Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 43
Fleiri minningargreinar um
Einar Emilsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST KARL GUÐMUNDSSON
brunavörður,
Sléttuvegi 13,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 9. mars.
Ástríður Hafliðadóttir,
Jóna Ágústsdóttir, Helgi Gunnarsson,
Hafdís Ágústsdóttir,
Guðmundur Karl Ágústsson, Hjördís Birgisdóttir,
Ástrún Björk Ágústsdóttir, Guðmundur Á. Arnbjarnarson,
barnabörn og langafabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓN ÁRNI JÓNSSON
bóndi,
Sölvabakka,
lést þriðjudaginn 9. mars síðastliðinn.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Björg Bjarnadóttir,
Magðalena Karlotta Jónsdóttir, Guðni Úlfar Ingólfsson,
Jófríður Jónsdóttir, Jón Rögnvaldsson,
Bjarney Ragnhildur Jónsdóttir, Baldvin Sveinsson,
Jóna Finndís Jónsdóttir,
Anna Margrét Jónsdóttir, Sævar Sigurðsson
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞORGEIR JÓN EINARSSON,
Hrafnistu,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag,
föstudaginn 12. mars, kl. 13:30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktar-
félag vangefinna.
Einar Þorgeirsson, Sigrún Edvardsdóttir,
Magnús Ingvar Þorgeirsson, Sigríður Gunnarsdóttir,
Ingigerður Þorgeirsdóttir, Ingólfur Guðnason,
Anna Þorgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Einar Emilssonfæddist á Seyðis-
firði 16. ágúst 1952.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 2. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Bergljót
Kristinsdóttir hús-
móðir, f. á Vopna-
firði 30. júní 1921, d.
31. desember 1996,
og Emil Júlíus
Bjarnason sjómaður,
f. á Seyðisfirði 19.
júlí 1911, d. 24. maí
1968. Systkini Einars
eru þrjú, Bjarney, húsmóðir á
Seyðisfirði, f. 10. mars 1945,
Kristbjörg Bára, hjúkrunarfræð-
ingur í Reykjavík, f. 6. júní 1948,
og Hjörtur, skipatæknir í Reykja-
vík, f. 15. september 1950.
Eiginkona Einars er Sigríður
Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 7. júlí
1955. Foreldrar hennar eru Sig-
rún Eyrbekk húsmóðir, f. 22. apr-
íl 1932, og Stefán Stefánsson sjó-
maður, f. 14. október 1927.
Sigríður Ingibjörg og Einar hófu
búskap á Seyðisfirði haustið 1972.
Eignuðust þau þrjú börn, Emil
Júlíus, f. 4. ágúst 1973, Kolbrúnu,
f. 13. apríl 1979, dóttir hennar
Magnea Lind Óðinsdóttir, f. 21.
júní 2002 og Ísak, f. 25. maí 1983.
Árið 1977 flutti fjölskyldan til
Dalvíkur og hefur búið þar síðan.
Einar var lærður húsasmiður.
Vegna áhuga á myndlist sótti Ein-
ar námskeið í myndlist og fór
hann í Myndlistarskóla Arnar
Inga á Akureyri. Myndlistarnám-
inu lauk með lokaverkefninu
Eyðibýli í Dalvíkurbyggð og var
sýningin á þeim verkum ásamt
öðrum myndum
hinn 27. maí 1999.
Einar hafði ánægju
af myndlistinni og
hélt hann margar
myndlistarsýningar
á verkum sínum, t.d.
á Seyðisfirði, í
Reykjavík auk fimm
sýninga á Dalvík.
Einar var mikill list-
unnandi sem kom
best fram í áhuga
hans á myndlist,
einnig var hann
mjög góður í að
semja ljóð og limrur.
Hann samdi líka afmælisbragi og
annála sem hann flutti á góðum
stundum. Á unglingsárum sínum
á Seyðisfirði vann Einar t.d. á
síldarplönum, í vélsmiðju, í loðnu-
bræðslu, við smíðar og ýmis störf
hjá Seyðisfjarðarbæ. Á Dalvík
vann hann við smíðar, hann var
húsvörður í Dalvíkurskóla og
kenndi þar smíðar um tíma. Einar
vann margvíslegn störf hjá Dal-
víkurbæ, t.d. við íþróttahúsið,
sundlaugina og sem húsnæðis-
fulltrúi. Síðastliðin ár starfaði
hann sem myndmenntakennari í
Dalvíkur- og Húsabakkaskóla.
