Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 52

Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 52
DAGBÓK 52 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hvað þýðir sóprenna? Í MORGUNBLAÐINU þriðjudaginn 9. mars sl. er verið að gagnrýna leikritið Þrjár Maríur. Þar segir í texta: „Hefði þó kosið að hún léti vera að búa sér til hreim til að flytja ráðlegg- ingar sóprennunnar um börn sem hraðahindranir á framabrautinni.“ Hvað þýðir sóprenna? Það eru ef- laust margir sem vildu fá útskýringu á þessu. Torfi. Til hamingju, Orkuveita MIG langar að óska Orku- veitunni til hamingju með frábæran starfsmann, konu sem heitir Dóróthea. Hún vinnur við reikninga fyrir verktaka. Hún er einstak- lega hjálpleg og vinnur störf sín af mikilli alúð. Verktaki. 70 mínútur á Popptíví ÞÓR hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri við forráða- menn 70 mínútna á Popp- tíví hvort ekki væri hægt að færa útsendinguna framar á kvöldin, t.d. til kl. 20. Honum finnst þátturinn vera sýndur allt of seint á kvöldin. Hann er mikill aðdáandi þáttarins og von- ar að forráðamenn 70 mín- útna á Popptíví taki þessa ábendingu til athugunar. Sammála ÉG er svo innilega sam- mála Birtu sem skrifaði í Velvakanda 8. mars sl. grein sem heitir Fjölmiðla- umfjöllun um þunglyndis- lyf. Ég hef þjáðst af þung- lyndi og hef þurft að taka þunglyndislyf og þau hafa gerbreytt mínu lífi, sam- bandi mínu við mína nán- ustu fjölskyldu, eiginmann minn, börnin mín og allri minni líðan. Það er hræðilegt þegar neikvæð umræða um þung- lyndislyf fer í gang, því lyf- in hafa gerbreytt lífi margra Íslendinga og eiga vonandi eftir að gera það um ókomin ár. Kona. Tapað/fundið Kvengleraugu týndust KVENGLERAUGU í brúnni plastumgjörð töp- uðust í eða við TBR-húsið við Álfheima, mánudaginn 8. mars sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 897- 5045. Armband tapaðist GULLARMBAND tapað- ist fyrir helgina, sennilega á Laugaveginum. Armbandið er mjó, flétt- uð keðja og er eigandanum afar kært. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 848- 9085. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ottó N. Þorláksson kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Arklow Wave kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16,30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 bað, kl. 9–12 vefn- aður, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 13–16 vefn- aður og frjálst að spilað í sal. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað og hár- greiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa, kl. 9–16.30, gönguhópur, kl. 9.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerða- stofa Hrafnhildar, tíma- pantanir í síma 899 4223. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. FEBK verður með Op- ið hús fyrir félagsmenn og gesti þeirra kl. 14 í Félagsmiðstöðinni Gjá- bakka laugardaginn 13. mars. Dagskrá: Don Felex frá Spáni leikur á gítar og syng- ur. Ragna S. Gunnars- dóttir verður með efni í léttum dúr. Kaffi. Guðrún Lilja Guð- mundsdóttir o.fl. leiða fjöldasöng og spila und- ir á gítar. Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, tréútskurður og brids kl. 13, billjard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Snúður og Snælda sýna „Rapp og rennilása“ í dag kl. 14. Næsta sýning sunnu- dag kl. 15. