Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 39 Í VIKUNNI afhenti Heimdallur menntamálaráðherra hugmyndir og vangaveltur félagsins í mennta- málum. Skólagjöld á háskólastigi skipa þar nokkurn sess enda ber að fagna þeirri umræðu sem nýr mennta- málaráðherra hefur komið af stað í þeim efnum. Það er þó nokkurt áhyggjuefni greinarhöfundar hversu taugastrekktir vinstri menn eru þeg- ar kemur að mál- efnalegri umræðu um hvort taka eigi upp skólagjöld við Há- skóla Íslands. Skrattinn var mál- aður á vegginn í skipulagðri mennta- sókn Samfylking- arinnar í janúar. Sóknin til menntunar var þó ekki öflugri en svo að við lestur er- inda nokkurra Sam- fylkingarmanna var ekki unnt að sjá nein- ar lausnir á vanda- málum HÍ heldur ein- ungis innantómar upphrópanir. Mörður Árnason hafði fögur orð um samferðamenn sína í Samfylk- ingunni og sagði m.a. ,,Við viljum gefa og þiggja í umræðu um fram- tíð Háskólans og um mennta- samfélag framtíðarinnar. Við erum mætt á svæðið.“ Því var ekki að leyna að Mörður var mættur á svæðið en tómhentur þótti grein- arhöfundi þingmaðurinn. Engar lausnir á fjárhagsvanda HÍ bar Mörður á borð. Kostir skólagjalda Benda má á nokkra augljósa kosti skólagjalda. Í fyrsta lagi munu skólagjöld við HÍ auka ráðstöf- unarfé skólans og styrkja hann þar með í samkeppni við aðra háskóla. Í annan stað munu skólagjöld ekki hegna almennum skattgreiðendum líkt og raunin er með síauknum fjárútlátum hins opinbera til HÍ. Engum ætti að dyljast að sam- keppnishæfni Háskóla Íslands er ábótavant. En hvernig má nálgast það fé sem vantar til að gera Há- skóla Íslands samkeppnishæfan? Tvær leiðir eru í stöðunni: Annars vegar sú hugmynd vinstri manna að skattgreiðendur skuli borga hærri skatta sem renni til HÍ og hins vegar hugmyndin að stúdentar HÍ, sem hafa beinan hag af kennsl- unni, greiði fyrir menntun sína. Menntun er fjárfesting ein- staklingsins í eigin framtíð. Í þriðja lagi munu skólagjöld auka kostnaðarvitund stúdenta. Um leið og stúdentar gera sér grein fyrir og taka þátt í þeim kostnaði sem liggur að baki mennt- un sinni, má ætla að námið verði hnitmiðaðra og tíma sé ekki sóað til einskis. Nemendur munu í auknum mæli vanda betur val á námi sínu og leggja sig meira fram í náminu. Í dag er stór hluti nema sem skráir sig til náms óákveðinn og oft er það svo að skráningar úr námskeiðum eru yfir 50% og þá jafnvel í 400 manna námskeiðum. Ljóst má vera það óhagræði sem felst í því að skipuleggja kennslu út frá röngum upplýsingum um fjölda nemenda. Jafnrétti til náms Einhverjir hafa haldið því fram að skólagjöld muni koma niður á jöfn- um rétti til náms. Slíkar upphróp- anir eiga ekkert skylt við jafnrétti heldur miðast út frá jafnstöðu- markmiðum vinstri manna. Jafnvel hefur verið bent á að ein- ungis efnað fólk muni sjá sér fært að stunda háskólanám. Slíkar stað- hæfingar eru hins vegar á litlum rökum reistar og menn þurfa ekki annað en líta til þeirra háskóla sem reknir eru fyrir tilstilli einka- framtaksins. Stúdentar einkarek- inna háskóla hafa ólíkan bakgrunn og hvergi hefur verið leitt í ljós að þessir stúdentar hafi meira fé á milli handanna en stúdentar við Háskóla Íslands. LÍN hefur gert þeim, sem það kjósa, kleift að fá lán fyrir þeirri upphæð sem er umfram innrit- unargjöld við Háskóla Íslands og þannig eytt þeim hugsanlega mun sem skapast gæti milli háskólanna með skóla- gjöldum. Auk þessa hafa rannsóknir sýnt, að ábati af há- skólanámi er verulegur hér á landi, jafnvel þótt tekið sé tillit til hugsanlegra skóla- gjalda. Fátt nýtt undir sólinni Nýleg rannsókn 13 stórra OECD ríkja sem framarlega standa í menntamálum leiddi í ljós að átta þeirra inn- heimta