Morgunblaðið - 12.03.2004, Side 8

Morgunblaðið - 12.03.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Glasgow Ferðatímabil: 1. apríl–15. júní og 20. ágúst–31. október. Innifalið: Flug á áfangastað, bílaleigubíll í A flokki í 1 viku, flugvallarskattar og þjónustugjöld. * M. v. 2 fullorðna og 2 börn í bíl í 1 viku. ** M. v. 2 fullorðna í bíl í 1 viku. Ferðalag á bílaleigubíl um Skotland er ógleymanlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Þar leggst allt á eitt, náttúrufegurð, fjölbreytni í landslagi, heillandi bæir og þorp, skemmtigarðar, kastalar, fornar minjar, söfn og síðast en ekki síst gestrisnir og vingjarnlegir Skotar. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair býðst að nota 5000 Ferðapunkta, jafnvirði 5.000 kr., sem greiðslu upp í pakkaferðir Icelandair, ef bókað er fyrir 1. apríl. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.–föstud. kl. 8–18, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. kl. 10–16). VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Flug og bíll út í heim Verð frá 31.600 kr. á mann* Verð frá 40.630 kr. á mann** London – Flug og bíll – SAMA VERÐ Ofangreind verðdæmi og skilmálar fyrir pakkaferðir með flugi og bíl til Glasgow gilda einnig fyrir pakkaferðir með flugi og bíl til London. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 23 82 9 3/ 20 04 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 23 82 9 3/ 20 04 Helgi minn, hefur þú eitthvað verið að stríða Bruce Bjarnason? Málþing: Breytt samfélag – Breyttur skóli Skólinn bregst við breytingum Skólamálaþing Kenn-arasambands Ís-lands 2004 verður haldið á morgun, laugar- daginn 13. mars, á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og hefst kl. 9 árdegis. Önnur ráðstefna um sama efni verður haldin í Mennta- skólanum á Akureyri laug- ardaginn 20. mars. Morg- unblaðið ræddi af þessu tilefni við Kristínu Jóns- dóttur, formann skóla- málaráðs Kennarasam- bands Íslands. – Hver er tilurð þessa þings, tilefni þess og til- gangur? „Kennarasamband Ís- lands hefur meðal annars það hlutverk að halda ráð- stefnur eða þing um fagleg málefni. Þingið nú er hið fyrsta sem haldið er eftir að öll kenn- arafélögin sameinuðust í einu sambandi en áður höfðu félögin sameinast um að halda uppeldis- málaþing og skólamálaþing. Það hefur verið venja að halda tvö þing svo sem flestum félagsmönn- um gefist kostur á að taka þátt í þinghaldinu. Markmið með þing- unum er að styrkja kennara fag- lega og vekja athygli á nýjum hugmyndum og því sem efst er á baugi í skólamálum.“ – Hverjar verða helstu áherslur á þinginu … hvaða spurningum verður helst leitast við að svara? „Eins og yfirskrift þingsins gef- ur til kynna þá hefur samfélag okkar breyst á undanförnum ár- um, ekki síst með tilkomu alþjóða- væðingar og fjölgun íbúa af er- lendum uppruna. Aukin áhersla er á einstaklingsmiðað nám og fjölbreytta kennsluhætti. Skólinn verður að bregðast við þessu breytta samfélagi og á þinginu munum við fá að heyra hvernig hægt er að gera það og hvað verið er að gera í ýmsum skólum.“ – Segðu okkur eitthvað frá dag- skrá þingsins? „Aðalfyrirlesari á þinginu verð- ur Guðrún Pétursdóttir fé- lagsfræðingur. Heiti fyrirlestrar- ins er ,,Hvernig á að bregðast við margbreytileikanum? Fjölmenn- ingarleg menntun til góðs fyrir alla nemendur.“ Guðrún er sér- fræðingur í fjölmenningarlegri kennslu og starfar hjá Inter Cult- ural Iceland. Hún er höfundar bókanna ,,Fjölmenningarleg kennsla og ,,Allir geta eitthvað – enginn getur allt.