Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
edda.is
Úr rústum Njálsbrennu
Æsispennandi, íslensk
teiknimyndasaga byggð á
lokaþætti Njáls sögu. Hér
lifna þekktar persónur við
á glænýjan hátt og
þúsund ára gömul átök
eru færð í mál og myndir
nýrra tíma.
DÆMI eru um að yfirlagnir á ein-
stökum deildum Landspítala – há-
skólasjúkrahúss, þ.e. þegar fleiri
sjúkrarúm eru á deild en gert er ráð
fyrir, hafi valdið því að rúmum hafi
verið komið fyrir við neyðarútganga
og brunatæki. Í grein um hringborðs-
umræður um mistök í heilbrigðis-
þjónustu í nýjasta hefti tímarits
hjúkrunarfræðinga kemur fram að
dæmi séu um að vaktmenn á tveimur
deildum á lyflækningasviði hafi beðið
deildarstjóra um að koma hlutunum í
lag þar sem von væri á heimsókn frá
Vinnueftirlitinu.
„Ég veit að einn deildarstjórinn
neitaði því. Það má því spyrja, hvaðan
fengu vaktmenn fyrirmæli um að
koma hlutunum í sæmilegt lag áður
en Vinnueftirlitið kæmi?“ spyr Lovísa
Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur á
gjörgæsludeild við Hringbraut og
einn þátttakandi í hringborðsumræð-
unum. Meðal annarra þátttakenda
voru fulltrúar frá Landlæknisemb-
ættinu, Vinnueftirlitinu og Félagi ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga.
Fram kemur að ungir nýútskrifað-
ir hjúkrunarfræðingar séu oft settir á
næturvaktir á erfiðar deildir án þess
að gera sér alltaf grein fyrir ábyrgð-
inni sem því fylgir. „[Þeir] hafa
kannski ekki næga reynslu til að
meta hvað ástandið er alvarlegt og
taka það oft sem traust og heiður að
láta setja sig í vandasöm og ábyrgð-
armikil verk eins og að vera einar á
næturvakt eða taka marga sjúklinga.
En þetta er mjög alvarlegt mál, ekki
bara fyrir sjúklinga heldur líka fyrir
starfsfólkið,“ segir Lovísa.
„Það hefur verið þannig hingað til
og við vitum dæmi um að fólk hefur
hreinlega misst æruna og sína sálar-
heill vegna þess að því hefur verið
stillt upp við vegg og sagt: „Þú barst
ábyrgð á dauða þessa einstaklings,“
þegar í rauninni var hægt að benda á
röð óheppilegra atvika í skipulagi
þjónustunnar sem leiddu endanlega
til mistakanna. Ég hef áhyggjur af
því að hjúkrunarfræðingar séu settir
í aðstöðu sem þeir ráða ekki við og
það er kraftaverk að þeir geri ekki
fleiri mistök en raun ber vitni,“ segir
hún.
Fram kemur í greininni að mistök í
heilbrigðisþjónustu hér á landi séu af
mörgum talin vanmetin og mjög illa
skráð og m.a. sé reynsla af atvika-
skráningu á LSH sú að lítið brot af
óhöppum og mistökum sé skráð nið-
ur.
Sjúkrarúm sett við neyðar-
útganga og brunatæki
„LOÐNUVERTÍÐIN er öflug
innspýting í samfélagið og þýðir
auknar tekjur fyrir sveitarfélag-
ið,“ segir Steinþór Pétursson,
sveitarstjóri Búðahrepps í Fá-
skrúðsfirði. Loðnuvinnslan hf. á
Fáskrúðsfirði hefur tekið á móti
rúmlega 25 þúsund tonnum af
loðnu á vertíðinni. „Hér hefur
fólk unnið myrkranna á milli við
loðnufrystingu og núna hrogna-
vinnslu og það hefur vantað fólk í
vinnu frekar en hitt. Þetta er vit-
anlega mikil sprauta fyrir sveit-
arfélagið og skilar sér í auknum
útsvarstekjum. Eins nýtur hafn-
arsjóður góðs af vertíðinni með
auknum hafnargjöldum, afla-
gjöldum og vörugjöldum.
