Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús Ölvers-son fæddist í Freyju á Norðfirði 29. júlí 1937. Hann lést af slysförum 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ölver Sigurð- ur Guðmundsson, út- gerðarmaður, f. 6.4. 1900, d. 11.2. 1976, og Matthildur G. J. Jónsdóttir, hús- freyja, f. 16.9. 1904, d. 26.9. 1989. Magnús var sjöundi af ellefu börnum þeirra. Þau eru: 1) Sólveig, f. 11.1. 1927, d. 20.7. 2000, 2) Margrét, f. 14.2. 1928, d. 23.6. 1976, 3) Jón Skúli, f. 20.4. 1930, 4) Guðmundur Mar- teinn, f. 7.7. 1931, d. 28.8. 1985, 5) Olga, f. 3.10. 1933, 6) Þráinn, f. 3.3. 1935, 7) Magnús, sem hér er kvadd- ur, 8) Þóra, f. 3.8. 1939, 9) Lovísa, f. 13.9. 1940, 10) Þórarinn, f. 28.10. 1941, og 11) Sigurður Ölver, f. 13.2. 1943. Magnús fluttist suður til Hafn- arfjarðar 1959 og átti heimili sitt þar síðan, að undanskildum styttri tímabilum, sem fjölskyldan tók sig upp og flutti austur í Neskaupstað, meðan hann var ennþá í skipspláss- um þar. Hekla Sól, f. 31.1. 2003. Búa á Höfn. 4) Björk, f. 12.2. 1967, gift S. Úlfari Sigurðssyni, f. 22.2. 1962. Þeirra synir eru: Dagur Sigurður, f. 28.11. 1994, Úlfar Máni, f. 28.8. 1997, og Magnús Gauti, f. 19.6. 2000. Búa í Hafnarfirði. Magnús ólst upp á Norðfirði, fyrst í Freyju, litlu húsi inni á Strönd, þar sem þau fæddust öll systkinin, nema sá yngsti. Svo flutti hin stóra fjölskylda í Þórs- mörk, hús, sem stendur ofarlega , miðsvæðis í bænum. Faðir hans var athafnamaður, sem var með tölu- verða útgerð og umsvif. Hann hafði með dugnaði og vilja unnið sig uppúr sárustu fátækt. Ölvers- börnin öll lærðu snemma að taka til hendinni. Það varð ljóst þegar Magnús var smásnáði að hugur hans stóð til sjávar en ekki sveita- starfa. 11 ára gamall var hann kominn á síldarvertíð og varð sjó- mennskan hans starf til dauða- dags. Magnús var í mörgum skips- plássum. Meðal skipa sem hann var eru eru Þráinn NK, Surprise GK, Arnarnes GK, Gullfaxi NK, Börkur NK, Rán GK, Maí HF, Ýmir HF og Magnús NK 72. Eftir að Magnús „hætti“ til sjós, þ.e. hætti á togur- um, keypti hann sér trillu og gerði út í nokkur ár. Seldi síðan og fór að róa með sveitunga sínum og frænda Gísla Garðarssyni á Fylki KE. Þar var hann í sjö ár og þaðan fór hann í sinn síðasta róður. Útför Magnúsar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Magnús kvæntist í Hafnarfirði 23. desem- ber 1961 Margréti Jónsdóttur, f. 20.1. 1941, dóttur hjónanna Jóns Péturssonar, f. 1914, d. 2003, og Að- alheiðar Tryggvadótt- ur, f. 1910, d. 1981, sem bjuggu á Eyrar- hrauni í Hafnarfirði. Magnús og Margrét skildu 1980. Þau eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Sólveig Mar- grét, f. 18.3. 1961, gift Stefáni Karli Harðar- syni, f. 31.8. 1961. Þeirra börn eru: Hörður, f. 22.2. 1984, Silja Mar- grét, f. 28.2. 1987, Magnús, f. 23.7. 1990, og Hreinn Andri, f. 2.1. 1993. Þau búa í Hafnarfirði. Barn hennar og Kristjáns Sigurðssonar, f. 9.3. 1961, var Magnús Ölver, f. 11.9. 1981, d. 8.2. 1982. 2) Jón Ölver, f. 20.4. 1962. Dóttir hans og Mar- grétar S. Pálsdóttur, f. 3.3. 1962, er Eva Björk, f. 5.4. 1981. Dóttir hennar er Ísabella Margrét Bene- diktsdóttir, f. 14.10. 2003. Jón býr í Noregi. 3) Víðir Þór, f. 2.12. 1964, kvæntur Helenu Richter, f. 23.12.,1967. Þeirra börn eru: Daní- el Þór, f. 2.12. 1985, Gígja, f. 13.4. 1989, Guðmundur, f. 19.2. 