skólagjöld af einhverju tagi – Bandaríkin, Ástr- alía, Kanada, Ítalía, Japan, Hol- land, Nýja Sjáland og Spánn. Þess ber einnig að geta að miklar líkur eru á að Þjóðverjar taki upp skóla- gjöld í háskólum og Bretar hafa nú nýverið samþykkt lög sem hækka heimild háskóla til að innheimta skólagjöld. Enn fremur má geta þess að að- gangur að háskólum þessara ríkja er ekki talinn takmarkaður. Í Kan- ada, Ástralíu og á Nýja Sjálandi hefur jafnvel verið sýnt fram á að stúdentum sem koma frá tekju- minni heimilum hefur fjölgað tölu- vert frá því sem áður var. Í Kanada hefur þróunin auk þess orðið sú að fleiri stúdentar koma nú frá tekju- minni heimilum, þrátt fyrir allt að tvöföldun skólagjalda. Blair hækkar skólagjöld Nýverið var í lög leitt í Bretlandi að skólagjöld skyldu leyfð í rík- isreknum háskólum. Fyrir margra hluta sakir er áhugavert að skoða þær umræður sem áttu sér stað þar í landi. Ekki síst er það athug- unarefni að það var vinstri stjórn Tonys Blairs sem leiddi lagasetn- inguna í gegn, þvert gegn þeirri umræðu sem nú á sér stað meðal vinstri manna hér á landi. Blair sagði jafnframt í ræðu sinni á þingi (í þýðingu greinarhöfundar): ,,Það er ekkert plan B. Það er enginn átakalaus valkostur þegar auka á tækifæri og byggja upp betri menntunarskilyrði fyrir fjöldann – ekki aðeins fáa – án þess að einhver þurfi að borga fyrir slíkt. Ég tel þá leið sem við erum að setja fram bera með sér mesta réttlætið – nýtt samstarf á milli ríkisstjórnarinnar og stúdenta sem hafa beinan hag, sem leggja sitt af mörkum við kostnaðinn en aðeins eftir að þeir hafa útskrifast, í gegnum skatt- kerfið, á grundvelli getu til að greiða.“ Engum dylst að þetta er erfitt mál. Eru það skattgreiðendur landsins sem eiga að greiða fyrir háskólanám samborgara sinna eða stúdentar, sem hafa beinan hag af betri menntunarskilyrðum sínum? Svarið liggur í augum uppi. Sam- keppnisvanda Háskóla Íslands má leysa að verulegu leyti með sam- vinnu við þá stúdenta sem þar kjósa að sækja sér menntun. Sam- vinna þessi mun gera ríkisrekinn háskóla hæfari í samkeppni við skóla hérlendis sem erlendis. Skólagjöld skaða engan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar um menntamál Heiðrún Lind Marteinsdóttir ’Skrattinn varmálaður á vegginn í skipu- lagðri mennta- sókn Samfylk- ingarinnar í janúar.‘ Höfundur er í stjórn Heimdallar. HEILSUHAGFRÆÐI er til- tölulega ný námslína í meistaranámi innan viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Með tilkomu meistaranáms í heilsuhagfræði býðst starfsfólki í heilbrigð- isgeiranum einstakt tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og auka við menntun sína. Námið er hagnýtt og fræðandi fyrir þá sem sinna stjórnunar- og sérfræðistörfum innan heilbrigðisgeirans, þá sem hyggjast leggja stund á rannsóknir á þessu sviði og aðra sem áhuga hafa á hagnýtri hagfræði. Um sjötíu milljörðum er varið árlega til heil- brigðismála hér á landi og er því óhætt að segja að heilsuhagfræði sé mjög mikilvæg sérgrein innan hag- fræðinnar. Námið endurspeglar metnað deildarinnar og er uppbygg- ing þess miðuð við háskólann í York á Englandi. Kennarar deildarinnar sinna kennslu í meistaranáminu en einnig er lögð áhersla á að fá góða kennara frá útlöndum. En hvað er heilsuhagfræði? Heilsuhagfræði er sú undirgrein hagfræðinnar sem fjallar um fram- boð og eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Lögð er sérstök áhersla á að meta ár- angur þeirrar þjónustu sem boðið er upp á sem og félagslegan og pen- ingalegan fórn- arkostnað hennar. Áhersla er lögð á kostnað og ábata þjón- ustunnar fyrir þjóðina í heild fremur en fyrir einstaka einstaklinga og tekið er tillit til