Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 9 Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending af silkisjölum - margir litir Verð kr. 4.600 Nýir kjólar, hörjakkar og hördress Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Peysurnar frá komnar stærðir 36-56 Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030. Opið mán–fös. frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 499 kr./kg VIÐ EIGUM 14 ÁRA AFMÆLI Í DAG Höfðabakka 1, sími 587 5070 Karfaflök .................................. 299 kr./kg Steinbítsflök ............................ 299 kr./kg Fiskibollur ................................ 299 kr./kg Laxaflök ....................................899 kr./kg Skötuselur ............................... 990 kr./kg Humar .................................. 1.290 kr./kg Við elskum góð tilboð Hlökkum til þess að sjá ykkur í dag Túnfisksteik Sérhæð í Drápuhlíð í skiptum fyrir stærri hæð eða sérbýli Vel staðsett 132 fm neðri sérhæð með sérinn- gangi og sérþvottahúsi og geymslu í kjallara. Bílskúrsréttur. Hús og sameign í góðu ástandi. Þessi fallega hæð fæst eingöngu í skiptum fyrir stærri hæð eða sérbýli á svæði 101-108 eða í Garðabæ. Upplýsingar veitir Pétur í síma 892 5049 FLUG er algengasti ferðamátinn, en margir nýta sér þann möguleika að ferðast með ferju og taka bílinn, fellihýsið eða tjaldið með. Guð- mundur Þorsteinsson leiðbeinandi er með námskeið til að búa fólk undir ferðina og aksturinn erlend- is. Að sögn Guðmundar er nám- skeiðið sem hann býður upp á alls- herjar undirbúningur fyrir slíkar ferðir. Hann telur ferðirnar vera fyrir alla, þó að ferðavanir þurfi minna á slíkum upplýsingum að halda. Guðmundur segir þessar ferðir öðruvísi og jafnvel hag- kvæmari þar sem hótelkostnaður er enginn. Á námskeiðinu fer hann yfir ýmis atriði; tryggingar, hvernig á að rata eftir korti og helstu varrúðar- ráðstafanir gagnvart þjófum. Guð- mundur fer einnig vel yfir akstur- inn sjálfan, sérákvæði erlendis og hvernig skal aka á hraðbrautum. Áhersla lögð á áhugaverða staði Merkingar á vegum eru mjög góðar í Mið-Evrópu sem og á Norðurlöndunum og tekur Guð- mundur Noreg sérstaklega sem dæmi. Austur-Evrópa er einnig að vinna sig upp í þessum efnum. Að- spurður segir Guðmundur að hann bendi fólki á áhugaverða staði í hverju landi, reynt sé að koma til móts við áhugasvið hvers og eins og fólki sé frjálst að koma með spurn- ingar. Námskeiðin verða haldin í Reykjavík 20. mars og 3. apríl, á Akureyri 17. apríl og 8. maí á Egils- stöðum. Námskeið sem býr fólk undir akstur erlendis UM átta hundruð þátttakendur frá ellefu löndum sitja ráðstefnu um menntarannsóknir á vegum sam- takanna Nordic Educational Re- search Association (NERA) sem sett var í Kennaraháskóla Íslands í gær og stendur fram á laugardag. Verndari ráðstefnunnar er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Þema ráðstefnunnar er staða menntunar í þekkingarsamfélagi nútímans og eru aðalfyrirlesarar fjórir, þau Madeleine Arnot, pró- fessor í Cambridge, Sigurjón Mýr- dal, dósent við KHÍ, Olga Dysthe, prófessor í Bergen og Yrjö Engest- röm, prófessor í Helsinki við Kali- forníu-háskóla. Auk aðalfyrirlesara munu um 550 þátttakendur kynna eigin rannsóknir og fræðastörf, þar af 52 Íslendingar. Í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi Ólafur Proppé, rektor Kennara- háskóla Íslands (KHÍ), sagði í ræðu að þetta væri í fyrsta sinn sem NERA-ráðstefnan væri haldin á Ís- landi og Kennaraháskólinn væri stoltur af því að fá að vera í hlut- verki gestgjafans. Ólafur sagði KHÍ vera miðstöð rannsókna á sviði menntunar á Íslandi og því væri mikilvægt fyrir skólann svo og Há- skóla Íslands og Háskólann á Akur- eyri að geta borið bækur sínar sam- an við erlenda kollega. Þema ráðstefnunnar væri staða mennt- unar í nútímaþjóðfélagi og það væri áskorun fyrir alla sem starfa að menntun á einn eða annan hátt. Þá vék Ólafur einnig að mikilvægi sam- vinnu við aðrar þjóðir á þessu sviði: „Við segjum á íslensku að heimskt er heimaalið barn. Við höf- um trú á mikilvægi þess að tengjast, læra af og vinna með fólki annars staðar frá og við höfum staðfasta tiltrú á gildi norrænnar samvinnu. Við byggjum á sameiginlegri arf- leifð en einnig á viðleitni okkar til þess að leggja á ný mið og öðlast nýja þekkingu. Saman getum við myndað sterka heild í hinum nýja heima alþjóðavæðingarinnar,“ sagði Ólafur. Norræn ráðstefna um menntarannsóknir í KHÍ Morgunblaðið/Ásdís Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskólans, ogVigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti og verndari ráðstefnunnar. Átta hundruð þátttak- endur frá ellefu löndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.