Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 20
SPRENGJUTILRÆÐIN Í MADRÍD 20 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Meira en 10 ljúffengir sjávarréttir eru í boði. Við bjóðum upp á smokkfisk, rækjur, ýmsan fisk o.fl. Hlaðborð kostar kr. 2.990 með einu glasi af víni eða bjór. Það eru aðeins 10 borð á staðnum, og því er ráðlagt að hringja og panta borð í síma 896 3536 eða 588 1818. NaNaThai er tælenskur veitingastaður sem er rekinn af sama eiganda og BanThai. NaNaThai hefur mjög mikið úrval af fjölbreyttum og mjög góðum sjávarréttum. Á NaNaThai bjóðum við upp á mjög fjölbreyttan mat og erum með mismunandi mat um hverja helgi. NaNaThai þýðir fjölbreytni á tælensku. Ekki missa af þessu tækifæri, aðeins þessi helgi. Komdu til okkar í Skeifuna 4 (á móti BT) og prófaðu sjávarréttarhlaðborðið okkar. Thai sjávarréttarveisla um helgina föstu- og laugardag Nanathai er Rómaður og framandi staður Skeifunni 4 Símar 588 1818 /896 3536 www.nanathaistore.com SLÖKKVILIÐSMENN rannsaka flak tveggja hæða lestar á Pozo-lestarstöðinni í Madríd í gær. Tvær sprengjur sprungu í lestinni og fórust þar að minnsta kosti sjötíu manns. Alls fórust nær 200 manns í sprengingunum 10 en stjórnvöld hafa skýrt frá því að þrjár sprengjur að auki hafi fundist og verið gerðar óvirkar. Fyrir tveim vik- um handtók lögregla ETA-menn sem voru með rúm 500 kílógrömm af sprengiefni í bíl sínum. AP Tvær sprengingar á Pozo-lestarstöðinni sprengjur sprungu í gær. „Það var mjög undarlegt að vera hérna í morg- un af því að í miðri miðborginni er yf- irleitt mikið mannlíf og allt á iði. En hér var varla hræða í morgun.“ Inga segir að margir hafi mætt seint í vinnuna, enda fóru lestarsam- göngur úr skorðum við þessa voveif- legu atburði. Fólk hafi síðan verið að ræða sín á milli um tíðindin eftir að það var komið í vinnuna. „Það fyrsta sem við gerðum var náttúrulega að finna alla starfsfélaga okkar, fullvissa okkur um að þeir væru heilir á húfi,“ sagði hún. „Konan sem situr við hliðina á mér var nálægt Atocha-lestarstöðinni, í bílnum sínum með barnið sitt, þegar sprengja númer tvö sprakk. Hún lýsti þessu sem algeru stríðsástandi, bíll- inn skalf og hún sagði að það hefði verið ótrúlegt hversu lögreglu- og sjúkrabílar voru skjótir á vettvang.“ Inga sagði að drungi væri yfir fólki, menn áttuðu sig ekki almennilega á því sem gerst hafði. Hún sagði ekki marga Íslendinga búsetta í Madríd, þar væri þó slæðingur af náms- mönnum. Farsímakerfi þoldu ekki álagið Kristín Agnarsdóttir hefur verið búsett í Madríd í um það bil ár en hún sækir nám í listaháskóla í borginni. Hún sagðist í samtali við Morgun- blaðið hafa verið heima hjá sér þegar sprengingarnar urðu í gærmorgun. Fljótlega hefði hún gert sér ljóst að eitthvað mikið gekk á. „Íbúar borgar- innar vöknuðu við sírenur sjúkrabíla, langt fram eftir morgni,“ sagði Krist- ín. Kristín sagði að fljótlega hefði komið fram í fjölmiðlum að farið væri fram á það við fólk að það notaði ekki farsímana sína, enda voru farsíma- KRISTÍN Guðmundsdóttir, sem býr í Madríd á Spáni, segir að alger ring- ulreið hafi ríkt í borginni eftir tilræðin í gærmorgun sem kostuðu hundruð manna lífið. Sagði Kristín að fólk hefði hópast á heilsugæslustöðvar í borginni til að gefa blóð en að mikil ólga og hræðsla væru jafnframt ríkjandi. Kristín sagði um hádegisbilið í gær að símkerfið hefði nánast lamast í Madríd, enda hefði fólk verið að reyna að ná sambandi við vini og ættingja. Þeir sem ekki næðu sambandi við fjöl- skyldumeðlimi leituðu síðan að þeim á spítölunum og því hefði skapast mikil ringulreið. „Það er mikill skjálfti í manni og hræðsla því þetta er aðalsamgöngu- leið okkar allra hér og við tökum þess- ar lestar á hverjum morgni. Manni finnst eins og maður hafi rétt sloppið fyrir horn og því er samúðin með þeim sem ekki sluppu gífurleg,“ sagði Kristín við mbl.is. Bætti hún því við að andrúmsloftið í borginni væri ekki ósvipað því og var á Íslandi þegar snjóflóðin féllu á Súðavík 1995. Varla hræða á ferli Inga Harðardóttir er einnig búsett í Madríd, hún er gift spænskum lækni og starfar á skrifstofu í miðborg Madrídar. Hún sagðist í samtali við Morgunblaðið jafnan fara með neð- anjarðarlest í vinnuna en kaus að fara með strætisvagni í gær vegna hætt- unnar á því að lestarsamgöngur hefðu farið úr skorðum. Inga var ekki lögð af stað í vinnuna þegar sprengjurnar sprungu á bilinu 7.35 og 7.55 í gærmorgun að staðar- tíma. Segist hún hafa heyrt tíðindin í fréttunum upp úr klukkan átta. „Ég svo sem áttaði mig ekki á alvarleika málsins strax,“ segir hún. „Þetta var smátt og smátt að síast inn. Það var ekki strax ljóst hversu margir höfðu farist,“ sagði hún. Inga