þjóð- félagshátta og þjóð- félagsþróunar. Hvernig er skipulag námsins? Námið er 45 einingar og skiptist það þannig að nemendur taka 30 ein- ingar í námskeiðum sem skiptast á tvö misseri. Náminu lýkur með 15 eininga rannsóknarritgerð. Nemendur hafa 3 ár til að ljúka náminu. Nemendur geta einnig valið að taka 60 eininga nám en þá skrifa þeir 30 eininga rannsóknarritgerð. Fyrir hverja er námið? Námið er hugsað fyrir þá sem lokið hafa BS-prófi í viðskiptafræði eða hagfræði. Þeir sem lokið hafa BS/ BA-prófi í öðrum deildum geta sótt um inngöngu í sérstakt undirbún- ingsnám sem tekur að jafnaði eitt ár. Að því loknu geta nemendur hafið meistaranámið í heilsuhagfræði. Hvernig á að sækja um í meist- aranámi í heilsuhagfræði? Umsjónarmaður meistaranáms í heilsuhagfræði er dr. Gylfi Zoëga, prófessor og veitir hann allar upp- lýsingar um námið. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið gz@hi.is Einnig má hringja á skrif- stofu deildarinnar í síma 525 4500. Umsóknir skulu sendar til skrifstofu Viðskipta- og hagfræðideildar. Með umsókn þurfa að fylgja grein- argóðar upplýsingar um námsferil, starfsreynslu, fyrirhugað rannsókn- arviðfangsefni og umsagnaraðila, sjá nánar á www.viðskipti.hi.is Meistaranám í heilsuhagfræði Ásta Dís Óladóttir skrifar um menntamál ’Námið er hugsað fyrirþá sem lokið hafa BS- prófi í viðskiptafræði eða hagfræði.‘ Ásta Dís Óladóttir Höfundur er aðjúnkt og kynningar- fulltrúi viðskipta- og hagfræðideildar. Haustmisseri Vormisseri - Heilsuhagfræði I - Þættir í tölfræði - Atvinnuvegir - Rekstrarumhverfi heilbrigðisstofnana - Valgrein - Heilsuhagfræði II - Kostnaðar- og nytjagreining - Líftölfræði Tvær valgreinar SKIPULAGSYFIRVÖLD Reykjavíkur buðu nýverið til opins borgarafundar í ráðhúsinu um til- lögur að breyttu skipu- lagi miðborgar, sem nú eru í vinnslu á vegum skipulags- og bygging- arnefndar. Allur fór sá fundur friðsamlega fram, athugasemdir borgaranna fáar og meinlausar, og skilaboð viðstaddra ca 1/2% Reykvíkinga virtust nokkuð skýr: Haldið áfram yðar góðu verk- um. Þetta endurspegl- ast líka í umsögn fjöl- miðla, sem allir lofa framtakið. Er þá nokk- uð frekar um málið að segja? Er ekki öll frekari umræða þras eitt og nei- kvæðni? Sjálfur hef ég frá fyrri tíð nokkra reynslu af samsvarandi fundum frá háborðinu, hef komið að undirbún- ingi þeirra og framkvæmd, og á þeim vettvangi er tæknin greinilega enn í dag óbreytt: Hópur manna, sem þekkir lausn verkefnisins bærilega, skýrir fyrirliggjandi tillögu í löngu máli fyrir áheyrendum, sem enga möguleika hafa fengið til að mynda sér vitlega skoðun. Bent er á að málið sé enn á vinnslustigi og einnig á nokkur augljós atriði, sem betur mega fara, og fundargestir síðan full- vissaðir um að þar verði auðvitað úr bætt. Síðan kallar maður til „hlut- lausan sérfræðing“ sem segir nokk- urnveginn það sama með breyttu orðalagi og er sammála Birtingi Vol- taires um að við lifum í heimi beztum heima. Svo er orðið gefið frjálst, menn beðnir stytta mál sitt og ræða „aðalatriði“ þarsem fundartími sé takmarkaður og hverri athugasemd skal svara jafnóðum, svo ekki skapist hætta á samfelldum umræðum. Fundi slitið, kæru þegnar, takk fyrir komuna. Höfum í huga að ráðhúsfundurinn fjallaði um gjörðan hlut. Umræðunni var beint að einni hugmynd, án þess að sýndar væru forsendur hennar, né að hún væri rædd í samhengi við þann fjölda annarra hugmynda, sem settar hafa verið fram um skipulag miðborgarinnar. Aldrei var skýrt hvers vegna akkúrat þessi hluti hafn- arsvæðisins er tekinn til vinnslu nú, hverskonar starfsemi önnur en tón- listar- og ráðstefnuhús á að vera á þessu svæði, hver verða tengsl milli austur- og vest- urhafnar, eða