Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hvernig leysir þú morðmál þegar öll vitnin
og allar vísbendingar benda á þig?
Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington
MÖGNUÐ SPENNUMYND!
Sýnd kl. 10.10. B.i. 16.
Jack Black fer á kostum í
geggjaðri grínmynd sem rokkar!
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20.
SV Mbl
Skonrokk
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Fleiri börn...meiri vandræði!
11
Óskarsverðlaun
þar á meðal
besta myndin,
besti leikstjóri
og besta handrit
kl. 5 og 9.
Yfir 94.000 gestir
Sýnd kl. 4 . B.i. 12.
Síðustu sýningar
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
Hvernig leysir þú morðmál þegar öll
vitnin og allar vísbendingar benda á þig?
Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington
MÖGNUÐ SPENNUMYND!
Frábær gamanmynd frá leikstjóra
There´s Something About Mary
og Shallow Hal
´
Sýnd kl. 4 og 6.
Með íslenskum texta
PÍSLARSAGA Krists, kvikmynd
Mels Gibsons um síðustu tólf stund-
irnar í lífi Krists er tvímælalaust
einn athyglisverðasti kvikmyndavið-
burður ársins, þótt lengra væri litið,
þar sem þetta langtíma sérvisku-
verkefni leikarans, sem flestir töldu
að yrði of listrænt sinnuð til að
vekja mikla athygli, hefur bæði
dregið að sér metaðsókn í Banda-
ríkjunum og þyrlað upp miklum
fjölmiðla- og umræðustormi.
Ýmislegt kom umtalinu af stað,
fyrir utan frægð Gibsons og nær
óhindrað aðgengi hans að kynning-
arvélum fjölmiðlanna. Áhyggju-
raddir um að myndin kynni að ýta
undir Gyðingahatur tóku að heyrast
í nóvember og ekki vakti það minni
athygli þegar spurnir bárust af því
að páfinn hefði fengið að sjá mynd-
ina og sagt um hana: „Það er eins
og það var“. Ummælin fengust að
vísu ekki staðfest frá Vatíkaninu, og
ekki heldur hrakin, en auglýs-
ingaslagorðið fór engu að síður í
loftið. Mel Gibson sagðist sjálfur
hafa haft það að leiðarljósi að draga
upp sem nákvæmasta mynd af Písl-
arsögunni og stuðst þar við texta
guðspjallanna og heimildir og ráð-
gjöf guðspekinga og fræðimanna,
auk þess sem hin fornu tungumál
arameíska og latína eru töluð í
myndinni. Þá lýsti Gibson því yfir í
viðtali að heilagur andi hefði unnið í
gegnum sig við leikstjórnina.
Gagnrýni þeirra sem óttast að
kvikmyndin ýti undir þá gamal-
grónu forsendu Gyðingafordóma, að
Gyðingar hafi borið ábyrgð á dauða
Krists, hefur Gibson því vísað á
bug, bæði með því að benda á að
Jesús hafi dáið fyrir syndir mann-
kynsins alls, og að það sem fram
komi í myndinni standi þegar svart
á hvítu í Nýja-Testamentinu. Hér er
þó nauðsynlegt að hafa í huga að
texti Biblíunnar sem og aðrir trúar-
textar, eru háðir túlkunum og mati,
sem mótast af ríkjandi viðhorfum
hvers tíma og ólíkum áherslum milli
hópa. Þá á Biblían sér flókna rit-
unar- og varðveislusögu, og þó svo
að textar guðspjallanna fjögurra
séu byggðir á raunverulegum at-
burðum, verður ekki loku fyrir það
skotið að framsetning þess sem
skráði atburðina hafi mótast af að-
stæðum og ákveðinni sannfæringu.
Framsetning Mels Gibsons á Písl-
arsögu Krists er háð enn frekari
túlkun og mati, því hér er stokkað
saman, valið og hafnað úr texta guð-
spjallanna fjögurra, stundum er
smurt á það sem fyrir er, skáldað í
stöku eyður, atburðir dram-
atíseraðir, andrúmsloft búið til og
persónur útfærðar í útliti, fram-
komu og fasi, sem gefur orðum
þeirra auka merkingu. Sú hugmynd
að myndin tjái hér hina einu sönnu
Píslarsögu, er því ekki aðeins vill-
andi og dæmd til að mistakast, held-
ur einnig varhugaverð ef menn taka
upp á að túlka hana bókstaflega, því
vissulega er Gyðingaelítan og múg-
urinn á bak við hana dregin hér upp
í neikvæðu og grimmu ljósi, líkt og
reyndar fleiri í myndinni, s.s. hinir
grimmu rómversku hermenn sem
framfylgja treglega veittri aftöku-
skipun Pontíusar Pílatusar að
beiðni æðstuprestanna og múgsins.
