Morgunblaðið - 21.03.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.03.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það eru engir fuglar vappandi á Austurvelli – aðeins stórmeist-arar. Jan Timman skrafar við unga og íðilfagra snót semstekkur upp um hann með opinn faðminn. Karpov er líka um-vafinn hlýju þegar hann arkar í frakkanum sínum hringi um húsaröðina. Forseti Alþingis bíður Karpovs hátíðlegur við innganginn. En í þann mund sem þeir eru að fara að heilsast stígur ungur skákáhugamaður inn í atburðarásina, réttir forseta Alþingis myndavélina sína og stillir sér upp við hliðina á gamla heimsmeist- aranum. Embættisskyldurnar verða að bíða. Stórmeistararnir standa uppi á sviðinu þegar þeir eru kynntir til leiks. Í hvarfi inn á milli þeirra er 13 ára norskur drengur, Magnus Carlsen, sem kominn er með tvo áfanga að stórmeistaratitli. Ef til vill er þetta mesta efni sem komið hefur fram í heiminum. Kasparov er ekki mættur; mikilmenni eins og hann láta að sjálfsögðu bíða eftir sér. Forseti Alþingis leikur fyrsta leikinn fyrir Kasparov og hraðskákmót í byrjun Reykjavik Rapid hefst á dansgólfi skemmtistaðarins NASA. Líkt og hver dansar með sínu lagi hafa allir stórmeistararnir sinn stíl við taflborðið. Það gustar auðvitað af Kasparov, sem gætir þess að vera seinn að skákborðinu, byrjar á að fara úr jakkanum og breiða hann á stólbakið. Síðan sest hann, tekur af sér úrið, leggur það á borðið, lagar taflmenn- ina, hagræðir skákklukkunni, hristir ermarnar niður, beygir höfuðið yf- ir skákborðið og styður það báðum höndum svo hann missi það ekki á taflmennina. Meðan á skákinni stendur ruggar hann sér í stólnum og hristir höfuðið reglulega af þvílíkum þrótti að einu sinni hristist drottn- ingin á skákborðinu. Karpov er andhverfan við Kasparov. Ekkert haggar honum. Hann nýtir iðulega umhugsunartímann þegar í upphafi skákar til að byggja upp stöðuna og á aðeins tvær sekúndur eftir á klukkunni gegn Hannesi Hlífari þó að skákin virðist enn í jafnvægi. En þá þarf Karpov allt í einu ekkert að hugsa lengur. Hann er búinn að hugsa. Í hverjum leik bætast við þrjár sekúndur á klukkuna og Kar- pov leikur svo hratt að hann á 33 sekúndur eftir í lok skákarinnar. Og Hannes Hlífar játar sig sigraðan. Þegar Karpov og Kasparov mætast fylgist salurinn spenntur með. – Það er bara heimsmeistaraeinvígi, segir gamall forkólfur Skák- sambandsins; tilhlökkunin leynir sér ekki í svipnum. En viðureignin er tíðindalítil. – Það er ekkert að gerast í þessari skák, segir vonsvikinn skák- áhugamaður. – Aldan er svo þung þarna, segir gamli forkólfurinn. Í næstu skák gerast óvænt tíðindi. Þá mætir Karpov snáðanum frá Noregi. Það er bráðskemmtilegt að fylgjast með litla drengnum, sem hafði alltaf sælgætisskál hjá sér á Reykjavíkurskákmótinu. Áhorfendur grípa andann á lofti þegar Magnus litli skákar af heimsmeistaranum fyrrverandi drottninguna. Það myndast rauðir flekkir í andliti Karpovs. – It was a nice game, segir kærasta Timmans og brosir. – Barnið vann, segir annar. – Á hann ekki að vera í skólanum, spyr sá þriðji. Kliður fer um salinn á meðan úrslitin spyrjast út. Þegar ró hefur aft- ur færst yfir getur Karpov ekki varist því að brosa með sjálfum sér, en bara svo lítið beri á. Skemmtistaðurinn NASA er pakkfullur af