Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 33

Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 33 Spáni og a fram um un“, annað er að baki TA er sök- ð að lýsa lduðu. yrir Eusk- m þýðir ka“ á máli am á sjö- á einkum m barðist æðisherr- Samtökin manns á i er mikill urinn þar, ráðandi í hafnar því eitt til að efur enda r einræð- leið undir ð 1975 var menning Baska við það að þurrkast út. Mál þeirra var flestum gleymt og notkun þess bundin við afskekkt sveitaþorp. Bókmenntir voru engar til. Þjóðin hafði sætt skipulegri kúg- un. Á síðustu 30 árum hefur verið unnið gífurlega merkilegt menning- arlegt viðreisnarstarf í Baskalandi. Um 15% þjóðarinnar tala nú tungu- málið sem viðurkennt er sem opin- bert mál ásamt spænsku og hefur sömu stöðu og hún. Sá hluti þjóð- arinnar sem styður baráttu ETA- samtakanna, þar gæti verið um að ræða 5-10%, hafnar hins vegar lýð- ræðinu og treystir þess í stað á að- ferðir ógnarstjórnar sem nánast gekk af menningu þjóðarinnar dauðri; einræði ógnarinnar. „Harðlínustefna“ Útlit er fyrir að spænski Þjóðar- flokkurinn (Partido Popular) fari með sigur af hólmi í kosningunum á sunnudag. Eining spænska ríkisins er fylgismönnum þessa flokks nán- ast trúaratriði. Síðustu fjögur árin hafa spænskir hægri menn haft hreinan meirihluta á þinginu í Madr- íd. Þetta hefur gert leiðtoga þeirra, José María Aznar, fráfarandi for- sætisráðherra, kleift að hundsa með öllu kröfur þjóðernissinna víða á Spáni um aukna sjálfsstjórn. Spánn skiptist í 17 sjálfsstjórnar- svæði sem að vísu njóta mismunandi yfirráða í eigin málum. Öflugust er sjálfsstjórnin í Katalóníu, Baska- landi og Galisíu. Spænsk stjórnmál snúast ekki síst um viðvarandi valdatogstreitu á milli miðstjórnar- innar í Madríd og ráðamanna í sjálfsstjórnarhéruðunum. José María Aznar hefur sem áður sagði verið öldungis ófáanlegur síð- ustu árin til að verða að nokkru leyti við kröfum þjóðernissinna (Á fyrra kjörtímabili sínu 1996-2000 neyddist hann til að semja við þá þar eð flokk- ur hans hafði ekki meirihluta á þingi). Hafa ber í huga að öflugir stjórnmálaflokkar í Katalóníu og Baskalandi hafa á stefnuskrá sinni að öðlast sjálfstæði frá Spáni. Þann- ig fer á hverjum degi fram barátta á Spáni sem í huga mjög margra snýst í raun um einingu ríkisins. Aznar hefur vart haldið ræðu á síðustu ár- um án þess að minnast á þá grund- vallarskoðun sína að ekki komi til greina að heimila þjóðernissinnum að hafa stjórnarskrá Spánar að engu með því að sundra einingu ríkisins. Þessi „harðlínustefna“ forsætis- ráðherrans hefur ekki verið óum- deild. Aznar lætur af embætti forsætis- ráðherra eftir kosningarnar á sunnudag. Fjöldamorðið í Madríd í gær má því skoða sem „yfirlýsingu“ ETA þess efnis að stefna hans hafi hvorki verið fallin til að tryggja ein- ingu ríkisins né öryggi þegnanna. Og vitanlega fela árásirnar í höfuð- borginni jafnframt í sér þau „skila- boð“ að ETA hyggist hvergi gefa eftir; hafa ber í huga að Mariano Rajoy, eftirmaður Aznars og líklega verðandi forsætisráðherra Spánar, hefur lýst yfir því að hann muni hvergi hvika frá „harðlínustefnu“ forvera síns. Og ETA-hreyfingin verði upprætt. Rajoy hefur enn- fremur gjört kunnugt að spænsk stjórnvöld hyggist á engan veg bila í stuðningi sínum við Bandaríkja- menn, sem aftur hlýtur að vekja upp vangaveltur um að hugsanlega hafi alþjóðlegir hryðjuverkamenn verið að verki eða komið nærri ódæðinu á einhvern veg. Aðstoð frá útlöndum? Því skal spáð hér að grunsemdir um að ETA-samtökin hafi notið að- stoðar erlendra hryðjuverkamanna muni magnast á næstu dögum. Í ljósi sögunnar er umfang og skipu- lag ódæðisins með þeim hætti að furðu vekur að ETA-hreyfingin skuli hafa skipulagt slíka árás og reynst fær um að hrinda henni í framkvæmd. Þeir sem utan atburðarásarinnar standa fá ekki greint að hugsjónir og hugmyndafræði hafi verið ráðandi innan samtakanna á undanliðnum áratugum. Þvert á móti hafa ETA- samtökin fengið á sig mynd heldur fámenns hóps atvinnuglæpamanna og morðingja sem nýta sér „þjóð- frelsisbaráttuna“ til að réttlæta eig- in tilveru. Þótt samtökin hafi