starfar á skrifstofu nálægt Callao-torgi sem hún segir að sé í um kílómetra fjarlægð frá Atocha-lestar- stöðinni í miðbænum þar sem kerfin þá farin að láta undan miklu álagi. Flestir hefðu því fylgst með fréttum í útvarpi, sjónvarpi eða á Net- inu. Kristín hefur sem fyrr segir verið búsett í Madríd undanfarið ár. Segist hún giska á að um tuttugu íslenskir námsmenn búi í borginni. Sjálf fór hún í skólann í gærmorgun en allri kennslu var síðar aflýst. Hún segir að samgöngur hafi hætt að virka sem skyldi og að allir séu mjög dofnir yfir atburðunum. „Gerist bara í útlöndum“ Ástrún Friðbjörnsdóttir er í spænskunámi við háskóla í Alcala de Henares, úthverfi í Madríd. Hún fer hins vegar reglulega um Atocha- lestarstöðina í Madríd. „Lestin sem var sprengd þar í morgun [í gær- morgun] fór frá Alcala og til Atocha. Þetta er mín lest,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið. „Þegar ég fer til Madrídar þá tek ég þessa lest, frá Atocha get ég síðan tekið neðanjarð- arlest áfram,“ bætir hún við. Ástrún segir að svo heppilega hafi viljað til í gær að verkfall hafi verið í háskólanum, sem hún sækir. Því hafi ekki verið eins margir í lestinni og venjulega. „Ein vinkona mín var að fara til Englands og ætlaði að taka þessa lest. Hún tók hins vegar leigubíl eftir að hafa frétt að það hefði orðið sprenging,“ sagði Ástrún um atburð- inn í gær. „Vinkona mín í Madríd fór sömuleiðis ekki í skólann vegna verk- fallsins. Dóttir konunnar sem leigir mér tekur þessa lest líka reglulega en fór ekki í skólann vegna verkfallsins. Svo voru krakkar sem ég þekki að djamma í Madríd [í fyrrakvöld] og ætluðu að taka lest snemma heim en hættu við. Þetta er alveg hrikalegt.“ Kristrún segist hafa verið að horfa á sjónvarpsfréttir og að það sé ótrú- legt að vera að horfa á myndir af braki lestarinnar sem hún jafnan fer með. „Þetta er svo miklu nær mér heldur en maður hefði talið mögulegt. Svona hlutir gerast einhvern veginn bara alltaf einhvers staðar í „útlönd- um“.“ Sírenur sjúkrabílanna vöktu íbúa Madrídar Íslendingar bú- settir í borginni segja mikinn drunga yfir fólki ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í gær sam- úðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Jóhanns Karls Spán- arkonungs, og spænsku þjóðar- innar, vegna hryðjuverkanna sem framin voru í Madríd í gær- morgun. Bað forsetinn þess í kveðju sinni, að bænir og stuðn- ingur fólks um víða veröld veitti fjölskyldum þeirra fjölmörgu, sem létu lífið, styrk til að takast á við djúpa sorg. Hann sagði jafnframt brýna nauðsyn að þjóðir heims tækju höndum saman í baráttunni við ógn hryðjuverka. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra ritaði einnig bréf til Ana Palacio, utanríkisráðherra Spánar, þar sem hann lýsti hryggð sinni vegna hryðju- verkaárásanna í Madríd og vott- aði hann aðstandendum látinna og særðra samúð fyrir hönd rík- isstjórnar Íslands. Utanríkis- ráðherra fordæmdi árásirnar sem hann sagði enn hafa sýnt fram á þörf þess að efla barátt- una gegn hvers konar hryðju- verkastarfsemi. Þá sendi Halldór Blöndal, for- seti Alþingis, spænska þinginu samúðarorðsendingu í tilefni at- burðanna í Madríd. Sendu samúðar- kveðjur til Spánar JOSE Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, sór að þeir sem bæru ábyrgð á sprengjuárásum gærdags- ins yrðu eltir uppi og látnir svara til saka fyrir glæpi sína. „Við munum hvergi hvika and- spænis morðum hryðjuverkamanna. Hinir seku verða dregnir fyrir rétt og dæmdir,“ sagði hann í sjónvarps- ávarpi til spænsku þjóðarinnar um miðjan dag í gær, um sex tímum eftir að ódæðin dundu yfir. „Við ætlum okkur algjöra og skilyrðislausa upp- rætingu hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Aznar. Aznar staðfesti að stjórnin hefði lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna þessara hörmungaratburða. „Hryðjuverk eru ekki gerð blind- andi. Þessir hryðjuverkamenn vildu valda eins miklu tjóni og hugsazt gat. Þetta er fjöldamorð. Þeir hafa myrt fjölda fólks bara fyrir það að vera Spánverjar,“ sagði forsætisráð- herrann, en stjórn hans grunar basknesku aðskilnaðarhreyfinguna ETA um að standa að baki árásun- um. „Það er útilokað að einhverjar samningaviðræður fari fram við þessa morðingja. Við stöðvum þess- ar árásir eingöngu með óbilgjarnri stefnu. Við munum hvergi hvika frá þeirri stefnu, hvort sem þeir halda áfram að drepa eða hætta því,“ sagði Aznar, en honum var sjálfum veitt banatilræði af hálfu ETA árið 1995, fáeinum mánuðum áður en hann varð forsætisráðherra. „Við munum hvergi hvika“ Spænski forsætisráðherrann Aznar segir hryðjuverkamennina verða elta uppi Madríd. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.