áhorfendum, sem stíga jafnvel upp á stóla til að fylgjast með. Alltaf öðru hvoru heyrist reiði- legt: – Ssssssssssshhhh … – Það er nú ekki til að lækka hljóðið hérna að hafa opinn bar, segir at- hugull skákáhugamaður. Barþjónninn skenkir blaðamanni kaffi úr könnu, því hávaðinn er of mikill í kaffivélinni. Hann lítur yfir salinn og segir: – Ég verð að segja að ég held það hafi aldrei verið eins margar heila- sellur á dansgólfinu. Magnus litli er að tefla gegn Kasparov. Hann hallar sér aftur á með- an Kasparov hugsar og stelst til að virða fyrir sér þennan stigahæsta skákmann heims. Svo oft að blaðamaður hugsar með sér: „Horfðu á borðið maður!“ Þetta er skák sem Kasparov hlýtur að vinna – eins og allar skákir sem hann teflir. En Magnus er af nýrri kynslóð, sem virðist bera ósköp litla virðingu fyrir sér eldri mönnum. Í Reykjavíkurskákmótinu gafst hann ekki upp í töpuðum stöðum gegn nafntoguðum stórmeisturum heldur gerði þeim lífið leitt með gildrum sem blaðamaður kannaðist helst við frá gömlum refum hjá Taflfélagi Seltjarnarness. Það stoðar víst lítið gegn stórmeisturum. Ef til vill er það til marks um þá virðingu sem Magnús ber fyrir Kasparov að þegar hann er kominn með tapað tafl, þá reynir hann ekki einu sinni; hann bara gefst upp. En áður en langt um líður gæti það orðið Kasparov sem þarf að sætta sig við lakari stöðu. Morgunblaðið/Ómar Stórmeistarar á dansgólfinu SKISSA Pétur Blöndal fór á skákmót STARFSMÖNNUM álvers Norður- áls á Grundartanga sem búa sunnan Hvalfjarðar, þ.e.a.s. á höfuðborgar- svæðinu og þar í grennd, hefur fækk- að verulega síðustu árin og að sama skapi hefur þeim starfsmönnum fjölgað sem búa á Akranesi og í Borg- arnesi eða í sveitunum í kring. Þetta kom meðal annars fram í máli Kristjáns Sturlusonar, fram- kvæmdastjóra starfsmannasviðs Norðuráls, á málþingi um stóriðju og samfélag á Vesturlandi, sem haldið var á Akranesi, en Kristján fjallaði um væntingar stóriðju til svæðisins. Fram kom að árið 2001 bjó rúmur fjórðungur starfsmanna Norðuráls sunnan Hvalfjarðar eða 27% en þeim hefur síðan fækkað um ellefu pró- sentustig og nú búa 16% starfsmanna sunnan Hvalfjarðar og sækja vinnu í Norðuráli þaðan. Á sama tímabili hefur starfsmönnum sem búa á Akra- nesi fjölgað úr 57% í 63% og þeim sem búa í Borgarnesi hefur fjölgað úr 9% árið 2001 í 12% í ár. Engar sumarlokanir Kristján sagði að væntingar stór- iðju til svæðisins væru þær að þar væri um að ræða sterkt og stöðugt samfélag. Einkum bæri að hafa tvennt í huga, samgöngur og þá þjón- ustu við fjölskyldur sem samfélagið byði upp á. Benti hann meðal annars á að sveigjanleiki í barnagæslu á leik- skólum væri ekki fyrir hendi í dag og það gerði vaktavinnufólki fyrirtækis- ins erfitt fyrir og að sumarlokanir leikskóla ættu ekki að tíðkast. Hvað samgöngurnar varðaði benti hann á að fyrirtækið sæi sjálft um ferðir til og frá verksmiðjunni, en með góðum almenningssamgöngum á svæðinu myndu möguleikar á sveigjanleika í vinnutíma aukast og búseta skipta minna máli. Hann gerði einnig álögur á bif- reiðaeigendur að umtalsefni og sagði að hér ríkti hið evrópska módel í þeim efnum þar sem gengið væri út frá góðum almenningssamgöngum og álögur á bifreiðar og bensín væru miklar, sem hefði sín áhrif á ferða- kostnað. Almenningssamgöngur væru