Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 19
SPRENGJUTILRÆÐIN Í MADRÍD MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 19 EVRÓPSKIR stjórnmálaleiðtogar áttu vart nógu sterk orð til að fordæma hin mannskæðu hryðjuverk sem áttu sér stað í Madríd í gær. „Þetta er svívirðileg, óréttmæt og óréttlæt- anleg árás á spænsku þjóðina og spænskt lýð- ræði,“ sagði Pat Cox, forseti Evrópuþingsins, á þingfundi í Strassborg. „Kosningar fara fram á Spáni á sunnudaginn. Það sem gerðist í dag er stríðsyfirlýsing á hendur lýðræðinu. Látum komandi sunnudag sýna okkur að spænskt lýð- ræði er staðráðið í því að vinna bug á hryðju- verkaógninni,“ sagði Cox. „Þessi glórulausu, villimannlegu óhæfuverk hafa aftur sýnt að alþjóðasamfélagið verður að snúa bökum saman sem aldrei fyrr í baráttunni gegn hryðjuverkum,“ sagði Vladimír Pútín, for- seti Rússlands, í samúðarskeyti til Jóhanns Karls Spánarkonungs. Í Dyflinni sagði Bertie Ahern, forsætisráð- herra Írlands, sem fer með formennskuna í ESB þetta misserið, að „tímasetning tilræðanna hefði augljóslega verið hugsuð til að skapa sem mestan glundroða ... og er ekki hægt að réttlæta með neinum pólitískum tilgangi“. Bretar fordæmdu einnig árásina. „Þessi hryllilega árás undirstrikar hættuna sem við stöndum áfram frammi fyrir í mörgum löndum og við verðum öll að vinna saman alþjóðlega til að verja þjóðir okkar gegn slíkum árásum, og ráða niðurlögum hryðjuverkastarfsemi,“ sagði í yfirlýsingu Tony Blairs forsætisráðherra. Þýzki utanríkisráðherrann Joschka Fischer lýsti hryllingi sínum yfir fréttunum frá Madríd. „Þessi fyrirlitlegu hryðjuverk sem hafa kostað svo marga lífið fylla okkur djúpri hryggð og reiði,“ sagði Fischer í Berlín. Danska ríkisstjórnin lýsti „dýpstu samúð með fórnarlömbunum, aðstandendum þeirra og spænsku þjóðinni“. Franski forsetinn Jacques Chirac fordæmdi „þessar hræðilegu árásir á lestakerfi Madríd- borgar sem hafa steypt Spáni í sorg“. „Undir þessum hryllilegu kringumstæðum lýsi ég í mínu nafni og frönsku þjóðarinnar mínum inni- legustu samúðaróskum,“ skrifaði Chirac í skeyti til spænska forsætisráðherrans José Maria Aznar. Samstaða með Evrópuþjóðum Rockwell Schnabel, sendiherra Bandaríkj- anna hjá Evrópusambandinu, sagði sprengju- árásirnar í Madríd „klígjuvekjandi“ og lagði áherzlu á samstöðu Bandaríkjanna með Evrópu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Skilaði Schna- bel samúðarkveðjum frá George W. Bush Bandaríkjaforseta og sagði: „Í dag stöndum við saman með öllum þjóðum Evrópu í sorg, en einnig í einbeitni að því marki að stöðva slíka glæpi gegn mannkyninu. Enginn málstaður get- ur réttlætt hryðjuverk,“ sagði sendiherrann í yfirlýsingu. Síðar sagði bandaríski utanríkisráðherrann Colin Powell: „Bandaríkin standa af staðfestu með Spáni í baráttunni gegn hryðjuverkum í öll- um birtingarmyndum og gegn hinni sértæku ógn sem Spánn stendur frammi fyrir í illsku hryðjuverka ETA.