1996, og Elsku hjartans pabbi minn, þessi síðasta vika er búin að vera allt að því óbærileg. Við fjölskyldan alls ekki undirbúin undir sviplegt andlát þitt. Þótt við vitum að sennilega var þetta þinn óska dauðdagi, fyrst þitt skapadægur var runnið upp. En ég hef margt að þakka. Til dæmis að þú skyldir enda í Hafnarfirði eftir að hafa skroppið á ball upp í Hérað, með vini þínum Ingva „Mór“. Þar munstraðir þú þig í pláss hjá Ein- arsbræðrum og hittir ástina þína bakvið búðarborðið í Einarsbúð. Þar var komin kveikjan að mínu lífi og síðan allra minna frábæru systkina. Ég vil líka þakka fyrir að þó þú værir mikið úti á sjó þegar ég var lítil, ef- aðist ég aldrei um ást þína og stolt af mér. Hún er yndisleg myndin, þar sem þú situr niðri í stofu í Þórsmörk með okkur Nonna í fanginu. Ég rúm- lega ársgömul og Nonni fárra mán- aða. Þú nýkominn í land, dauðþreytt- ur í löndunarfríi. En svo ungur, sætur og sólbrúnn. Þarna lýsti af þér stoltið með litlu ungana þína. Það er líka fyrir þín áhrif að ég sé aldrei fal- legri karlmenn en gallaklædda, slor- uga sjómenn. Stolta að koma í land á drekkhlöðnum bát. Við vorum nú ekkert alltaf sammála, pabbi minn. En okkar ósætti vörðu stutt. Þú áttir til að segja að ég væri alveg eins í skapinu og þú. Ég var nú ekki ánægð með það. En núna veit ég að ef ég er bara á einhvern hátt eins og þú, er það plús fyrir mig. Ég er þér óum- ræðilega þakklát fyrir hversu góður þú varst börnunum mínum. Engin börn gætu hafa átt betri afa en börn okkar systkinanna. Þau eiga dýr- mætan fjársjóð minninga um þig. Ég er þér líka þakklát hversu góður vin- ur og félagi þú hefur reynst mann- inum mínum. Það er ekki sjálfgefið. Við vorum öll farin að hlakka til ætt- armótsins, sem halda á í sumar aust- ur á Norðfirði. Ég er viss um að þú verður þar með okkur í anda. Aldrei varst þú ánægðari en með allan hóp- inn þinn í útilegu einhvers staðar uppi í sveit. Þótt þú hafir búið í Hafn- arfirði mestalla ævina og elskað bæ- inn þinn eins og innfæddur, varstu fyrst og síðast svo innilega austfirsk- ur og það hefur mér alltaf fundist yndislegur kostur á hverjum manni. Nú er komið að kveðjustund, en þú hlýtur að eiga góða heimkomu. Það eru margir sem fagna þér. Foreldr- ar, systkinin, sem á undan eru farin, vinir og litli sonur minn og nafni þinn Magnús Ölver, sem þú saknaðir mik- ið. Farðu í friði, pabbi minn, og takk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Sólveig. Þegar Björk systir hringdi og sagði mér að þú værir dáinn, hefðir farið fyrir borð þegar þið voruð að leggja net í blíðuveðri og sléttum sjó út af Keilisnesi þá vildi ég ekki trúa því. Hvernig gat það verið að þú sem hafðir verið á sjó frá því að þú varst ellefu ára og varst afburða sjómaður færir svona. Ég gat ekki skilið hvað hafði eiginlega gerst? Svo varð ég reiður, alveg svakalega reiður en svo brotnaði eitthvað inni í mér og ég byrjaði að gráta. Ég sem hélt að ég gæti ekki grátið, hafði ekki getað grátið í mörg ár. En, pabbi minn, ég veit að þú ert á góðum stað núna og einhvern tíma deyja allir og þinn tími var kominn hvað sem okkur sem eft- ir erum finnst um það. En eitt er víst að þín er sárt saknað af börnum, barnabörnum og langafabarni og öll- um sem voru svo heppnir að kynnast þér. Ég er þakklátur fyrir þessa daga sem við áttum saman þegar ég var hér á landi sumarið 2002 og við fórum saman á Snæfellsjökul og Gullfoss og Geysi. Þú varst góður pabbi og brást mér aldrei þegar ég missti kúrsinn í lífinu og ég þakka þér að ég náði honum aftur. Farðu í friði, pabbi minn, við kom- um öll seinna. Þegar yfir farið flaut fram að eyðisandi, kaus ég heldur hafsins skaut en hrekjast einn að landi. Lífið bætir þraut á þraut. Þyngri er seinni vandinn: Aldan sú, er bátinn braut, bar mig upp á sandinn. Þögull ber ég þessa raun, þreyi á