hins vegar takmarkaðar hér, enda gerði fámennið það að verkum að mjög erfitt væri að halda hér uppi góðum almenningssamgöngum. Spurning væri hvort ríkisvaldið ætti að beina skattalækkunartillögum sín- um í þennan farveg og lækka álögur á bifreiðir og bensín. Starfsmenn álvers Norðuráls á Grundartanga Mun færri búa sunnan Hvalfjarðar en áður „ÍSLENSKT samfélag stendur á tímamótum í þróun orkufreks iðn- aðar þar sem að á undanförnum misserum hafa náðst góðir áfangar og framundan eru spennandi tímar í þessu sviði,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra á málþingi sem Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi héldu á föstudag um áhrif stóriðju á samfélagið á þessu svæði. Valgerður sagði ennfremur að Kenneth D. Peterson forstjóri Norðuráls sem er í eigu Columbia Ventures Corporation, hefði full- vissað sig um að salan á Norðuráli til bandaríska fyrirtæksins Cent- ury Aluminum Company hefðu ekki áhrif á fyrirhugaða stækkun á verksmiðju Norðuráls við Grund- artanga. Þvert á móti hefðu stækk- unaráform verksmiðjunnar gert útslagið um kaupin. „Það er tíma- bært að staldra við á þessum tíma- mótum, líta yfir farinn veg og skoða hvaða áhrif stóriðja hefur á samfélagið í víðum skilningi, meta ávinning og hvað mætti betur fara,“ sagði Valgerður. Ráðherra bætti því við að hún hefði sjálf notað tækifærið til þess að rifja upp þá umræðu sem átti sér stað áður en ráðist var í stór- iðjuframkvæmdir á síðustu miss- erum. „Það hefur sýnt sig að margvísleg jákvæð áhrif áttu sér stað á íslenskt samfélag á árunum 1996–2001 á meðan stækkun ál- versins í Straumsvík átti sér stað og bygging Norðuráls. Áhrifin eru líka sýnileg í byggðunum sem eru næst álverinu á Grundartanga, þar hefur íbúum fjölgað og atvinnu- ástandið er mun betra en áður.“ Meðal þeirra sem fluttu erindi á málþinginu voru Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi, Vífill Karlsson lektor við Viðskiptahá- skólann á Bifröst, Smári Geirsson formaður bæjarráðs Fjarðabyggð- ar, auk sérfræðinga frá Norðuráli, ýmissa ráðgjafa en í lok málþings- ins fóru fram pallborðsumræður. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar - og viðskiptaráðherra, flutti ræðu á mál- þingi um stóriðju og samfélag á Vesturlandi á föstudaginn. Hér er hún ásamt Helgu Gunnarsdóttur, formanni Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi, sem er fremst á myndinni. Samfélagið á tímamótum í þróun orkufreks iðnaðar HÓPUR stúdenta úr háskólum á landsbyggðinni sem og á höfuðborg- arsvæðinu hefur tekið sig saman og stofnað félag stúdenta með skóla- gjöldum. Í tilkynningu segist stjórn félagsins telja að skólagjöld séu rétt og góð leið til að bæta kennslu, að- búnað og til lausnar á öðrum vanda- málum sem blasi við háskólunum. Félagið telur að mikilvægt sé að leyfa nemendum að taka þátt í kostn- aði við nám sitt. Aukin framlög rík- isins til menntunar fullorðins fólks komi niður á skattgreiðendum og þar með nemendum að loknu námi. Eðlilegt sé að nemendur taki þátt í kostnaði við nám sitt þar sem ábati námsins sé réttilega þeirra. Félagið hyggst á næstunni kynna tillögur sínar í málefnum háskóla á Íslandi. Vefsetur félagsins hefur slóðina www.skolagjold.is Stúdentar vilja skóla- gjöld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.