Einar var mjög virkur í fé-
lagsmálum hann var einn af
stofnendum og fyrsti formaður
Starfsmannafélags Dalvíkurbæj-
ar og sat í stjórn þess til fjölda
ára. Hann sat í nefndum og ráð-
um á vegum Dalvíkurbæjar og
var formaður UMFS árið 1996. Á
árunum 1988–1994 sat hann í
stjórn BSRB.
Útför Einars verður gerð frá
Dalvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Í dag kveðjum við elskulegan föð-
ur okkar. Eftir margra mánaða og
hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm varð hann nú að lúta í lægra
haldi. Við trúum því varla að þessu
sé lokið en við viljum hér í nokkrum
orðum minnast hans. Minningarnar
um hann styrkja okkur mikið á
þessum erfiðu stundum, og munu
gera um ókomna tíð.
Pabbi var afar ljúfur og góður
maður. Hann var rólyndismaður og
æsti sig aldrei og notaði yfirleitt góð
orð til að tala okkur til og kenna
okkur hvað væri rétt og hvað rangt.
Hann var alltaf duglegur að gefa
sér tíma með okkur og hjálpa okkur
ef við þurftum á því að halda, hve-
nær sem var.
Við minnumst allra ferðalaganna
með honum, og þá sérstaklega ár-
legu sumarferðanna til Seyðisfjarð-
ar sem voru alltaf jafn skemmtileg-
ar.
Pabbi var mikill íþróttaáhuga-
maður og voru það ófáar stundirnar
sem við eyddum með honum fyrir
framan sjónvarpið, og þá sérstak-
lega þegar handbolti og enski bolt-
inn voru á skjánum. Hann var mikill
West Ham maður og var hann í
áhangendafélagi West Ham á Dal-
vík sem taldi heila tvo menn. Það
var fundað á hverjum degi því að
þeir unnu saman og deildu borði á
kennarastofunni í skólanum.
Myndlist var mikið áhugamál
pabba og voru það ófáar stundirnar
sem við vorum á vinnustofunni hans
og fylgdumst með honum mála. Oft
var mikið spáð og spekúlerað og
vildi hann gjarnan fá álit okkar á
verkum sem hann vann að.Við eig-
um eftir hann nokkrar myndir sem
eru okkur ómetanlegar.
Jólabarn er rétta orðið yfir pabba
þegar sú hátíð fór að nálgast. Síð-
ustu ár var hann mjög duglegur við
að skreyta húsið og þegar hann
hékk utan á húsinu að hengja upp
jólaljós kölluðum við hann iðulega
Seríus.
Við viljum þakka pabba fyrir þau
ár og þær góðu stundir sem að við
áttum með honum og minnumst
hans með hlýhug og ástúð. Í okkar
huga er hann hin eina sanna hetja.
Guð geymi góðan mann.
Emil, Kolbrún og Ísak.
Það er okkur þungbærara en orð
fá lýst að kveðja þig, elsku bróðir.
Þú varst yngstur í systkinahópnum
og eftirlæti okkar allra. Við systk-
inin urðum vitni að ótrúlegu æðru-
leysi og hetjuskap sem þú, elsku
bróðir, sýndir á þeim átta mánuðum
sem þú barðist við þann illvíga sjúk-
dóm sem að lokum dró þig til dauða.
Þú varst staðráðinn í að vinna þá
baráttu en varðst að lokum að lúta í
lægra haldi. Fram á síðasta dag var
ávallt stutt í gamansemina og upp-
gjöf var ekki til í þínum huga.
Minningarnar hrannast upp,
áhyggjulausir æskudagar á Seyðis-
firði líða fyrir hugskotssjónir, því að
þótt við krakkarnir hefðum byrjað
að vinna mjög ung, bæði með skól-
anum og í fríum, var lífið fyrst og
fremst leikur. Þú varst fjörugur og
áttir þinn stóra þátt í því lífi og fjöri
sem var í leikjum okkar. Á Seyð-
isfirði hittir þú hana Ingu þína og
þar byrjuðuð þið búskap en fluttuð
síðan til Dalvíkur og áttuð heima
alla tíð, síðustu árin á ættaróðali
Ingu að Reykjum. Þar bjugguð þið
ykkur einstaklega hlýlegt og gott
heimili. Þar höfum við systkinin og
fjölskyldur okkar átt athvarf í lengri
og skemmri tíma þegar við höfum
verið á ferð um landið eða fagnað
með þér og fjölskyldu þinni áföng-
um í lífi ykkar. Það er ljúft að minn-
ast veislunnar sem þið hélduð á
fimmtugsafmæli þínu í hittiðfyrra
og ekki síður sólríks sumardags sem
við áttum öll saman á Fiskideginum
mikla á Dalvík sl. sumar.