hvaða áhrif þessi aukna byggð hefur á umferð og um- ferðarmannvirki. Eng- inn þessarra þátta er heldur leystur í stað- festu aðalskipulagi borgarinnar, enda byggist það á alltöðrum forsendum. Þannig má lengi tína til, en um- ferðarmál og bílastæði voru þau mál sem hæst bar á fundinum, enda kannski áþreifanlegust. Viðurkennt var þó, að þau væru með þessari tillögu aldeilis óleyst. Þá var einnig í framsögu margoft ítrekað að þessi reitur væri verðmætast landsvæði á Íslandi, og því miklu til kostandi, en engin rök færð fyrir því hversvegna þetta verð- mæta svæði er akkúrat „svona“ í lag- inu, en ekki mun stærra, einsog þó hefur verið sýnt fram á að það gæti auðveldlega orðið. Tillagan sjálf er auk þessa mótuð af þversögnum. Hún setur t.d. það markmið, að útsýni skuli óskert til Esjunnar, sem leyst er með því að innra gatnakerfið norðan Geirsgötu hefur stefnu til samræmis við það. En hún setur einnig það markmið að mynda skjól fyrir norðanáttum á skipulagssvæðinu, sem upplýst var að yrði leyst með byggingum þvert á vindstefnuna. Ekki er sýnt með rök- um að sú aðgerð nægi til að mynda skjól, en hitt er víst, að hún nægir ágætlega til að hindra útsýni. Þá er ennfremur sett fram það meg- inmarkmið, að haldið skuli við „höfn í fullri notkun“, en þó er byggðin sett alveg fram á hafnarbakkann og að- komuleiðum lokað, rétt einsog óskertur vatnsflötur tryggi óskerta hafnarstarfsemi, sem reyndar er nú ekki mjög burðug lengur og mun skerðast enn frekar verði þessar hugmyndir að veruleika. Þannig má sá lengi telja sem nennir. En auðvitað er þessi vinna langt frá því að vera alvond. Hún vekur upp umræðu um mikilvæg mál varð- andi umhverfi, þéttleika byggðar og hæð bygginga á þessu svæði, sam- ræmi milli nýs og gamals og sýnir jafnframt fram á nauðsyn rýmis- og skjólmyndunar, aðgreiningu umferð- ar akandi og gangandi o.fl. Hún er þarft innlegg í umræðu um arkítekt- úr og nærumhverfi miðborgarinnar, en forðast eiginlega alveg að takast á við flesta grunnþætti skipulagsins. Hugsanlega segir hún okkur allt sem segja þarf um hve arfavitlaus sú ákvörðun var að sameina undir ein- um hatti skipulags- og byggingamál borgarinnar – í hagræðingarskyni. Þá er ekki síður ástæða til að staldra ögn við svör borgaryfirvalda við hugmyndum „fjárfestanna“, sem skyndilega verða áhugasamir um byggingu verzlunarmiðstöðvar á svæðinu. Hér fara hagsmunir saman sem sjaldan fyrr, en það lofar sann- arlega ekki góðu þegar skipulags- yfirvöld borgarinnar hefja dansinn með yfirlýsingum um form og hæðir bygginga og fullyrðingum um sam- fellt verzlunarmynztur miðborg- arinnar, án þess að nokkur skipu- lagsleg athugun né rök liggi að baki. Umfjöllun fundarins segir líka hversu skondið ráðandi verðmæta- skyn er. Varla má ræða upphátt fá- eina milljarða í langtímafjárfestingu til að auka landgæði og landnýtingu í miðri höfuðborg landsins – „verð- mætasta landsvæði á Íslandi“ – með- an svoleiðis upphæðir eru bara skiptimynt í byggðapólitíkinni al- mennt – rétt einsog Reykjavík sé ekki hluti af íslenzkri byggð. Hún fullvissar mig líka um að við eigum þónokkuð í land til að ná tökum á stefnumörkun fyrir skipulag mið- borgarinnar til lengri tíma. En – í guðanna bænum – misnotið ekki jafn gott málefni, sem bygging tónlistar- húss er, sem afsökun fyrir því að klúðra skipulagsmálum miðborg- arinnar endanlega. Nægan tíma höfðum við, og nýttum illa, en það réttlætir ekki fljótræðisaðgerðir nú. Enn um skipulag miðborgar Hrafnkell Thorlacius skrifar um skipulagsmál ’Umfjöllun fundarinssegir líka hversu skondið ráðandi verð- mætaskyn er.‘ Hrafnkell Thorlacius Höfundur er arkitekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.