“ Guðrún hefur um árabil verið samstarfsmaður Filippe Paelm- ans og þekkir vel til verka hans. Paelman starfar hjá stofnuninni ,,Center for Intercultural Educa- tion“, sem tengist háskólanum í Ghent í Belgíu. Hann er höfundur námsefnis sem notað er með CLIM-kennsluaðferðinni (Co- operative Learning in Multicult- ural Classes) en hún byggist á hugmyndum um samvinnunám eða samvirkt nám. Til stóð að Pa- elmann yrði aðalfyrirlesari á þinginu en hann for- fallaðist á síðustu stundu vegna veikinda. Guðrún mun kynna okkur þessa kennslu- aðferð sem talin er henta við kennslu allra nemenda. Að loknum fyrirlestri Guðrúnar fáum við kynningu á þróunar- verkefnum sem unnin eru í ís- lenskum skólum. Nína Magnús- dóttir kennari kynnir þróunar- verkefni í móttökudeild Austur- bæjarskóla þar sem Filippe Paelman hefur veitt ráðgjöf. Fríða Jónsdóttir aðstoðarleik- skólastjóri segir frá fjölmenning- arlegu starfi í leikskólanum Lækjaborg og Valdimar J. Hall- dórsson mannfræðingur segir frá nýbúabraut við Menntaskólann á Ísafirði. Eftir hádegi flytur Ingi- björg Hafstað fyrirlestur sem hún nefnir ,,Hvenær skilur maður mann? Mannleg samskipti þvert á menningarheima.“ Ingibjörg starfar sem forstjóri Fjölmenn- ingar ehf. og hefur langa reynslu í menntun og móttöku nýrra Ís- lendinga. Jón Ingi Hannesson, IB-stallari, segir frá IB-diplóma námi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Að lokum fjalla María Pálmadóttir, formaður Kennara- félags Reykjavíkur, og Elín Jón- asdóttir sálfræðingur um hand- leiðslu kennara, þ.e. hvernig kennarar geta stutt hver annan í starfi. Þess má geta að Náms- gagnastofnun verður með sýn- ingu á námsgögnum á skólamála- þinginu. Geta má þess að dagskrár þinganna beggja má kynna sér á www.ki.is.“ – Er þetta lokað þing eða opið? „Skólamálaþing er haldið fyrir félagsmenn Kennarasambands Íslands og opið öllum innan vé- banda þess en einnig eru nokkrir boðsgestir.“ – Áttu von á góðri þátttöku? „Þátttaka á skólamálaþingum er yfirleitt góð og margir hafa skráð sig á þingið. Við væntum einnig góðrar þátttöku á skóla- málaþinginu á Akureyri en skrán- ingu á það lýkur mánudaginn 15. mars.“ – Verður þetta á einhvern hátt stefnumarkandi fyrir skólastarf- ið? „Vonandi hefur þing- ið áhrif á skólastarf í landinu. Skólar og kennarar á öllum skólastigum hafa sýnt það í gegnum árin að þeir eru tilbúnir að taka upp ýmsa nýbreytni sem ætluð er til góðs fyrir nemendur skólanna þannig að skólastarf verði öllum til góðs. Á skólamálaþingunum er verið að fjalla um ýmislegt sem gæti bætt skólastarf í landinu. Námskrá allra skólastiganna gerir ráð fyrir að allir fái nám við hæfi. Kannski er þarna komin ein leið til að nálgast það markmið.“ Kristín Jónsdóttir  Kristín Jónsdóttir er fædd á Húsavík 16. desember 1950. Hún lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1972 og námi fyrir stjórnendur í starfsleikni- námi í grunnskólum frá KHÍ 1987. Hún hefur verið kennari við Breiðholtsskóla frá 1976. Kristín er formaður skólamála- ráðs Kennarasambands Íslands. Hún er gift Ögmundi Guðmunds- syni og eiga þau þrjú börn, Guð- mund, Jón og Unni. Vonandi hefur þingið áhrif á skólastarf STEFNT er að því að Samfylkingin flytji í nýtt framtíðarhúsnæði á 2. hæð í Húsi iðnaðarins við Hallveig- arstíg þar sem Útflutningsráð var áður til húsa. Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingar- innar, segir búið að undirrita kaup- samning og stefnt sé að því að flytja í nýja húsnæðið á sumardaginn fyrsta. „Þetta eru ákveðin tímamót í sögu flokksins því nú er frumbýlingsárum hans lokið. Þetta er mikið fagnaðar- efni,“ segir Karl Th. Samfylkingin hefur verið í leiguhúsnæði í Austur- stræti 14. uppi á 5. hæð og segir Karl Th. það auðvitað ekki vera mjög að- gengilegt félagshúsnæði. Hæðin sem Samfylkingin hefur keypt í Húsi iðnaðarins er rúmlega 400 fermetrar. Auk skrifstofa flokks- ins munu Ungir jafnaðarmenn fá að- stöðu í nýja húsnæðinu, félagið í Reykjavík verða þar og formaður flokksins en auk þess verður þar fundaraðstaða sem Karl Th. segir flokkinn hafa sárlega skort. Góð aðstaða til funda „Þarna verður aðstaða bæði til lít- illa og stærri funda. Húsnæðið sem við höfum verið í hefur varla verið boðlegt fyrir svona samtök og að- gengið ekki nógu gott. Við Hallveig- arstíg eru hins vegar næg bílastæði. Þetta er alger bylting.“ Samfylkingin flytur í eigið húsnæði við Hallveigarstíg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.