um eiturlyfin. Nýverið ákváðu yfirvöld í New York að leggja aukinn skatt á sígarettur, til að draga úr neyslu þeirra. Þau sáu vandamál: „Ó nei, fólk er að fara sér að voða með því að anda að sér eitur- gufum. Við skulum reyna að gera eitthvað í þessu.“ Fyrir nokkrum vikum voru fyrstu síga- rettumorðin framin í New York. Auðvitað hættir fólk ekki að vilja sígarettur. Það vill útvega sér þær, eftir sem áður. Ein- hverjir koma auga á gróðavon, því hægt er að selja þær á upp- sprengdu verði. Neðanjarðarver- öld myndast, alveg eins og fíkni- efnaheimurinn. Sama sagan. Nú heyrast fréttir um að Bret- ar hyggist ef til vill leggja skatt á fituríkar vörur, eða sykur, til að draga úr offitu. Bretar eru, eins og flestar velmegunarþjóðir, alltof feitir. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra var spurður í tilefni af þessum vangaveltum hvort til stæði að leggja á svip- aðan skatt hér á landi. Sem bet- ur fór gaf hann í skyn að það væri ekki yfirvofandi. Enda væri það þvílíkt óheilla- spor, að engu tali tæki, að leggja á slíkan skatt. Viljum við að neysla á fitu- og sykurríkum mat fari í einhvers konar undirheima- veröld? Viljum við ólöglegan markað með sykur? Viljum við gera þá, sem ráða ekki við mat- aræði sitt, að glæpamönnum? Það er nefnilega ekkert svo fá- ránlegt. Með góðum vilja er hægt að gera hegðun, sem er svo meinlaus öðrum en þeim sem hana stundar, glæpsamlega. Hvaða hegðun sem er. Skilaboðin sem svona reglur senda einstaklingnum, um boð og bönn, hafa þau áhrif á hann að hann hættir að hugsa um eig- in hag af þeirri einbeitingu sem þörf er á. Hann fer að treysta á að aðrir hugsi fyrir hann. Ein- staklingurinn hættir að bera ábyrgð á eigin velferð. Hann not- ar fyrirmæli hins opinbera sem leiðarvísi um lífið. Honum hættir til að hugsa: „Það sem er ekki bannað hlýtur að vera í lagi.“ Þá hættir lífið líka að vera þess virði að lifa því. Lífið snýst um að gera mistök. Það snýst um að snúa djöflana niður, taka þá á ippon einn af öðrum. Ann- ars getum við bara liðið áfram eins og dáleidd flikki, gersneydd því sem gerir okkur að mann- eskjum. Sígarettur og sykur Yfirvöld í New York hugsuðu: „Ó nei, fólk er að fara sér að voða með því að anda að sér eiturgufum. Við skulum reyna að gera eitthvað í þessu.“ Fyrir nokkrum vikum voru fyrstu sígarettu- morðin framin í New York. VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Í TILEFNI af 60 ára afmæli Kórs Glerárkirkju hélt hann suður yfir heiðar og hélt tvenna tónleika með gjörólíkri efnisskrá. Glerárkirkja státar af myndarlegum kór sem hefur greinilega mikinn metnað og hefur haft því láni að fagna að hafa haft fáa en góða söngstjóra í þessi 60 ár sem kórinn hefur starfað. Það er ómetan- legt hvað fólk endist í sjálfboðavinnu og af einskærum áhuga að halda uppi því nauðsynlega menningarstarfi sem kórsöngur er. Það er ekkert auðvelt að syngja í metnaðarfullum kirkjukór sem fyrir utan þær skyldur sem hann hefur er sífellt að glíma við ný verk- efni sem eru um leið ögrun við getuna, en það er líka sæla, bæði líkamleg og andleg, þegar árangurinn kemur í ljós og rósin springur út í formi fallega hljómandi tónverks. Síðan er það dagsformið fræga sem gildir þegar stigið er á svið til að leyfa öðrum að njóta. Það hefur oft verið sagt að það hljóti að vera bindandi að vera í kirkjukór, og víst getur það verið svo, en það sýnir líka mikla þjónustulund og kærleika til meðborgaranna að fórna sér í slíkt ár eftir ár eða jafnvel í áratugi. Þetta er því miður oft van- metið og þetta góða og fórnfúsa fólk fær því miður oft launin sín í formi misskilnings og vanþakklætis frá samborgurum sínum og fólki sem er ekki nógu þroskað til að vita að það er ekki að finna upp hjólið. Kór Glerárkirkju sýndi breidd sína á þeim tvennum tónleikum sem hann hélt í Reykjavík síðustu helgina í febr- úar. Á tónleikunum í Langholtskirkju var fyrri hluti tónleikanna helgaður veraldlegum lögum. Öll tíu lögin voru íslensk nema tvö. Einhver skjálfti virðist hafa verið í kórnum í upphafi og hann var svolítið lengi í gang en sönggleðin leyndi sér ekki. Sum lögin voru frekar