Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 9
Bankastræti 14, sími 552 1555
Ný sending
af silkisjölum - margir litir
Verð kr. 4.600
Nýir kjólar,
hörjakkar og hördress
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
Peysurnar
frá
komnar
stærðir 36-56
Eddufelli 2,
s. 557 1730
Bæjarlind 6,
s. 554 7030.
Opið mán–fös. frá kl. 10-18
Laugardaga frá kl. 10-16
499
kr./kg
VIÐ EIGUM 14 ÁRA AFMÆLI Í DAG
Höfðabakka 1, sími 587 5070
Karfaflök .................................. 299 kr./kg
Steinbítsflök ............................ 299 kr./kg
Fiskibollur ................................ 299 kr./kg
Laxaflök ....................................899 kr./kg
Skötuselur ............................... 990 kr./kg
Humar .................................. 1.290 kr./kg
Við elskum góð tilboð
Hlökkum til þess að sjá ykkur í dag
Túnfisksteik
Sérhæð í Drápuhlíð
í skiptum fyrir
stærri hæð eða sérbýli
Vel staðsett 132 fm neðri sérhæð með sérinn-
gangi og sérþvottahúsi og geymslu í kjallara.
Bílskúrsréttur. Hús og sameign í góðu ástandi.
Þessi fallega hæð fæst eingöngu í skiptum
fyrir stærri hæð eða sérbýli á svæði 101-108
eða í Garðabæ.
Upplýsingar veitir Pétur
í síma 892 5049
FLUG er algengasti ferðamátinn,
en margir nýta sér þann möguleika
að ferðast með ferju og taka bílinn,
fellihýsið eða tjaldið með. Guð-
mundur Þorsteinsson leiðbeinandi
er með námskeið til að búa fólk
undir ferðina og aksturinn erlend-
is.
Að sögn Guðmundar er nám-
skeiðið sem hann býður upp á alls-
herjar undirbúningur fyrir slíkar
ferðir. Hann telur ferðirnar vera
fyrir alla, þó að ferðavanir þurfi
minna á slíkum upplýsingum að
halda. Guðmundur segir þessar
ferðir öðruvísi og jafnvel hag-
kvæmari þar sem hótelkostnaður
er enginn.
Á námskeiðinu fer hann yfir ýmis
atriði; tryggingar, hvernig á að
rata eftir korti og helstu varrúðar-
ráðstafanir gagnvart þjófum. Guð-
mundur fer einnig vel yfir akstur-
inn sjálfan, sérákvæði erlendis og
hvernig skal aka á hraðbrautum.
Áhersla lögð á
áhugaverða staði
Merkingar á vegum eru mjög
góðar í Mið-Evrópu sem og á
Norðurlöndunum og tekur Guð-
mundur Noreg sérstaklega sem
dæmi. Austur-Evrópa er einnig að
vinna sig upp í þessum efnum. Að-
spurður segir Guðmundur að hann
bendi fólki á áhugaverða staði í
hverju landi, reynt sé að koma til
móts við áhugasvið hvers og eins og
fólki sé frjálst að koma með spurn-
ingar.
Námskeiðin verða haldin í
Reykjavík 20. mars og 3. apríl, á
Akureyri 17. apríl og 8. maí á Egils-
stöðum.
Námskeið sem býr fólk
undir akstur erlendis
UM átta hundruð þátttakendur frá
ellefu löndum sitja ráðstefnu um
menntarannsóknir á vegum sam-
takanna Nordic Educational Re-
search Association (NERA) sem
sett var í Kennaraháskóla Íslands í
gær og stendur fram á laugardag.
Verndari ráðstefnunnar er Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
Íslands.
Þema ráðstefnunnar er staða
menntunar í þekkingarsamfélagi
nútímans og eru aðalfyrirlesarar
fjórir, þau Madeleine Arnot, pró-
fessor í Cambridge, Sigurjón Mýr-
dal, dósent við KHÍ, Olga Dysthe,
prófessor í Bergen og Yrjö Engest-
röm, prófessor í Helsinki við Kali-
forníu-háskóla. Auk aðalfyrirlesara
munu um 550 þátttakendur kynna
eigin rannsóknir og fræðastörf, þar
af 52 Íslendingar.
Í fyrsta sinn sem ráðstefnan
er haldin á Íslandi
Ólafur Proppé, rektor Kennara-
háskóla Íslands (KHÍ), sagði í ræðu
að þetta væri í fyrsta sinn sem
NERA-ráðstefnan væri haldin á Ís-
landi og Kennaraháskólinn væri
stoltur af því að fá að vera í hlut-
verki gestgjafans. Ólafur sagði KHÍ
vera miðstöð rannsókna á sviði
menntunar á Íslandi og því væri
mikilvægt fyrir skólann svo og Há-
skóla Íslands og Háskólann á Akur-
eyri að geta borið bækur sínar sam-
an við erlenda kollega. Þema
ráðstefnunnar væri staða mennt-
unar í nútímaþjóðfélagi og það væri
áskorun fyrir alla sem starfa að
menntun á einn eða annan hátt. Þá
vék Ólafur einnig að mikilvægi sam-
vinnu við aðrar þjóðir á þessu sviði:
„Við segjum á íslensku að
heimskt er heimaalið barn. Við höf-
um trú á mikilvægi þess að tengjast,
læra af og vinna með fólki annars
staðar frá og við höfum staðfasta
tiltrú á gildi norrænnar samvinnu.
Við byggjum á sameiginlegri arf-
leifð en einnig á viðleitni okkar til
þess að leggja á ný mið og öðlast
nýja þekkingu. Saman getum við
myndað sterka heild í hinum nýja
heima alþjóðavæðingarinnar,“ sagði
Ólafur.
Norræn ráðstefna um menntarannsóknir í KHÍ
Morgunblaðið/Ásdís
Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Ólafur Proppé,
rektor Kennaraháskólans, ogVigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti og verndari ráðstefnunnar.
Átta hundruð þátttak-
endur frá ellefu löndum