Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í DV þann 4. mars sl. birtist grein með svohljóðandi fyrirsögn: „Mar- tröð í paradís, Í fýlu til Jamaica“. Við hjónin erum nýkomin úr frábærri ferð til Jamaica á vegum ferðaskrif- stofu Heimsferða og varð ég því veru- lega undrandi er ég las greinina. Greinin inniheldur óánægju aðeins fárra farþega, og lýsir ekki á nokkurn hátt umræddri ferð að okkar mati. Einnig er hreinlega farið með rangt mál í sumum tilvikum. Satt er að undirskriftalisti var lát- inn ganga um vélina vegna seinkunar á fluginu og undirrituðu margir far- þeganna, en rangt er farið með inni- hald listans. Hann innihélt ekki „harða gagnrýni á skipulagningu og framferði farastjóra“. Þar er einungis óskað eftir skýringu á seinkun flugs- ins og hvort Heimsferðir hygðust bæta farþegum upp þessa klukku- tíma sem töpuðust. Fjórum dögum fyrir brottför kom í ljós að 2 tíma seinkun yrði og var þá hringt í okkur og við látin vita. Meiri seinkun var svo óhjákvæmi- leg vegna þess hvað vélin kom seint kvöldinu áður til landsins úr öðru flugi. Af öryggisástæðum er lögboð- inn hvíldartími áhafnar 12 klukku- stundir. Seinkunin var þegar komin á Textavarpið kvöldið fyrir brottför. Við höfum mikið flogið í gegnum tíðina með ýmsum flugfélögum og þá sértaklega um tveggja ára tímabil er við bjuggum í Indónesíu. Munum við varla til þess að ekki hafi verið ein- hverjar seinkanir, allt frá klukkutíma til sólarhrings langar, og aldrei hefur okkur verið tilkynnt um það sérstak- lega eða okkur boðnar skaðabætur! Persónulega kjósum við hjónin frekar öruggt flug, nokkurra klukku- stunda styttingu á ferðinni og að kom- ast heil á áfangastað. Varðandi lendinguna í Halifax urð- um við ekki vör við að áhöfnin væri að spóka sig á flugvellinum sér til ánægju heldur til að sinna okkar þörf- um. Ferma þurfti vélina og sækja meiri bjór fyrir verulega þyrsta Ís- lendinga. Þar sem ekki er lúgusjoppa á flugvellinum voru tveir starfsmenn með í för sem sáu um verkið ásamt starfsmönnum vallarinns. Stoppið í Halifax varð lengra en tilkynnt hafði verið í ljósi þess að vegna ísingarskil- yrða varð að úða véina fyrir flugtak með afísingarefnum, enn og aftur, af öryggisástæðum við okkur farþeg- ana. Ég vil þakka skipuleggjendum ferðarinnar sérstaklega fyrir þá fyr- irhyggjusemi að bjóða ekki upp á sterka drykki í vélinni. Þegar við komum á hótelið var búið að gera ráðstafanir vegna þess hve seint við komum og var innskráning farþega á hótelið skipulega unnin og á móti okkur tekið með léttu miðnæt- urhlaðborði og cocktail að siði Jam- aicabúa. Daginn eftir heimkomu barst okkur bréf frá Heimsferðum þar sem við erum beðin velvirðingar á þessari töf, sem að okkar mati var ekki á valdi Heimsferða. Þegar farið er í hagstætt pakkaflug eru oftast notaðar leiguvélar og eru forsendur þessháttar ferða aðrar en þegar farið er í áætlunarflug. En eitt er þó aldrei fyrirsjáanlegt, hvort heldur ferðast er á business-class eða almenningi, og það eru seinkanir á vélunum. Alla ferðina lögðust fararstjórarnir á eitt um að gera farþegunum dvölina á Jamaica eins ánægjulega og