Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 53
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 53 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími mán. - fös. kl. 11-18 & lau. kl. 12-16 Erum að taka upp glæsilegan sparifatnað fyrir fermingarnar Dragtir - Jakkar - Toppar - Kápur - Peysur - Buxur - Bolir - Pils Fallegar vörur á góðu verði. STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugmyndarík/ur og óttalaus. Þú ert mjög lík- amleg/ur og tekur mótlæti með mikilli þolinmæði. Þú munt standa frammi fyrir einhvers konar vali á þessu ári. Veldu vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur ekkert upp úr því að gagnrýna skoðanir annarra í stjórnmálum og trúmálum í dag. Mundu að þeir sem búa í glerhúsum eiga ekki að kasta steinum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Forðastu að deila við vini þína og kunningja um sameiginlegar eignir og ábyrgð í dag. Ekki láta stífni og smámunasemi spilla góðu sambandi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er mikil hætta á valdabar- áttu í vinnunni hjá þér í dag og því er þetta alls ekki rétti dag- urinn til að deila við yfirmann þinn. Settu þér það að mark- miði að sýna þolinmæði og kurt- eisi í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver gæti reynt að segja þér fyrir verkum, bæði í einkalífinu og í vinnunni. Það er einnig hugsanlegt að þú sýnir öðrum of mikla afskiptasemi. Reyndu að halda þig á mottunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir þurft að takast á við bilanir í tæknibúnaði í dag. Reyndu að láta þetta ekki slá þig út af laginu. Það er ekkert annað við þessu að gera. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það liggur einhvers konar af- skiptasemi í loftinu. Það er bæði hugsanlegt að þú gangir of langt í því að reyna að sannfæra aðra og að þér finnist þú beitt/ ur of miklum þrýstingi. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinnunni hjá þér í dag. Láttu það ekki slá þig út af laginun þótt þetta dragi verulega úr af- köstum þínum. Það geta alltaf komið upp ófyrirséðar tafir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú finnur til sterkrar löngunar til að kaupa eitthvað í dag. Þú ættir þó að reyna að halda aftur af þér. Það eru mestar líkur á að þú kaupir einhverja vitleysu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gætir lent í erfiðum sam- skiptum við fólk í valdastöðum í dag. Reyndu að láta það ekki slá þig út af laginu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki reyna að hafa áhrif á hugsanir annarra í dag. Láttu þér nægja að hugsa hlutina með sjálfri/sjálfum þér. Við verðum öll að finna okkar eigin leið í líf- inu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Valdamiklir einstaklingar munu hugsanlega setja sig upp á móti fyrirætlunum þínum í dag. Reyndu að forðast rifrildi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er hætt við að þú lendir í útistöðum við yfirmann þinn, lögregluna eða annað yfirvald í dag. Láttu fara lítið fyrir þér. Þú þarft ekki endilega að sanna þig, einmitt í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ERLA Erla, góða Erla, ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð því kveldsett löngu er. Úti þeysa álfar um ísi lagða