Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HRYÐJUVERK Í MADRÍD
Nærri 200 manns týndu lífi og um
1.400 manns særðust er 10 sprengj-
ur sprungu á þremur lestarstöðvum
í Madríd á Spáni í gærmorgun. Var í
fyrstu talið, að basknesku hryðju-
verkasamtökin ETA hefðu verið að
verki en í gærkvöld fannst yfirgefinn
bíll í Madríd með hvellhettum og ar-
abískri hljóðsnældu. Þá barst arab-
ísku dagblaði í London yfirlýsing,
sem var sögð frá hryðjuverka-
samtökunum al-Qaeda, þar sem þau
lýstu ábyrgðinni á hendur sér. Vilja
spænsk yfirvöld nú ekkert útiloka en
segja, að enn liggi ETA undir grun.
Mikil reiði ríkir á Spáni vegna ódæð-
anna og hefur kosningabaráttunni í
landinu verið aflýst en þó búist við,
að Spánverjar gangi til kosninga á
sunnudag.
Tveir játa í l íkfundarmáli
Tveir sakborninga í líkfundarmál-
inu í Neskaupstað hafa játað aðild
sína að málinu, samkvæmt öruggum
heimildum Morgunblaðsins. Einn
þremenninganna játaði fyrstur og
annar játaði nokkru seinna. Þriðji
sakborningurinn neitar aðild að mál-
inu.
Loðnufarminn má losa í sjó
Umhverfisráðuneytið heimilaði í
gær Samherja, útgerðarfélagi Bald-
vins Þorsteinssonar EA 10, að losa
loðnufarm skipsins í sjóinn ef á
þyrfti að halda við björgun þess af
strandstað í Skálarfjöru. Hugs-
anlegt er að einnig þurfi að losa
hluta olíufarms skipsins í sjó.
Björgun skipsins var ekki reynd í
gær, en er fyrirhuguð í kvöld.
Tryggingafélög borga ekki
Rannsókn Samkeppnisstofnunar
á meintu samráði Trygginga-
miðstöðvarinnar, Sjóvár-Almennra
trygginga hf. og VÍS, mun sam-
kvæmt heimildum ljúka með nið-
urstöðu sem ekki felur í sér sekt-
argreiðslu. Rannsóknin hefur staðið
í rúm sex ár.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 37/39
Viðskipti 12/16 Minningar 40/45
Úr verinu 16/17 Skák 48
Erlent 18/21 Kirkjustarf 48
Minn staður 22 Bréf 50
Höfuðborgin 23 Myndasögur 50
Akureyri 24 Dagbók 52/53
Suðurnes 25 Staksteinar 52
Austurland 26 Brids 53
Landið 27 Íþróttir 54/55
Daglegt líf 28/29 Leikhús 56
Listir 30/36 Fólk 57/61
Forystugrein 32 Bíó 58/61
Þjónusta 35 Ljósvakamiðlar 62
Viðhorf 36 Veður 63
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is
Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport-
@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Bræðurnir Þórólfur og
Árni Páll Árnasynir
Doktor Eyþór Eyjólfsson
Íslendingafélagið í
Kaupmannahöfn
Leiklistin
Beðmál í rútunni
George Michael
Óháð kvikmyndagerð
Á SUNNUDAGINN
BRÆÐUR
ÁRNI PÁLL
OG
ÞÓRÓLFUR
Sunnudagur 14.03.04
„ÞAÐ ER GAMAN AÐ BÚA TIL PENINGA EN RAUNVERULEG VERÐMÆTI ERU MINNINGAR,“ SEGIR EYÞÓR EYJÓLFSSON
HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá
24. apríl 2002 og sýknaði íslenska
ríkið af bótakröfu foreldra sex ára
gamallar stúlku vegna meintra mis-
taka lækna við fæðingu stúlkunnar.
Töldu foreldrarnir að meint mistök
hefðu leitt til þess að stúlkan varð
fyrir umtalsverðum heilaskemmdum
og hlaut 100% varanlega örorku og
miska.
Héraðsdómur taldi í dómi sínum
að ríkið væri bótaskylt og dæmdi
stúlkunni 28,5 milljóna króna bætur.
Stúlkan fæddist á kvennadeild
Landspítalans 5. mars 1998 og var
fæðingunni lokið með bráðakeisara-
skurði. Við skoðun kom í ljós íferð í
lunga og var stúlkan því sett í hita-
kassa og gefið súrefni og sett á
sýklalyf. Þræddir voru æðaleggir í
naflabláæð og naflaslagæð til að
fylgjast með sýrustigi, súrefnisinni-
haldi og koltvísýringsinnihaldi slag-
æðablóðs og blóðþrýstingi.
Í ljós kom að sá æðaleggur sem
þræddur hafði verið í naflaslagæðina
lá inn í meginslagæðina en til móts
við brjósthryggjarlið sveigði hann til
baka í U-beygju, þannig að endi hans
lá til móts við efri hluta lendar-
hryggjarliðs. Ákvörðun var tekin um
að láta æðalegginn liggja, fyrst um
sinn, þar sem í því væri fólgin minni
áhætta en í því að færa hann.
