Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 48
KIRKJUSTARF
48 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl.
13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja. Eldri borgara starf. Brids-
aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15.
Langholtskirkja. Lestur Passíusálma kl.
18 í Guðbrandsstofu í anddyri Langholts-
kirkju. Allir velkomnir.
Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Kaffi og spjall.
Grafarvogskirkja. Lestur Passíusálma
kl. 18.15. 13. sálmur. Um falsvitnin og
Kafías dóm. Kolbeinn Óttarsson Proppé
les.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri
deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í
húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakkar
á aldrinum 8–12 ára velkomnir.
Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar,
Kirkjukrakkar, er í Lágafellsskóla.
Hveragerðiskirkja. Kl. 20 – Kristur og
Hollywood – Trú í kvikmyndum. Kristur og
trúin birtast með ýmsu móti á hvíta tjald-
inu og skírskotun til trúararfs kristninnar
og Biblíunnar er margvísleg þó að okkur
bíógestum sé það ekki alltaf ljóst.
Þorkell Á. Óttarsson sýnir dæmi úr kvik-
myndum og ræðir um Krist í Hollywood. Á
morgun laugardag:
Kl. 10–17 – Opin sýning. Síðdegis eru
æfingar fyrir tónleika á sunnudagskvöld.
Hádegisbænir og kvöldbænir eru alla
virka daga kl. 12.15 og kl. 18.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11. Bæna-
stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu-
fræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi
Boðun, FM 105,5. Allir velkomnir.
Fríkirkjan Kefas. 10–12 ára starf kl.
19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir
10–12 ára velkomnir. Nánari upplýsingar
á www.kefas.is.
Akureyrarkirkja. Á morgun laugardag
13. mars verða
hádegistónleikar kl. 12. Björn Steinar
Sólbergsson flytur verk eftir Brahms og
Mendelssohn. Sigrún Arna Arngrímsdótt-
ir syngur sálmalög við texta Jörgs Zink.
Lesari: Guðmundur Árnason. Léttur há-
degisverður á vægu verði í safnaðarheim-
ili að tónleikunum loknum. ,,Segðu mér
hvert“ kl. 13. Dagskrá um þýska guð-
fræðinginn og rithöfundinn Jörg Zink. Um-
sjón: María Eiríksdóttir, kennari í Hafn-
arfirði.
Glerárkirkja. Á morgun, laugardag,
Kirkjuskóli fyrir 1–4. bekk kl. 11. Bibl-
íusögur, söngur, leikir og lofgjörð til upp-
byggingar og þroska fyrir börnin. TTT-starf
kl 13. Sérstök samvera í kirkjunni fyrir tíu
til tólf ára. Fræðsla, leikir og lofgjörð.
Börn á þessum aldri hvött til að koma.
Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið samveru
Kirkjuskólans í Mýrdal næsta laugardag,
13. mars, kl. 11.15–12 í Víkurskóla.
Rebbi refur heldur áfram að fræðast um
kristna trú í brúðuleikhúsinu. Söngur,
saga og litastund. Verið dugleg að mæta.
Prestur og starfsfólk kirkjuskólans.
Kirkja sjöunda dags aðventista: Laug-
ardagur:
Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti,
dómkirkja og basilíka: Sunnudaga:
Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.
Alla virka daga: Messa kl. 18. Á laug-
ardögum: Barnamessa kl. 14 að trú-
fræðslu lokinni. Kirkjan er öllum opin á
daginn frá kl. 8 til 18.30. Alla föstudaga í
lönguföstu: Krossferilsbæn kl. 17.30.
Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel:
Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga:
Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga:
Messa kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl.
16. Miðvikudaga kl. 20.
Hafnarfjörður, Jósefskirkja:
Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðviku-
daga: Messa kl. 18.30. Alla virka daga
frá 11. til 19. mars er messa á hverjum
degi kl. 18.30 í tilefni nóvenu til heilags
Jósefs. Föstudaginn 19. mars: Jósefs-
messa, stórhátíð. Hátíðarmessa kl.
18.30. Alla föstudaga í lönguföstu:
Krossferilsbæn kl. 18 og messa kl.
18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga:
Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.
Keflavík, Barbörukapella, Skólavegi 38:
Sunnudaga: Messa kl. 14.
Alla fimmtudaga: Rósakransbæn kl. 20.
Stykkishólmur, Austurgötu 7:
Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnu-
daga: Messa kl. 10.
Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.
Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.
Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.
Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.
Akureyri, Kaþólska kirkjan, Péturs-
kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga:
Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11.