eyðisandi, bít ég á jaxlinn, blæs í kaun, bölva sjó og landi. (Örn Arnarson.) Þinn sonur Jón Ölver. Hvað er hægt að segja núna annað en það var fagur dagur er við lögðum að stað frá Höfn í sól og blíðu. Ég sá að loðnuflotinn var nokkuð þéttur upp við Ingólfshöfðann, allt eins og það á að vera, hugsaði ég. Þá var hringt og einhvern veginn fékk allt nýja merkingu á leiðinni suður eða öllu heldur höfðu hlutirnir enga merkingu með fréttina af pabba í farteskinu. En það styttir upp um síðir og sólin mun lýsa upp hjörtu okkar að nýju, fögrum minningum um pabba um ókomna tíð. Víðir Þór Magnússon. Elsku pabbi, kallið bar brátt að og svo margt ósagt og ógert. Nú sit ég hér ósköp lítil og mig setur hljóða er ég minnist þín. Upp koma ótal mynd- ir og allar eru þær fallegar og góðar eins og þú varst. Þú varst einstakur maður, bjargið mitt. Afabörnin dýrk- uðu þig, enda sástu ekki sólina fyrir þeim. Öll áttu þau sérstakan stað í hjarta þínu, þeirra missir er mikill. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín dóttir Björk. Hjartans þakkir fyrir öll árin sem við áttum saman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk, fyrir allt og allt. (V. Briem) Margrét Jónsdóttir. Elsku afi minn, dagurinn sem þú varst tekinn frá okkur öllum mun aldrei líða mér úr minni, hann var svo óraunverulegur. Þetta var ein- faldlega eitthvað sem ég bjóst aldrei við að gæti gerst, alla vega ekki nærri því strax. Mér leið alltaf svo vel í návist þinni eins og eflaust öllum sem þig þekktu og mér fannst við alltaf ná svo vel saman. Við sátum oft langtímum saman án þess að segja orð hvor við annan en það skipti ekki máli því að þögnin varð aldrei vand- ræðaleg en nú er þögnin varanleg því að nú ertu kominn til látinna ástvina þinna á himnum. Þú varst barnabörnum þínum allt- af svo góður og voru þau ófá reið- hjólin og skíðin sem þú sást okkur fyrir um dagana. Þú varst alltaf mikið náttúrubarn og fátt þótti þér skemmtilegra en að ferðast um landið, sem þú elskaðir svo heitt, með fjölskyldunni. Á góð- um sumardögum gat það komið fyrir að þú renndir í hlað á jeppanum þín- um með tjaldvagninn í eftirdragi og með bros á vör og svo var keyrt eitt- hvert út á land til að njóta náttúr- unnar í góðu veðri. Öll þau örnefni sem ég kann að nefna á ég þér að þakka vegna þess að á ferðalögum varstu vanur að segja okkur krökk- unum hvað öll holt og hólar hétu og oft fylgdi saga af fornum atburðum sem átt höfðu sér stað á tilteknum stöðum með í kaupbæti. En ekki var það bara þurrlendið sem átti hug þinn allan því að hafið var alltaf svo stór hluti af þér, og ekki bara hafið heldur allt sem því við kemur. Það eru eflaust fáir sem stóðust þér snúning í þekkingu á skipaflota landsins því að þú gast nefnt nöfn nánast allra báta á öllu landinu stórra sem smárra og ekki bara núverandi nöfn þeirra heldur einnig hvað þeir hétu áður og þar áð- ur. Í æsku minni var það svo alltaf fastur liður á sjómannadaginn að öll fjölskyldan færi í siglingu á Magnúsi NK, bátnum þínum, og eftir að þú seldir hann var alltaf eins og eitthvað vantaði þennan dag og ég held að þér hafi þótt það líka. En í fyrra þegar þú keyptir þér litlu trétrilluna Ás var allt orðið eins og það átti að vera og síðastliðinn sjómannadagur var eins og hann átti að vera með siglingu og öllu enda varstu brosandi út að eyr- um þann dag við stýrið nema hvað þessi sigling varð seinasta sjómanna- dagssiglingin okkar með þér. Einhvern veginn get ég ekki ennþá trúað hvað gerðist, að þú hafir fallið útbyrðis í blíðskaparveðri. Þú sem varst öllum hnútum kunnugur og hafðir