Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 18
SPRENGJUTILRÆÐIN Í MADRÍD 18 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ UM tvö hundruð manns létust og yfir tólf hundruð særðust þegar tíu sprengjur sprungu í Madríd á háannatíma í gærmorgun. Spænsk stjórnvöld fullyrða að um hafi ver- ið að ræða hryðjuverk unnið af að- skilnaðarsamtökum Baska, ETA, en samtökin harðneituðu því síð- degis í gær að hafa komið þarna nærri. Alls hafði þrettán sprengj- um verið komið fyrir á og í grennd við þrjár lestarstöðvar í borginni. Þetta er mannskæðasta hryðju- verk sem unnið hefur verið í sögu Spánar. „Þetta er fjöldamorð,“ sagði for- sætisráðherra Spánar, José Maria Aznar, og var greinilega mjög brugðið, eftir neyðarfund ríkis- stjórnarinnar í kjölfar hryðjuverk- anna. Hét hann því, að þeir sem bæru ábyrgðina yrðu fundnir og eltir uppi. Aznar vottaði enn frem- ur aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna samúð sína. „Ég finn angist þeirra og kvöl sem væri hún mín,“ sagði forsætisráð- herrann. Sprengjur sprungu á þremur lestarstöðvum Sprengjur sprungu í gærmorg- un um klukkan 7.30 að staðartíma (6.30 að ísl. tíma) í lest, sem geng- ur frá útborgum inn í miðborgina, þegar hún var að koma inn á Atocha-stöðina, sem er í miðborg Madrídar, og þar mætast útborg- arlestir, lestir sem koma lengra að og lestir í jarðlestarkerfi borgar- innar. Sprengjur sprungu einnig í lestum eða á brautarpöllum á tveim stöðvum á leið útborgarlest- arinnar til Atocha. Innanríkisráðherrann sagði að þrjár hefðu sprungið á Atocha- stöðinni, fjórar „þar skammt frá“, ein á Santa Eugenia-stöðinni og tvær á Pozo-stöðinni. Ráðherrann sagði enn fremur að lögreglu hefði tekist að gera þrjár sprengjur til viðbótar óvirkar. Sprengjurnar hefðu sprungið með fjögurra til fimm mínútna millibili, en yfirvöld- um hefði ekki borist nein viðvörun áður. Aznar boðaði ríkisstjórnina þeg- ar til fundar, og skelltu yfirvöld skuldinni umsvifalaust á aðskiln- aðarsamtökin ETA, sem hafa í þrjátíu og sex ár haldið uppi blóð- ugri baráttu fyrir sjálfstæði Baskalands á Norður-Spáni. Áður en hryðjuverkin voru unnin í gær- morgun höfðu alls um 800 manns fallið í valinn í sjálfstæðisbarátt- unni. Stjórnmálaarmur samtak- anna, Batasuna, neitaði aftur á móti aðild að tilræðunum. ETA hefur gert tilraun til álíka hryðjuverks „ETA hefur verið að reyna að fremja fjöldamorð á Spáni,“ sagði innanríkisráðherrann, Angel Aceb- es, eftir að neyðarfundi ríkis- stjórnarinnar vegna tilræðanna var lokið, og minnti á að skammt væri síðan tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverk væru unn- in í landinu. ETA hefði reynt sl. aðfangadagskvöld að fremja hryðjuverk svipað þeim sem fram- in voru í gærmorgun með því að koma fyrir sprengjum í tveimur lestum sem voru á leið til Madr- ídar. Ekki er langt síðan stjórnvöld sögðu að allur vindur væri úr ETA, en Acebes rifjaði einnig upp, að 29. febrúar hefði lögreglan stöðvað sendiferðabíl á leið til Madrídar og í honum hafi fundist rúmlega hálft tonn af sprengiefni. Fullyrt var að þar hafi ETA-menn verið á ferð. „Það leikur því eng- inn vafi á því, að hryðjuverka- samtökin ETA hafa verið að reyna að gera stórfellda árás. Það eina sem var öðruvísi núna var á hvaða lestarstöð var ráðist,“ sagði Acebes. AP Slökkviliðsmenn bera lík út úr flaki lestar á Atocha-lestarstöðinni í miðborg Madrídar í gær.            ! "  !$  %&  '      (')*  +  +',' ' %( &  ) *  +,, Mannskæðasta hryðjuverk í sögu Spánar Tíu sprengjur sprungu í Madríd Madríd. AP, AFP. AP Björgunarmenn raða líkum fórnarlamba hryðjuverkanna í gær. TALSMENN stjórnmálaflokkanna á Spáni sögðust í gær hafa bundið enda á kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar sem verða á sunnudag. Þriggja daga þjóðarsorg verður í landinu vegna hryðjuverk- anna mannskæðu í Madrid í gær- morgun en þá týndu um 200 manns lífi. Orðið „hryllingur“ var víða notað í síðdegisútgáfum blaðanna til að lýsa árásinni á þessa sögulegu mið- stöð stjórnsýslu alls landsins og stærstu borg landsins. Tilræðunum var líkt við árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 þar sem um 3.000 manns dóu. „Þetta er okkar 11. september“ sagði í yfirskrift leiðara blaðsins El Mundo. „Madrid, hefur líkt og New York, Jerúsalem, Bagdad og Karb- ala fengið sinn skerf af hryðju- verkahelförinni og frá og með þess- um degi verður ekkert sem fyrr,“ segir meðal annars í blaðinu ABC. Í dagblöðunum var rætt um árás- irnar sem fjöldamorð og blóðbað og ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, sögð ábyrg fyrir tilræðunum. Sú staðreynd að kosningar eru fram- undan á Spáni þykir styðja grun- semdir um að ETA hafi staðið fyrir tilræðunum. El Mundo sagði að sprengju- tilræðin, sem eru einhver hin blóð- ugustu í sögu Spánar, sýndu sama virðingarleysi fyrir mannslífum og áður hefðu einkennt aðgerðir á vegum ETA. ABC taldi engan mun vera lengur á ETA og íslömskum hryðjuverkasamtökum ef litið væri til vinnubragða þeirra, ekki væri hikað við að ráðast á saklausa borgara. Í blaðinu má greina áhrif frá við- brögðum George W. Bush Banda- ríkjaforseta, við árásunum á Bandaríkin 11. september 2001, þegar hann lýsti því strax yfir að Bandaríkin ættu í stríði. „Þetta er hnattrænt stríð milli lýðræðisins og fjenda þess og þessir fjendur eru íslömsk bókstafstrú, þjóðern- isstefna, ný-stalínismi og gyð- ingahatur,“ sagði blaðið. „Þeir eru ekki Baskar“ Juan Jose Ibarretxse, forseti héraðsstjórnar Baskalands, sagði Baska þjást í hvert skipti sem ETA gerði árás. Hann bað fréttamenn að gæta sín. „Talið endilega ekki um basknesk hryðjuverk. Það er ETA sem fremur hryðjuverk ... Þeir eru ekki Baskar. Þeir eru ein- faldlega villidýr. Þeir eru bara morðingjar.“ „Okkar 11. sept- ember“ Madrid. AP, AFP. Reuters Maður sem særðist í sprengjutilræðunum borinn út af Atocha-lestarstöð- inni. Margir hinna særðu hringdu í ástvini sína til að láta vita af sér. Fólk var hvatt til að gefa blóð og strætisvagnar voru notaðir til sjúkraflutninga. Beðið um blóðgjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.