slóð. Bjarma slær á bæinn hið bleika tunglskinsflóð. Erla, hjartans Erla, nú ertu þæg og góð! Æskan geymir elda og ævintýraþrótt. Tekur mig með töfrum hin tunglskinsbjarta nótt. Ertu sofnuð, Erla? Þú andar létt og rótt. – – – Stefán Sigurðsson LJÓÐABROT YFIRLEITT er auðvelt að flytja bridsþrautir frá spila- borðinu yfir á pappír. En sumar þrautir verða ekki leystar nema við borðið. Kannski er þetta ein af þeim: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠G1095 ♥D1054 ♦ÁDG ♣Á2 Suður ♠ÁK864 ♥762 ♦103 ♣KDG Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur leggur niður hjartaás í byrjun, fær kall frá makker sínum, tekur þá kónginn og spilar þriðja hjartanu. Hvernig myndi les- andinn spila? Þetta er varla flókið. Hjartatíu er svínað og austur trompar væntanlega. Þá aukast líkur á að tromp- drottningin skili sér og síðan má henda tígli heima niður í hjartadrottningu og sleppa við svíninguna. Norður ♠G1095 ♥D1054 ♦ÁDG ♣Á2 Vestur Austur ♠D32 ♠7 ♥ÁK8 ♥G93 ♦K974 ♦9652 ♣1085 ♣97643 Suður ♠ÁK864 ♥762 ♦103 ♣KDG Þetta er hin augljósa leið á pappírnum. En það vantar allar borðbylgjurnar – undir- liggjandi spennu, hik og sems. Austur hefur augljós- lega verið mjög snjall að kalla í hjartanu. Og hafi hann gert það leiftursnöggt eins og ekkert væri sjálfsagðara þá á hann skilið að uppskera vel. En svona snilldarbrögð taka tíma – hjá flestum. Og það þarf ekki annað en smá- vægilegt hik eða uppréttu í sætinu til að koma upp um blekkinguna. En slíkt hvorki sést né finnst á blaði. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Be7 6. Be2 0–0 7. Be3 He8 8. g4 d5 9. Rxd5 Rxd5 10. exd5 Dxd5 11. Bf3 De5 12. c3 Bg5 13. Rc2 Rc6 14. h4 Bxe3 15. Rxe3 Df4 16. Kf1 Fyrir tilstuðlan Jóhanns Þóris Jónssonar var fyrsta Reykjavíkurskákmótið haldið 1964 og hefur æ síðan verið á matseðli skákáhugamanna annað hvert ár. Mót- ið í ár er afar sterkt og taka 28 stórmeist- arar þátt. Staðan kom upp í mótinu þar sem serbneski stórmeistarinn Ni- kola Sedlak (2.539) hafði svart gegn Sig- urði Daða Sigfús- syni (2.285). 16. … Bxg4! 17. Rxg4 svartur stæði einnig vel að vígi eft- ir 17. Bxg4 Hxe3. 17. … Had8 18. Bd5 Re7 19. Bxf7+ Dxf7 20. Db3 Rd5 þó að hvítur sé engu liði undir þá er staða hans töpuð enda kóngsstaðan slæm. 21. Hg1 Kh8 22. Hg3 Hf8 23. Dc2 Dh5 24. Kg1 Dxh4 25. Hd1 Rf4 26. Re5 Hxd1+ 27. Dxd1 Rh3+ og hvítur gafst upp. 6. umferð mótsins hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17.00 í dag. Skák- áhugamenn eru hvattir til að fjölmenna og fylgjast með skáksnillingunum. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Sveit Sparisjóðsins vann sveitakeppnina í Keflavík Sveit Sparisjóðsins í Keflavík sigr- aði í aðalsveitakeppninni sem lauk sl. mánudagskvöld. Sveitin hlaut sam- tals 109 stig en sveit Kristjáns Krist- jánssonar sem varð önnur var með 92. Sveit Gunnars Guðbjörnssonar varð síðan þriðja með 81 stig. Í sig- ursveitinni spiluðu Gísli Torfason, Jóhannes Sigurðsson, Guðjón Svavar Jensen, Karl G: Karlsson og Arnór Ragnarsson. Það gerðist markvert sl. mánudag að einn af týndu sauðunum, Logi Þormóðsson, mætti til keppni en Logi hefir ekki spilað keppnisbrids undanfarinn áratug. Hann er enn meðal stigahæstu spilara félagsins og gladdi endurkoma Loga gamla