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 létt ganga, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15 kóræfing ath breyttur tími. s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlist, kl. 10 ganga, kl. 13 brids- kennsla, kl. 14 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 58–60. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðjudag til föstudags. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrídans. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9. 30 bókband og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12. 30 leir, kl. 13. 30 bingó. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Framsóknarfélag Mos- fellsbæjar. Félagsvist í kvöld í Framsóknar- salnum í Mosfellsbæ, Háholti 14, 2. hæð, kl. 20.30. Tekin verða sam- an 5 efstu kvöldin af 8 (frá 13. feb. til 2. apríl) og fyrir þau veittur ferðavinningur. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga. Austfirðir: Birgir Hallvarðs., Botnahlíð 14, Seyðisfirði, s. 472 1173 Blómabær, Miðvangi, Egilsstöðum, s. 471 2230 Nesbær ehf., Egilsbraut 5, Nes- kaupstað, s. 477 1115 Gréta Friðriksd., Brekkugötu 13, Reyð- arfirði, s. 474 1177 Að- alheiður Ingimundard., Bleiksárhlíð 57, Eski- firði, s. 476 1223 María Óskarsd., Hlíðargötu 26, Fáskrúðsfirði, s. 475 1273, Sigríður Magnúsd., Heiðmörk 11, Stöðvarfirði, s. 475 8854. Í dag er föstudagur 12. mars, 72. dagur ársins 2004, Gregor- íusmessa. Orð dagsins: Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli synd- arinnar og dauðans. (Rm. 8, 2.)     Pawel Bartoszekfjallar um beint lýð- ræði í pistli sínum á vef- ritinu Deiglunni. „Mun- urinn á beinu lýðræði og fulltrúalýðræði er sá, eins og flestir vita, að í beinu lýðræði kjósa allir kosningabærir menn beint um málin á meðan í fulltrúalýðræði kjósa þeir fulltrúa sína sem síðan ráðstafa atkvæð- um sínum í þar til gerð- um þingum og ráðum,“ segir Pawel. „Í beinu lýðræði felst að venju- legir borgarar geti kom- ið sínum málum á fram- færi milliliðalaust. Í beinu lýðræði felst einn- ig réttur til að leggja fram eigin tillögur, en ekki bara að veita stjórnmálamönnum syndaaflausn með því að samþykkja hugmyndir sem þeir þora ekki að taka ábyrgð á sjálfir.     Einhvern veginn virð-ast sumir menn hafa það á tilfinningunni að ef menn hafi of mikið frelsi til að leggja fram tillögur þá mundi það allt enda í einhverri vit- leysu (já, Svisslend- ingar, þeir hafa nú sleppt sér). Þetta er sama skoðun og heldur áfenginu í ríkinu og hélt ljósvakamiðlum í hönd- um hins opinbera. Menn óttast að allt of mikið frelsi geti gert menn bókstaflega brjálaða; menn leyfi allt og kunni sér hvergi hóf. Aðrir óttast á hinn bóginn að fámennir en aktífir hóp- ar muni geta komið öfgafullum hugmyndum sínum á framfæri, þjóð- nýtt fallvötnin og bann- að kjötát þvert á skoð- anir hins þögla meirihluta sem er kannski ekki jafn æstur út af málinu og kýs því kannski ekki.     Þetta er hvort sem eralltaf að gerast nú þegar. Til dæmis er landbúnaðarmálum áreiðanlega ekki stjórn- að í takt við meirihluta vilja landsmanna, þeim er stýrt samkvæmt meirihluta þeirra sem láta þau sig einhverju varða, þ.e. bænda. Til viðbótar má segja að ef „hinn þögli meirihluti“ er svona ofboðslega þögull að hann nennir ekki einu sinni að kjósa, þá er hann auðvitað enginn meirihluti.     