Morgunblaðið - 21.03.2004, Side 21

Morgunblaðið - 21.03.2004, Side 21
stinasig@mbl.is athugað á stórum hópi karlmanna í samfélaginu,“ segir Sigurður Páll. Oft þekktir af árásargirni Fyrir rúmum áratug var gerð rannsókn á Gotlandi þar sem mark- visst var unnið að því að bæta greiningu starfsfólks heilsugæsl- unnar á þunglyndi og var litið á þetta sem lið í forvörnum gegn sjálfsvígum. Með þessu tókst að draga úr tíðni sjálfsvíga en einungis meðal kvenna. Þegar farið var að skoða þau til- vik karla sem tóku líf sitt kom í ljós að þeir höfðu sumir hverjir leitað til heilsugæslunnar á þriggja mánaða tímabili fyrir andlát en þá undir öðru yfirskini, s.s. vegna bakverkja. Þessir einstaklingar voru þó oft þekktir meðal starfsfólks fé- lagsþjónustu og lögreglu vegna árásagjarnrar hegðunar, svo sem barsmíða og drykkjuláta. „Hvatvísi og örlyndi er þekkt sjúkdómseinkenni hjá þeim sem hafa of hátt magn kortisóls í lík- amanum,“ segir Bjarni. Hann bend- ir á að lengi hafi verið talið að lang- varandi hátt magn kortisóls leiði til lækkunar á boðefninu serótónín í heila en þunglyndi er m.a. rakið til skorts á serótóníni. Mest er af kort- isól í líkamanum á morgnana og á það þá að hressa okkur og vekja. Minnst er svo af því á kvöldin og truflar það þá ekki svefn. Bjarni segir að talið sé að þessi dægur- sveifla truflist við langvarandi streitu og álag og að magn kortisóls hækki hvorki né lækki að ráði yfir daginn heldur sé viðvarandi hár styrkur kortisóls í líkama viðkom- andi. „Vitað er að áfengisdrykkja lækkar kortisól til skemmri tíma sem leiðir þá til slökunar en að langvarandi drykkja hækkar magn kortisóls sem ýtir þá undir hvatvísi, félagslega einangrun og árásar- girni. Lífefnafræðilegur hluti rann- sóknarinnar reynir því að varpa ljósi á þessi tengsl,“ segir Bjarni. Svo unnt væri að greina sérstök depurðareinkenni karla var ákveðið að nýta niðurstöður Gotlandsrann- sóknarinnar og útbúa sérstakan spurningalista fyrir karla þar sem spurt var um önnur og víðari þung- lyndiseinkenni en þau sem eru al- geng hjá konum. Þunglyndi er algengur og alvar- legur sjúkdómur sem getur haft langvarandi áhrif á heilsu og lífs- gæði, segir Ólafur Þór og bætir við að þunglyndi sé einn af þeim sjúk- dómum sem valdi hvað mestu fjár- hagslegu tjóni fyrir samfélagið, t.a.m. með fjarvistum frá vinnu. Misjafnt er hvernig þunglyndi hefst. Það getur komið snögglega t.d. með áfalli á borð við ástvina- missi en það getur einnig byrjað óljóst og verið sveiflukennt. „Þegar þunglyndi kemur í kjölfar áfalls er öllum augljóst hvað hefur gerst, or- sakir nokkuð ljósar og tiltölulega auðvelt að bregðast við og vinna úr áfallinu,“ segir Ólafur Þór. „Þá má gera ráð fyrir að sjúkdómurinn gangi hratt yfir og góð líðan náist fljótt aftur.“ En þunglyndi getur þróast á margbreytilegan hátt og getur hafist á óljósan máta og verið sveiflukennt. Einstaklingur sem er undir langvarandi álagi getur þróað smátt og smátt með sér aukinn þunglyndis-, kvíða- og streituein- kenni. Að lokum fer viðkomandi að líða illa, þ.e. hann verður þunglynd- ur. Þá getur hann fundið fyrir breytingum á hegðun og sjálfs- stjórn, er kannski orðinn pirraðri, á erfiðara með að einbeita sér og út- haldið hefur minnkað. „Þannig má segja að þunglyndið hafi læðst að manni undir álagstíma á kannski nokkrum mánuðum og að hinn þunglyndi venst því jafnvel að líða illa. Í þeim tilvikum er ekki eins sjálfgefið að fólk leiti sér meðferð- ar. Það eru margar samverkandi ástæður fyrir þunglyndinu, s.s. streita, áföll, áhyggjur og heilsu- brestur,“ segir Ólafur og Sigurður Páll bætir við að enn sé lítið vitað með vissu um orsakir þunglyndis og að til séu einstaklingsbundnar með- ferðir sem henti öllum. Þess vegna er rannsóknin nú svo mikilvæg. Hópurinn, hefur netfangið sud- urnesjamenn@hotmail.com. Morgunblaðið/Golli MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 21 SÍMI 530 1500 Hefur flú fengi› i›gjaldayfirliti›? Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2003. Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina nóvember og desember sl. vanti á yfirlitið. Mikilvægt a› bera saman yfirlit og launase›la! Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hefur verið af launum þínum í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsamlegast hafðu samband við viðkomandi fyrirtæki og/eða innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk. Gættu réttar flíns! Mikilvægt er að fullvissa sig um að upplýsingarnar um iðgjöldin til lífeyrissjóðsins sem tilgreind eru á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt lífeyrisréttindi glatast. N O N N I O G M A N N I • 1 1 6 8 0 • s ia .i s Skrifstofa sjó›sins er opin frá kl. 8.30–16.30, Húsi verslunarinnar 4. og 5. hæ›, 103 Reykjavík Til sjó›félaga www.live.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.