Morgunblaðið - 12.03.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 12.03.2004, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÓKNARFÆRI Flugleiða liggja í flugrekstri fremur en ferðaþjónustu, þ.á m. í alþjóðlegu leiguflugi og al- þjóðlegu fragtflugi. Þetta kom fram í máli Hannesar Smárasonar, sem kjörinn hefur verið stjórnarformaður Flugleiða, á aðalfundi félagsins í gær. „Frumþekking Flugleiða liggur í flugrekstri og teljum við þar mikil tækifæri til sóknar. Því er kannski rétt að fyrirtækið einbeiti sér meira að fluginu og ívið minna að öðrum tengdum rekstri,“ sagði Hannes. Áhuga nýrra eigenda á félaginu sagði hann að mætti meðal annars rekja til þeirra tækifæra sem liggi í framtíð þess og þau séu fjölmörg. „Þær breytingar sem gerðar hafa verið á félaginu nýverið og sú staða sem félagið er í þeirra vegna, má líta á sem ákveðinn undirbúning fyrir framsókn og útrás. [...] Félagið er fjárhagslega sterkt og hefur á að skipa góðu fólki. Það er því í höndum nýrrar stjórnar að spila úr þeim tæki- færum sem berast í stöðunni og nýta krafta félagsins með áherslu á hags- muni hluthafa.“ Hannes nefndi helstu tækifæri til sóknar í flugrekstri. Áframhaldandi lækkun framleiðslukostnaðar í al- þjóðaflugi sagði hann bjóða upp á mikla möguleika til aukins vaxtar og arðsemi á alþjóðavettvangi, sem og í samkeppni. Einnig hefðu Flugleiðir mikla vaxtarmöguleika í alþjóðlegu leiguflugi og því væri mikilvægt að ná góðu samkomulagi við flugmenn fé- lagsins sem ættu, eins og félagið, mikið undir því að tækifæri á borð við leiguflug væru nýtt. Loks væru tæki- færi til sóknar í alþjóðlegu fragtflugi þar sem mikil aukning væri í flutn- ingum til og frá landinu, einkum þó í flugfragt. Markmiðið sagði hann að bjóða enn meiri samkeppni við aðrar flutningaleiðir til og frá landinu, sem og á alþjóðavettvangi. „Fyrir utan flugrekstur eru Flug- leiðir einnig með mikla starfsemi í ferðaþjónustu. Með þeirri aukningu í farþegaflutningum sem fyrirsjáanleg er, þá er ljóst að það verður áfram- haldandi alþjóðlegur vöxtur í þessum hluta starfseminnar,“ sagði Hannes Smárason. Stefnufastara en nokkru sinni Hörður Sigurgestsson, fráfarandi stjórnarformaður Flugleiða, sagði fyrirtækið stefnufastara, betur skipulagt og fjárhagslega öflugra en nokkru sinni fyrr nú þegar nýir kjöl- festufjárfestar væru komnir að starf- seminni. Hann sagði undanfarin tvö ár skera sig nokkuð úr rekstrarsögu Flugleiða enda hefði náðst betri rekstrarárangur en nokkru sinni fyrr og arðsemi farið fram úr væntingum. Meginskýringar á þessum árangri sagði hann þrjár. „Í fyrsta lagi um- fangsmikil og fjárfrek uppbygging félagsins og markaðssókn í mörgum greinum flugrekstrar og ferðaþjón- ustu á umliðnum áratug. Í öðru lagi sá árangur sem náðst hefur í lækkun rekstrarkostnaðar fyrirtækisins síð- astliðin tvö ár. Í þriðja lagi sá mikli sveigjanleiki sem tekist hefur að byggja inn í reksturinn.“ Kostað blóð, svita og tár Hörður sagði stefnu félagsins og uppbyggingu um margt ólíka því sem gengur og gerist meðal hefðbundinna evrópskra flugfélaga. Flugleiðir hefðu valið sér skipulag og stjórnun- arform sem ætlað væri að tryggja skarpa rekstrarlega sýn í öllum þátt- um starfseminnar og ábyrgð á af- komu. Þá sagði hann 75% af tekjum Flug- leiða verða til á erlendum markaði en ávinningur útrásar væri tvíþættur. „Annars vegar stækkar reksturinn og einingakostnaður lækkar, sem er heimamarkaðnum til hagsbóta, og hins vegar byggist upp ný atvinnu- grein, ný stoð undir íslenskt hagkerfi. Rekstur Flugleiða hefur sett Ísland í þjóðbraut.