Stemningin er góð og allir til-
búnir að einhenda sér í vinnu
tímabundið, enda er loðnu-
vertíðin eina eiginlega vertíðin
sem eftir er og minnir á gamla
tíma. Það má því segja að nú séu
margir hér á Fáskrúðsfirði
þreyttir en ánægðir því vitanlega
hefur pyngjan hjá mörgum
þyngst eilítið eftir þessa törn,“
segir Steinþór.
Innspýting í samfélagið
ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI loðnuafurða á
vertíðinni, sem nú sér fyrir endann á, gæti numið
hátt í 9 milljörðum króna. Enn er um þriðjungur
loðnukvótans óveiddur og litlar líkur á að hann
klárist á þessari vertíð.
Ætla má að nú þegar sé búið að frysta um 40
þúsund tonn af loðnu fyrir Rússlandsmarkað á
vertíðinni, meira en nokkru sinni fyrr, og að út-
flutningsverðmæti hennar sé tæpir 1,2 milljarðar
króna. Þá mun nú búið að frysta um 8 þúsund tonn
af loðnu í landinu fyrir Japansmarkað. Það er mun
meira en á síðustu vertíð, þegar fryst voru tæp
2.500 tonn en mest varð Japansfrystingin hér á
landi árið 1998 þegar alls voru fryst rúm 22 þús-
und tonn. Japansfrystingin hefur verið nokkuð
minni nú en vonir stóðu til, þar sem loðnan þykir
smá og því hefur stærsti hluti framleiðslunnar far-
ið í ódýrari afurðaflokka. Engu að síður má ætla
að útflutningsverðmæti Japansloðnunnar sé á
bilinu 400 til 500 milljónir króna. Frystingu Jap-
ansloðnu hefur verið hætt á þessari vertíð en enn
er verið að frysta loðnu á
Rússlandsmarkað en í
litlum mæli þó.
Miðað við að nú sé búið
að bræða um 450 þúsund
tonn af loðnu á vertíðinni
má gera ráð fyrir að búið
sé að framleiða um nærri
80 þúsund tonn af mjöli á
vertíðinni. Varlega áætlað
nemur útflutningsverð-
mæti þeirra um 4 milljörð-
um króna. Lýsisfram-
leiðslan gæti hins vegar
verið um 27 þúsund tonn á vertíðinni og verðmæti
þeirra um 1,2 milljarðar króna.
Framleiðsla á loðnuhrognum gengur vel
Framleiðsla á loðnuhrognum hefur gengið vel á
vertíðinni og er enn í fullum gangi, þó að vinnsla
hafi legið niðri víðast hvar í gær vegna brælu á
loðnumiðunum. Ekki er ljóst hversu mikið hefur
verið framleitt af hrognum það sem af er en gert
var ráð fyrir að framleiðslan gæti orðið 8 til 9 þús-
und tonn. Takist það gæti útflutningsverðmæti
hrognanna numið 1,5 milljörðum króna.
Afli loðnuskipanna á yfirstandandi vertíð er nú
orðinn 498 þúsund tonn, samkvæmt upplýsingum
Fiskistofu, og eru þá rúm 239 tonn eftir af kvóta
ársins. Ljóst er að nú eru fáir dagar eftir af loðnu-
vertíðinni og má gera ráð fyrir að veiðum verði að
mestu hætt undir lok þessa mánaðar. Á síðustu
vertíð voru veidd tæp 764 þúsund tonn af loðnu og
var veiðum þá hætt í lok marsmánaðar, enda kvót-
inn uppurinn.
Það má mikið vera ef tekst að veiða allan loðnu-
kvótann á yfirstandandi vertíð. Afkastastageta
fiskimjölsverksmiðjanna í landinu er um 17 þús-
und tonn á sólarhring og þær yrðu tvær heilar vik-
ur að bræða það sem eftir er af kvótanum. Ef það á
að takast verður að fara saman mjög góð veiði og
hagstætt tíðarfar.
