Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 55 ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, segir að þrátt fyrir að liðið hafi tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar séu spænska liðið Real Madrid og ríkjandi Evrópumeistarar, AC Mil- an, líklegust til afreka í keppninni. Wenger er ekki sammála veðbönk- um á Englandi sem telja að Arsenal sé líklegast til þess að vinna Meist- aradeildina í ár, en staðan er þessi 5-2 Arsenal, 13-5 Real Madrid, 5-1 AC Milan, 6-1 Chelsea, 13-2 Depor- tivo La Coruna, 12-1 Porto, 18-1 Lyon og Mónakó. „Það þarf ekki annað en að skoða verðlaunasafn þessara liða til þess að sjá hvar þau standa. Real Madrid hefur níu sinnum orðið Evrópu- meistari og Milan sex sinnum. Ars- enal hefur aldrei unnið Evr- ópumeistaratitil og því tel ég að þessi tvö lið séu líklegust til þess að blanda sér í baráttuna. Ég hef ekki hugmynd um hve langt við náum í að þessu sinni en við höfum verið að ná okkur á strik eftir að hafa byrjað illa í riðlakeppninni,“ segir Wenger en Arsenal hefur unnið fimm leiki í röð í Meistaradeildinni. Þegar dregið verður í dag verða nöfn liðanna átta í sama hatti, þann- ig það lið frá sama landi geta dreg- ist saman og einnig lið sem léku saman í riðli í byrjun keppninnar. Eftir dráttinn verður einnig ljóst hvaða lið koma til með að mætast í undanúrslitum. Wenger telur Milan og Real sigurstranglegust FÓLK  RAGNA Ingólfsdóttir féll úr leik í 1. umferð á All England mótinu í badminton í gær þegar hún beið ósigur fyrir Miu Tjiptawan frá Hol- landi í tveimur lotum, 11:5 og 11:5.  CARLO Cudicini braut bein í hægri handlegg á æfingu í gær og er líklegt að hann verði frá æfing- um og keppni um tíma, hversu lengi lá ekki fyrir í gærkvöldi. Neil Sul- livan leikur því í marki Chelsea gegn Bolton um helgina.  JOHN Terry, fyrirliði enska úr- valsdeildarliðsins Chelsea, segir við BBC að hann óski eftir því að stjórnendur félagsins taki af allan vafa um framtíð knattspyrnustjóra liðsins, Claudio Ranieri. Enski landsliðsmaðurinn segir að það sé ekki viðunandi að alla daga sé því velt upp í enskum fjölmiðlum að Ranieri muni hverfa á braut næsta sumar og að Sven Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, muni taka við starfinu.  PETER Kenyon, stjórnarformað- ur Chelsea, hefur sagt að vinni liðið ekki titil á leiktíðinni muni tímabilið vera misheppnað en Terry segir að slíkar væntingar séu óraunhæfar þar sem að sigur í Meistaradeild- inni sé raunhæfasti möguleiki Chelsea þessa stundina, þar sem forskot Arsenal í deildarkeppninni sé of mikið. „Claudio hefur gert frá- bæra hluti hjá Chelsea og það myndi hjálpa mikið ef stjórn félags- ins lýsti yfir stuðningi við hann. Vonandi verður það gert fljótlega þannig að allir geti einbeitt sér að því að spila knattspyrnu,“ segir Terry og bætir því við að Ranieri eyði nánast öllum sínum tíma í starfið og sé ávallt að hugsa um hag leikmanna í starfi sínu.  TRACY McGrady, framherji Or- lando Magic, skoraði 62 stig í sigri liðsins gegn Washington Wizards í fyrrinótt og er það þriðja mesta stigaskor leikmanns í NBA-deild- inni á sl. 12 árum. David Robinson skoraði 71 stig fyrir San Antonio Spurs og Michael Jordan 63 stig í úrslitakeppninni fyrir Chicago Bulls gegn Boston Celtics.  RENATE Götschl frá Austurríki sigraði í samanlögðum árangri á heimsbikarmótum vetrarins í risa- svigi á móti sem fram fór í Sestr- iere á Ítalíu í gær. Nadia Styger frá Sviss sigraði á mótinu í Sestr- iere, Þjóðverjinn Maria Riesch varð önnur og Michaela Dorfmeister frá Austurríki varð þriðja. Götschl varð sjöunda í risasviginu í gær en það nægði henni til þess að landa heimsbikartitlinum í risasvigi en hún sigraði einnig í samanlögðum árangri á brunmótum vetrarins.  