Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU BRIM fiskeldi ehf. og Hraðfrysti- húsið Gunnvör hf. fá úthlutað mestu af þorski til áframeldis á þessu ári. Hvort fyrirtæki fær 100 tonn, en samtals fá 12 fyrirtæki út- hlutað 500 tonnum. Það er sama heildarmagn og á síðasta ári. Það er sjávarútvegsráðherra sem út- hlutar þessum heimildum að fengn- um tillögum frá AvS rannsóknar- sjóðnum. Guðmundur Runólfsson hf. fékk 65 tonn til áframeldis, Veiðibjallan fékk 5 tonn, Eskja hf. 30 tonn til al- mennrar skráningar vegna föngun- ar og vinnslu í áframeldi, Síldar- vinnslan fékk 30 tonn til áframeldis og rannsókna á veiðitækni og vinnslu, Glaður ehf. fékk 5 tonn til að kanna hringormasýkingu þorsks í áframeldi, Brim fiskeldi ehf. fékk 100 tonn til áframeldis og rann- sókna á áhrifum stöðugrar lýsingar á vöxt og kynþroska, Ásfell ehf. fékk 10 tonn til að kanna lífslíkur þorsks eftir línu og handfæraveið- ar, Vopn-fiskur ehf., fékk 10 tonn til þróunar og tilrauna á notkun eld- isgildru, Hraðfrystihúsið Gunnvör fékk 100 tonn til áframeldis, Kví ehf. fékk 75 tonn til tilrauna á sjó- kvíaeldi í Klettsvík og áframeldis, Oddi hf. fékk 10 tonn til að kanna áhrif stærðarflokkunar á vöxt þorsks í áframeldi og Þórsberg hf. fékk 55 tonn til að kanna hið sama. Eldisþorski slátrað á Grundarfirði. Brim fiskeldi og HG fá mest Úthlutað til áframeldis á þorski AFLAHEIMILDIR Húsvíkinga juk- ust talsvert á dögunum þegar GPG Fiskverkun ehf. festi kaup á Fisk- iðjunni Bjargi ehf. á Bakkafirði. Gunnlaugur Karl Hreinsson fram- kvæmdastjóri GPG segir tilgang- inn með þessum kaupum fyrst og fremst vera lið í því að styrkja hrá- efnisöflunina hér heima fyrir. Ásamt aflaheimildum fylgdu með í kaupunum tveir nýlegir plastbátar með tilheyrandi búnaði. Annar þeirra, Sjöfn NS 123 sem er tæplega 12 brl. að stærð er í afla- markskerfinu. Aflaheimildir henn- ar eru alls um 257 þorskígildi, þar af er þorskur tæp 212 tonn. Bát- urinn hefur lagt upp afla sinn til vinnslu hjá fiskverkuninni Gunn- ólfi á Bakkafirði. Hinn báturinn, Dodda NS 2, er tæpar 8 brl. að stærð og er í krókaaflamarks- kerfinu. Aflaheimildir Doddu sem gerð hefur verið út frá Þorláks- höfn undanfarin ár eru tæp 139 þorskígildi og þar af um 95 tonn af þorski. Alls eru þetta því um 400 þorskígildi sem bætast við þær aflaheimildir sem fyrir eru á Húsa- vík og munar um minna. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem fyrirtækið kaupir afla- hlutdeild og báta og segir Gunn- laugur Karl það óvíst hvernig út- gerð bátanna verði háttað í framtíðinni. „Ég er að skoða þessi mál og á von á að þau skýrist fljót- lega. Það er þó þegar ákveðið að þeir fara báðir til grásleppuveiða í vor, Sjöfnin frá Bakkafirði en Dodda héðan frá Húsavík,“ sagði Gunnlaugur Karl. Birgir Ingvarsson, einn eigenda Fiskiðjunnar Bjargs, segir að í raun sé ekkert um þetta að segja. Þeim finnist þó ekkert verra að bátarnir verði áfram í nágrenninu. Það séu engin vandræði í gangi og að bátarnir verði í góðum höndum hjá GPG. