Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vaknaði við veltuna | Bílvelta varð á Biskupstungnabraut í Grímsnesi, ofan við Kerið, rétt fyrir klukkan þrjú aðfaranótt miðvikudagsins. Að sögn lögreglu á Sel- fossi sofnaði ökumaður undir stýri og vaknaði ekki fyrr en jeppinn sem hann ók hafði oltið utan vegar. Ökumaðurinn var í bílbelti og slapp ómeiddur. Bifreiðin var nokkuð skemmd og var fjarlægð með kranabíl.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Álfasteinn bætir við | Álfasteinn ehf. hefur keypt sögunar- og slípunarverk- smiðju af Flatey ehf. í Hornafirði. Álfa- steinn hefur jafnframt leigt húsnæði og aðra aðstöðu fyrir verksmiðjuna af ábúend- um jarðarinnar Flatey í Hornafirði. Ekki er gert ráð fyrir að hefja starfsemi í verk- smiðjunni fyrr en í sumarbyrjun á næsta ári, en tímann fram að því á að nýta til að yfirfara búnað og þróa vöruframleiðslu. Álfasteinn hyggur á markaðssókn í leg- steinasölu og vörum tengdum bygg- ingamarkaði, s.s. húsaklæðningu, flísum, hleðslusteinum og stéttasteini. Ætlar fyr- irtækið að vera með rekstur sinn á þremur stöðum; á Borgarfirði eystri, í Flatey og Reykjavík, þar sem opna á söludeild annað haust. Frá þessu greinir í fréttatilkynn- ingu. Opnaður hefur veriðvefur um lista-manninn Ríkarð Jónsson. Þar er að finna umfjöllun um ævi Ríkarðs, sem varð kunnur m.a. af listfengum útskurði trém- una og brjóst- og lág- myndir af merkum ein- staklingum. Á vefnum má einnig sjá dæmi um verk Ríkarðs, kennsluefni, dag- bókarbrot og kveðskap sem hann lét eftir sig. Vef- urinn var opnaður af Þor- gerði Katrínu Gunn- arsdóttur menntamála- ráðherra. Slóðin er www.rikardssafn.is. Ríkarður fæddist í Tungu í Fáskrúðsfirði 20. september 1888. For- eldrar hans voru Ólöf Finnsdóttir og Jón Þór- arinsson. rikardssafn.is Þessir reykvískukrakkar fundu ádögunum köttinn Dísu sem villst hafði að heiman. Ljósmyndari blaðsins rakst á þau á Miklubrautinni er þau gengu galvösk með kisu heim á leið. Vissu ber- sýnilega hvar hún á heima og voru ekki að tví- nóna við hlutina heldur vildu koma henni þangað sem fyrst. Morgunblaðið/Eggert Týndur köttur á heimleið Í tilefni af afmæli Þór-bergs Þórðarsonarverður Þórbergsþing í dag í Norræna húsinu. Þegar Þórbergur var bú- inn að raka sig á efri árum orti hann fyrir framan spegilinn: Nú er ég bæði fínn og fagur, fárra manna jafni, ekki feitur og ekki magur með eilíft líf fyrir stafni. Þórbergur sneri vísunni svo á þessa lund: Nú er ég bæði fínn og fagur, fáum mönnum líkur, ekki feitur og ekki magur aldrei fæðist slíkur. Svo barst hugvekja um e-kortið nýja: Illa er farið vitið vort virðist trufla þankann alsælunnar eyðslukort indælt fyrir bankann. Eyðslan verður spil og sport sparnaður ekki kemst á kort Þig skælbrosandi hengir á skuldahankann. Af Þórbergi pebl@mbl.is Reykjavík | Það verður seint að fullu skilið hvað það er sem veldur hinni erfiðu sambúð hunda og katta. Í máli okkar má finna fjöldann allan af mynd- hverfingum og samlíkingum sem vísa í stormasamt samband þeirra. Það má segja að ljúfustu dýr taki hreinlega hamskiptum þegar þau hitta eintak af hinni tegundinni. Hér mættust þau í dyrunum á gæludýrabúð einni í miðbæ höfuðborgarinnar, þessi labradorhundur og grábrönd- ótta læðan og var ekki annað að sjá en hefðbundinn tegunda- rígur réði enn ríkjum í sam- skiptum þeirra. Morgunblaðið/Heiðar þór Þú ert ekki velkomin: Við viljum ekki þína líka hér, gæti hundurinn verið að segja við kattarræksnið. „Eins og hundur og köttur“ Sambúð SKIPTA þurfti um hluta af áhöfn á varð- skipinu Ægi á mánudag eftir að átta skipverjar af átján höfðu veikst af skæðri magapest, og voru álitnir óstarfhæfir sök- um veikinda. Aðspurð um málið staðfesti Dagmar Sigurð- ardóttir, upplýs- ingafulltrúi Land- helgisgæslu Íslands, að veik- indin hefðu komið upp. Hún segir að tal- ið sé að veikindin séu af völdum víruss, en segir það vera í rannsókn. Skipið var statt úti fyrir Suðurlandi þegar ljóst var að í óefni stefndi og margir úr áhöfninni væru orðnir veikir. Skipinu var þá siglt í næstu höfn í Vest- mannaeyjum og skipverjar sendir til læknis. Læknirinn sagði fimm af mönn- unum ekki færa til að sinna störfum sín- um í þessu ásigkomulagi, og var þá siglt til Reykjavíkur með mennina, og kom Ægir til hafnar í Reykjavík á mánudag. Þar fóru fimm skipverjar í land, en þrír aðrir sem höfðu veikst voru þá farnir að jafna sig. Skipið fór út aftur samdægurs. Aðspurð segist Dagmar ekki muna til þess að annað álíka tilvik hafi komið upp á skipum Landhelgisgæslunnar undan- farin ár, en tekur fram að aldrei hafi verið nein hætta á ferðum. Skæð maga- pest í varð- skipinu Ægi Þingeyri | Hafnar eru endurbætur innan- dyra á Þingeyrarkirkju og er stefnt að því að þeim ljúki fyrir hvítasunnu. Fram kemur á vefnum thingeyri.com, að búið er að fjarlægja bekki og hreinsa allt ofan af gólfbitum, en lagfæra þarf gólfbitana og skipta um suma. Stoðir hafa sigið og þarf að lyfta þeim upp og rétta gólfið af. Sett verða ný gólfborð og einangrað undir þeim, en engin einangrun var undir gamla gólfinu. Endurnýja á hitakerfið, gamla kerfið undir bekkjunum hefur verið fjarlægt og verður ekki á þeim stað aftur. Fyrirhugað er að breyta hitakerfinu og setja upp sambyggt loftræsti- og hitunarkerfi. Raf- lagnir verða einnig endurnýjaðar. Þá er einnig er unnið að viðgerð uppi á söng- lofti. Unnið að endurbótum á Þingeyrarkirkju ♦♦♦ Heimsókn í Nautastöð BÍ | Nem- endur í valgreininni nautgriparækt II við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri fóru á miðvikudaginn í heimsókn í Nauta- stöð Bænda- samtaka Íslands, sem einmitt er staðsett á Hvann- eyri. Frá þessu er greint á vefnum landbunadur.is. Þar segir að Sveinbjörn Eyjólfsson for- stöðumaður og Ingimar Einarsson hafi tekið vel á móti hópnum. „Sveinbjörn fræddi hópinn um hlut- verk nautastöðvarinnar varðandi kyn- bótastarfið í nautgriparæktinni, en sæð- ingastarfsemin er þar einn af horn- steinum. Síðan voru nautin skoðuð og voru nemendur sérstaklega áhugasamir um að skoða naut úr sínu heimahéraði. Einn af nemendunum átti meira að segja nánast hálfbróður og a.m.k. nafna á ein- um básnum, hinn hörgdælska Hjaltalín. Heimsókn í nautastöðina er fastur liður í kennslu í nautgriparækt II við bænda- deild og er hópnum alltaf tekið opnum örmum,“ segir í fréttinni.    Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.