ÞRÍR leikmenn Leicester sem hafa setið í fangelsi á Spáni í viku er lausir úr prísundinni, þeir voru leystir úr haldi gegn tryggingu ár- degis í dag. Í upphafi annars fjórðungs komstHamar yfir í annað skipti leiknum í stöðunni 21:23, en eftir þetta hafði Snæfell yfirhöndina það sem eftir var. Munurinn í leikhléi var sjö stig, 48:41, Snæfelli í vil, var mest fyrir tilstilli Dondrells Whit- more að heimamenn höfðu forystu, en hann átti afar góðan leik og hafði skorað 22 stig í fyrri hálfleik. Í upp- hafi fjórða fjórðungs skiptu heima- menn um gír í vörninni og tókst þann- ig að skora 13 stig gegn 4 á fjögurra mínútna kafla, þar með voru úrslitin ráðin í þessum leik. Þó heimamenn hafi unnið nokkuð sannfærandi sigur þá vantaði eitthvað upp á einbeit- inguna. Í lið Snæfells átti Dondrell Whit- more afar góðan leik, er gríðarlega öflugur í vörninni, stal nokkrum bolt- um og skoraði grimmt eða alls 39 stig. Hlynur Bæringsson er engum líkur, þó stigaskorið hafi ekki verið hátt hjá honum þá tók hann alls 18 fráköst, þar af tíu sóknarfráköst og var mjög vinnusamur í vörninni. Sigurður Á. Þorvaldsson kom sterkur til leiks og var með sinn besta leik um allnokkra hríð. Corey Dickerson lék þennan leik á annan hátt en hann hefur gert oft áður, þ.e. lét boltann ganga mikið meira og þar með kom mun betra flæði í sóknarleik Snæfells. Hafþór I. Gunnarsson skilaði sínu hlutverki mjög vel eins og honum er einum lag- ið. Edward Dotson varð fyrir því að fá höfuðhögg snemma í leiknum og lék því lítið í fyrri hálfleik en kom nokkuð sterkur í þann síðari. Lýður Vignis- son og Andrés Heiðarsson áttu ágæt- ar innkomur í leikinn. Hjá gestunum lék Lárus Jónsson mjög vel, hraðinn hans kemur að góð- um notum í varnarleiknum, stjórnar sóknarleik liðsins vel og er síðan ógn- andi í skotum sínum. Marvin Valdi- marsson lék afar vel þegar á leikinn leið. Svavar Pálsson var mjög sterkur framan af leik en lenti í villuvandræð- um í síðari hálfleik. Chris Dade var lengi í gang en var mjög ógnandi þeg- ar á leikinn leið, en var samt eins og hann gengi ekki á öllum. Faheem Nelson og Lavell Owens, stóru menn- irnir í liðinu, skiluðu sínu ágætlega, sérstaklega þó í fráköstunum. Einnig átti Hallgrímur Brynjólfsson ágætar innkomur. Snæfell sterkara DEILDARMEISTARAR Snæfells fögnuðu sigri á Hamar í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslita- keppni um Íslandsmeistaratit- ilinn í gærkvöldi í Stykkishólmi, 99:86. Það var hátt spennustig- ið á leikmönnum beggja liða framan af leik og augljóst að bæði lið ætluðu sér mikið nú þegar komið er í úrslitakeppn- ina. Snæfell var þó í við sterkara liðið lengi framan af fyrsta leik- hluta og náð mest átta stiga for- ystu um miðjan leikhlutann. Ríkharður Hrafnkelsson skrifar SVEN Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur gefið forsvarsmönnum Knatt- spyrnuspyrnu Akademíu Íslands grænt ljós á að verða ráðgjafi knattspyrnuskólans sem Arnór Guðjohnsen stofnaði fyrir ári. Er- iksson verður Akademíunni innan handar á ýmsum sviðum. Hann hef- ur ritað formála að stefnumótun skólans og þjálfarar hans og for- ráðamenn hafa fengið vilyrði frá Eriksson um að geta leitað til hans með ráðleggingar. Arnór Guðjohn- sen segir vel mögulegt að Eriksson komi til Íslands í haust og verði við- staddur þegar afreksþjálfun verði hleypt af stokkunum hjá skólanum. Gríðarleg ásókn hefur verið í skól- ann. 700 nemendur voru í fyrra og það sem af er þessu ári hafa 400 nemendur sótt skólann sem starfar á ársgrundvelli. „Þar sem við töldum skólann fara vel af stað og þá afreksstefnu sem við erum með í kollinum þá fannst okkur við þurfa ráðgjöf og vildum helst af öllu fá stórt nafn til liðs við okkur. Upp kom hugmynd að ræða við Eriksson. Hann tók vel í þetta en vildi heyra betur hvað við vær- um að hugsa, hann bauð okkur á sinn fund í desember. Hann þurfti eðlilega að fá sinn tíma til að svara okkur vegna samnings síns við enska knattspyrnusambandið en fyrir nokkrum dögum barst okkur svar frá honum þar sem hann