Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Franzisca Gunn-arsdóttir fæddist á Skriðuklaustri í Fljótsdal 9. júlí 1942. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 3. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Gunnar Gunnarsson listmál- ari, f. 28. maí 1914, d. 13. maí 1977, og Signý Sveinsdóttir matselja, f. 14. febr- úar 1918. Systkini Franziscu eru Gunn- ar auglýsingateikn- ari, f. 2. ágúst 1945, maki Margrét Felixdóttir, f. 14. október 1953, þau skildu 1980, dóttir þeirra er Signý Gunnarsdóttir, f. 14. sept- ember 1976, og Katrín Selja, f. 25. ágúst 1949, börn hennar eru Sveinn Ólafsson, f. 3. apríl 1965, Ketilbjörn Ólafsson, f. 9. septem- ber 1966, Örlygur Ólafsson, f. 26. júlí 1969, Haraldur Ólafsson, f. 27. nóvember 1973, Borgný Katrínar- dóttir, f. 28. febrúar 1980, og Signý Katrínardóttir, f. 20. mars 1982, d. 4. september 1999. Franzisca giftist Gunnari Birni Jónssyni viðskiptafræðingi 27. desember 1963 en þau skildu 1970. Sonur þeirra er Gunnar Björn viðskiptafræðingur, f. 31. október 1969, börn hans eru Ró- bert Dagur, f. 1. október 1996 og Andrea Sif, f. 29. maí 2003. Franzisca ólst upp á Skriðuklaustri í Fljótsdal til 8 ára aldurs og flutti stuttu síðar ásamt afa sínum og ömmu, Gunnari Gunnars- syni skáldi og eigin- konu hans, Franz- iscu Antonie Josefine von Weenk Jörgensen, á Dyngjuveg í Reykja- vík. Hún stundaði utanskólanám við Menntaskólann í Reykjavík í 3 ár og útskrifaðist frá Háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum með BA-próf í sálfræði 1968. Franzisca starfaði hjá Sálfræðiþjónustunni í Garðabæ um árabil og síðar hjá blindrafélaginu og sem blaðamað- ur á Dagblaðinu. Seinustu ár starfaði hún við ritsmíðar, þýð- ingar og prófarkalestur. Franzisca átti stóran þátt í að Gunnarsstofnun var komið á fót á Skriðuklaustri og að hús Gunnars Gunnarssonar skálds á Dyngju- vegi var gert að aðsetri Rithöf- undasambands Íslands. Útför Franziscu fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég var barn hélt ég að ég ætti bara eina frænku. Vissulega áttaði maður sig fljótlega á tilvist annara skyldmenna en það var og hefur alltaf verið bara ein frænka. Franzisca var ávallt kölluð frænka af okkur systkinunum og sum okkar kalla hana það enn. Í okkar litlu og fámennu fjölskyldu var hún frænk- an og við hana tengjast ótal eft- irminnilega stundir og góðar minn- ingar. Ég held að hún verði að teljast nokkuð óvenjuleg frænka, allavega hef ég aldrei á lífsleiðinni kynnst manneskju eins og henni. Í dag er mér það ljóst að eitt af því sem gerði hana sérstaka var framkoma hennar. Þrátt fyrir að innst inni væri hún hvatvíst nátt- úrubarn þá hafði hún ásjónu og framkomu heimsborgara. Ég man eftir stundum þegar hún var veru- lega reið út í okkur Gunnar Björn og ábyggilega haft ærna ástæðu til að ef síminn hringdi skyndilega eða ef einhver bankaði óvænt upp á þá svaraði hún ávallt í fullkomnu jafn- vægi. Ég dáðist að þessum eigin- leika, hún bar aldrei fjölskylduna og hennar vandamál á borð fyrir aðra heldur þvert á móti varði hún frið- helgi okkar og öryggi með öllum huganlegum ráðum. Og það er þessi styrkur hennar sem mótaðist nán- ast af hugsjón um að vernda sína nánustu sem við munum sárt sakna. Vissulega bar hún með sér allan til- finningaskalann og gat jafnvel gert mig lafhræddan ef svo bar við. En þrátt fyrir að hún léti ekki allt eftir okkur og hikaði ekki við að skamma