Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Glasgow Ferðatímabil: 1. apríl–15. júní og 20. ágúst–31. október. Innifalið: Flug á áfangastað, bílaleigubíll í A flokki í 1 viku, flugvallarskattar og þjónustugjöld. * M. v. 2 fullorðna og 2 börn í bíl í 1 viku. ** M. v. 2 fullorðna í bíl í 1 viku. Ferðalag á bílaleigubíl um Skotland er ógleymanlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Þar leggst allt á eitt, náttúrufegurð, fjölbreytni í landslagi, heillandi bæir og þorp, skemmtigarðar, kastalar, fornar minjar, söfn og síðast en ekki síst gestrisnir og vingjarnlegir Skotar. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair býðst að nota 5000 Ferðapunkta, jafnvirði 5.000 kr., sem greiðslu upp í pakkaferðir Icelandair, ef bókað er fyrir 1. apríl. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.–föstud. kl. 8–18, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. kl. 10–16). VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Flug og bíll út í heim Verð frá 31.600 kr. á mann* Verð frá 40.630 kr. á mann** London – Flug og bíll – SAMA VERÐ Ofangreind verðdæmi og skilmálar fyrir pakkaferðir með flugi og bíl til Glasgow gilda einnig fyrir pakkaferðir með flugi og bíl til London. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 23 82 9 3/ 20 04 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 23 82 9 3/ 20 04 Helgi minn, hefur þú eitthvað verið að stríða Bruce Bjarnason? Málþing: Breytt samfélag – Breyttur skóli Skólinn bregst við breytingum Skólamálaþing Kenn-arasambands Ís-lands 2004 verður haldið á morgun, laugar- daginn 13. mars, á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og hefst kl. 9 árdegis. Önnur ráðstefna um sama efni verður haldin í Mennta- skólanum á Akureyri laug- ardaginn 20. mars. Morg- unblaðið ræddi af þessu tilefni við Kristínu Jóns- dóttur, formann skóla- málaráðs Kennarasam- bands Íslands. – Hver er tilurð þessa þings, tilefni þess og til- gangur? „Kennarasamband Ís- lands hefur meðal annars það hlutverk að halda ráð- stefnur eða þing um fagleg málefni. Þingið nú er hið fyrsta sem haldið er eftir að öll kenn- arafélögin sameinuðust í einu sambandi en áður höfðu félögin sameinast um að halda uppeldis- málaþing og skólamálaþing. Það hefur verið venja að halda tvö þing svo sem flestum félagsmönn- um gefist kostur á að taka þátt í þinghaldinu. Markmið með þing- unum er að styrkja kennara fag- lega og vekja athygli á nýjum hugmyndum og því sem efst er á baugi í skólamálum.“ – Hverjar verða helstu áherslur á þinginu … hvaða spurningum verður helst leitast við að svara? „Eins og yfirskrift þingsins gef- ur til kynna þá hefur samfélag okkar breyst á undanförnum ár- um, ekki síst með tilkomu alþjóða- væðingar og fjölgun íbúa af er- lendum uppruna. Aukin áhersla er á einstaklingsmiðað nám og fjölbreytta kennsluhætti. Skólinn verður að bregðast við þessu breytta samfélagi og á þinginu munum við fá að heyra hvernig hægt er að gera það og hvað verið er að gera í ýmsum skólum.“ – Segðu okkur eitthvað frá dag- skrá þingsins? „Aðalfyrirlesari á þinginu verð- ur Guðrún Pétursdóttir fé- lagsfræðingur. Heiti fyrirlestrar- ins er ,,Hvernig á að bregðast við margbreytileikanum? Fjölmenn- ingarleg menntun til góðs fyrir alla nemendur.“ Guðrún er sér- fræðingur í fjölmenningarlegri kennslu og starfar hjá Inter Cult- ural Iceland. Hún er höfundar bókanna ,,Fjölmenningarleg kennsla og ,,Allir geta eitthvað – enginn getur allt.