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Sjöfn NS, annar báturinn sem GPG fiskverkun kaupir frá Bakkafirði. GPG kaupir tvo báta frá Bakkafirði Húsavík. Morgunblaðið. MAGNÚS Gunnarsson, stjórn- arformaður Hf. Eimskipafélags Ís- lands, mun láta af störfum sem stjórnarformaður hjá félaginu á aðalfundi þess föstudaginn 19. mars nk. Magnús hyggst hverfa aftur til starfa hjá félagi sínu Capital sem sinnir flugtengdri starfsemi. Magnús hóf störf hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands 9. október á síðasta ári eftir að Björgólfur Guðmundsson, formað- ur bankaráðs Landsbanka Íslands, og samstarfsmenn hans höfðu eignast ráðandi hlut í Eimskip. „Ég mun láta af störfum sem stjórnarformaður föstudaginn 19. mars. Þetta hefur verið umfangs- mikið viðfangsefni. Það var sam- komulag með okkur Björgólfi [Guðmundssyni] þegar ég féllst á að taka að mér þetta verkefni, að ég skyldi fara með félagið í gegn- um þessar breytingar. Það var alltaf skýrt á milli okkar að ef þetta gengi eftir eins og áætlað var þá myndi ég láta af störfum þegar því yrði lokið. Við höf- um farið í mikla uppstokkun á stjórnkerfi félags- ins, við höfum selt út úr því miklar eignir, m.a. sjáv- arútvegshlutann Brim, húseign okk- ar í miðbæ Reykja- víkur og fleira. Þetta hefur allt gengið með ágæt- um. Í þessum söl- um hefur myndast verulegur hagnaður hjá fyrirtækinu og það er augljóst að fólk hefur mikla trú á fyrirtækinu. Gengi bréfa fé- lagsins hefur hækkað um 40% frá áramótum, eiginfjárstaðan er sterk, eiginfjárhlutfall er um 50% og veltufjár- hlutfall er yfir 3. Eftir þessar breytingar standa svo tvö feikilega öflug fyrirtæki, Burðar- ás sem fjárfestingarhluti starfseminnar og skipa- félagið Hf. Eimskipa- félag Íslands, sem verið hefur að styrkja sig upp á síðkastið. Bæði þessi fyrirtæki verða feikna- öflug ef rétt er að staðið í áframhaldandi þróun þeirra á næstu árum,“ sagði Magnús Gunn- arsson. Spurður að því hvort að hann yrði áfram á hliðarlínunni ef Björg- ólfur þyrfti á honum að halda aft- ur sagðist Magnús alltaf vera tilbúinn til þess að takast á við áhugaverð verkefni. Magnús Gunnarsson hættir sem stjórnarformaður Eimskips Þetta hefur verið um- fangsmikið verkefni Hættur Magnús Gunn- arsson fráfarandi stjórnarformaður Eim- skipafélagsins. MAREL hf. hefur undirritað samn- ing um kaup á 76% hlutafjár í Póls hf. á Ísafirði. Í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands í gær segir að mark- mið Marels með kaupunum sé að eignast allt hlutafé Póls og mun Marel gera öðrum hluthöfum tilboð um kaup á þeirra hlut. Seljendur eru fjórir stærstu hlut- hafarnir í Póls, Ingólfur Eggertsson, synir hans Hörður og Örn og Silfur ehf., sem er félag í eigu Halldórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Póls. Aðrir hluthafar eru samtals 32, en það eru fyrirtæki og einstaklingar sem margir eru tengdir þeim feðg- um fjölskylduböndum. Kaupverðið er trúnaðarmál og að hluta árangurstengt til þriggja ára. Póls var stofnað árið 1966 og hefur um árabil sérhæft sig í þróun og framleiðslu voga- og pökkunar- lausna fyrir fiskvinnslu. Í tilkynning- unni segir að Marel hyggist ná fram samlegðaráhrifum í innkaupum og sölukerfi. Marel muni einnig bjóða vörur Póls í lausnum sínum fyrir ali- fugla- og kjötvinnslu. Húsnæði fyrir áframhaldandi starfsemi Póls á Ísa- firði hefur verið tryggt með leigu- samningi. Velta Póls var um 246 milljónir króna á síðasta