óróleg í flutningi og hljómur kórsins ekki alltaf hreinn og ekki í innbyrðis jafnvægi t.d. var bassinn allt of daufur á báðum tón- leikunum. Kanski hefur þetta að gera með slagtækni söngstjórans, sem hjálpaði kórnum ekkert með mótun, túlkun og stillingu á jafnvægi, heldur sló bara taktinn og það stundum að- eins um of. Þetta veldur því að kórinn nær ekki að mynda eðlilega og mjúka dýnamík í flutningi, en byrjar og end- ar samtaka og syngur í takt. Þetta var áberandi í perlunum Tíminn líður og Stóðum tvö í túni sem og Maíljóði og Sjáumst afur. Að mati undirritaðs tókst kórnum best upp fyrir hlé í Dýravísunum í raddsetningu Jóns Leifs og Glaðværð Áskels Jónssonar sem var mjög fallega sungið af kórn- um, Óskari og Hauki. Óskar Pétursson söng mjög vel ást- arjátninguna Þú ert yndið mitt yngsta og besta með kórnum en lagið var aðeins of hratt og náði ekki að vera sannfærandi ástarjátning. Eftir hlé venti kórinn kvæði sínu í kross og nú var dagsformið og hljóm- urinn að batna. Byrjað var á fimm negrasálmum, fyrst útfararsálmarnir Deep River, Swing low og Nobody knows og síðan Joshua fit the Battle og Certainly Lord. Kórinn fór á kost- um í þeim þrem síðustu og ekki skemmdi lifandi og hrífandi einsöng- ur Hauks Steinbergssonar fyrir. Síðast á efnisskrá tónleikanna var argentíska messan Misa Criolla. Þessi kreólíska messa er falleg og flutningurinn byggist að miklu leyti á impróvíseruðum meðleik hljóðfæra- leikaranna og hinum hefðbundna suð- ur-ameríska sambatakti. Margir fal- legir og vel sungnir kaflar voru í messunni en það skemmdi dálítið að í öllum þessum dynjandi sambatakti stóð kórinn eins og óhreyfanleg stytta með nóturnar fyrir framan sig og það sem augað sá var ekki í neinu sam- ræmi við það sem eyrað heyrði og greip líkam- ann, en þessi dynjandi sambahrynur greip alla með sér nema kórinn. Fyrir utan þetta var messan í heild vel og skemmtilega flutt af öll- um. Píanóleikur Daní- els Þorsteinssonar á þessum tónleikum var góður og studdi vel við kór og einsöngvara. Frönsk kirkjutónlist Á síðari tónleikunum í Hallgrímskirkju flutti kórinn eingöngu franska kirkjutónlist við undirleik Douglasar Brotchie á orgel. Í veik- indaforföllum Óskars Péturssonar hljóp Guðlaugur Viktorsson tenór í skarðið. Hin gullfallega mótetta Fau- rés Heill þér himneska orð sem samin er við texta Racinis var hér fluttur á íslensku í þýðingu Böðvars Guð- mundssonar. Kórinn söng fallega en það vantaði eðlilega dýnamík í söng- inn en orgelparturinn var virkilega vel útfærður. Altarisgöngusálmurinn Panis angelicus var hér fluttur í tveimur ólíkum tónsetningum. Sú fyrri eftir Camille Saint-Saëns var virkilega vel og fallega flutt sem og sú seinni eftir César Franck þar sem Guðlaugur Viktorsson söng einsöng með kórnum. Síðast fyrir hlé voru tveir þættir ú Messe Solennelle de St. Cecile eftir Charles Gounod. Allir þrír einsöngvararnir sungu ásamt kórn- um. Hér mátti heyra fallega mótaða dýnamík og mjög góðan flutning. Síðasta verkið á tónleikunum var Sálumessan eða Requiem op. 48 eftir Gabriel Fauré. Þessi sálumessa var hugsuð til lítúrgísks flutnings með orgeli við útför og frumflutt við eina slíka í janúar 1888 en síðan tónsetti Fauré fleiri þætti sálumessunnar og bætti í verkið ásamt fleiri hljóðfær- um. Flutningurinn var í heild góður hjá kór og einsöngvurum og organ- ista. Orgelið var stundum heldur of sterkt sem kom niður á söngvurunum og kórnum. Þetta var sérlega áber- andi í Pie Jesu þar sem hin fallega rödd Öldu Ingibergsdóttur drukknaði stundum. Þau Alda og Loftur Erl- ingsson skiluðu sínu vel og fallega eins og við mátti búast. Kórinn söng fallega bæði í veikum söng og sterk- um. Ég vil óska kórnum, Glerárkirkju og Akureyringum til hamingju með afmælið og þennan metnaðarfulla og góða kór. Fjölbreyttur kórsöngur Alda Ingibergsdóttir Óskar Pétursson Jón Ólafur Sigurðsson TÓNLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kór Glerárkirkju, Óskar Pétursson tenór, Haukur Steinbergsson bariton, Daniel Þorsteinsson á píanó, Halldór Gunn- laugur Hauksson, Karl Petersen og Valgarður Óli Ómarsson á slagverk, Krist- ján