Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 11 SJÁLFSEIGNARSTOFNUN um frumkvöðlafræðslu á Íslandi var stofnuð formlega á fundi á Hótel Sögu í gær. Hlutverk hennar er að efla frumkvöðlafræðslu, en að sögn aðstandenda sjálfseignarstofnunar- innar getur slíkt nám til lengri tíma stuðlað að bættri samkeppnishæfni þjóða og til skemmri tíma haft já- kvæð áhrif á vinnumarkaðinn. Einn- ig er að þeirra mati hér um að ræða leið til að vinna gegn atgervisflótta, hvort sem litið er til einstakra byggðarlaga eða landsins í heild. Stofnunin mun verða staðsett á Ný- heimum í Hornafirði. Að sjálfseignarstofnuninni standa meðal annarra Byggðastofnun, Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins, Framleiðnisjóður Landbúnaðarins, Íslandsbanki hf., Atvinnuþróunar- sjóður Austurlands og Framhalds- skólinn í Austur-Skaftafellssýslu, en þessir stofnaðilar undirrituðu með sér stofnsamning í lok fundarins. Markmið stofnunarinnar, að sögn Ágústs Péturssonar, verkefnisstjóra undirbúningshóps hennar, er að leggja lóð á vogarskálarnar til að styrkja íslenskt atvinnulíf með efl- ingu nýsköpunar og með því að laða fram frumkvöðlahugsun í nemend- um. Einnig stuðli nám í frumkvöðla- fræðum að þróun byggða með því að skerpa vitund ungu kynslóðarinnar um möguleika og tækifæri í heima- byggð. Með læsi á fjármál og með- ferð peninga aukist einnig sam- keppnisfærni og sjálfstraust nemenda og löngun þeirra til að fara í framhaldsnám til að tileinka sér þá þekkingu sem þeir þurfa. Þær leiðir sem farnar verða felast í fyrsta lagi í því að tryggja að fyrir hendi sé besta fáanlega námsefnið til kennslu í grunnskólum og fram- haldsskólum auk námsefnis sem hentar utan hefðbundins skólakerf- is. Í öðru lagi er stefnt á að þjónusta vel kennara, því bæði skólastjórn- endur og nemendur hafa áhuga á ný- sköpunarkennslu, en Ágúst segir að mögulega geti slík fræðsla strandað á því að kennarar njóti ónógs stuðn- ings. Stofnunin mun því standa fyrir námskeiðahaldi og hvatningu fyrir kennara, þróun sérhannaðra náms- brauta og ýmiss konar ráðgjöf. Í þriðja lagi verður byggt upp víðtækt tengslanet hagsmunaaðila. Verkefnið er unnið í samstarfi við leiðandi bandaríska aðila á sviði frumkvöðlafræðslu, „The National Foundation for Teaching Entre- preneurship“, sem hefur lengi staðið að þróun frumkvöðlafræðslu í heim- inum. Stofnun um eflingu frum- kvöðlafræðslu Morgunblaðið/Golli G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri undirbúningshóps sjálfseignarstofn- unarinnar, útskýrði helstu hliðar verkefnisins. Þrír nýir kjörnir í stjórn Bændasam- takanna NÝ stjórn Bændasamtaka Íslands var kosin á búnaðarþingi, en þinginu lauk í gær. Þrír nýir komu inn í stjórnina, en hana skipa sjö menn. Stjórnina skipa Gunnar Sæ- mundsson, bóndi Hrútatungu í Hrútafirði, Guðmundur Jónsson, bóndi Reykjum í Mosfellssveit, Sig- ríður Bragadóttir, bóndi Síreksstöð- um í Vopnafirði, Sveinn Ingvarsson, bóndi Reykjahlíð á Skeiðum, Jó- hannes Sigfússon, bóndi Gunnars- stöðum í Þingeyjarsýslu og Sigur- bjartur Pálsson, bóndi Skarði í Rangárvallarsýslu. Auk þess situr Haraldur Benediktsson, bóndi Vestri-Reyni í Borgarfjarðarsýslu í stjórninni en hann var kjörinn nýr formaður samtakanna fyrr í vik- unni. Haraldur, Jóhannes og Sigur- bjartur eru nýir í stjórninni. Ari Teitsson, fyrrverandi formað- ur Bændasamtakanna, Eggert Páls- son, bóndi Kirkjulæk í Fljótshlíð og Guðmundur Grétar Guðmundsson, bóndi Kirkjubóli í Dýrafirði, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Talsverð átök urðu á búnaðar- þingi um stjórnarkjörið og var því ítrekað frestað meðan unnið var að því að ná sátt milli þingfulltrúa. Til- laga uppstillingarnefndar var á end- anum samþykkt samhljóða. Ísland kynnt í Kína SENDIRÁÐ Íslands