skemmtilega og kostur var. Okkur langar að þakka því frábæra leiðsögufólki Heimsferða, sem með okkur var, ákaflega ánægjulega og fróðlega ferð, fyrir mjög skemmtileg- ar skoðunarferðir, góða pistla um land og þjóð, þ.e. öll ártölin, og góða viðkynningu að öllu leyti. Arie mon! (Ærí man.) AÐALHEIÐUR BJARNA- DÓTTIR og KRISTJÁN ÞÓR INGVARSSON, Æsuborgum 15, 112 Reykjavík. Frábær ferð til Jamaica Frá Aðalheiði Bjarnadóttur og Kristjáni Þór Ingvarssyni: MIG langar til að fjalla um þennan merkilega stað, sem gerir kraftaverk á fólki. Fyrir 4 árum lenti ég í 2 bíl- slysum, sem ollu því að ég varð að hætta að vinna vegna áverka sem af hlutust, ég fór til sérfræðinga, sem gátu lítið annað gert en sprautað mig og gefið mér verkjastillandi lyf. Einnig fór ég í sjúkraþjálfun, sem að mínu mati var, nú eftir að vera búinn að vera 8 vikur á Reykjalundi, ekki að gera mér neitt gagn. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni, að alltof stíft væri bókað í tímana og höfðu sjúkra- þjálfararnir ekki þann tíma fyrir mann sem maður þurfti svo sannar- lega á að halda. En víkjum nú aftur að Reykjalundi, þar skeði kraftaverk fyrir mig, því þar fer einvala lið, sem leggur hart að sér til að hver og einn sjúklingur fái það besta úr veru sinni þar, og það fékk ég svo sannarlega og verð ævinlega þakklát þessu starfsfólki og læknum. Ég lærði að lifa með verkjunum, ég lærði allt upp á nýtt, t.d. hvernig ég á að standa rétt, lyfta rétt, og margt fleira. Áður en ég fór uppá Reykjalund, hafði ég ekki mikla vitneskju um þennan stað, né hvað hann gerði fyrir fólk, enda er biðlistinn þarna um 2 ár. Þarna eru 9 svið, þ.e.a.s. verkjasvið, hjartasvið, gigtarsvið svo eitthvað sé nefnt. En eitt stingur í stúf fyrir þennan mikla bjargvætt, og það er að sum tæki sem notuð eru, eru orðin gömul og þarfnast endurnýjunar, má ég þá nefna blóðþrýstingstæki, bekki í sjúkraþjálfun, nýjar dýnur og rúm svo eitthvað sé nefnt. Ég hvet félagasamtök, eða banka með mikla eigin fjárstöðu að láta eitthvað rakna til Reykjalundar, því þar er svo sannarlega þörf fyrir þessa hluti. Að lokum vil ég enn og aftur þakka fyrir mig, ég geymi alla þá visku sem mér var kennd um ókomna tíð. Hafið þökk fyrir allt, kæra teymi. VIGDÍS KR. PÁLSDÓTTIR, Hæðargarði 54, Reykjavík. Reykjalundur – kraftaverkastaður Frá Vigdísi Kr. Pálsdóttur Beini Svínið mitt OJ! NEI, NEI OG NEI © DARGAUD © Le Lombard HÉR KEMUR PRINSESAN ALVEG EINS OG Í ÆVINTÝRUNUM OH!! NEI, EKKI! JOUHOU! ABRAKADABRA! ABRAKADABRA! NÚ BREYSTIST ÞÚ FROSKUR Í UNDURSAM- LEGANN PRINS OG VIÐ VERÐUM HAMINGJUSÖM TIL ÆVILOKA ÞVÍLÍKUR AULI!! HVER EIGINLEGA SKRIFAÐI ÞETTA FÍFLALEGA ÆVINTÝRI, OFSALEG FYNDIÐ ... ENDIR! VÆÆÆÆLLLL!! ÞÚ FÆRÐ EKKI AÐ FARA MEÐ SVÍNIÐ ÞITT Í RÚMIÐ SJÁÐU BLÁA BANGSANN ÞINN ER HANN EKKI SÆTUR ÁFRAM UPP Í RÚM NÚ FERÐ ÞÚ AÐ SOFA SVÍNIÐ MITT!! VÆÆÆLLLL! UFF! MORGUNINN EFTIR ELSKAN KOMDU!! HVAÐ NÚ!! ADDA !! ADDA ER HORFINN! RÚMIÐ HENNAR ER ÓHREYFT!! HÚN HEFUR FARIÐ AÐ HEIMAN. ÞETTA ER ALLT MÉR AÐ KENNA. ÉG VAR ALLTOF HÖRÐ VIÐ HANA ELSKAN! ÉG ER BÚINN AÐ FINNA HANA!! SVÍNIÐ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.