Ég held að þegar ölluer á botninn hvolft mundi það ekki breyta svo miklu að hafa hér virkt beint lýðræði. Ein- hver getur þá spurt til hvers að vera að standa í þessu öllu saman, með öllum tilheyrandi til- kostnaði ef að niðurstaðan á svo að vera nákvæmlega sú sama? Ég svara þeirri spurningu með spurn- ingu pólsks jaðar- hægrimanns: „Til hvers að láta konur kjósa? Þær kjósa hvort sem er alveg eins og menn- irnir!““ segir Pawel að lokum. STAKSTEINAR Óttinn við beint lýðræði Víkverji skrifar... Víkverja ofbýður stundum eins ogsjálfsagt ýmsum öðrum gíf- uryrðin og dellan, sem veður uppi á hinum svokölluðu umræðuvefjum á Netinu. Þingflokksformaður Frjáls- lynda flokksins hefur nú gert garð- inn frægan með því að láta ósmekk- leg ummæli falla um pólitíska andstæðinga sína á einum slíkum vef. Ein afleiðing þessara umræðu- hátta þingmannsins var að Sigurður Ingi Jónsson, einn af helztu fram- bjóðendum Frjálslynda flokksins í síðustu kosningum, sagði sig úr hon- um. x x x Í pistli á vefnum Deiglunni tekurUnnur Brá Konráðsdóttir upp sjónarmið Morgunblaðsins í málinu og skrifar: „Morgunblaðið veltir upp þeirri spurningu hvort þau viðbrögð Sigurðar Inga Jónssonar að segja sig úr Frjálslynda flokknum vegna óánægju með tjáningarform vara- formanns flokksins og viðurkenn- ingu forystu flokksins á því tjáning- arformi, séu vísbending um að hinum almenna borgara sé að verða nóg boðið. Þá kastar blaðið fram þeirri spurningu hvort tímabært sé að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og aðrir sem taki þátt í opinberum um- ræðum, taki höndum saman um að bæta umgengnishætti sína hver við annan að þessu leyti. Ég verð að taka undir þessi sjónarmið Morg- unblaðsins og hrósa Sigurði Inga fyrir að kjósa að sætta sig ekki við þessi vinnubrögð forystu flokksins. Ég sem áhugamaður um pólitíska umræðu nenni ekki lengur að láta bjóða mér að þurfa að lesa í gegnum eða hlusta á neikvæð gífuryrði og svívirðingar um nafngreinda ein- staklinga áður en greinarhöfundur/ ræðumaður/nafnlaus höfundur kem- ur sér að kjarna málsins þ.e. ef það er þá einhver kjarni yfir höfuð.“ x x x Þessar umræður minna Víkverja áþað, sem haft var hér í blaðinu á dögunum eftir bandaríska fræði- manninum Steven Clift, sérfræðing í rafrænu lýðræði. Clift segir að 99% af pólitískri umræðu á Netinu sé bull. Hann telur sig hins vegar hafa getað takmarkað bullið á vefnum E- Democracy.Org, sem hann tók þátt í að setja upp: „Við höfum búið til reglur sem gilda um umræðu á þess- um vettvangi. Fyrsta reglan er sú að þú skrifir undir nafni. Í öðru lagi fær hver og einn bara að senda tvö inn- legg á dag. Með þessu komum við í veg fyrir að tveir vitleysingar deili sín á milli allan daginn og geri okkur hin brjáluð.“ Þessar ráðleggingar finnst Vík- verja að íslenzkir umræðuvefir ættu að taka til sín. Morgunblaðið/Kristinn 99% af öllu, sem skrifað er um póli- tík á Netið, er bull! LÁRÉTT 1 heimsku, 8 ólyfjan, 9 gefa koss, 10 umfram, 11 sárar, 13 út, 15 mat- arsamtíningur, 18 vegna, 21 aula, 22 hvinur, 23 áa, 24 föt. LÓÐRÉTT 2 viðurkennum, 3 líkams- hlutar, 4 poka, 5 sleifin, 6 skynja, 7 hafði upp á, 12 for, 14 askur, 15 frásögn, 16 stétt, 17 landið, 18 sjá eftir, 19 þekktu, 20 sefar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 fámál, 4 fágæt, 7 látin, 8 ólmar, 9 dýr, 11 iðra, 13 gróa, 14 undin, 15 harm, 17 álar, 20 enn, 22 lyfið, 23 ertan, 24 tunna, 25 tuðra. Lóðrétt: 1 fálki, 2 mátar, 3 lund, 4 flór, 5 gómar, 6 terta, 10 ýldan, 12 aum, 13 Gná, 15 hollt, 16 rifan, 18 látið, 19 renna, 20 eðla, 21 nekt. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.