okkur líkt og við værum hennar eig- in börn þá vissum við alltaf að henni þætti óendanlega vænt um okkur og myndi ganga eld og brennistein fyr- ir okkar lífshamingju. Á stund sem þessari leitar maður til sína nánustu til huggunar og þrátt fyrir oft á tíðum lítil samskipti þá tengjumst við enn órjúfanlegum kærleiksböndum. Eftir að veikindi frænku komu upp þá skynjaði mað- ur hversu sterkar stoðir standa undir þessum fámenna hópi. Amma, frændi og mamma studdu hana með ást og umhyggju og Gunnar Björn sem ávallt var henni allt leiddi hana síðustu skrefin á sama hátt og þau höfðu leiðst í gegnum lífið. Elsku Gunnar Björn, um leið og við systkinin vottum þér samúð okk- ar þá viljum við að þú vitir hversu vænt okkur þótti um mömmu þína og hversu sárt hennar verður sakn- að. Arfleið hennar mun sannarlega lifa með þér. Líkt og hún hefur þú ávallt staðið vörð um að rækta fjöl- skyldutengslin og allt frá því að við vorum krakkar þá hofum við vitað af tryggð þinni og umhyggju. Í þetta sinn ætlum við vera til staðar fyrir þig og hjálpa þér á tímum sorgar og söknuðar. Guð blessi þig. Örlygur, Sveinn, Ketilbjörn, Haraldur og Borgný. Frá þeim degi að þú vissir að von væri á litlu ömmubarni, tókstu okk- ur Andreu Sif opnum örmum inn í líf þitt. Þegar þið sáust svo fyrsta sinn, brostir þú breitt og sagðir eins og við sjálfa þig „svo undurlík pabba sínum þegar hann var nýfæddur“. Þaðan í frá gast þú stöðugt fundið nýjan svip með þeim feðginum sem minnti þig á gamla daga. Einn dag- inn þegar þú varst á spítalanum ákváðum við að koma þér á óvart og heimsækja þig. Þú ljómaðir af gleði, þar sem ég lagði Andreu hjá þér og spurðir alla sem komu inn á stofuna með svo miklu stolti, hvort hún væri ekki falleg stelpa. Vegna veikinda þinna áttir þú erfitt með að koma í heimsókn til okkar, í staðinn kom- um við til þín eins oft og við gátum. Þá brást ekki að þú værir búin að elda veislumat og hafa mikið fyrir okkur, þrátt fyrir að hafa lofað öðru. Þær voru ljúfar stundirnar sem við áttum saman, þótt þær væru alltof fáar. Okkur duldist ekki að þér þótti vænt um okkur mæðgurnar. Þú sem varst rétt að kynnast litlu stelpunni okkar. Ef Andrea Sif gæti skrifað held ég að hún myndi vilja segja: Elsku amma. Pabbi minn og mamma munu segja mér sögur af þér svo að ég muni alltaf eftir þér. Í hvert sinn sem ég bið bænirnar mínar, þá ert þú engillinn sem gætir mín. Að eilífu. Sofðu rótt, elsku amma mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Vinskap þinn og hlýju hef ég með mér um ókomna tíð, en syrgi ömm- una sem Andrea Sif fær ekki að kynnast. Hanna Guðlaugsdóttir. Ég man eftir því, þegar ég sá Franziscu Gunnarsdóttur, unga og glæsilega, með Gunnari afa sínum Gunnarssyni skáldi við frumsýningu í Þjóðleikhúsinu eða á öðrum hátíð- arstundum fyrir mörgum áratugum. Geislandi framkoma hennar heillaði nærstadda. Ég kynntist Franziscu á hinn bóginn ekki fyrr en ég hóf bein af- skipti af stjórnmálum. Þá lagði hún mér lið vegna áhuga hennar á stefnu og störfum Sjálfstæðis- flokksins en veg hans vildi hún sem mestan. Í samtölum okkar sagði hún mér oftar en einu sinni, að á yngri árum hefði sér verið ómet- anlegt, þegar hún tók þátt í opinber- um mannamótum með Gunnari, afa sínum, að eiga foreldra mína að, ráðgjöf þeirra og vinsemd. Naut ég þakklætis hennar vegna þess á margvíslegan hátt. Fyrir utan að vera sömu skoð- unar í stjórnmálum áttum við Franzisca