Pílatus er dreginn upp í mun mild-
ara ljósi en sagnfræðin gefur tilefni
til, og jafnvel firrtur ábyrgð á þeim
miklu misþyrmingum sem undir-
menn hans beita Jesúm, og persóna
djöfulsins í myndinni virðist hafa
áhrif á. Einhliða persónusköpun,
þar sem svipljót illmenni og „vondir
kallar“ ráðast gegn hugprúðum
fulltrúum hins góða stingur í stúf
við hina vönduðu umgjörð og til-
komumikinn sjónrænan heim mynd-
arinnar, sem á þó sínar áhrifaríku
stundir. Það er einkum í góðu per-
sónunum sem rúm er gefið til per-
sónusköpunar, og þar eru það helst
María mey (Maia Morgenstern) og
Jesús sem ná hvað sterkastri nær-
veru. Jim Caviezel gæðir Jesúm
innilegum kærleika, en nokkuð
vantar upp á áhrifamátt hans þegar
hann ávarpar lærisveina sína og
áheyrendur í stuttum endurlitsat-
riðum út í gegnum frásögnina.
Mel Gibson nálgast Píslarsöguna
út frá bæði persónulegu og opin-
beru trúarviðhorfi, sem strangtrú-
aður fylgismaður kaþólsks aðskiln-
aðarhóps frá umbótum Vatíkansins.
Mótast hann þar af trúarskilningi
sem á rætur að rekja til miðalda-
kirkjunnar, og leggur áherslu á
hugleiðingu um píslir og þjáningar
Krists sem leið til bjargræðis. Gib-
son sagðist sjálfur hafa greitt úr
mikilli sálarangist í gegnum gerð
myndarinnar, ástundað hugleiðingu
um píslir Krists til að vinna bug á
erfiðleikum í lífinu. Í þessu ljósi má
segja að Gibson takist að hluta það
sem hann ætlar sér með þessari
kvikmynd. Að draga fram þær lík-
amlegu þjáningar sem Kristur leið
fyrir aðra en um leið að segja mjög
túlkunarlega lokaða píslarsögu.
Frásögnin lýsir því þegar Kristur
er staddur í Getsemanegarðinum,
bíður þess sem verða vill, er hand-
tekinn og færður til yfirheyrslu
undir stjórn Kaífasar æðstaprests
og síðan til Pontíusar Pílatusar, er
hýddur, dæmdur til krossfestingar,
látinn bera krossinn upp að Gol-
gatahæð og er þar krossfestur og
rís að lokum upp.
Leikstjórinn leggur megináherslu
á að skapa áþreifanlega tilfinningu
með áhorfandanum fyrir hverju
höggi sem dynur á líkama Jesú og
verður smásmugulega útfært hýð-
ingaratriðið t.d. einn af meginköfl-
um myndarinnar. Næg eru ráð til
þess að draga fram tilfinningu fyrir
holdlegum píslum þar sem kvik-
myndamiðillinn er annars vegar og
er það áberandi þáttur í Píslarsögu
Krists hversu óspart þau eru notuð.
Áhrifahljóð ýkja upp högg, sárs-
aukaviðbrögð eru sýnd hægt og tón-
list notuð óspart til að túlka drunga,
þjáningar, hugrekki eða kærleika.
Að mínu mati gleymir leikstjórinn
sér í kvalalosta hýðingaratriðisins,
og gengur of langt í grafísku ofbeld-
inu. Þá strax er mælirinn fylltur hjá
bæði Jesú og áhorfandanum. Með
atriðinu er þegar búið að ganga
fram af áhorfandanum, sem er ann-
að hvort orðinn dofinn af hryllingi
eða farinn að fjarlægja sig sögu-
heiminum (með því minna sig á að
þetta sé bara latex, gerviblóð og
leikarar). Nema þá að hann hafi
þeim mun meiri ánægju af blóð-
ugum og ofbeldisfullum myndum en
þá er hann farinn að upplifa Písl-
arsöguna á röngum forsendum.
Hvað ímynd Jesú Krists varðar er í
raun búið að ganga frá honum við
hýðinguna, eftir það er hann aðeins
úrvinda og deyjandi maður, ekki
frelsari að taka lokaskrefin í átt að
óhjákvæmilegri fórn sinni með til-
heyrandi viljastyrk og innri átökum.
Þannig er einblínt á líkama Krists á
kostnað andans og þeirra hug-
mynda sem hann boðaði. Kvik-
myndin skapar sterka tilfinningu
fyrir píslum Krists en veika tilfinn-
ingu fyrir því hvað fórn hans merkti
og hvers vegna valdhafar töldu
hann svo alvarlega ógn. Maður ósk-
ar þess bara að þessu ljúki í stað
þess að fylgja frelsaranum skref
fyrir skref.
Píslarsaga, án greinis
„Kvikmyndin skapar sterka tilfinningu fyrir píslum Krists en veika tilfinn-
ingu fyrir því hvað fórn hans merkti og hvers vegna valdhafar töldu hann
svo alvarlega ógn,“ segir m.a. í dómnum. Hér má sjá Símon frá Kýrene
hjálpa Jesú með krossinn.
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn, Laug-
arásbíó og Borgarbíó Akureyri.
Leikstjórn: Mel Gibson. Handrit: Mel Gib-
son og Benedict Fitzgerald. Kvikmynda-
taka: Caleb Deschandel. Tónlist: John
Debney. Aðalhlutverk: Jim Caviezel,
Maia Morgenstern, Monica Belluci,
Hirsto Shopov, Francesco De Vito.
Lengd: 127 mín. Bandaríkin. Newmarket
Films, 2004.
PÍSLARSAGA KRISTS/
THE PASSION OF THE CHRIST Heiða Jóhannsdóttir
Píslarsaga Krists verður frum-
sýnd 19. mars í áðurgreindum
kvikmyndahúsum.