“ Hörður sagði þekkingu og reynslu í flugrekstri einnig hafa skapað grundvöll til sóknar á nýjum sviðum alþjóðaflugs, þ.e. í leiguflugi og frakt- flugi. „Sú staða sem nú hefur náðst, hefur kostað blóð, svita og tár.“ Árleg ávöxtun verði 19,5% Fram kom í máli Harðar að heild- arávöxtun hluthafa Flugleiða með arðgreiðslum hefði verið 34% á árinu og undanfarin tíu ár hafi meðalávöxt- un fyrir hluthafa verið 20,64%. „Langmestur hluti þessarar ávöxtun- ar kemur fram í verðhækkun hluta- bréfa Flugleiða sem var að jafnaði 18,34% á tímabilinu,“ sagði Hörður og benti á til samanburðar að hækk- un hlutabréfa sjávarútvegsfyrir- tækja hefði á sama tímabili verið 11,4% og meðalávöxtun heildarvísi- tölu aðallista hafi verið um 19,9%. Markmið Flugleiða sagði hann vera að árleg heildarávöxtun hlut- hafa, þ.e. arður og verðhækkun hlutabréfa, næstu fimm árin verði 19,5%. Félagið hafi sett sér að borga út 30–40% af hagnaði eftir skatta yfir 7–10 ára tímabil. Því hafi þótt hæfi- legt að greiða á þessu ári 30% arð af nafnverði hlutafjár vegna ársins 2003. Nátengdar greinar Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, sagði rekstur félagsins fjöl- þættan. Það starfaði í áætlunarflugi, leiguflugi, fraktflugi og innanlands- flugi en starfrækti jafnframt flugvall- arþjónustu og tækniþjónustu fyrir flugvélar, ferðaheildsölur og ferða- skrifstofur auk starfsemi í hótel- rekstri, bílaleigurekstri og kynnis- ferðaakstri. „Vöxtur þessara greina er inn- byrðis nátengdur og félagið nýtir þennan fjölþætta rekstur í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til þess að skapa viðunandi stærð og umfang í rekstr- inum og í öðru lagi til að draga úr sveiflum í tekjumyndun og afkomu, sem óhjákvæmilega er fylgifiskur í stærstu rekstrargreininni, alþjóða áætlunarflugi.“ Sagði hann mestan vöxt dótturfélaga á árinu 2003 hafi verið í leiguflugi Loftleiða Icelandic, eða 70%. Um 6–10% vöxtur hafi verið hjá flestum hinna dótturfélaganna en samdráttur hafi orðið í áætlunarflugi Icelandair. Standa á krossgötum Sigurður sagði Flugleiðir standa á krossgötum. „Undanfarin ár hefur félagið unnið að fjárfrekri uppbygg- ingu alþjóðaflugs og ferðaþjónustu með Ísland sem hornstein.“ Benti hann á að síðustu þrjú ár hefðu verið þeim atvinnugreinum sem félagið starfar í afar erfið, „en við þau skil- yrði hefur Flugleiðum tekist að ná bestu afkomu í sögu fyrirtækisins með því að nýta sveigjanleika, stýra framleiðslunni betur í takt við þarfir markaðar og með því að koma á skil- virku skipulagi.