ári og eru starfs- menn nú 32. Velta Marels-samstæð- unnar á árinu 2003 var 108 milljónir evra, um 9,4 milljarðar króna, og voru starfsmenn í lok ársins 780 talsins. Víðtækt sölukerfi um allan heim Halldór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Póls, segist líta á kaupin sem gríðarlegt tækifæri fyrir bæði félögin og einnig fyrir Ísafjörð. Félög sem Marel hafi komið að hafi vaxið og dafnað og allt útlit sé fyrir að það sama muni eiga við um Póls. Hann segir það skipta miklu máli fyrir Póls að komast inn í það víð- tæka sölukerfi sem Marel hafi yfir að ráða um allan heim. En Póls hafi vél- ar sem séu ekki í vörulínu Marels, og því séu kaupin beggja hagur. Hörður Arnarson, forstjóri Mar- els, tekur í svipaðan streng og Hall- dór og segir að bæði félögin hagnist á þessum viðskiptum. Vöruúrval fé- laganna tveggja skarist ekki mikið. Framleiðsla Póls sé góð viðbót við framleiðslu Marels og nú verði hægt að bjóða framleiðsluvörur Póls á mun stærri markaði en hingað til. Marel kaupir Póls á Ísafirði                                     ! "  #  ! $ %& Tækifæri fyrir Póls og Ísafjörð, segir framkvæmdastjóri Póls GUNNLAUGUR Sævar Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Tryggingamið- stöðvarinnar hf., sagði á aðalfundi félagsins í gær að vonir standi til þess að viðunandi niðurstaða náist varðandi rannsókn Sam- keppnisstofnunar á meintu ólögmætu samráði tryggingafélaganna Tryggingamiðstöðvarinn- ar, Sjóvár-Almennra trygginga hf. og VÍS, sem nú hefur staðið í rúm sex ár. „Á síðasta sumri var opinber umfjöllun um innihald frumathugunar stofnunarinnar þar sem fram komu verulegar ásakanir á TM, VÍS og Sjóvá og samstarf þeirra inn- an Samtaka íslenskra trygginga- félaga, SÍT. Félagið hefur hrakið ásakanir stofnunar- innar og telur álykt- anir hennar um ólög- mætt samráð alrangar og ekki á rökum reistar. Eftir viðræður sem forstjóri félags- ins ásamt fram- kvæmdastjórum VÍS, Sjóvá og SÍT hafa átt með fulltrú- um Samkeppnis- stofnunar standa nú vonir til að ásættan- leg niðurstaða fáist í málinu á næstunni,“ sagði Gunnlaugur í ræðu sinni. Guðmundur Sigurðsson, yfirmaður samkeppnismála Samkeppnisstofn- unar, sagði í samtali við Morgunblað- ið að stofnunin hefði átt í viðræðum við forvígismenn tryggingafélaganna og von væri á niðurstöðu í málið síðar í þessum mánuði. Hann sagði spurð- ur að það væri ótímabært að tjá sig nokkuð um væntanlega niðurstöðu. TM hyggst minnka hlutabréfaeign sína Gunnlaugur Sævar sagði einnig í ræðu sinni á aðalfundinum að TM myndi í kjölfarið á nýlegum kaupum sínum á 12% eignarhluta í Straumi fjárfestingarbanka minnka aðra hlutabréfaeign sína á móti. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða einn milljarð króna í arð til hluthafa sem voru 492 um síðustu áramót. Þá var greint frá þeirri ákvörðun stjórnar að greiða sér- hverjum starfsmanni í fullu starfi 150 þúsund króna kaupauka. Aðrir starfsmenn fá kaupauka í samræmi við starfshlutfall þeirra. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson á aðalfundi TM Vongóður Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. Vonir um viðunandi niðurstöðu í rannsókn Samkeppnisstofnunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.