Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorgeir Jón Ein-arsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1921. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Einars Sigurðsson- ar, f. 26. ágúst 1875 í Snotru í Landeyjum, d. 12. júlí 1953, og Ástu Halldórsdóttur, f. 4. nóv. 1883, d. 25. maí 1930. Systkini Þorgeirs eru Jóhann Lúðvík Einarsson, f. 15. nóv. 1923, d. 28. feb. 1978, og Anna Sigríður Einarsdóttir, f. 30. júlí 1911, d. 17. jan. 1991. Þorgeir ólst upp í Reykjavík og bjó lengst af í Fagrahvammi í Blesugróf. Hann var bílamálari að atvinnu. Hinn 14. október 1951 kvæntist Þorgeir Stefaníu Magnúsdóttur, f. 2003. 2) Magnús Ingvar, f. 8. nóv. 1949, kvæntur Sigríði Gunnars- dóttur. Börn þeirra eru: Ólafur, f. 1969, kvæntur Þuríði Ósk Björg- vinsdóttur, börn þeirra Björgvin Freyr, f. 1991, og Sigríður Rún, f. 1993. Stefán, f. 1972, kvæntur Þor- björgu Lilju Stefánsdóttur, börn þeirra Magnús Baldvin, f. 1996, Jón Lárus, f. 1999, og Signý Ólöf, f. 2003. Þorgeir, f. 1974, kvæntur Helgu Jónsdóttur, barn þeirra Magnús Ingvar, f. 2003. Gunnar, f. 1978, í sambúð með Jónu Guðjóns- dóttur. Ásgeir, f. 1985. 3) Ingi- gerður Guðlaug, f. 8. ágúst 1951, gift Ingólfi Guðnasyni. Börn þeirra eru: Ásta Magnea, f. 1970, gift Þresti Valmundssyni, börn þeirra Dagbjört María, f. 1993, Ingólfur Valur, f. 1996, og Hlynur Örn, f. 1997. Guðrún Hrönn, f. 1972, gift Ólafi Gísla Sveinbjörns- syni. Stefanía, f. 1977, börn hennar Karen Sif, f. 1996, og Sara María, f. 2000, með Emil Þór Jónssyni. Jórunn, f. 1984. 4) Anna, f. 3. mars 1958. Útför Þorgeirs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 29. okt. 1926 á Þver- hamri í Breiðdal, d. 15. apríl 1998 á Hrafn- istu í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Magnús Magnússon, f. 18. apríl 1883, d. 12. des. 1969, og Ingi- gerður Guðmunds- dóttir, f. 29. okt. 1888, d. 28. feb. 1946. Börn Þorgeirs og Stefaníu eru fjögur: 1) Einar Ástþór, f. 20. sept. 1947, kvæntur Sig- rúnu Eðvarðsdóttur. Börn þeirra eru: Run- ólfur, f. 1973, börn hans Jón Einar R. Christensen, f. 1995 með Laufey Ósk Christensen, og Helga Kar- ítas, f. 1998, og Sigrún Petra, f. 2001 með Ingibjörgu Elínu Bald- ursdóttur. Laufey Karitas, f. 1982, í sambúð með Jónasi Hauki Ein- arssyni, barn þeirra Silvana Ósk, f. Okkar langar að minnast og kveðja okkar kæra föður og tengda- föður með nokkrum orðum. Það er sárt að sjá á eftir pabba þó ég vissi að hann færi brátt að kveðja þennan heim. Ég minnist minna fyrstu handbragða sem pabbi kenndi mér í bílamálun þegar ég var ung- lingur, þar sem hann rak bílamálara- verkstæði á Otrateignum til margra ára. Margar ferðir fórum við saman í veiðitúra, en upp úr standa í minn- ingunni ferðirnar til Önnu, systur pabba, í Dal í Miklaholtshreppi, þar sem við gistum oft og veiddum silung í Bauluvallavatni. Pabbi hafði mikinn áhuga á knattspyrnu og minnist ég margra ferða sem við fórum saman á völlinn. Það voru góðar stundir sem við áttum saman. Þegar ég flutti að heiman og byrj- aði að búa kom hann færandi hendi með fullan kassa af alls konar mat til heimilisins. Á fyrstu búskaparárum okkar hjóna fórum við með pabba í Dal eina helgi og hann keyrði með okkur allt Snæfellsnesið og upp að Bauluvöllum til að sýna okkur hvað þar er fallegt þegar sólin baðar allt vatnið og silunginn í vatninu með ljóma sínum. Pabbi var stoltur af börnunum og barnabörnunum sínum og fylgdist alltaf með þeim og vildi vita hvað hver og einn var að gera. Á síðustu jólum kom hann í mat til okkar þar sem öll börnin, tengdadætur og barnabörnin voru saman komin og lék hann þar á als oddi og sagði veiði- sögur og gantaðist. Pabbi á góðar þakkir skilið fyrir það að hugsa um mömmu þegar hún var veik, bæði öll árin í Fagra- hvammi og seinna á Hrafnistu. Elsku pabbi og tengdapabbi, megi guð og englarnir varðveita þig að ei- lífu. Það voru góðar stundir sem við áttum með þér. Megi guð vaka yfir afkomendum þínum í framtíðinni. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gilbran.) Magnús og Sigríður. Með þakklæti í huga kveðjum við okkar ástkæra Þorgeir Jón Einars- son, eða afa Þorgeir eins og við vor- um vön að kalla hann. Afi var mjög opinn og hreinskilinn persónuleiki og þekktur fyrir að segja sína mein- ingu á sinn húmoríska hátt. Af hon- um lærðum við ýmsa lífsspeki og var ætíð gaman og fróðlegt að hitta hann og ræða um menn og málefni. Strák- arnir okkar höfðu mjög gaman af því að heimsækja langafa sinn, enda höfðingi heim að sækja, og leysti hann þá ætíð út með fullum kex- pakka eða poka af kleinum eða snúð- um. Hann gantaðist oft með það þeg- ar við töluðum við hann í síma að það væri til nóg af kexi í skápnum og var það vísbending um að honum þætti gaman ef við kíktum fljótlega til hans í heimsókn. Það gladdi mjög hjarta afa þegar hann komst að því að Þorbjörg væri ættuð úr Borgarfirði þar sem afi var í fóstri sem barn. Við áttum ófá sam- tölin um sveitina og fólkið í Borg- arfirði enda þekkti afi þar nánast hverja þúfu. Við eigum góðar minn- ingar frá deginum sem við fórum saman upp í Borgarfjörð og kíktum á æskuslóðir afa í sveitinni. Einkar skemmtilegt var að koma að Brenni- stöðum og hitta „strákana“ sem þar búa og honum varð tíðrætt um. Afi var mikill veiðimaður og kunni hann margar góðar veiðisögur. Við fengum það verkefni nokkur sumur að geyma fyrir hann maðkakassann hans og voru strákarnir okkar iðnir við að skríða um garðinn heima og leita að möðkum fyrir afa og tóku þeir hlutverk sitt mjög alvarlega svo afi kæmist að veiða. Afi var mjög trygglyndur og traustur. Aðdáunarvert var að fylgj- ast með hversu ósérhlífinn hann var þegar hann hugsaði um ömmu í veik- indum hennar og síðar þegar vinir hans á Hrafnistu veiktust. Eftir að amma dó var það orðið að árlegum viðburði að fara í garðinn með afa fyrir jólin með olíuluktina á leiðið hjá ömmu og nánast ómissandi hluti af jólahátíðinni. Þeirri hefð munum við halda áfram. Kveðjustundin er runnin upp og eigum við eftir að sakna þess að heimsækja afa á Hrafnistu, hlusta á brandarana hans og skotin í fjöl- skylduboðum og sjá stríðnisglamp- ann í augum hans. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman á síðustu árum og munum geyma minningar um hlýjan og skemmti- legan mann. Stefán, Þorbjörg Lilja og börn. Nú er hann afi minn dáinn. Loksins færðu að hitta hana ömmu aftur, sem var þér svo kær. Þegar ég hugsa til þín, þá koma mér fyrst til hugar allar skemmti- legu veiðiferðirnar sem við fórum í saman. Eftir að þú gafst mér veiði- stöngina í fermingargjöf, þá kvikn- aði áhuginn fyrir alvöru. Þetta er eina veiðistöngin mín sem eitthvað veiðist á. Enn þann dag í dag er hún í notkun, eftir tuttugu og tvö ár. Ég gleymi aldrei veiðiferðinni okkar í Korpu, þegar ég var fimm eða sex ára. Þú lést mig vera með veiðistöng við stífluna, svo ég hefði eitthvað að gera. Þú varst að athafna þig fyrir neðan stíflu á einum af veiðistöðunum, þegar vænn lax beit á hjá mér. Þú varst ekki lengi að koma mér til hjálpar, áður en ég dytti út í. Ég gleymi heldur ekki hvað þú varst ánægður með mig og Ástu frænku, þegar við birtumst á stofugólfinu hjá þér í Blesugrófinni með stóran lax í háfnum þínum. Við höfðum hnuplað honum úr geymsluskúrnum þínum, og skroppið niður að Elliðaám. Við