“ Guðrún hefur um árabil verið samstarfsmaður Filippe Paelm- ans og þekkir vel til verka hans. Paelman starfar hjá stofnuninni ,,Center for Intercultural Educa- tion“, sem tengist háskólanum í Ghent í Belgíu. Hann er höfundur námsefnis sem notað er með CLIM-kennsluaðferðinni (Co- operative Learning in Multicult- ural Classes) en hún byggist á hugmyndum um samvinnunám eða samvirkt nám. Til stóð að Pa- elmann yrði aðalfyrirlesari á þinginu en hann for- fallaðist á síðustu stundu vegna veikinda. Guðrún mun kynna okkur þessa kennslu- aðferð sem talin er henta við kennslu allra nemenda. Að loknum fyrirlestri Guðrúnar fáum við kynningu á þróunar- verkefnum sem unnin eru í ís- lenskum skólum. Nína Magnús- dóttir kennari kynnir þróunar- verkefni í móttökudeild Austur- bæjarskóla þar sem Filippe Paelman hefur veitt ráðgjöf. Fríða Jónsdóttir aðstoðarleik- skólastjóri segir frá fjölmenning- arlegu starfi í leikskólanum Lækjaborg og Valdimar J. Hall- dórsson mannfræðingur segir frá nýbúabraut við Menntaskólann á Ísafirði. Eftir hádegi flytur Ingi- björg Hafstað fyrirlestur sem hún nefnir ,,Hvenær skilur maður mann? Mannleg samskipti þvert á menningarheima.“ Ingibjörg starfar sem forstjóri Fjölmenn- ingar ehf. og hefur langa reynslu í menntun og móttöku nýrra Ís- lendinga. Jón Ingi Hannesson, IB-stallari, segir frá IB-diplóma námi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Að lokum fjalla María Pálmadóttir, formaður Kennara- félags Reykjavíkur, og Elín Jón- asdóttir sálfræðingur um hand- leiðslu kennara, þ.e. hvernig kennarar geta stutt hver annan í starfi. Þess má geta að Náms- gagnastofnun verður með sýn- ingu á námsgögnum á skólamála- þinginu. Geta má þess að dagskrár þinganna beggja má kynna sér á www.ki.is.“ – Er þetta lokað þing eða opið? „Skólamálaþing er haldið fyrir félagsmenn Kennarasambands Íslands og opið öllum innan vé- banda þess en einnig eru nokkrir boðsgestir.“ – Áttu von á góðri þátttöku? „Þátttaka á skólamálaþingum er yfirleitt góð og margir hafa skráð sig á þingið. Við væntum einnig góðrar þátttöku á skóla- málaþinginu á Akureyri en skrán- ingu á það lýkur mánudaginn 15. mars.“ – Verður þetta á einhvern hátt stefnumarkandi fyrir skólastarf- ið? „Vonandi hefur þing- ið áhrif á skólastarf í landinu. Skólar og kennarar á öllum skólastigum hafa sýnt það í gegnum árin að þeir eru tilbúnir að taka upp ýmsa nýbreytni sem ætluð er til góðs fyrir nemendur skólanna þannig að skólastarf verði öllum til góðs. Á skólamálaþingunum er verið að fjalla um ýmislegt sem gæti bætt skólastarf í landinu. Námskrá allra skólastiganna gerir ráð fyrir að allir fái nám við hæfi. Kannski er þarna komin ein leið til að nálgast það markmið.“ Kristín Jónsdóttir  Kristín Jónsdóttir er fædd á Húsavík 16. desember 1950. Hún lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1972 og námi fyrir stjórnendur í starfsleikni- námi í grunnskólum frá KHÍ 1987. Hún hefur verið kennari við Breiðholtsskóla frá 1976. Kristín er formaður skólamála- ráðs Kennarasambands Íslands. Hún er gift Ögmundi Guðmunds- syni og eiga þau þrjú börn, Guð- mund, Jón og Unni. Vonandi hefur þingið áhrif á skólastarf STEFNT er að því að Samfylkingin flytji í nýtt framtíðarhúsnæði á 2. hæð í Húsi iðnaðarins við Hallveig- arstíg þar sem Útflutningsráð var áður til húsa. Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingar- innar, segir búið að undirrita kaup- samning og stefnt sé að því að flytja í nýja húsnæðið á sumardaginn fyrsta. „Þetta eru ákveðin tímamót í sögu flokksins því nú er frumbýlingsárum hans lokið. Þetta er mikið fagnaðar- efni,“ segir Karl Th. Samfylkingin hefur verið í leiguhúsnæði í Austur- stræti 14. uppi á 5. hæð og segir Karl Th. það auðvitað ekki vera mjög að- gengilegt félagshúsnæði. Hæðin sem Samfylkingin hefur keypt í Húsi iðnaðarins er rúmlega 400 fermetrar. Auk skrifstofa flokks- ins munu Ungir jafnaðarmenn fá að- stöðu í nýja húsnæðinu, félagið í Reykjavík verða þar og formaður flokksins en auk þess verður þar fundaraðstaða sem Karl Th. segir flokkinn hafa sárlega skort. Góð aðstaða til funda „Þarna verður aðstaða bæði til lít- illa og stærri funda. Húsnæðið sem við höfum verið í hefur varla verið boðlegt fyrir svona samtök og að- gengið ekki nógu gott. Við Hallveig- arstíg eru hins vegar næg bílastæði. Þetta er alger bylting.“ Samfylkingin flytur í eigið húsnæði við Hallveigarstíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.