Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. www.sveit.is erlenda r sÉrferÐ ir N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 6 2 6 / S IA .IS NIÐURSTÖÐU sem ekki felur í sér sektargreiðslu er að vænta í rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintu samráði tryggingafélag- anna Tryggingamiðstöðvarinnar, Sjóvár-Almennra trygginga hf. og VÍS, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, stjórnarformaður Trygginga- miðstöðvarinnar hf., sagði á aðal- fundi félagsins í gær að vonir stæðu til þess að viðunandi niður- staða næðist varðandi rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintu ólögmætu samráði tryggingafélag- anna. „Félagið hefur hrakið ásak- anir stofnunarinnar og telur álykt- anir hennar um ólögmætt samráð alrangar og ekki á rökum reistar. Eftir viðræður sem forstjóri fé- lagsins ásamt framkvæmdastjór- um VÍS, Sjóvár og SÍT hafa átt með fulltrúum Samkeppnisstofn- unar standa nú vonir til að ásætt- anleg niðurstaða fáist í málinu á næstunni,“ sagði Gunnlaugur í ræðu sinni. Trygginga- félög þurfi ekki að borga sektir  Von er um/16 SJÖTTU bekkingar MR lögðu yngri bekkinga í hinum árlega og rótgróna gangaslag skólans sem fram fór í gær. Í gær tóku stúlkur í fyrsta skipti þátt í gangaslagnum og börðust þær vel þær fimm mínútur sem það tók sjöttu bekkinga að knýja fram sigur. Anna Heiða Gunnarsdóttir, nemandi í 6-R, var ein þeirra 20 kvenna sem slóg- ust. „Þetta var rosalega gaman,“ sagði Anna. „Okkar hlutverk var að ryðja þeim sem voru í stiganum burtu og brjóta múrinn fyrir strákana. Síðan vorum við nokkurs konar fótstig fyrir þá, sem þeir nýttu sér til að hoppa yfir hópinn.“ Áralöng hefð er fyrir gangaslag MR, sem fer þannig fram að dimmitendi, eða sjöttu bekkingar með Inspector plateraum (hringjara) í broddi fylkingar, reyna að hringja inn til fimmtu kennslustundar. Remanentar, eða 3., 4. og 5. bekkingar, reyna að varna þeim aðgengis að bjöllunni. Takist þeim að halda eldri bekkingum frá bjöllunni í 15 mínútur fá þeir frí í kennslu- stundinni. Morgunblaðið/Jim Smart Stelpurnar láta til sín taka í gangaslag NÚ liggur fyrir að tveir sakborninga í líkfundarmálinu í Neskaupstað hafa játað aðild sína að málinu. Morgunblaðið hefur fyrir því örugg- ar heimildir. Einn þremenninganna játaði fyrstur og annar játaði nokkru seinna. Þriðji sakborningurinn neit- ar aðild að málinu. Sakborningarnir þrír komu fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar staðfestu þeir ítarlegar frá- sagnir sem þeir hafa gefið í yfir- heyrslum hjá lögreglu. Réttargæslu- menn sakborninganna voru viðstaddir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa yfirheyrslurn- ar enn styrkt þann grun lögreglu að atburðarás hafi verið með þeim hætti sem lýst var þegar upphaflega var gerð krafa um gæsluvarðhald yf- ir mönnunum þremur. Fíkniefnin líklega frá Litháen Talið er víst að málið hafi upphaf- lega snúist um fíkniefnainnflutning. Nú þykir líklegast að Vaidas Jucivic- ius hafi borið fíkniefnin innvortis alla leið frá Litháen. Stífla í meltingar- vegi hafi leitt hann til dauða föstu- daginn 6. febrúar. Sakborningarnir þrír, Tomas Malakauskas, Grétar Sigurðsson og Jónas Ingi Ragnars- son, hafi ákveðið að flytja lík hans til Neskaupstaðar og sökkt því í höfn- ina, þar sem það fannst 11. febrúar. Sakborningarnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. mars nk. Þeir kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar, sem staðfesti hann. Tveir hafa játað í líkfundarmálinu Sakborningar staðfestu framburð fyrir dómara SÓKNARFÆRI Flugleiða liggja í flugrekstri fremur en ferðaþjónustu, þ. á m. í alþjóðlegu leiguflugi og al- þjóðlegu fragtflugi. Þetta kom fram í máli Hannesar Smárasonar, sem kjörinn hefur verið stjórnarformaður Flugleiða, á aðalfundi félagsins í gær. „Frumþekking Flugleiða liggur í flugrekstri og teljum við þar mikil tækifæri til sóknar. Því er kannski rétt að fyrirtækið einbeiti sér meira að fluginu og ívið minna að öðrum tengdum rekstri,“ sagði Hannes. Hann sagði að áhuga nýrra eigenda á félaginu mætti m.a. rekja til þeirra tækifæra sem liggi í framtíð þess og þau séu fjölmörg. Mikil umskipti urðu í stjórn Flug- leiða á fundinum í gær, m.a. hætti Hörður Sigurgestsson sem stjórnar- maður eftir 20 ára setu, þar af hefur hann verið formaður stjórnar í 13 ár. Nýja stjórn Flugleiða skipa Hann- es Smárason formaður, Benedikt Sveinsson, Hreggviður Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Helgi Guð- mundsson, Pálmi Haraldsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Sóknarfæri í flugrekstri fremur en ferðaþjónustu  Aðalfundur Flugleiða/12 UNNIÐ er að tilraunaverkefni fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar varðandi miðlæga kjörskrá þannig að fólk geti kosið á hvaða kjörstað sem er og þurfi ekki að fara á einn tiltek- inn kjörstað til að kjósa eins og nú er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnu ríkisstjórnarinnar um upp- lýsingasamfélagið 2004–2007 undir yfirskriftinni Auðlindir í allra þágu. Samkvæmt stefnumótuninni á að vinna að undirbúningi miðlægrar kjörskrár til notkunar í sveitar- stjórnar- og alþingiskosningum með það að markmiði að kjósandi geti mætt á hvaða kjörstað sem er til þess að kjósa og að hægt verði að nota upplýsingatæknina við sjálfa kosn- inguna. Er lagt til að dóms- og félags- málaráðuneytið vinni sameiginlega að tilraunaverkefni á þessu sviði við næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2006. Einnig kemur fram að á þessu og næsta ári á að kanna hvernig og á hvaða sviðum megi auka samráð og samskipti milli almennings og opin- berra aðila. Gerðar verði meðal ann- ars tilraunir með uppsetningu um- ræðutorga, þar sem fram fari skoðanaskipti um afmörkuð málefni. Segir að slík umræðutorg falli vel að hugmyndum um íbúalýðræði og auk- inni þátttöku almennings í að móta sitt nánasta umhverfi og verða sveit- arfélög, ráðuneyti og ríkisstofnanir hvött til þess að koma upp slíkum umræðutorgum. Tilraunaverkefni um miðlæga kjörskrá Hægt að kjósa hvar sem er 2006  Upplýsingatæknin/33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.