“ Sigurður sagði Flugleiðir hafa náð betri tökum á rekstri sínum en áður og fjárhagslegur styrkleiki hafi vax- ið. Næsta skref væri að móta stefnu um arðbæran vöxt til næstu ára. Þar á meðal nefndi hann 100% aukningu leiguflugs Loftleiða á þremur árum, 10% árlega aukningu ferðamanna- flutninga Icelandair og 10–15% ár- legan vöxt ferðaþjónustu hérlendis. Stjórnarmönnum fækkað Aðalfundur samþykkti að fækka stjórnarmönnum úr níu í sjö. Mikil umskipti urðu í stjórninni. Nýja stjórn Flugleiða skipa Hannes Smárason formaður, Benedikt Sveinsson, Hreggviður Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Helgi Guð- mundsson, Pálmi Haraldsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Úr stjórn- inni gengu Hörður Sigurgestsson, Grétar B. Kristjánsson, Einar Þór Sverrisson, Garðar Halldórsson, Ingimundur Sigurpálsson og Jón Ingvarsson. Sóknarfæri Flugleiða í leiguflugi og fragtflugi Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýr maður í formannsstólinn Stjórn Flugleiða að loknum fyrsta fundi sínum í gær. Frá vinstri: Jón Helgi Guðmundsson, Benedikt Sveinsson, Pálmi Har- aldsson, Hreggviður Jónsson, Hannes Smárason stjórnarformaður, Jón Ásgeir Jóhannesson, Sigurður Helgason forstjóri og Ragnhildur Geirsdóttir. GRÉTAR B. Kristjánsson hef- ur setið í stjórn Flugleiða frá upphafi eða í 30 ár en lætur nú af störfum í stjórninni. Grétar sagðist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með að vera að hætta. Hann hefði hafið störf í þessari at- vinnugrein árið 1959 og gengið langan veg með félag- inu. „Þrjátíu ár eru hverjum manni nóg. Félagið lýtur styrkri stjórn. Búið er að gera marga góða hluti og möguleikarnir eru miklir. Auðvitað verður þetta áfram barátta, þetta hefur alltaf verið stríð og verður það áfram,“ sagði Grétar. „Hefur alltaf ver- ið stríð“ GENGIÐ hefur verið frá kaupum eignarhaldsfélagsins Veritas Capital ehf. á 20% hlut Pharmaco hf. í PharmaNor hf. Veritas Capit- al hefur þar með eignast allt hlutafé í PharmaNor hf. Fram kemur í fréttatilkynningu vegna þessara viðskipta að þau séu í samræmi við samkomulag sem gert var á milli Veritas Capit- al og Pharmaco í júní 2002. Verit- as Capital keypti þá 80% hlutafjár í Pharmaco Ísland ehf., sem síðar hlaut nafnið PharmaNor. Með þessum viðskiptum lýkur afskipt- um Pharmaco af innflutningi og heildsölu lyfja hér á landi. Veritas Capital er í 75% eigu fé- lagsins Stormtrés, sem er í eigu bræðranna Jóhanns og Hreggviðs Jónssonar (forstjóra Pharma- Nor), og í 25% eigu félagsins Ares, sem Jón Helgi Guðmundsson í Byko á. Veritas Capital eignast Pharma- Nor að fullu „ÞAÐ hefur verið ævintýri líkast að hafa átt hlutdeild í þróun flugs og ferðaþjónustu á Íslandi síðustu 30 árin. Oft hefur blásið á móti, en fé- lagið hefur ávallt náð til lands. Sá árangur sem nú hefur náðst var ekki sjálfgefinn,“ sagði Hörður Sig- urgestsson í síðasta sinn sem hann flutti skýrslu stjórnar á aðalfundi Flugleiða. „Það fylgir því viss sökn- uður að stíga frá borði.“ Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Hörður hafa verið tengdur fyr- irtækinu með einum eða öðrum hætti í 30 ár og það hafi verið mjög góður tími. Hann neitar því að erf- itt sé að láta af hendi stjórnun Flug- leiða. „Núna þegar nýir kjarna- hluthafar koma að fyrirtækinu þá er meira en tímabært að ég dragi mig í hlé eftir að hafa setið í stjórn- inni í 20 ár og þar af verið formað- ur í 13 ár.“ Hörður kveður Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Hörður Sigur- gestsson, fráfarandi stjórnarformaður Flugleiða, takast í hendur við upp- haf aðalfundarins. Steinn Logi Björnsson og Jón Ingvarsson í baksýn. „Ævintýri líkast“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.