Safnaðarstarf
Krossferils-
bæn í
Landakoti
ALLA föstudaga í lönguföstu er
krossferilsbæn beðin kl. 17.30 í
Kristskirkju í Landakoti. Krossfer-
ilsbæn eða krossferilsgangan er
gömul bæn sem á rót sína að rekja
til þeirrar venju að ganga Via Dolo-
rosa í Jerúsalem þar sem 14 „við-
stöður“ minna á allt það sem gerðist
frá því að Jesús hélt burt frá dóm-
stóli Pontíusar Pílatusar og þangað
til hann var lagður í gröfina. Í
hverri kaþólskri kirkju hanga
myndir af viðstöðunum 14 og fólk
fer frá einni viðstöðu til annarrar og
íhugar þjáningar Drottins og dauða
og biður um miskunn hans og fyr-
irgefningu.
Aðalsafnaðarfundur Hafnarfjarð-
arkirkju Aðalsafnaðarfundur Hafn-
arfjarðarkirkju fer fram í Hásölum
Strandbergs eftir messu kl. 11
sunnudaginn 14. mars nk. Efni m.a.:
Gerð grein fyrir starfsemi og
rekstri kirkjunnar á liðnu starfsári,
kosning aðal- og varamanna í sókn-
arnefnd.
Harmonikkuball í
Vídalínskirkju
HARMONIKKUBALL fyrir eldri
borgara í Kirkjuhvoli Garðabæ í dag
kl. 14:00-17:00 Eldborgarkvintettinn
leikur fyrir dansi. Ásta Bjarnadóttir
og Þorleifur Einarsson Íslands-
meistarar í samkvæmisdönsum í
flokki 16-18 ára sýna dans.
Kristskirkja.
FJÓRAR umferðir hafa verið
tefldar á Reykjavíkurskákmótinu,
þegar þetta er ritað. Þrír stórmeist-
arar deila forystunni, með 3½ vinn-
ing, Drejev (Rússlandi), Luther
(Þýskalandi) og Erenburg (Ísrael).
Efstir af Íslendingum eru stór-
meistararnir Helgi Ólafsson og
Hannes Hlífar Stefánsson og alþjóð-
legu meistararnir Bragi Þorfinnsson
og Stefán Kristjánsson, með 2½ v.
hver, í 18.–34. sæti.
Norski undradrengurinn Magnus
Carlsen hefur ekki náð sér á strik,
hefur 2 vinninga.
Keppnin hefur verið skemmtileg
og öll aðstaða í Ráðhúsinu hin besta.
Fjórar skákir eru sýndar á tjaldi í
skáksalnum, auk þess sem þekktir
skákmeistarar skýra skákirnar fyrir
áhorfendum á hverju kvöldi. Skák-
áhugamenn ættu ekki að láta þetta
skemmtilega mót fara fram hjá sér.
Í hópi hinna erlendu gesta er ísr-
aelski stórmeistarinn, Emil Su-
tovsky. Hann er þekktur fyrir að
tefla ávallt stíft til vinnings og eru
jafntefli eitur í hans beinum.
Hann á örugglega eftir að leggj-
ast þungt á árar í seinni hluta móts-
ins, því að hann hefur orðið að sætta
sig við tvö jafntefli á mótinu í fjórum
fyrstu umferðunum. Hér á eftir
sjáum við skák hans við Þröst Þór-
hallsson stórmeistara í fjórðu um-
ferð.
Hvítt: Sutovsky
Svart: Þröstur Þórhallsson
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4.
Bg5 Be7 5. e5 Rfd7 6. Bxe7 Dxe7 7.
f4 a6 8. Rf3 c5 9. dxc5 Rc6 10. Bd3
Dxc5 11. Dd2 b5 12. 0–0–0 b4 13.
Ra4 Da5 14. b3 Rc5 15. Rxc5 Dxc5
16. g4
–
Nýr leikur. Þekkt er 16. De2 Bd7
17. Kb1 Re7 18. g4 a5 19. f5 a4 20. f6
Rc6 21. fxg7 Hg8 22. g5 Hxg7 23.
Hhe1 Hc8 24. De3 Ra7 25. h4 Dxe3
26. Hxe3 Bb5 27. bxa4 Bxa4 28. h5
Rb5 29. h6 Rc3+ 30. Kc1 Hg8, með
jafntefli síðar (Pein-Soffer, Tel Aviv
1989).
16. … a5 17. f5 a4 18. Kb1 Bd7
19. Hhf1 h6
Eftir skákina rannsökuðu kepp-
endur eftirfarandi framhald:
19. … Dc3 20. fxe6 fxe6 21. bxa4!
Hxa4 22. Bb5 Ha3 23. Bxc6 Dxc6
(23. --Bxc624. Rd4 Dxd2 25. Hxd2
Bd7 26. Rb3 Bb5 27. Hf4 Bc4 28.