“ Í sínum viðbrögðum við ótíðindunum frá spænsku höfuðborginni skor- aði Ísraelsstjórn á „hinn frjálsa heim“ að sam- einast andspænis hryðjuverkaógninni. „Hryðju- verkastarfsemi er þriðja heimsstyrjöldin og þjóðir hins frjálsa heims ættu að sameinast gegn henni. Það sem gerðist í Madríd sannar þetta einu sinni enn,“ sagði Raanan Gissin, tals- maður ísraelska forsætisráðherrans Ariels Sharon. Jóhannes Páll II páfi kallaði árásirnar „and- styggilegan glæp“. „Hans heilagleiki ítrekar einarða og algjöra fordæmingu sína á slíkum gerðum sem móðga Guð, brjóta grundvallar- réttinn til lífs og grafa undan friðsamlegu sam- lífi manna,“ segir í skeyti frá Páfagarði til yf- irstjórnar kaþólsku kirkjunnar á Spáni. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði: „Fyrir hönd alls bandalagsins fordæmi ég með eins afger- andi hætti og mögulegt er þessi glórulausu verk grimmdar og villimennsku.“ Talsmenn Írska lýðveldishersins, IRA, sem hefur stutt baráttu basknesku aðskilnaðarsam- takanna ETA, fordæmdu árásirnar einnig. „Þetta eru skelfileg óhæfuverk. Þau eru röng og þeir sem tengjast þeim ættu að hætta því,“ sagði Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, pólitísks arms IRA, en sá flokkur er í nánum tengslum við Herri Batasuna, pólitískan arm ETA. „Óréttlætanleg árás á spænskt lýðræði“ Leiðtogar heims fordæma tilræðin einum rómi Lundúnum, Brussel. AP, AFP. TALSMAÐUR Batasuna, stjórn- málaflokks baskneskra aðskilnaðar- sinna, fordæmdi hryðjuverkin í Madríd í gær og neitaði því að að- skilnaðarsamtök Baska, ETA, hefðu staðið fyrir þeim. „Aðskilnaðarsinnaðir baskneskir vinstrimenn geta ekki ímyndað sér að fræðilegur möguleiki sé á því að ETA geti staðið á bak við það sem gerðist í Madríd,“ sagði Arnaldo Otegi, tals- maður Batasuna. Flokknum var bannað að taka þátt í þingkosningun- um á Spáni á sunnudaginn kemur vegna meintra tengsla við ETA. Þetta er í fyrsta skipti sem Batasuna for- dæmir tilræði sem ETA er kennt um. Fyrir hryðjuverkin í gær höfðu nær 850 manns beðið bana í árásum ETA á 36 árum. Mannfallið í gær var miklu meira en í mannskæðustu árás ETA til þessa, en hún var gerð í Barcelona í júní 1987. 21 lét þá lífið og 45 særðust þegar sprengja sprakk í bifreið á bílastæði verslunarmiðstöðv- ar í borginni. Segir tilræðin verk „arabískra andspyrnumanna“ „Aðskilnaðarsinnaðir baskneskir vinstrimenn hafna algjörlega því sem gerðist í Madríd og tilgangslausum aðgerðum gegn saklausum borgurum og launþegum á leið til vinnu,“ sagði Otegi við fréttamenn í baskneska strandbænum San Sebastian. „Hvorki skotmörkin né aðferðin sem beitt var benda til þess að ETA hafi staðið á bak við þetta.“ Otegi sagði fyrr um daginn í út- varpsviðtali að „arabískir andspyrnu- menn“ hefðu staðið fyrir hryðjuverk- unum og benti á að spænskir hermenn eru enn í Írak. „Við megum ekki gleyma því að spænska stjórnin ber ábyrgð á stríðinu í Írak,“ sagði hann. Fyrir stríðið voru Spánverjar helstu stuðningsmenn Bandaríkja- manna og Breta í deilunni um hvort öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætti að heimila innrás í Írak. Otegi sagði að ETA hefði alltaf var- að fyrirfram við