Morgunblaðið - 21.03.2004, Side 39

Morgunblaðið - 21.03.2004, Side 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 39 SUNNLENSKI málmblásarahóp- urinn Hekla heldur tónleika í Sel- fosskirkju, kl. 17 í dag, sunnudag. Flutt verða verk eftir Tylman Sus- ato, G.F. Handel, Chris Hazell og Raymond Premru. Málmblásarahópurinn hóf æfing- ar nú eftir áramótin. Meðlimir koma allir af Suðurlandi, þ.e. frá Selfossi, Þorlákshöfn, Hveragerði og Hvols- velli. Allir eru þeir núverandi eða fyrrverandi kennarar eða nemendur Tónlistarskóla Árnesinga. Hljóð- færaleikarar á trompet eru: Jóhann Stefánsson, Jón Óskar Guðlaugsson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Unnur Heiða Harðardóttir. László Czenek leikur á F-horn. Á básúnur leika S. Eyþór Frímannsson, Hermann G. Jónsson, Ian Wilkinson. Barí- tónhorn: Páll Sigurðsson leikur á baritónhorn, Róbert A. Darling á túbu og slagverksleikari er Stefán I. Þórhallsson. Málmblásarasveitin Hekla. Málmblásarar á Selfossi Afmælisrit til heiðurs Aðalgeiri Kristjánssyni VINIR Aðalgeirs Kristjánssonar, skjalavarðar og fræðimanns, hafa tekið höndum saman við Bókaútgáf- una Hóla um að gefa út afmælisrit honum til heiðurs, en Aðalgeir verð- ur áttræður í maí. Í afmælisritinu, Aðalgeirsbók, verður úrval greina eftir Aðal- geir. Í ritinu verð- ur einnig heilla- óskaskrá (Tabula gratulatoria), þar sem þeir geta feng- ið skráð nafn sitt sem vilja óska Að- algeiri til hamingu á þessum tíma- mótum, um leið og þeir gerast kaupendur að bókinni sem koma mun út í lok maí næstkomandi. Í ritnefnd eru sagnfræðingarnir Jón Þ. Þór, sem skrifar jafnframt inngang um lífshlaup Aðalgeirs, Guð- jón Friðriksson, Gunnar F. Guð- mundsson, Ragnheiður Kristjáns- dóttir og Sigríður Svana Pétursdóttir. Velunnarar Aðalgeirs geta skráð sig á heillaóskalistann á netfangi Hóla, holar@simnet.is eða haft sam- band símleiðis við útgáfuna. Aðalgeir Kristjánsson Söngur og ljóð í Seltjarnar- neskirkju LISTVINAFÉLAG Seltjarn- arneskirkju gengst fyrir menn- ingardagskrá í kirkjunni kl. 15 á morgun, sunnudag. Pétur Gunnarsson rithöfundur, sem nú les Passíusálm- ana í RÚV, fjallar um sálmana, höf- und þeirra, persónur og atvik úr písl- arsögunni. El- ísabet F. Ei- ríksdóttir sópransöngkona syngur Máríusöngva eftir ýmis tónskáld við undirleik Pavels Manaseks. Margrét Helga Jó- hannsdóttir leikkona les nokk- ur þeirra ljóða sem henni eru kærust. Ennfremur er þetta síðasta sýningarhelgi á málverkum Gunillu Möller í kirkjunni. Pétur Gunnarsson Portrett- myndir af for- setum borg- arstjórnar SÝNING á portrettmyndum af fyrr- verandi forsetum borgarstjórnar sl. 50 ár hefur verið sett upp í borg- arstjórnarhúsi Ráðhúss Reykjavík- ur. Sýningin er í tilefni þess að ný- lega var afhjúpuð portrettmynd af Guðrúnu Ágústsdóttur, fyrrverandi forseta borgarstjórnar. Myndina af Guðrúnu málaði Georg Guðni en aðr- ar myndir á sýningunni málaði Einar Hákonarson. Portrettmynd af Al- bert Guðmundssyni er í einkaeign. Auk Guðrúnar og Alberts eru myndir af Magnúsi L. Sveinssyni, Páli Gíslasyni, Markúsi Erni Anton- ssyni, Sigurjóni Péturssyni, Ólafi B. Thors, Gísla Halldórssyni og Auði Auðuns. Sýningin er opin á skrifstofutíma til 1. apríl. ♦♦♦ KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópran og Jón Ólafur Sigurðsson organisti halda tónleika í Hjallakirkju annað kvöld kl. 20. Flutt verður m.a. Messa fyrir söngrödd og orgel eftir Josef Rheinberger, Páskaaría úr Messíasi eftir Handel, Ég veit að lausnari minn lifir, Pie Jesú eftir Fauré, Pan- is angelicus eftir César Franck og tveir sálmar Hallgríms Péturssonar í tónsetningu eftir Jón Leifs. Einnig verða flutt orgelverk eftir Bach, Buxtehude, Brahms, Pál Ísólfsson og fleiri. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Sverrir Kristín R. Sigurðardóttir og Jón Ólafur Sigurðsson á æfingu í Hjallakirkju. Sópran og orgel í Hjallakirkju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.