vorum ekki há í loftinu þá. Þér datt ekki í hug að skamma okkur, heldur varstu bara sigri hrósandi yfir þessu athæfi okkar. Þú vildir líklega ekki skemma ánægju okkar. Þú minntist oft á þetta atvik, eins og önnur skemmtileg atvik, sem gerðust í veiðiferðunum þínum. Veiði var þitt líf og yndi, enda kunnir þú ótæmandi sögur um veiði- skap, sem gaman var að hlusta á. Enda hafðir þú veitt á öllum mögu- legum og ómögulegum stöðum, og alltaf fengið eitthvað. Ég valdi það starf að vera bílamál- ari eins og þú, afi minn, enda sagðir þú alltaf að bílamálarar yrðu aldrei blankir. „Maður sprautar bara eitt bretti ef mann vantar aur.“ Þú varst alltaf mjög gestrisinn, þegar við fjöl- skyldan heimsóttum þig, og smurðir ofan í okkur. Þegar við konan byrj- uðum að búa og eignuðumst okkar fyrsta barn, þá raukstu til og keyptir ársbirgðir af bleium til að styrkja okkur. Okkur þótti mjög vænt um þetta, þetta sýndi hvað þú hafðir rosalega stórt og gott hjarta og vildir öllum vel. Enda áttirðu marga vini. Börnin okkar voru alltaf stillt og prúð og mannaleg, þegar við heimsóttum þig, því að þú talaðir líka við þau og gafst þeim góðgæti. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, afi minn, og Guð vaki yfir okkur öllum sem minnumst þín. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Ég veit, minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á, hann ræður öllu yfir, einn heitir Jesús sá, sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf víst til bjó. (Hallgr. Pét.) Ólafur Magnússon og fjölskylda. Við höfum margs að minnast og þakka fyrir þegar við kveðjum afa okkar. Hann var góður maður og alltaf var stutt í húmorinn og hlát- ÞORGEIR J. EINARSSON Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýju og vinarhug við andlát og útför nafna míns, JÓHANNS ÓSKARS JÓSEFSSONAR bónda og harmónikuleikara, Ormarslóni, Þistilfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Óskar Hólmgrímsson. Ástkær faðir minn og bróðir, JAKOB JENSSON, Ástralíu, lést í Ástralíu sunnudaginn 7. mars. Elísabet Jakobsdóttir, Guðjón Jensson og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KÁRI ÓLFJÖRÐ NÝVARÐSSON kennari, Hlíðarvegi 59, Ólafsfirði, sem lést á heimili sínu laugardaginn 6. mars, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laug- ardaginn 13. mars kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á að láta björgunar- sveitina Tind í Ólafsfirði njóta þess. Sigrún Ingólfsdóttir, Kristín Ólfjörð Káradóttir, Ásgrímur Pálmason, Sigmar Ólfjörð Kárason, Heiðrún Sjöfn, Inga Hilda Ólfjörð Káradóttir, Daníel Víkingsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI TRYGGVASON, Furugerði 1, Reykjavík, áður til heimilis í Unufelli 44, andaðist sunnudaginn 22. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Hallfríður Bjarnadóttir, Einar Þorvarðarson, Finnur Bjarnason, Tryggvi Bjarnason, Svava Bjarnadóttir, Bjarney Bjarnadóttir, Gísli Agnarsson, Elsa Bjarnadóttir, Magnús Loftsson, Friðrik Bjarnason, Anna Hafdís Karlsdóttir, Viðar Þorbjörnsson, Svanhvít Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, fósturdóttur og ömmu, ERNU GUÐRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Þórshamri, Borgarfirði eystra. Gunnar Finnsson, Ragnheiður Á. Gunnarsdóttir, Hildur B. Gunnarsdóttir, Gunnar L. Gunnarsson, Magný Kristinsdóttir, Sæberg Þórðarson, barnabörn og aðrir vandamenn. Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÞÓRDÍSAR GUÐRÚNAR ÞORBERGSDÓTTUR, Réttarbakka 25, Reykjavík. Þórir Friðriksson, Rósa Sólrún Jónsdóttir, Guðni Guðnason, Þórir Már Guðnason, Svavar Leó Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.