það sameiginlega áhuga- mál, að standa vel að minningunni um Gunnar skáld Gunnarsson. Franzisca sýndi verki og snilld Gunnars afa síns mikla ræktarsemi og virðingu. Fyrir tilstilli hennar rofnaði til dæmis aldrei þráðurinn milli afkomenda Gunnars og hins mikla húss að Skriðuklaustri. Á fyrstu misserum mínum í starfi menntamálaráðherra, þegar einstök úrlausnarefni tóku að skýrast, varð mér ljóst, að það yrði ekki einfalt verkefni að greiða úr málefnum Skriðuklausturs á þann hátt, að gjafabréf þeirra hjóna Gunnars skálds Gunnarssonar og Franziscu frá árinu 1948 kæmist til fram- kvæmda á þann veg, að íslenska rík- ið sýndi í verki virðingu sína fyrir gefendunum og hinni einstæðu og miklu gjöf. Í nánu samstarfi við Franziscu og heimamenn í Fljótsdalnum og á Héraði tókst að snúa vörn í sókn að Skriðuklaustri. Stjórn Gunnarshúss að Skriðuklaustri var skipuð 1. apríl 1997 og í desember sama ár kom Stofnun Gunnars Gunnarssonar að Skriðuklaustri til sögunnar. Hinn 18. júní 2000 opnaði Gunnarsstofn- un húsið að Skriðuklaustri fyrir al- menning til sýnis og fyrir menning- arstarfsemi hvers konar, sem fellur að markmiðum stofnunarinnar. Var ánægjulegt, hve mikinn áhuga Franzisca sýndi öllu þessu starfi en án stuðnings hennar hefði aldrei verið unnt að gera Gunnars- hús að Skriðuklaustri jafnglæsilega úr garði og raun ber nú vitni. Hún vildi, að ánægja sín og þakklæti væri staðfest með því, að einkason- ur hennar, Gunnar Björn, skipaði sæti í stjórn Gunnarsstofnunar. Einnig lagði hún til muni og lista- verk, sem prýða húsið. Af jafnmiklum áhuga og einurð beitti hún sér fyrir menningarlegri varðveislu húss afa síns og ömmu við Dyngjuveg í Reykjavík, þar sem nú er aðsetur Rithöfundasambands Íslands. Franzisca átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár og stundum leið nokkur tími á milli þess, að ég heyrði frá henni. Hún sendi mér tölvupóst og lét í ljós skoðanir sínar á mönnum og málefnum, auk þess sem hún vann að því til hinstu stundar að tryggja grunnflokkun og skráningu á bréfasafni Gunnars skálds Gunnarssonar og vildi, að það yrði gert samkvæmt staðli Skúla Björns Gunnarssonar, for- stöðumanns að Skriðuklaustri. Leit hún á það sem mikið ábyrgðarhlut- verk að gæta þessara menningar- legu og sögulegu verðmæta. Franzisca fellur frá langt um ald- ur fram og skilur eftir djúpan sökn- uð í huga þeirra, sem nutu vináttu hennar og tryggðar. Tryggust var hún virðingu fjölskyldu sinnar og með hefðarfullum, aristókratískum þokka hélt hún málstað sínum fast fram. Því miður entist Franziscu ekki aldur til að búa um gögn afa síns á þann veg, sem hún vildi, en mikilvægur leiðarvísir um vilja hennar í því efni felst í traustinu, sem hún sýndi forstöðumanni og stjórn Gunnarsstofnunar. Ég færi móður Franziscu, syni, bróður og öðrum vandamönnum djúpar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Franziscu Gunnarsdóttur. Björn Bjarnason. Kveðja frá Rithöfundasambandi Íslands Franzisca Gunnarsdóttir, sál- fræðingur og rithöfundur, er látin langt um aldur fram. Eftir mikil og góð samskipti er óljúft til þess að hugsa að hún komi ekki framar í heimsókn til okkar í húsið þar sem hún átti heima á æskuárum og einn- ig eftir lát föðurforeldra sinna. Franzisca átti stærstan þátt í að Rithöfundasambandið fékk til af- nota Gunnarshús við Dyngjuveg í Reykjavík og kom því einnig í kring að sambandið eignaðist fágætt safn frummynda