Hdf2) 24. Dxb4 og fundu ekkert
nægilega gott framhald fyrir svart.
Eftir 24. -- Db5!? 25. Dxb5 Bxb5 26.
Kb2 Ha4 (26. … Bxf1 27. Kxa3 Be2
28. Hb1 0–0 29. Rd4 Ha8+ 30. Kb2
Bxg4 31. Ha1 Ha4 32. c3 Kf7 33.
Kb3 Ha6 34. a4) 27. Hg1 Ke7 28.
Rd4 Hb8 29. h3 Be2+ 30. Kc1 Bxd1
31. Rc6+ Ke8 32. Rxb8 Be2 33. Kd2
Bc4 34. Hb1 Kd8 35. Rc6+ Kc8 36.
Rb4 stendur hvítur betur.
20. fxe6 Bxe6 21. g5 --
21. … hxg5?
Eftir þennan leik lendir svartur í
vandræðum, sem hann finnur enga
lausn á. Eftir 21. … Ha7!? 22. gxh6
Hxh6 kemur upp vandmetin staða,
þar sem hvítur á ýmsa möguleika,
en verður ávallt að vera á varðbergi
gegn hótun svarts, a4-a3, ásamt
Dc5-c3.
22. Rxg5 Hh6 23. Bf5! Re7?
Afleikur, sem einfaldar vinning-
inn fyrir hvít. Eftir 23. … Bxf5 24.
Hxf5 Rd8, t.d. 25. bxa4 Hxa4 26.
Re4 Dc4 27. Dxd5 Dxd5 28. Hxd5 á
hvítur peð yfir og betra tafl.
24. Bxe6 fxe6
25. Re4! Da5
Riddarinn friðhelgur, vegna 26.
Dd7+ mát.
26. Rd6+ Kd7 27. Hf7 Hh5 28.
Hdf1 axb3 29. cxb3 Da6
Ekki gengur 29. … Hxe5 30. Rc4.
30. Dc2 Db6 31. De2 Da6 32. Dc2
Db6 33. Hxe7+ Kxe7 34. Hf7+ Kd8
35. Hxg7 Hb8
Eftir 35. … Hh3 36. Rb7+ Dxb7
(36. … Ke8 37. Dg6+ Kf8 38. Df7+
mát) 37. Hxb7 vinnur hvítur auð-
veldlega.
36. Dg6
og svartur gafst upp, því að hann
á enga vörn við tveimur máthótun-
um hvíts, 37. De8+, eða 37. Df6+.
Jafnt og spennandi
Reykjavíkurskákmót
Bragi Kristjánsson
SKÁK
XXI. Reykjavíkurskákmótið –
Ráðhús Reykjavíkur
7.–16. mars 2004
ÍSRAELSKI stórmeistarinn Emil
Sutovsky fæddist í Baku í Adzerbasj-
an 19. september 1977, en fluttist til
Ísrael árið 1991. Hann varð alþjóð-
legur meistari árið 1992 og stór-
meistari þremur árum síðar.
Sutovsky er í 31. sæti á stigalista
alþjóðaskáksambandsins, FIDE.
Sutovsky hefur unnið mörg al-
þjóðleg skákmót, m.a. Heimsmeist-
aramót unglinga, yngri en 20 ára,
árið 1996 og Evrópumót árið 2001,
þar sem hann vann Ponomarjov,
heimsmeistara FIDE, í úrslitaeinvígi
1½-½.
Sutovsky var í silfurliði Ísraels-
manna á Evrópumóti landsliða 2003,
og hlut að auki verðlaun fyrir besta
árangur allra keppenda á mótinu.
Sutovsky lærði mannganginn 4
ára, og aðaláhugamál hans, utan
skákarinnar, er sígild tónlist. Hann
er góður bassa-barítónsöngvari, sem
hefur m.a. komið fram á tónleikum í
Englandi, Hollandi, Þýskalandi, á
Spáni og í Svíþjóð.
Á efnisskrá hans eru óperuaríur
(Mozart, Verdi og Borodin í uppá-
haldi), Napólísöngvar og rússneskar
rómönsur.
Þetta er í annað skiptið, sem Sut-
ovsky kemur til Íslands til að tefla.
Hann kom í fyrra og tefldi á miklu
alþjóðlegu atskákmóti í minningu
Guðmundar J. Guðmundssonar. Í
þeirri heimsókn hélt Sutovsky fjög-
urra daga námskeið, á vegum Skák-
skóla Íslands og Skáksambandsins,
fyrir sterkari skákmenn Íslands og
var gerður góður rómur að kennslu
hans.
Syngur og teflir
af mikilli list
Morgunblaðið/Ómar