sprengjuárásum og engin ástæða væri til að ætla að varað hefði verið við tilræðunum í gær. Inn- anríkisráðherra Spánar, Angel Ace- bes, hafnaði fullyrðingum Otegis. Ráðherrann sagði á blaðamannafundi að „enginn vafi“ léki á því að ETA bæri ábyrgð á tilræðunum og það væri „svívirðilegt“ að reyna að koma sökinni á aðra. Einangraðist eftir dauða Francos Aðskilnaðarsamtökin voru stofnuð árið 1959 þegar Francisco Franco einræðisherra var við völd á Spáni. Baskar sættu þá kúgun og ETA naut talsverðrar virðingar meðal spænskra lýðræðissinna á valdatíma Francos. Aðskilnaðarsamtökin einangruðust hins vegar eftir að Franco lést 1975 þar sem þau héldu ofbeldisverkunum áfram. Yfir 90% fórnarlamba samtak- anna biðu bana eftir að lýðræði var komið á. Heimildarmenn úr röðum bask- neskra aðskilnaðarsinna segja að 200 liðsmenn ETA hafi beðið bana frá því að samtökin hófu vopnaða baráttu sína í júní 1968 með því að skjóta 25 ára herlögreglumann til bana í Baskalandi. Fimm árum síðar lét spænski aðmírállinn Luis Carrero Blanco lífið þegar öflug sprengja sprakk undir bíl hans í Madríd. Hann var leiðtogi stjórnarinnar og talinn líklegur arftaki Francos á þeim tíma. Auk hryðjuverksins í Barcelona, sem kostaði 21 mann lífið, gerðu sam- tökin meðal annars árás á veitingahús í Madrid í september 1974 og tólf óbreyttir borgarar létu lífið. Samtökin reyndu að ráða José Maria Aznar af dögum í Madríd 1995, árið áður en hann varð forsætisráð- herra. Sama ár voru þrír liðsmenn ETA handteknir á Mallorca og talið var að þeir hefðu ætlað að myrða Jó- hann Karl Spánarkonung. ETA lýsti yfir vopnahléi sem hófst í september 1998 en því lauk rúmum fjórtán mánuðum síðar. Vísað á bug að ETA- liðar hafi verið að verki      -   ! .  !   +/(0    % 1 0    2+$     !!    % *&  % 3!  +/(*&     &' *  " 4555 - $ . / 0 1 2 4 344 * #  5 $  & 6 7 0 879 ,& 0:79 #   2 $%   19 ;$1<<( 21,= 366  9 . ' 9 0  1& 4 4 7 8 494 &  ' # > ?  * @ @ &         4 4 4 : 4:    Madríd. AFP. ’Yfir 90% fórnar-lamba ETA biðu bana eftir að lýðræði var komið á.‘  ; %@   ' @ ,  ( :@   8(;  <! ;  AB4 *  @ CDEA!   * F: %*    @ @ G       *  (  ; .1 @  * :@ ' %  '    %& ( *  %  :@   ?  &     ::   .1     ; '   % *@  '     ?&     .1   C4  &   F  ?  * 344C  :  %  F   @  3443 = %; CID *    * .1   344J! * EB4  @  3444 +  (   ;+/( 6<->?>6 . &%  +/(0     %1 0*  .    2 @&  1  0   ! '     +/(  K 2 77 "FL K 05    M 'K 04  2 M ,& K 0:  2 M ;  & K 08  2 +,,   &       B4 * 'F A '   '   F         &  '  ;  &  ' @ :@ :   '  ,& Talsmaður stjórnmálaflokks baskneskra aðskilnaðarsinna ið vera við það að bugast. „Einn lestarvagn- inn var í tætlum. Fólk lá eins og hráviði um allan brautarpallinn. Ég sá fótleggi og hand- leggi. Ég mun aldrei geta gleymt þessu. Ég sá hryllinginn.“ HJÚKRUNARFÓLK hugar að særðum manni á vettvangi sprengjutilræðisins á Santa Eug- enia-lestarstöðinni í Madríd í gærmorgun. Enrique Sanches, ökumaður sjúkrabíls sem flutti særða frá stöðinni, sagði hjúkrunarfólk- Reuters Hjúkrunarfólkið bugað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.