verið á sjó í meira en fimm- tíu ár þrátt fyrir það að vera aðeins sextíu og sex ára. En ég veit að þú ert kominn á betri stað því að ef ein- hver á það skilið að sitja við hlið Drottins þá ert það þú því að ekki veit ég um mann sem var heiðarlegri, góðhjartaðari og hjálpsamari en þú. Það eina sem ég get gert núna er að minnast þín og allra hlutanna sem sem við gerðum saman og þakkað fyrir að hafa átt með þér allan þann tíma sem við áttum saman og munu þessir tímar ávallt skipa mikilvægan sess í mínu hjarta. Það sem ég er þó þakklátastur fyr- ir er hve nánir við vorum seinustu æviár þín allt fram til dauðadags og að þú skyldir lifa til tvítugsafmælis míns því að ekki voru öll þín barna- börn þín svo heppin. Sjáumst síðar, elsku afi minn. Ég veit að þú siglir um himininn núna á himnafleyi í flota guðs. Þinn dóttursonur, Hörður Stefánsson. Elsku besti afi minn. Þú varst mér alltaf svo góður, alltaf til staðar, tilbúinn að hjálpa, sama hvað var. Þú varst svo stór partur af lífi mínu. Ef mig langaði á skíði, íþróttaleik eða hvert sem er, varst það þú sem ég hringdi í. Þú varst alltaf svo áhuga- samur um allt sem ég tók mér fyrir hendur. Svo umhyggjusamur og góð- ur, sannkallaður afi. Það er fátt sem ég veit skemmtilegra en að fara í ferðalag með þér, elsku afi minn, á jeppanum með tjaldvagninn í eftir- dragi og þú alltaf jafn ánægður og stoltur með allt fína útilegudótið þitt. Þegar ég fer að hugsa um öll ferða- lögin sem við fórum í saman get ég vart varist brosi því alltaf svafst þú á dýnu á tjaldvagnsgólfinu og lést okk- ur hin í fjölskyldunni fá rúmin. Það lýsir þér alveg ótrúlega vel, afi minn, hugsaðir um okkur frekar en sjálfan þig. Og ekki voru sjóferðirnar verri, þar varst þú alveg í essinu þínu, þekktir hvern einasta dranga sem á leið okkar varð. Ég man að þegar ég var lítil var ég alltaf svo stolt þegar ég fékk að fara túr á einkabát á sjó- mannadaginn á meðan allir aðrir þurftu að fara með togurunum ein- hvern smá hring. En mikið er ég nú leið, elsku afi minn, að þú skulir vera farinn á ann- an stað því mér þykir svo vænt um þig. Ég veit það þó að þú ert á þeim allra besta stað sem í boði er því þú varst svo góður. Þú munt ætíð eiga sérstakan stað í hjartanu mínu og allar frábæru minningarnar um þig munu hugga mig hvað sem á bjátar. Besti afinn, frábær fyrirmynd og yndislegur maður. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku besti afi minn, hvíl í friði. Þín dótturdóttir Silja Margrét. Elsku afi og langafi. Sárt að skrifa þessar línur hér. Ég átta mig ekki al- veg á því að þú sért farinn. Við sem vorum rétt að byrja að kynnast á ný. Ég man svo vel hvað þú varst ánægð- ur þegar ég hitti þig fyrir utan bank- ann og þú sást Ísabellu fyrst og hvað þú varst glaður og montinn í skírn- inni. Bara að hún hefði getað kynnst þér, fengið að fara með þér á skíði, horfa á skaupið á áramótunum heima hjá þér, fara með þér út á sjó á sjómannadaginn eins og ég gerði þegar ég var lítil. Elsku afi, ég sakna þín sárt en veit að þú ert á góðum stað og fylgist með okkur. Blessuð sé minning þín. Þú skalt vera stjarna mín Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum (Ragnhildur Ófeigsdóttir) Eva Björk Jónsdóttir. Afi, þú varst góður og skemmti- legur. Ég á eftir að sakna fisksins sem þú komst með handa okkur í matinn. Allra útileganna, bátsferð- anna og allra skiptanna sem þú komst í mat til okkar. Svo var líka alltaf svo gaman að fara með þér á víkingahátíðina. Þínir Dagur, Úlfar Máni og Magnús Gauti. MAGNÚS ÖLVERSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.