Morgunblaðið - 12.03.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 71. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Ekta mexikóskur matur.
Ljómi æsku-
áranna
Leikfélagar af Kleppsholtinu rifja
upp bernskuminningar | Daglegt líf
Hetjudáð
sjómanns
Raunsæ mynd af sjómannslífi
Lúzífer er fjölhæf lista- og galdra-
kona Músíktilraunir að hefjast
Fólkið í dag
Liðin eru 20 ár síðan Guðlaugur Frið-
þórsson synti 5–6 km til lands | 49
„VIÐ verðum að vera sterk og sam-
einuð,“ sagði Jóhann Karl, konung-
ur Spánar, er hann ávarpaði þjóð
sína í gærkvöld eftir að hryðju-
verkamenn höfðu orðið að minnsta
kosti 190 manns að bana og sært
um 1.400 í 10 sprengingum á þrem-
ur lestarstöðvum í Madríd. Yfirvöld
á Spáni kváðust viss um það í
fyrstu, að basknesku hryðjuverka-
samtökin ETA hefðu verið að verki
en í gær fundust hvellhettur og ar-
abísk hljóðsnælda með versum úr
Kóraninum í bíl í Madríd. Þá barst
arabísku dagblaði í London yfirlýs-
ing þar sem hryðjuverkasamtökin
al-Qaeda segjast hafa staðið að
ódæðinu.
Sprengjurnar sprungu ýmist í
lestarvögnum á eða við stöðvarnar
Santa Eugenia, Atocha og El Pozo
um klukkan hálfátta í gærmorgun,
á háannatíma er fólk var á leið til
vinnu. Var mannfallið mest á síðast-
nefndu stöðinni en þar fórust að
minnsta kosti 70 manns.
Angel Acebes, innanríkisráðherra
Spánar, sagði um miðjan dag í gær,
að fullvíst mætti telja, að ETA hefði
staðið að baki ódæðinu enda bentu
fyrstu rannsóknir á sprengjubún-
aðinum og sprengiefninu, sem var
dýnamít, til þess. Benti hann á, að
ETA hefði reynt svipað hryðjuverk
síðastliðinn aðfangadag er tvær
sprengjur fundust í lest á leið til
Madrídar og 29. febrúar hefði lög-
reglan stöðvað bíl á leið til borg-
arinnar með 500 kíló af sprengiefni.
Hefði þar verið um að ræða dýna-
mít af sömu gerð og notað var í
gær.
Hvellhettur og
arabísk snælda
Acebes tilkynnti síðan í gær-
kvöld, að fundist hefði sendibíll í
austurhluta Madrídborgar og í hon-
um sjö hvellhettur og segulbands-
upptaka með versum úr Kóranin-
um. Kvaðst Acebes hafa fyrirskipað
rannsókn á þessu máli og lagði
áherslu á, að ekki væri hægt að úti-
loka, að hryðjuverkasamtök á borð
við al-Qaeda hefðu staðið að ódæð-
inu. Hann endurtók þó, að ETA
væru enn grunuð um að bera
ábyrgðina. Sagði hann hugsanlegt,
að ETA hefði komið bílnum fyrir í
því skyni að villa um fyrir lögregl-
unni. Sendibílnum hafði verið stolið
í bænum Alcala de Henares, sem er
35 suðvestur af Madríd, en þaðan
komu lestirnar, sem urðu fyrir
hryðjuverkaárásunum.
Yfirlýsing frá al-Qaeda?
Arabíska dagblaðinu Al-Quds Al-
Arabi í London barst í gær yfirlýs-
ing, sem eignuð var al-Qaeda, en í
henni segir, að samtökin hafi gert
hryðjuverkaárásirnar í Madríd í
gær og sjálfsmorðsárásirnar á
frímúrarastúku í Istanbúl í Tyrk-
landi tveimur dögum áður. Sagði
ennfremur, að árásirnar hefðu
beinst að „krossferðariddurunum,
bandamönnum Bandaríkjanna gegn
íslam“. Þá kom fram, að hryðju-
verkaárás í Bandaríkjunum væri yf-
irvofandi. Ekki er unnt að sann-
reyna yfirlýsinguna en al-Qaeda
hefur áður sent blaðinu yfirlýsing-
ar.