Börnin komu eitt af öðru, fyrst
Emil Júlíus, þá Kolbrún og loks
Ísak og fyrir bráðum tveimur árum
dótturdóttirin Magnea Lind. Þú
unnir þeim hugástum og sú ást var
gagnkvæm, sem sýndi sig í veikind-
um þínum, þau viku ekki frá hlið
þinni þann erfiða tíma.
Við gætum skrifað svo margt svo
margt um þig, kæri bróðir, svo sem
um þá ríku þörf þína til að láta gott
af þér leiða, um óeigingjarnt starf
þitt í þágu þeirra sem minna mega
sín, störf að verkalýðsmálum svo
ekki sé minnst á ástríðu þína á
myndlistinni, en einstaklega
ánægjulegt var að fylgjast með þró-
un þinni og framförum í málverkinu.
Þetta geymum við í huga okkar
ásamt öllum þeim góðu minningum
sem við eigum um þig.
Elsku Inga, Emil, Kolla, Ísak og
Magnea Lind, megi góður Guð
styðja ykkur og styrkja í sorg ykk-
ar.
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Bjarney, Bára og Hjörtur.
Árið 1972 felldu tvö ungmenni,
hún 17 ára og hann 20 ára, hugi
saman á Seyðisfirði. Síðan eru liðin
um 32 ár og þau þroskuðust, eign-
uðust fallegt heimili og þrjú börn.
Eftir rúmlega 30 ára sambúð höfðu
Inga og Einar mótað hvort annað,
orðið mjög samrýmd og ræktað með
sér djúp tilfinningatengsl og vin-
áttu. Þau stóðu hlið við hlið í barátt-
unni við erfiðan sjúkdóm allt til loka
þegar Einar lést hinn 2. mars sl.
Einar var margbrotinn maður í
margvíslegum skilningi. Hann var
fjölhæfur, handlaginn, listrænn,
samdi ljóð og var mjög félagslyndur
þótt aldrei færi mikið fyrir honum.
En hann var einnig margbrotinn í
bókstaflegri merkingu því oft hafði
hann beinbrotnað í ýmsum slysum.
Heilsufarssaga hans var einnig
margbrotin, hann lagðist margoft
undir skurðarhnífinn vegna ólíkra
sjúkdóma en alltaf reis hann upp
aftur tvíefldur, staðráðinn í að láta
ekki bugast og aldrei brotnaði hann
andlega.
Einar var listrænn. Fyrir um 20
árum síðan fór hann á myndlistar-
námskeið og í Myndlistaskóla Arn-
ars Inga á Akureyri og varð í fram-
haldi af því afkastamikill frístunda-
málari. Lifandi áhugi hans á
myndlist kom sterklega í ljós í síð-
ustu heimsókn hans til Reykjavíkur.
Hann var í miðri erfiðri geislameð-
ferð og var þreyttur þegar við, mág-
ur og svilkona, komum í heimsókn
til þeirra hjóna. Þennan dag í byrj-
un janúar sl. fórum við öll fjögur á
opnun þriggja myndlistasýninga í
Listasafni ASÍ og þaðan á Kjarvals-
staði og skoðuðum tvær sýningar
þar. Þrátt fyrir slappleikan og van-
líðan lét Einar sig hafa það að fara á
fimm sýningar. Hann hafði fengið
margar nýjar hugmyndir og var
mjög ánægður í lok dagsins. Þetta
finnst okkur lýsa Einari vel, óbil-
andi áhugi og staðfastur vilji til að
láta ekki sjúkdóm og vanlíðan buga
sig.Þrátt fyrir baráttuna og viljann
varð hann að lúta í lægra hald að
loku.
Elsku Inga, Emil, Kolla og Ísak,
við vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð nú á erfiðum tímum. Megi minn-
ingin um bjartsýnan og ljúfan dreng
hjálpa ykkur í sorginni.
Stefán og Hulda.
Vinur minn Einar Emils hefur
kvatt þetta líf alltof snemma. Einar
var góður drengur og einstaklega
umhugsunarsamur og skilningsrík-
ur á aðstæður annarra. Hann var
listrænn. Smiður, teiknari og list-
málari, allt lék í höndum hans. Inga
Siddý vinkona mín var bara 16 ára
þegar hún kynntist þessum úrvals-
manni og valdi hann til fylgilags.
Hún kom með hann austan af fjörð-
um og kynnti fyrir kunningjahópn-
um á Dalvík og allir voru sammála
um að Inga væri í góðum málum.