Edelstein á gítar og Pétur Ingólfsson á kontrabassa. Stjórnandi Hjörtur Steinbergsson. Laugardagurinn 28. febrúar 2004 kl. 15. Hallgrímskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kór Glerárkirkju ásamt reykvískum söngvinum, Alda Ingibergsdóttir sópran, Guðlaugur Viktorsson tenór, Loftur Erlingsson bariton, Douglas A. Brotchie orgelleikari. Stjórnandi Hjörtur Steinbergsson. Sunnudagurinn 29. febrúar 2004 kl. 17. ÍSAFJÖRÐUR er tónlistarbær. Tónlistarskólinn er rótgróin stofnun sem nýtur velvilja bæjarbúa, ekki síst vegna þátttöku sinnar í ýmsum viðburðum í bæjarlífinu. Skemmst er að minnast þegar Litli leikklúbbur- inn setti upp Söngvaseið í samvinnu við tónlistarskólann í fyrra. Margir þeirra nemenda menntaskólans sem nú leika og syngja í Gretti tóku þátt í þessum viðburði og einnig í söng- leiknum Gísl fyrir tveimur árum en Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði hvoru tveggja. Um það bil helmingur þeirra krakka sem koma fram í söng- leiknum Gretti er þannig vel þjálfað- ur í söng og leik en sumir þeirra hafa leikið árum saman eftir að hafa hlotið sína fyrstu þjálfun í Morranum. Morrinn er ísfirskt fyrirbæri; leiklist- ardeild unglingavinnunnar hjá bæn- um. Þegar Grettir var fluttur fyrir fullu húsi á þriðju sýningu var mjög ánægjulegt að sjá og heyra hve öruggir krakkarnir voru og hve fag- mannlega var staðið að tónlistar- flutningnum en auk vandaðs hljóð- færaleiks voru nokkrir ágætir söngvarar í hópnum. Einnig voru mörg hópatriði vel unnin hjá leik- stjóranum Birni Gunnlaugssyni og danshöfundinum Söru Sturludóttur sem gerði að verkum að þó að óör- yggið væri greinilegt hjá mörgum hinna óreyndu og framvindan þess vegna hægari en æskilegt væri, þá kom það ekki að sök. Sviðsmyndin þjónaði hlutverki sínu en var heldur dimm og klossuð. Lýsingin var flókin en kom vel út. Hvert söngatriðið á fætur öðru vakti kátínu og hrifningu en þessi vinsæli söngleikur er að mestu byggður upp á gríni, þó svo að í honum felist einnig hárbeitt ádeila á lifnaðarhætti nútímamannsins. Reyndar er það svo að þó að verkið sé samið fyrir tveimur áratugum á það jafn mikið eða meira erindi nú en þá. Sú hugmynd að láta fornkappann Gretti Ásmundarson spretta upp sem vandræðaungling í nútímanum er fyndin og skemmtileg og gengur makalaust vel upp að breyta Glámi í sjónvarpsdraug. Það má hiklaust halda því fram að mesti listamaður uppfærslunnar sé Ingvar Alfreðsson en hann útsetti tónlistina og stjórnaði henni, lék í hljómsveitinni og hélt söguþræðinum saman með mjög góðum söng. Hann söng einnig og lék hlutverk Gláms svo vel að þarna fór listamaður af guðs náð eins og stundum er sagt. Í hlutverki Grettis voru tveir leikarar, Helgi Þór Arason og Haukur Sig- urðsson, sem áttu auðvelt með hlut- verkið og það var upplifun að hlusta á söng Helga sem hefur mikla útgeisl- un á sviði. Mömmuna Ásdísi lék og söng Svanhildur Garðarsdóttir, stúlka með mjög fallega söngrödd og ótvíræða leikhæfileika. Telma Björg Kristinsdóttir var sömuleiðis örugg og afslöppuð í hlutverki systur Grett- is og söng einnig afar fallega. Flestir í hópnum þurftu að bregða sér í mörg hlutverk en hér skulu nefndir til sög- unnar þeir Tómas Árni Jónasson, sem var mjög fyndinn í hlutverki prests, og Oddur Elíasson, sem tók Tarzan, konung apanna, snilldarlega. Hinn mikli fjöldi leikara og tónlist- arfólks og annarra aðstandenda sýn- ingarinnar má vera glaður með sitt því í heild var þetta skemmtileg kvöldstund sem leið hratt. Það kæmi ekki á óvart þótt eitthvað af þessu unga fólki ætti eftir að vekja athygli á næstu árum. Grettir gegn Glámi LEIKLIST Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði Höfundar: Ólafur Haukur Símonarson, Þórarinn Eldjárn og Egill Ólafsson. Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson. Tónlist- arstjórn og útsetningar: Ingvar Alfreðsson. Lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson. Leikmynd: Björn Gunnlaugsson og Friðþjófur Þorsteinsson. Danshöfundur: Sara Sturludóttir. Sýning í Sundatanga 2. mars. GRETTIR Hrund Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.