gengist fyrir hroðalegum glæpaverkum og sé í raun trúandi til alls er því ekki að neita að fjöldamorðið í Madríd er á öðru stigi en áður hefur þekkst á Spáni. Mannskæðasta hryðjuverk samtakanna til þessa var framið í Barcelona í júnímánuði árið 1987. Þá lét 21 maður lífið. En eðli hryðjuverkaógnarinnar birtist í þessu glæpaverki; ógnin er viðvarandi og óáþreifanleg. Enginn veit hvenær og hvar hryðjuverka- menn láta næst til skarar skríða. Og í huga þeirra er ógnin, sjálfur „terr- orinn“, vísast fullkomnuð þegar óvissa ríkir um hverjir verið hafi að verki. gnarinnar AP md um heim allan í gær og víða á Spáni safn- og ETA, aðskilnaðarsamtökum Baska, sem kona hvern hug hún ber til ETA-manna. Reuters isráðherra Spánar, ávarpar þjóðina í gær. Að nn og svartur sorgarborði festur við hann. asv@mbl.is Einstaklingurinn, tækifærihans og velferð í sam-félaginu eru leiðarljósstefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007, sem kynnt var í gær. Stefnan ber yf- irskriftina Auðlindir í allra þágu þar sem upplýsingatæknin veitir ein- staklingum, atvinnulífi og opinberri þjónustu tækifæri til að nýta sér þær auðlindir sem felast í upplýsingum, þekkingu og nýsköpun, eins og segir, en stefnan nú byggist á endurskoðun stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum frá árinu 1996. Fram kemur að á upplýsinga- tækni beri fyrst og fremst að líta á sem verkfæri sem nýta megi til þess að ná auknum lífsgæðum fyrir alla landsmenn og alla samfélagshópa um landið allt. „Upplýsingasamfélagið er hugtak sem notað hefur verið um samfélags- gerð okkar. Þetta samfélag einkenn- ist af því að öllum almenningi hefur opnast aðgangur að gífurlegu magni upplýsinga og þjónustu sem þekkir engin landamæri. Samskipti manna í millum eru fjölbreyttari, auðveldari og ódýrari en nokkru sinni fyrr. Í kjölfar upplýsingasamfélagsins hef- ur mikilvægi þekkingar og þekking- ariðnaðar í hagkerfum vaxið jafnt og þétt. Þekking er varðveitt, gerð að- gengileg og notuð til nýsköpunar. Hún vex eftir því sem af henni er tekið og verður mikilvægasta auð- lind fyrirtækja og einstaklinga jafnt sem þjóða. Hún er forsenda þekk- ingariðnaðarins, og á henni byggist næsta stig í þróun upplýsingasam- félagsins, sem nefnt hefur verið þekkingarsamfélag,“ segir ennfrem- ur. Fjögur lykilatriði Stefnan byggist á fjórum lykilat- riðum. Í fyrsta lagi á að auka tæki- færi einstaklinga og fyrirtækja til að miðla og sækja þekkingu, eiga sam- skipti og stunda viðskipti hvar sem er og hvenær sem er. Í öðru lagi að forustumenn á öllum sviðum samfélagsins axli ábyrgð og vinni saman að því að upplýsinga- tæknin verði nýtt í þágu borgaranna og að ólíkir einstaklingar geti fært sér hana í nyt. Í þriðja lagi að tryggður verði að- gangur fólks og fyrirtækja að traustu háhraðaneti á samkeppnis- hæfu verði og öryggi upplýsinga og friðhelgi einkalífs verði höfð að leið- arljósi í þróun upplýsingasamfélags- ins. Í fjórða lagi að stuðlað verði að auknum lífsgæðum og auðugra mannlífi með því að nýta möguleika upplýsingatækninnar í menntun, menningu, heilbrigðismálum og á öðrum sviðum samfélagsins. Stefnan er útfærð nánar á grund- velli þessara lykilatriða og bera ein- stök ráðuneyti, eitt eða fleiri, ábyrgð á framkvæmd stefnunnar í hverju tilviki fyrir sig. Bent er á að hægt sé að styrkja lýðræðislega stjórnarhætti enn frek- ar með þeim möguleikum sem ný tækni bjóði upp á og stuðla að aukn- um gæðum í stjórnsýslu hins opin- bera. Stjórnkerfið þurfi að laga sig að breyttum aðstæðum og áherslum í samfélaginu með það að markmiði að bæta þjónustu við einstaklinga og auka sveigjanleika, hagræðingu og skilvirkni. Með því aukist tækifæri einstaklinga til að miðla og sækja þekkingu, eiga samskipti og sækja opinbera þjónustu hvar og hvenær sem er. Umræðutorg Meðal verkefna á þessu sviði má nefna að lögð er áhersla á að ríki og sveitarfélög leggi áherslu á rafræn viðskipti og rafræna stjórnsýslu og að komið verði upp rafrænni þjón- ustuveitu, sem gegni lykilhlutverki í miðlun upplýsinga og rafrænnar stjórnsýslu. Þá á að kanna á þessu og næsta ári hvernig