úr Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar auk myndraðarinnar Sonnettusveigur, en hvorttveggja eru verk eftir föður hennar, Gunnar Gunnarsson listmálara. Í nafni fjöl- skyldunnar færði Franziska Rithöf- undasambandinu einnig til varð- veislu muni og húsbúnað sem hún var sannfærð um að ættu best heima í Gunnarshúsi. Öll samskipti forsvarsmanna rithöfunda við Franziscu voru einkar ánægjuleg og víst er að það hefði ekki verið ná- lægt því eins gaman að flytja starf- semi félagsins í glæsileg húsakynni skáldjöfursins ef við hefðum ekki notið aðstoðar hennar í hvívetna. Franzisca var glæsileg, skemmti- leg og fáguð heimskona með ríku- lega frásagnargáfu sem hún hafði að sjálfsögðu ekki langt að sækja. Í Gunnarshúsi verður hennar minnst með hlýhug og söknuði. Fjölskyld- unni flytjum við samúðarkveðju. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Lítil stúlka trítlar eftir ganginum á Skriðuklaustri. Hún læðist inn á skrif- stofu afa og kúrir sig á bangsafeldinum mjúka við kakalofninn. Húsið er hljótt ut- an snarksins í eldinum og hún sofnar. Franzisca Gunnarsdóttir er sofn- uð til eilífðarinnar. Ég hitti hana fyrst fyrir fimm árum. Þá nýráðinn forstöðumaður stofnunar sem kennd er við afa hennar, Gunnar Gunnarsson. Við ræddum um bók- menntir, fyrirhugaða uppbyggingu á Skriðuklaustri og æsku hennar þar. Við áttum við mörg löng og góð samtöl eftir þetta sem hafa verið mér ómetanlegur styrkur í starfi. Það var skemmtilegt að skiptast á skoðunum við hana og þó að við værum ekki sammála um alla hluti skipti það engu. Verst hvað við átt- um margt órætt. Fyrir mér var Franzisca hrein- skiptin kona með sjálfstæðar skoð- anir, en hún virti einnig álit annarra og hlýddi á rök. Hún stóð ætíð vörð um minningu Gunnars afa síns og annaðist réttindamál vegna verka hans. Hún var varamaður í stjórn Gunnarsstofnunar og sat í sérfræði- hópi um endurbætur á Skriðu- klaustri. Ég leyfi mér að fullyrða að án dyggrar aðstoðar og stuðnings Franziscu hefði Skriðuklaustur ekki orðið það menningarsetur sem það nú er orðið. Að öðrum ólöstuðum lagði málafylgni hennar grunn að þeim miðstöðvum menningar sem nú eru í Gunnarshúsunum tveimur, á Skriðuklaustri og Dyngjuvegi. Þau hús og starfsemin sem fram fer í þeim halda því ekki einvörðungu á lofti nafni Gunnars skálds og Franz- iscu eldri heldur einnig ævihugsjón Franziscu yngri. Ég kveð Ziscu með söknuði og veit að aðrir sem staðið hafa að end- urreisn Skriðuklausturs síðustu ár- in sakna hennar einnig. Sárastur er missirinn fyrir Gunnar Björn. Þau mæðgin voru samrýnd og saman búin að takast á við margt í lífinu. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og Gunnarsstofnunar sendi ég Gunnari Birni innilegar samúðarkveðjur. Litla stúlkan vaknar við að afi hennar strýkur henni um vangann. Eldurinn er slokknaður og kakalofninn orðinn kaldur. Saman leiðast þau út í morgunsárið hvar sólargeislarnir leika um efstu þilin í Klausturhæðinni. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar. Franzisca Gunnarsdóttir tilheyrði lífsins aristókrötum, að sönnu ætt- stór, en þó stærri af sjálfri sér. Siska var glæsileg á velli og stór í lund, ör, afburðagreind, vel lesin, í senn gamansöm og djúpt þenkjandi. Hún var óendanlega örlátur vinur vina sinna og harðskeytt ef henni þótti á þá hallað. Ritverk og skoð- anir afa síns varði hún einnig með kjafti og klóm, en vann á sama tíma að því að gera hvort tveggja að- gengilegt öllum unnendum ís- lenskra bókmennta. Bréfasafn afa hennar stóð fræðimönnum opið og húsakynni hans urðu að höfuðstöðv- um Rithöfundasambands Íslands. Það breyttist andrúmsloftið á DV þegar Siska kom þar til starfa sem blaðamaður á níunda áratugnum. Öflugur kvennahópurinn á rit- stjórninni tvíefldist, auk þess sem ýmsir gamlir staurar urðu grænir aftur við návist þessarar föngulegu konu með sinn hvella hlátur og skoðanir á öllu milli himins og jarð- ar. Ég hugsa að það hafi ekki verið auðvelt að ritstýra Sisku. Hún var einþykk, gaf lítið fyrir ýmsar við- teknar reglur blaðamennskunnar og lagði auk þess svo mikla vinnu í greinaskrif sín að fréttastjórar og prófarkalesarar stóðu yfir henni og reyttu hár sitt fram yfir síðustu for- vöð. Það var í þýðingum sem vand- virkni Sisku og málkennd fengu að njóta sín. Sökum heilsuleysis gerði hún minna af því að þýða bókmennt- ir en efni stóðu til. En hún þýddi m.a. bók breska rithöfundarins Dominic Coopers um Sunnevumál- ið, sem er með allra smekklegustu þýðingum á íslenska tungu sem til eru. Við töluðum mikið saman um myndir. Sisku var annt um myndir Gunnars föður síns og fram til þess síðasta vonaðist hún til þess að ein- hver mundi taka að sér að gera á þeim úttekt, þannig að ljóst yrði hvað hann hefði lagt af mörkum til íslenskrar myndlistar. Með Franziscu Gunnarsdóttur er gengin stórbrotin kona og drengur góður. Öllum aðstandendum hennar sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Aðalsteinn Ingólfsson. Minningabrot frá mætum kynn- um merla í munans innum þegar hún Franzisca hefur verið frá okkur kölluð svo alltof fljótt. Hún varð mér vinur góður á stuttri samleið í nefndarstarfi sem henni var hjart- fólgið og tengdist uppbyggingu á Skriðuklaustri, þar sem heiðruð var að verðleikum minning afa hennar, hins mikilhæfa rithöfundar og Aust- firðings, Gunnars Gunnarssonar. Það er mér undurkært að hafa mátt koma þar að og kynnin við eldhug- ann hana Franziscu færðu mér mik- ið, hún var skörp að gáfum og skap- rík, en átti gefandi hlýju og gjöfula nærveru. Ég mat mikils áhuga hennar og hugmyndir í tengslum við Skriðuklaustur, að þeim vann hún heils hugar, en ekki síður var dýr- mætt að finna þessa heitu einlægni, þessa tryggð við samferðafólk sitt, þessa skíru sýn til svo margra mála og hlýða á samfélagsrýni hennar sem gaf innsýn í opinn og næman huga. Við hana var gott að eiga orð, opinská gat hún verið og duldi hvorki aðdáun né hneykslun, hrein- lynd og heillynd, en skemmtilegast var þegar hún leyfði sinni ríku kímnigáfu að ráða ferð og það var æði oft og eins var hún höfðingi heim að sækja og þær stundir geymdar þakklátum huga. Við ætl- uðum svo sannarlega að hittast og eiga saman stund og söknuður sannur er að því að eiga hana ekki framar að til að spjalla um heima og geima, fá að heyra kankvísan hlátur hennar og njóta ágætrar orðkynng- innar. Ég sendi syni hennar, móður og öðrum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur á sorgarstundum þeirra. Hryggð sækir hugans borg við fráfall þessarar góðu vinkonu minnar, þessarar afbragðskonu mætustu eiginleika og ljúfar, liðnar stundir leiftra, yljaðar þýðri þökk. Vertu kært kvödd og verði bjart um vegferð þína á huldum slóðum eilífð- arinnar. Helgi Seljan. FRANZISCA GUNNARSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Franziscu Gunnarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.