Farið að síga á seinni hluta loðnuvertíðar og þriðjungur kvótans óveiddur
Verðmæti afurða 9 milljarðar
ENN sér ekki fyrir endann á sunn-
anbrælunni sem skall á aðfaranótt
sunnudagsins og hefur hún þegar
haft mikil áhrif á veiðar við Suður-
ströndina. Á það ekki síst við loðnuna
þar sem hver dagur er dýrmætur.
Þess sér merki í Vestmannaeyjum
því þar liggur stærsti hluti loðnuflot-
ans í höfn og nokkur skip liggja í vari
undir Eiðinu. Auk þess eru vertíðar-
bátar við bryggju. Það eru mörg ár
síðan jafnmörg skip hafa sést í höfn-
inni í Eyjum og minnir á gömlu dag-
ana þegar höfnin var á stundum full
af skipum alls staðar að af á landinu.
Þetta er engin óskastaða fyrir
loðnusjómenn, að liggja í höfn nú
þegar hver dagur er dýrmætur og
hætt við að mikil verðmæti fari í súg-
inn takist ekki að ná loðnukvótanum.
Ekki bætir úr að nú stendur taka
loðnuhrogna sem hæst en góður
markaður er fyrir fryst loðnuhrogn í
Japan.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Loðnuflotinn í vari
við Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
ÓLAFUR Jóhann Ólafsson hefur
undirritað samning við hið þekkta
breska bókaforlag Faber & Faber
um útgáfu á
skáldsögunni
Höll minning-
anna. Bókin
kemur út nú í
sumar þar í landi
en áður hefur
forlagið gefið út
Slóð fiðrildanna
eftir Ólaf Jó-
hann. Meðal ann-
arra höfunda á
útgáfulista Fab-
er & Faber eru Kazuo Ishiguro,
Milan Kundera, Paul Auster og
DBC Pierre sem hlaut hin virtu
Booker-verðlaun fyrir skemmstu.
Höll minninganna kom fyrst út í
Bandaríkjunum utan Íslands þar
sem viðtökur hafa verið á eina lund.
Þá hefur sagan einnig komið út á
Ítalíu og er nú væntanleg í Hollandi
innan skamms. Samningaviðræður
standa yfir við bókaútgáfur í mörg-
um löndum um verkið.
Ólafur Jóhann semur
við Faber & Faber
Höll minning-
anna kemur
út í Bretlandi
Ólafur Jóhann
Ólafsson
AFKOMA sérhæfðra sauðfjárbúa
batnaði á árinu 2002 í samanburði við
árið 2001. Þetta kemur fram í árs-
skýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins
um afkomu búgreina í landbúnaði.
Ekki liggur fyrir uppgjör vegna árs-
ins 2003, en það ár var sauðfjárrækt-
inni erfitt vegna lækkunar á verði
kjöts og hærri útflutningsskyldu.
Í skýrslunni kemur fram að hagn-
aður sauðfjárbúa árið 2002 fyrir laun
eiganda nam 979 þúsund krónum
samanborið við 825 þúsund krónur
árið 2001. Tölurnar byggjast á upp-
gjöri 50 sauðfjárbúa, en innlegg
þeirra nemur um 4,8% af innlögðu
kjöti. Heildartekjur meðalbús námu
3,6 milljónum, þar af 3,4 milljónir
vegna sauðfjárframleiðslu. Skuldir
meðalbús námu 4,1 milljón krónum
og jukust um 131 þúsund milli ára.
Í skýrslunni segir að afkoma kúa-
búa hafi verið sú sama árið 2002 og
árið 2001. Hagnaður búanna fyrir
laun eigenda nam 1.981 þúsund krón-
um. Heildartekjur meðalbús námu
12,4 milljónum og jukust um 1,8 millj-
ónir milli ára. Greiðslumark var
145.806 lítrar og jókst um 11,5% milli
ára. Meðalbú skuldaði í árslok 2002
um 20,8 milljónum króna og jukust
skuldir um 2,5 milljónir milli ára.
Afkoma
sauðfjárbúa
batnaði 2002
♦♦♦