og á hvaða sviðum megi auka samráð og samskipti milli al- mennings og opinberra aðila. Gerðar verði meðal annars tilraunir með uppsetningu umræðutorga, þar sem fram fari skoðanaskipti um afmörk- uð málefni. Segir að slík umræðu- torg falli vel að hugmyndum um íbúalýðræði og aukinni þáttöku al- mennings í að móta sitt nánasta um- hverfi og verða sveitarfélög, ráðu- neyti og ríkisstofnanir hvött til þess að koma upp slíkum umræðutorgum. Þá á að vinna að undirbúningi mið- lægrar kjörskrár til notkunar í sveit- arstjórnar-, og alþingiskosningum með það að markmiði að kjósandi geti mætt á hvaða kjörstað sem er til þess að kjósa og að hægt verði að nota upplýsingatæknina við sjálfa kosninguna. Er lagt til að dóms- og félagsmálaráðuneytið vinni sameig- inlega að tilraunaverkefni á þessu sviði við næstu sveitarstjórnarkosn- ingar árið 2006. Þá á að tryggja gott aðgengi allra að upplýsinga- og þekkingarbrunn- um með góðum aðgangi að tölvum og netinu í skólum og bókasöfnum og koma á upp þráðlausu neti á öllum bókasöfnum landsins. Huga á sér- staklega að velferð barna og foreldr- ar og skólar hvattir til þess að axla ábyrgð á tölvu-, net-, og símanotkun barna sinna, auk þess sem stuðla á að rannsóknum á áhrifum á tölvuleikja á börn og ungmenni. Þá kemur fram að aðgengi að há- hraðatengingum og greiðri og öruggri fjarskiptaþjónustu sé lykil- atriði fyrir þróun upplýsingasam- félags og byggðar í landinu. „Það er langtímamarkmið að allir lands- menn, sem þess óska, eigi möguleika á háhraðatengingu til að geta sem best nýtt sér kosti upplýsingasam- félagsins,“ segir ennfremur. Fram kemur að móta á framtíð- arstefnu um fjarskiptamál á Íslandi í ár og að bæta í aðgang að farsíma- þjónustu á þjóðvegum landsins. Gert er ráð fyrir að Vegagerð ríkisins vinni að þessu verkefni í samráði við símafélög og á verkefninu að ljúka á næsta ári. Þá á að stuðla að upp- byggingu stafræns sjónvarps sem nái til landsins alls. Öryggismál Þá er gert ráð fyrir að skipuð verði nefnd til að fjalla um verka- skiptingu milli opinberra aðila varð- andi öryggismál í tengslum við notk- un upplýsinga- og fjarskiptatækni, varnir gegn rafrænum hryðjuverk- um, ruslpóst, neytendavernd og sið- ferðileg úrlausnarefni, eins og ósið- legt efni á netinu og fleira. Nefndin á einnig að koma með ábendingar varðandi þörf á endurskoðun laga vegna samþættingar upplýsinga- tækni, fjarskipta og fjölmiðlunar og á nefndin að ljúka störfum eigi síðar en á næsta ári. Jafnframt á að auka þátttöku Ís- lendinga í erlendu samráði um ör- yggismál og koma á fót viðbragðs- hópi sem hafi það hlutverk með höndum að bregðast við utanaðkom- andi truflunum á virkni net- og upp- lýsingakerfa. Fram kemur að til að tryggja að lífsgæði haldi áfram að aukast þurfi Íslendingar að tileinka sér upplýs- ingatækni og hugsunarhátt þekking- arsamfélagsins. Síaukin alþjóðavæð- ing kalli á að Íslendingar leggi rækt við menningararf sinn og tryggi að komandi kynslóðir verði meðvitaðar um menningarlega og sögulega sér- stöðu sína í samfélagi þjóðanna. Í þeirri sérstöðu sé einnig að finna tækifæri til nýsköpunar sem geti nýst atvinnulífi til framtíðar. „Sá mannauður sem er fólginn í vel menntuðum og hæfum einstakling- um er forsenda fyrir því að hægt sé að nýta þau tækifæri sem bjóðast og skapa ný verðmæti,“ segir einnig í stefnunni. Í nefnd þeirri sem undirbjó stefnumótunina áttu sæti Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri, Sig- fús Ingi Sigfússon, markaðsstjóri, Svava Garðarsdóttir, kerfisfræðing- ur, Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri og Guðbjörg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri í forsætisráðuneyt- inu, sem jafnframt var formaður. Nefndin hafði samband og samráð við fjölmarga aðila við stefnumótun- arvinnuna auk þess sem sérstakur samráðshópur var henni til ráðu- neytis. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti stefnuna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar á opnum fundi í gær. Upplýsingatæknin verkfæri til að ná auknum lífsgæðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.