Það hefur sannast í áranna rás. Nú
hafa þau eytt saman meira en 30 ár-
um og varla verið viðskila eina nótt.
Komu sínum þremur börnum til
manns, tóku á móti barnabarninu
með mikilli gleði. Einar var besti
vinur Ingu og Inga besta vinkona
Einars. Þannig var það.
Það er ekki svo lítils virði að eiga
góðan vin, hvað þá góðan vin og eig-
inmann í sömu persónu. Þegar sýnt
var hvert stefndi með sjúkdóm Ein-
ars, settist hann niður og fór yfir
málin með Ingu sinni. Rólegur og
yfirvegaður gerði hann það sem
henni kom best. Elsku Inga Siddý,
Emil, Kolla og Ísak, ég bið góðan
Guð að vera með ykkur á erfiðum
stundum. Kær kveðja frá fjölskyld-
unni.
Arna.
Það er ekki ýkja langt síðan ég
síðast hitti Einar Emilsson augliti
til auglitis. Hann var þá orðinn mik-
ið veikur, lá á sjúkrahúsi, nýbúinn
að gangast undir erfiða aðgerð. Mér
verður nú sú samræða, sem við átt-
um þarna á sjúkrahúsinu og síðar í
samtölum, að umhugsunarefni.
Æðruleysi hans gleymi ég ekki.
Fremur vildi hann ræða þakklæti
sitt við hjúkrunarfólkið en eigin
heilsu og líðan. Um sínar aðstæður
ræddi hann af djúpu raunsæi og al-
vöru en undirtónninn fór ekkert á
milli mála.
Það var hjartahlýjan í garð ann-
arra og framar öllu öðru sú einlæga
væntumþykja sem hann bar í brjósti
gagnvart fjölskyldu sinni. Mér kem-
ur þetta þannig fyrir sjónir að í veik-
indunum hafi eðliskostir Einars
komið vel fram: Fyrst aðrir, síðan
hann sjálfur.
Þannig var Einar og því fékk ég
sjálfur að kynnast. Ég hef verið
þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga
Einar Emilsson að vini allar götur
frá því við kynntumst síðla árs 1988.
Þá komum við saman inn í stjórn
BSRB en á þeim vettvangi áttum
við eftir að eiga mikil samskipti. Frá
upphafi var samstarf okkar sérlega
gott og þróaðist það mjög fljótlega í
trausta vináttu. Ég mat ráð Einars
jafnan mikils. Hann hafði næmt
innsæi í allt sem laut að manneskj-
unni og mannlegum samskiptum og
kunni fyrir vikið vel að lesa í pólitík
og verkalýðsmál.
Einar Emilsson var listamaður og
hin síðari ár fengu hæfileikar hans
sem listmálari að njóta sín æ betur.
Mér er það minnisstætt þegar við
Guðbjörn Arngrímsson formaður
Starfsmannafélags Ólafsfjarðar,
vorum nú síðastliðið vor, saman á
leið frá Akureyri til 1. maí hátíða-
halda á Ólafsfirði. Þá tókum við hús
á Einari á Dalvík og fengum hann til
að sýna okkur málverkasafn sitt.
Einar varð við bón okkar og sýndi
okkur myndirnar af mikilli hæv-
ersku þó. Okkur var hins vegar ljóst
hve snar þáttur listin var orðin í lífi
Einars. Hann sagði okkur frá fyr-
irhugaðri sýningu á verkunum og
horfði hann með tilhlökkun fram á
veginn hvað þetta snertir.
Ekki efast ég um að oft eigi okkur
vinum Einars Emilssonar eftir að
verða hugsað til hans. Á skrifstofu
minni hjá BSRB hangir listaverk
eftir Einar. Þetta er mynd frá Þing-
völlum, sem hann gaf mér fyrir
nokkrum árum. Á hverjum degi
horfi ég því listamannsaugum Ein-
ars Emilssonar til Þingvalla. Það er
að mörgu leyti táknrænt, að þessi
minning um Einar skuli í senn
tengjast fegurð náttúruperlunnar
og þeim stað þar sem Íslendingar
komu saman til mannamóta og hófu
að smíða samfélag. Einar Emilsson
átti fagrar hugsjónir og alla tíð
barðist hann af alefli fyrir því að
gera þjóðfélag okkar að betri íveru-
stað.
Fyrir eigin hönd og BSRB votta
ég eiginkonu Einars, börnum þeirra
og öðrum nákomnum dýpstu samúð.
Ögmundur Jónasson,
formaður BSRB.
EINAR
EMILSSON