Spænska útvarpsstöðin Cadena
Ser sagði seint í gærkvöld, að
sjálfsmorðsárásarmaður hefði verið
í einni lestanna, sem sprengjurnar
sprungu í. Hafði hún það eftir
ónefndum liðsmanni í spænskum
sveitum, sem berjast gegn hryðju-
verkum. Talsmaður spænska innan-
ríkisráðuneytisins vísaði þessu á
bug og sagði, að ekkert benti til
sjálfsmorðsárásar.
Eins og áður segir sprungu 10
sprengjur en lögreglan fann þrjár
sprengjur í bakpokum og gat eytt
þeim. Talið er, að þeim hafi verið
ætlað að springa er verið væri að
vinna að björgunarstörfum eftir
fyrri sprengingarnar. Acebes sagði,
að um 10 kíló af sprengiefni hefðu
verið í hverjum poka eða meira en
100 kíló alls.
ETA neitar ábyrgð
Arnaldo Otegi, leiðtogi Batasuna,
basknesks stjórnmálaflokks, sem
hefur verið bannaður vegna tengsla
við ETA, neitaði því í gær, að ETA
hefði staðið fyrir morðverkunum og
kenndi hann „arabískum hryðju-
verkamönnum“ um þau.
Þingkosningar eru á Spáni á
sunnudag en vegna ódæðisins hefur
kosningabaráttunni verið aflýst og
hafa stjórnvöld lýst yfir þriggja
daga þjóðarsorg í landinu. Ekki er
þó annað vitað en kosningarnar fari
fram. Í gærkvöld var fjölmennur
minningarfundur í Bilbao, höfuð-
borg Baskalands, og í kvöld hefur
verið boðað til útifunda í Madríd og
víða um Spán til að mótmæla voða-
verkunum.
Aðild al-Qaeda að hryðju-
verkunum ekki útilokuð
Reuters
HLÚÐ var að særðu fólki á braut-
arteinunum við Atocha-lestarstöð-
ina en þar og á tveimur öðrum lest-
arstöðvum týndu um 200 manns lífi
í hryðjuverkaárásunum í Madríd í
gær. Þá var tala særðra komin yfir
1.400.
Að minnsta kosti 190 manns týndu lífi og um 1.400 særðust
Spánarkonungur hvetur þjóðina til að standa saman ETA grunuð
en arabískt dagblað segir al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð
Madrid. AP, AFP.
Á vettvangi
hryllingsins
Sjá fréttir á bls. 18, 19, 20
og á miðopnu
„Þetta var
mikið áfall“
„ÉG fékk hringingu frá Þýskalandi
klukkan hálfníu, um það bil klukku-
tíma eftir fyrsta tilræðið. Í síman-
um var vinkona mín sem hafði
heyrt fréttirnar í þýska útvarpinu.
Þá fyrst kveikti ég á sjónvarpinu og
áttaði mig á því hvað hafði gerst,“
segir Kristín Soffía Þorsteinsdóttir
en hún fer daglega um Atocha-
lestarstöðina í Madríd, þar sem 10
sprengjur sprungu í gær með
skelfilegum afleiðingum.
„Ég ætlaði ekki að fara af stað
fyrr en klukkan tíu,“ segir hún en
sprengjurnar sprungu á Atocha-
stöðinni milli 7.30 og 7.55.
Kristín býr í Ciudad Real, um
100 km suður af Madrid, ásamt eig-
inmanni sínum, Ólafi Stefánssyni
handboltakappa, og tveimur börn-
um þeirra. Hún kveðst alltaf fara
um Atocha-lestarstöðina, mikil um-
ferð sé jafnan um þessa lestarstöð,
hún tengi saman Madríd og minni
borgir skammt undan höfuðborg-
inni.
Kristín tekur undir að það sé erf-
itt að meðtaka að svona atburður
skuli hafa getað átt sér stað. „Ég
fer þarna um á einmitt þessum
tíma,“ segir hún. „Þetta var mikið
áfall.“
Og hún bætir við: „Það er smá
skjálfti í manni fyrir morgundaginn
að fara þessa leið í skólann.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kristín Soffía ásamt manni sínum,
Ólafi Stefánssyni.