Höfð í öndunarvél
í u.þ.b. eina viku
Fjögurra daga gömul veiktist
stúlkan hastarlega með krömpum
auk einkenna nýrnabilunar og sýndi
merki um lélegt blóðflæði og hækk-
andi blóðþrýsting. Fór hún til með-
ferðar hjá nýrnasérfræðingi og var
sett í öndunarvél í um það bil viku
þar til henni fór að batna. Þriggja
vikna gömul fékk hún gallblöðru-
bólgu og var gallblaðran fjarlægð
með skurðaðgerð.
Rannsóknir sýndu að stúlkan
hafði orðið fyrir umtalsverðum heila-
skemmdum og var henni vegna
þessa metin 100% varanleg örorka
og miski. Var í málinu krafist bóta úr
hendi ríkisins á þeirri forsendu að
líkamstjón stúlkunnar stafaði af mis-
tökum starfsmanna Landspítalans
við fæðingu hennar og eftirfarandi
læknismeðferð.
Hæstiréttur komst að þeirri nið-
urstöðu, að skemmdir sem komið
hefðu fram á heila stúlkunnar sam-
ræmdust því að hún hefði orðið fyrir
súrefnisskorti en stöfuðu ekki af
blóðtappa þeim og háþrýstingi sem
hún hefði fengið á fimmta degi eftir
fæðingu. Sterkar líkur töldust leidd-
ar að því að hún hefði orðið fyrir súr-
efnisskorti fyrir fæðingu. Var því
ekki talið að orsakasamband væri á
milli legu slagæðaleggjarins og
heilaskemmda stúlkunnar. Hefði því
ekki verið sýnt fram á að tjón stúlk-
unnar mætti rekja til mistaka starfs-
fólks Landspítalans og var ríkið
sýknað af skaðabótakröfu í málinu.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Gunnlaugur Claessen, Garðar
Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir,
Hrafn Bragason og Ingibjörg Bene-
diktsdóttir.
Guðrún Margrét Árnadóttir hrl.
flutti málið fyrir ríkið og Jón Steinar
Gunnlaugsson hrl. fyrir stúlkuna.
Hæstiréttur hnekkir dómi héraðsdóms um 28,5 milljóna
kr. skaðabætur vegna meintra læknamistaka
Mistök starfsfólks
spítalans ekki sönnuð
ÞAÐ ER venja á hverjum vetri að
halda árlegan náttfatadag í Leik-
skólanum Undralandi á Flúðum.
Þessi sérstaki klæðaburðardagur
var haldinn nýlega. Klæðast börnin
þá náttfötum sínum til tilbreyt-
ingar, léku og sprelluðu auk þess að
gera föndrið sitt. Nú eru um 90
börn í hinum nýja leikskóla, leik-
skólastjóri er Bettý Grétarsdóttir.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Það er tilbreyting að vera aðeins klæddur náttfötum í leikskólanum.
Náttfatadagurinn
Hrunamannhreppi. Morgunblaðið.
HÆTT hefur verið við þriggja daga
skemmtiferð tvö hundruð manna
hóps til Madrídar um helgina á veg-
um ferðaskrifstofanna Úrvals-Út-
sýnar og Plúsferða. Þessi ákvörðun
var tekin í ljósi atburðanna í Madr-
íd.
Að sögn Helga Eysteinssonar,
sölu- og markaðsstjóra Úrvals-Út-
sýnar, voru málin metin svo að ekki
kæmi til greina að sinni að fara í
skemmtiferð til Madrídar. Við-
skiptavinir fá ferð sína endur-
greidda að fullu.
„Okkur þykir með öllu óviðeig-
andi að fara í skemmtiferð við þess-
ar aðstæður. Þetta getur ekki verið
skemmtilegt fyrir nokkurn mann.
Það er skipulögð önnur ferð í apríl
og enn sem komið er hafa ekki ver-
ið gerðar neinar breytingar á þeim
áætlunum,“ segir Helgi.
Laufey Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Plúsferða, segir ferð-
inni hafa verið aflýst, þar sem
möguleikar á henni séu að engu
orðnir í ljósi ástandsins.
Madrídar-
ferðum aflýst
ÓLAFUR Örn Haraldsson, fyrrver-
andi alþingismaður, var kjörinn for-
seti Ferðafélags Íslands á fundi fé-
lagsins í
gærkvöld. Ólafur
Örn var sjálfkjör-
inn í embættið.
Haukur Jó-
hannesson, sem
hefur gegnt emb-
ætti forseta síð-
ustu sjö ár, hefur
setið í stjórn fé-
lagsins í níu ár
samfleytt og læt-
ur af embætti vegna útskiptareglu
sem Ferðafélagið hefur, sem kveður
svo á að menn geti ekki setið lengur
en níu ár samfleytt í stjórn félagsins.
Haukur sagði í gær að staða
Ferðafélagsins væri sterk, bæði fjár-
hagslega og hvað eignir varðar. Alls
eru skráðir félagar í FÍ 7.000 talsins.
Ólafur Örn
forseti FÍ
Ólafur Örn
Haraldsson
♦♦♦