sagð- ist reiðubúinn að aðstoða okkur á allan hátt,“ sagði Arnór Guðjohn- sen við Morgunblaðið. Með Arnóri í Knattspyrnu Aka- demíu Íslands eru fyrrverandi at- vinnumenn og lykilmenn í íslenska landsliðinu á árum áður, Guðni Bergsson, Eyjólfur Sverrisson og Sigurður Jónsson, en yfirþjálfari skólans er Þorlákur Árnason, þjálf- ari Fylkis, og með honum starfa valinkunnir og mjög hæfir þjálf- arar. Sven Göran til liðs við Arnór Í byrjun annars leikhluta skoruðuleikmenn Keflavíkur 14 stig gegn aðeins 3 stigum Tindastólsmanna á aðeins þremur mín- útum. Tindastóll tók þá leikhlé og fór bet- ur yfir sín mál. Kefl- víkingar gáfu þá meira í og skoruðu þrettán stig í röð, á þeim kafla varði Gunnar Einarsson troðslu frá Svavari Birgissyni og náði aftur boltanum og sendi á Derrick Al- len, sem tróð svo boltanum með til- þrifum, allt ætlaði um koll að keyra á Sunnubrautinni og Tindastólsmenn neyddust til að taka leikhlé aftur. Keflvíkingar voru hreint út sagt miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og vakti það mikla undrun að Tindastóll skyldi spila 2:3 svæðisvörn gegn Keflavík en sú vörn opnar mikið fyrir skotmennina fyrir utan og Keflavík- ingar nýttu það vel og gengu til leik- hlés með þægilega 26 stiga forystu 57:31. Tindastóll mættu í seinni hálf- leik miklu ákveðnari og voru búnir að skipta úr svæðisvörn yfir í maður á mann og gekk það mjög vel. Þeir skoruðu tíu fyrstu stig seinni hálf- leiks á aðeins fjögurra mínútna kafla. Clifton Cook og David Sanders voru hreint út sagt óstöðvandi í sókninni hjá Tindastól. Á þessum kafla réð Tindastóll algjörlega gangi leiksins og allt virtist stefna í það að þetta yrði allt í einu leikur að nýju en ekki leikur kattarins að músinni. Keflvík- ingar tóku þá leikhlé og breyttu þeir skipulagi síns leiks og fóru að leita meira inní teig á þá Fannar Ólafsson og Derrick Allen. Þegar leið á fjórða leikhluta virtist allt púður vera búið hjá Tindastól enda fór mikil orka í það að vinna upp 26 stiga forystu en lið mega alls ekki hleypa Keflvíking- um í þannig stöðu og hvað þá á sínum heimavelli á Sunnubrautinni. Svæð- isvörn Tindastóls í fyrri hálfleik fór gjörsamlega með þá og komust Kefl- víkingar mest í 30 stiga forystu, en Tindastóll náði að minnka muninn mest niðrí 9 stig en lengra komust þeir ekki. Bestu menn vallarins voru Derrick Allen, Gunnar Einarsson, Clifton Cook og David Sanders sem átti tilþrif leiksins þegar hann tróð knettinum gjörsamlega yfir Jón N. Hafsteinsson. „Við byrjuðum leikinn ágætlega en eftir fyrsta leikhluta kom kafli hjá Keflavík þegar þeir rúlluðu gjörsam- lega yfir okkur, á þessum kafla náð- um við ekki að róa leikinn heldur hleyptum við honum í algjört ráða- leysi hjá okkur og Keflavík nýtti sér það,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson þjálfari Tindastóls. „Við byrjuðum mjög sterkt og náð- um fljótt þægilegri forystu. En aftur á móti í seinni hálfleik fórum við að slaka á og spiluðum á tíma lélega vörn og þá vorum við meðmjög léleg skot,“ sagði Fannar Ólafsson leik- maður Keflavíkur. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Derrick Allen átti stórleik og treður hann hér knettinum í körf- una hjá Tindastól með tilþrifum við mikinn fögnuð áhorfenda. Hann skoraði 20 stig fyrir Keflavík. Auðvelt hjá Keflavík KEFLVÍKINGAR lögðu Tindastólsmenn auðveldlega að velli í fyrsta leik þeirra í 8-liða úrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í Keflavík í gærkvöldi, 98:81. Leikurinn fór hægt af stað og var mikið af mistökum á upphafskaflanum. Tindastólsmenn lögðu leikinn þannig upp að þeir spiluðu 2:3 svæðisvörn í þeirri von að hægja á Keflvíkingum. Þessi vörn var mjög gloppótt og nýttu Keflvíkingar sér það og fengu mikið af opnum skotum. Keflvíkingar spiluðu góða vörn og neyddu Tindastólsmenn í erfið skot. Davíð Páll Viðarsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.