í Peking hefur hafið markvissa kynningu á Íslandi sem áfangastað fyrir kínverska ferðamenn í samstarfi við aðila á borð við Flugleiðir og Ferðamálaráð Íslands. Utanríkisráðuneytið segir, að forsenda kynningarinnar sé vænt- anlegur svonefndur ADS-samningur milli Íslands og Kína um ferðamál sem verði undirritaður á næstu vik- um. Samningurinn gerir Kínverjum kleift að ferðast til Íslands í skipu- lögðum hópum. Magnús Bjarnason, sem starfar í sendiráðinu í Kína, og Steinn Lár- usson, fulltrúi Flugleiða, tóku í febr- úar þátt í samnorrænni ferðamála- kynningu í Peking, Shanghæ og Guangzhou. Á kynningunni voru Norðurlöndin kynnt sem ákjósan- legir áfangastaðir fyrir vaxandi fjölda Kínverja sem kýs að ferðast utanlands. Ferðamálakynningin var fyrsta formlega kynningin á Íslandi innan ferðaþjónustunnar í Kína. Ferðamannastraumur frá Kína eykst stöðugt Í vefriti utanríkisráðuneytisins segir, að fjöldi kínverskra ferða- manna í utanlandsferðum sé enn mjög lítill miðað við íbúafjölda. Á síð- asta ári voru kínverskir ferðamenn, sem ferðast utanlands, undir einu prósenti af fólksfjölda í Kína. Búist sé við að það breytist í ár þegar fjöldi kínverskra ferðamanna erlendis verði meiri en 20 milljónir. Mikil- vægt sé þó að líta til þess að ferða- mannastraumur frá Kína aukist stöðugt ár frá ári og sé sá vöxtur tal- inn vera á bilinu 15–25%. Vöxturinn helst í hendur við stækkandi mið- stétt og bættan efnahag almennings í Kína. Þannig hefur kínverskum ferðamönnum fjölgað úr 9,1 milljón á árinu 1999 í 15,8 milljónir á árinu 2002. Sendiráð Íslands í Peking hefur látið prenta kynningarefni um Ís- land á kínversku og opnar á næst- unni vefsíðu með upplýsingum um Ísland fyrir kínverska ferðamenn. ÓMAR Jóhannsson, revíuhöfundur og sagnamaður af Suður- nesjum, lést á heimili sínu í Reykjavík þann 10. mars síðastliðinn, á 53. aldursári. Ómar fæddist á Seyðisfirði 31. desem- ber 1951, en flutti í Garðinn á Suðurnesj- um þegar hann var níu ára og bjó á Suðurnesj- um þar til fyrir tólf ár- um. Foreldrar hans voru Jóhann Jónsson kennari og Anna Birna Björnsdóttir húsmóðir. Ómar samdi revíurnar Fréttaveita Suðurnesja, Sameinaðir stöndum vér...(sundraðir), Við kynntumst fyrst í Keflavík og Í bænum okkar er best að vera, auk gamanleikjanna Helgin framundan – í beinni útsend- ingu og Sautjánda júní. Einnig liggja eftir hann ljóð, ýmsar vísur og smá- sögur. Ómar var um tíma fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Suður- nesja. Þá var hann virkur með Knatt- spyrnufélaginu Víði í Garðinum og var heið- ursfélagi Kvenfélags- ins Gefnar. Hann starfaði einnig í fiski, Verslunarbank- anum í Keflavík, TréX og Fríhöfninni í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Þá rak hann um tíma myndbandaleigurnar Heimabíó og Bónusví- deó í Funalind. Ómar varð fyrstur til að vinna eina milljón króna í þættinum Viltu vinna milljón á Stöð 2, árið 2001. Ómar lést af völdum krabbameins og voru styrktar- og heiðurstón- leikar haldnir fyrir hann í Stapanum í Keflavík þann 12. febrúar síðastlið- inn, þar sem vel á fimmta hundrað manns mætti til að heiðra hann. Ómar var kvæntur Guðnýju Reyn- isdóttur og lætur eftir sig tvö börn. Áður var hann kvæntur Ingu Stef- ánsdóttur bankastarfsmanni. Andlát ÓMAR JÓHANNSSON ♦♦♦ KVENNASVIÐ Landspítala – há- skólasjúkrahúss mun opna allar deildir sviðsins fyrir almenningi á laugardag milli 13-15. Er þetta lið- ur í viðleitni yfirstjórnar sjúkra- hússins að veita almenningi innsýn í starfsemi spítalans en fyrir nokkru var bæklunardeild LSH kynnt í sama tilgangi. Til stendur að opna fleiri svið spítalans fyrir almenning á næstunni. Kviðsjáraðgerðum fjölgað jafnt og þétt „Fólk getur komið og skoðað deildirnar okkar en ætlunin er að allir deildarstjórar og