bridshunda mjög. æsta keppni fé- lagsins er þriggja kvölda tvímenn- ingur þar sem tvö efstu kvöldin telja til úrslita. Íslenska kvennalandsliðið mun verða á ferðinni á Suðurnesjum um helgina og spila gegn heimamönnum. Spilað verður á laugardaginn kl.13 STUNDVÍSLEGA í nýjum ung- lingastað "88" sem er á Hafnargöt- unni skammt frá Essó. Bridsfélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar Aðaltvímenningi BDÓ lauk 1. mars sl. 12 pör tóku þátt í mótinu sem stóð yfir í 3 kvöld. Úrslit urðu þessi: Hákon V. Sigmunds. – Kristján Þorst. 504 Eiríkur Helgason – Jón A. Jónsson 475 Guðmundur Jónss. – Ingvar P. Jóh. 471 Gunnar Jónsson – Árni Steingríms. 465 Jón A. Helgas. – Jón Kr. Arngrímss. 444 Mánudaginn 8. mars hófst síðan aðalsveitakeppni félagsins. Norður- strönd ehf. er styrktaraðili mótsins og gefur verðlaunin. Sveit skipuð Guðmundi Jónssyni, Ingvari Jóhannssyni, Gunnari Jóns- syni og Árna Steingrímssyni hefur örugga 74 stiga forystu eftir fyrsta kvöld af þremur. Undankeppni Norðurlands eystra í tvímenningi verður haldin á Dalvík sunnudaginn 14. mars í safnaðar- heimili Dalvíkurkirkju og hefst kl. 10. Fjögur efstu pörin vinna sér þátt- tökurétt í úrslitum Íslandsmótsins í tvímenningi sem haldin verða í Reykjavík 30. apríl til 2. maí. Hjalti Bergmann og Björn Þorláks sterkir fyrir norðan Heilsuhornstvímenningi Brids- félags Akureyrar er lokið. 16 pör tóku þátt. Úrslit úr lokakvöldinu voru: Hjalti Bergmann – Björn Þorláksson 42 Pétur Guðjónsson – Stefán Ragnars. 35 Kristján Guðjónsson – Sveinn Pálsson 27 Gissur Gissurars. – Hans Reisenhus 23 Helgi Steinsson – Gylfi Pálsson 18 Lokastaðan úr mótinu er: Hjalti Bergmann – Björn Þorláksson 119 Pétur Guðjónsson – Stefán Ragnarss. 104 Jón Sverrisson – Una Sveinsdóttir 47 Helgi Steinsson – Gylfi Pálsson 44 Stefán G. Stefánss. – Sveinn Pálsson 31 Spilaður var eins kvölds Howell tvímenningur sunnudagskvöldið 7. mars. Úrslit voru: Frímann Stefánsson – Björn Þorlákss. 29 Hjalti Bergmann – Stefán G. Stefánss. 22 Herman H Huijbens – Jón Björnsson 12 Ragnheiður Haraldsd. – Brynja Friðf. 6 Spilað er á sunnudags- og þriðju- dagskvöldum klukkan 19.30 í Félags- heimilinu Hamri. Á þriðjudagskvöld- um eru forgefin spil og keppnisstjóri er á staðnum. Á sunnudagskvöldum er spilaður eins kvölds tvímenningur. Næsta þriðjudagskvöld verður spilaður ein- menningur. Allir velkomnir. Bridsfélag Hreyfils Annað spilakvöldið af þremur í tví- menningnum var spilað sl. mánu- dagskvöld og urðu úrslit þessi: Einar Gunnars. – Ágúst Benediktss. 133 Birgir Sigurðss. – Sigurrós Gissurard. 131 Sigurður Ólafsson – Flosi Ólafsson 125 Kristinn Ingvas. – Guðm. Friðbjörnss. 120 Magni Ólafsson – Randver Steinsson 117 Síðasta kvöldið í keppninni verður spilað nk. mánudagskvöld í Hreyfils- húsinu og hefst spilamennskan kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. RagnarssonMEÐ MORGUNKAFFINU Samkvæmt þessari umsókn ert þú elsti sonur minn … geturðu gert frekari grein fyrir þessu? Þá er kominn listi yfir stelpurnar tíu sem við bjóðum í partíið. Eigum við ekki að búa til lista yfir tuttugu stráka? MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík           www.thjodmenning.is mbl.is STJÖRNUSPÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.