yfirlæknar verði á staðnum og gefi upplýs- ingar um starfsemina. Þá verða sýnd á nokkrum deildum mynd- bönd, m.a. um sónarskoðun, brjóstagjöf og smásjárglasa- frjóvgun,“ segir Margrét Hall- grímsson, sviðsstjóri kvennasviðs LSH. Einnig verður sýnt á skurðstofu myndband af kviðsjáraðgerð en slíkum aðgerðum hefur fjölgað jafnt og þétt í kvenlækningum að undanförnu, m.a. í tengslum við legnám. Inngrip við slíkar aðgerðir er mun minna en við hefðbundnar aðgerðir og konur eru frá vinnu mun skemur. Um 160 stöðugildi eru á kvenna- sviði og er um einum milljarði króna varið til rekstursins á ári. Síðustu ár hefur fjöldi fæðinga ver- ið á bilinu 2.800 - 2.900 á ári. Keis- aratíðni hefur aukist, hún var í fyrra 21% en árið á undan 18,5% allra fæðinga á LSH. Að sögn Margrétar er tilhneig- ingin sú sama í löndunum í kring en ástæðurnar eru m.a. raktar til þess að konur eiga börn síðar á æv- inni. Fleiri konur með gjafaegg Yfir 60% allra kvenna sem fæða á kvennasviði LSH eru útskrifaðar innan næsta sólarhrings frá fæð- ingu. Áður var mjög algengt að sængurlegan væri hátt í fimm dag- ar. „Við höfum breytt einni deild- inni í fjölskyldudeild þar sem feður eða nánasti aðstandandi getur ver- ið með konunni þennan fyrsta sól- arhring þannig að tengslamyndun beggja foreldra getur hafist strax eftir fæðingu. Þessi aðstaða hefur fengið góð viðbrögð og er vel nýtt.“ Um 300 tæknifrjóvgunarmeð- ferðir fara fram á kvennasviði á ári og hefur fjöldinn staðið nokkuð í stað á síðustu árum. Þá hefur auk- ist að konur gangi með gjafaegg; þ.e. egg úr annarri konu sem í til- vikum er frjóvgað með sæði manns- ins eða jafnvel sæði annars manns. Kvennasvið Landspítala – háskólasjúkrahúss Morgunblaðið/Ásdís Sviðsstjórarnir Jón Hilmar Alfreðsson yfirlæknir og Margrét Hallgrímsson, yfirljósmóðir á kvennasviði Landspítala – háskólasjúkrahúss, taka á móti gestum og gangandi á kvennasviði LSH á laugardag milli 13–15. Verður opið almenn- ingi á laugardag BORGARYFIRVÖLD hyggjast ekki mæta fulltrúum Höfuðborgar- samtakanna og Samtaka um betri byggð á opnum fundi um færslu Hringbrautarinnar nema fulltrúar samtakanna komi fram með spurn- ingar sem ekki hefur verið svarað. Þetta segir Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, formaður Skipulags- og byggingarnefndar, að hafi komið fram í bréfi Þórólfs Árnasonar borg- arstjóra til samtakanna, og segir hún ekkert hafa breyst síðan það bréf var sent. Fulltrúar Höfuðborgarsamtak- anna og Samtaka um betri byggð hafa skorað á borgaryfirvöld að mæta þeim á opnum fundi. Þeir segja í bréfi til meirihlutans í borg- arstjórn að fulltrúar borgarinnar sem sátu fund um málið 29. febrúar sl. hafi ekki „svarað neinu af því sem mestu máli skiptir í þessu þungvæga skipulagsmáli, spurningum sem lúta að sjálfu umboði hinna kjörnu full- trúa“. Borgarfulltrúar erlendis „Það var haldinn fundur um málið þar sem fulltrúar borgaryfirvalda mættu og gerðu grein fyrir okkar sjónarmiðum. Ef það er eitthvað til viðbótar sem Höfuðborgarsamtökin telja að þurfi að svara sem var ósvar- að á þeim fundi þá mundum við gjarnan vilja fá það fram áður en tek- in er ákvörðun um fund,“ segir Stein- unn. Hún segir að tveimur vikum fyrir fundinn hafi verið ljóst að borgar- fulltrúar yrðu erlendis og kæmust ekki á fundinn, og beðið hafi verið um annan fundartíma, sem hafi verið hafnað. Því hafi skipulagsfulltrúi og yfirverkfræðingur á verkfræðistofu setið fundinn fyrir þeirra hönd. Hún segir svör þeirra hafa verið unnin í samráði við borgarfulltrúa. Hún seg- ir að öllum spurningum hafi verið svarað sem fram komu á þeim fundi en ekkert sé hægt að gera í því séu menn ósammála svörunum efnislega. Ekki fundað meira um færslu Hringbrautar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.