Morgunblaðið - 21.03.2004, Síða 64

Morgunblaðið - 21.03.2004, Síða 64
64 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Svínið mitt © DARGAUD EKKI KALLA MIG FRÚ SKÓLASTJÓRA. KALLIÐ MIG BARA FRÚ ÞANGAÐ TIL KENNARINN YKKAR KEMUR ÚR VEIKINDALEYFI JÁ FRÚ SKÓLASTJÓRI ÉG VEIT AÐ ÞIÐ ERUÐ GÓÐ Í LANDAFRÆÐI. REYNIÐ NÚ AÐ SKRIFA UM ÍSLAND. SÉRSTAKLEGA ÞINGVELLI PASSIÐ YKKUR AÐ SKRIFA EKKI BARA BULL... ÞVÍ ÉG HEF KOMIÐ ÞANGAÐ OFTAR EN EINU SINNI! HMM FRÚ! ÉG HEF ALDREI KOMIÐ ÞANGAÐ! EKKI ÉG HELDUR! NOTIÐ HUGMYNDAFLUGIÐ. SKRIFIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ HAFIÐ HEYRT SKRIFIÐ BARA EITTHVAÐ FALLEGT UM ÞINGVELLI KENNARINN SETTI STÓRT EX OG GAF HENNI NÚLL... LESTU ÞETTA SJÁLF OG GÁÐU HVORT ÞÚ SKILUR ÞETTA! GROIN Á ÞINGVÖLLUM ER FALLEGT GUFUBAÐ Grettir Grettir Smáfólk HVERT ERT ÞÚ AÐ FARA? EKKI NEITT HINGAÐ OG EKKI LENGRA LEITT AÐ KOMA SEINT ÞAÐ ÞYKIR ÞÉR ÖRUGGLEGA NÚNA ÞEGAR VIÐ ERUM BÚIN MEÐ SKÓNA OF ÁVEXTINA SÆLL... ÞÚ HEFUR VERIÐ VALINN Í SÉRSTAKT VERKEFNI ÞEGAR MAÐUR ER VALINN Í SÉRSTAKT VERKEFNI AF YFIRHUNDINUM ÞÁ KVEÐUR MAÐUR ALLA OGDRÍFUR SIG! ÉG HEF ALDREI HITT NEINN SEM HEFUR VERIÐ VALINN Í VERKEFNI AF YFIR- HUNDINUM ÁÐUR BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. RÓM er borg borganna, og það eru mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast þessari miklu menningar- borg, ég hef aldrei séð aðra eins fegurð á einum stað, og ég ráðlegg öllum sem ekki hafa farið til Rómar að kynna sér söguna og fá sér bók um Róm, og vera vel undirbúin þeg- ar farið er af stað, það sparar tíma og gefur tækifæri á að sjá meira á þeim stutta tíma sem viðkomandi hefur. Einnig að hafa gott vegakort af borginni. Mínir uppáhaldsstaðir í Róm eru Colosseo-hringleikahúsið sem er stórkostlegt og alltaf jafn yfirþyrm- andi og fallegt, og Piazza Navona sem er stór listamannagarður, þar koma listamenn saman til að mála og selja verkin sín, þar er í desem- ber stór jólamarkaður sem gaman er að skoða. Einnig elska ég katta- garðinn sem er alveg yndislegur, þar er kattaathvarf svipað og Katt- holt hér heima, og þar er hugsað aðdáunarvel um kettina í borginni, þeir eru feitir og pattaralegir og þeim líður mjög vel þarna. Róm er talin vera í hópi þeirra sjö staða í veröldinni sem hafa lækningamátt, það er svo mikill kraftur þarna það er ólýsanlegt, hver einstaklingur verður að upp- lifa það á sinn hátt. Róm skiptist í marga borgar- hluta, og mig langar til að benda ykkur á San Lorenzo sem er ekki langt frá aðalbrautarstöð Róma- borgar, ef þið eigið leið um þessa yndislegu borg. San Lorenzo er há- skólahverfið í Róm, það er stutt frá miðbænum, og er ekta rómanskt hverfi. Nú er Rómaborg að gera þennan borgarhluta upp, og þarna eru mörg skemmtileg gallerí, mjög frægir og góðir matsölustaðir, frá- bærir pítsustaðir og vínsmökkunar- staðir. Þarna er líka útimarkaður sem er opinn á morgnana alla daga nema á sunnudögum frá 8 til 13, og oft er hægt að gera reyfarakaup á fatnaði og búsáhöldum og ýmsum öðrum skemmtilegum hlutum. Strætó gengur á milli San Lor- enzo og miðbæjarins og hann er merktur 71, það er mjög auðvelt að læra á strætókerfið í Róm. Og það er hægt að kaupa strætómiða í öll- um tóbaksbúðum og eru þær merktar með stóru T. Nú sem stendur er ljósmynda- sýning á útimarkaðinum í San Lor- enzo. Þar eru ótrúlega skemmtileg- ar myndir frá síðari heims- styrjöldinni, t.d. af því hvernig San Lorenzo var sprengd upp, og er það eini borgarhluti Rómaborgar sem varð fyrir loftárásum bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. Í San Lor- enzo búa um það bil 250 þúsund manns, og er þessi borgarhluti orð- inn mjög eftirsóttur og það er frek- ar erfitt að fá leigðar íbúðir þar, mikið af háskólafólki sækist eftir að vera þar því hverfið er öruggt og þjónustan öll við höndina. Bæði ódýrar matarbúðir og útimarkaður, sem er mjög fjölbreyttur. Ég vil benda á að þar eru nokkur góð hót- el, og þeir sem vilja upplifa hvernig það er að vera í ekta rómversku umhverfi ættu að vera í San Lor- enzo, þeir verða ekki sviknir af því. Það er stutt að fara niður í miðbæ, það tekur ekki nema um það bil 10 mínútur í strætó. Síðan tekur mað- ur aftur strætó 71 til baka, þetta er ódýr og góður kostur, og um leið upplifir maður Rómaborg beint í æð. Kveðja og góða ferð. INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Klapparstíg 7, Njarðvík. Róm Frá Ingigerði Guðmundsdóttur: OPIÐ bréf til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þegar sýslumenn hættu að rann- saka og dæma mál þótti mörgum það réttarbót. Núna rannsakar Samkeppnis- stofnun og úrskurðar. Að minnsta kosti er ætlast til að það sé gert í þeirri röð. Talin var hætta á að sýslumenn gætu ruglast á verkröðinni og því var því kerfi breytt. Ég þykist vita að hættan á slíkum ruglingi sé aug- ljóslega margfalt meiri þegar kemur að miklum fjárhagslegum hagsmun- um en t.d. umferðarlagabrotum. Slíkt kerfi, einkanlega ef það er eftirlitslaust, býður þeirri hættu heim að veiklundaðir einstaklingar falli í freistni. Því var það að ég spurði viðskiptaráðuneytið hvort það vildi leggja mat á tiltekið verk- lag, sem mér þótti einsýnt að sam- rýmdist hvorki lögum né góðum stjórnsýsluháttum. Ráðuneytið svaraði þessu þannig að Samkeppn- isstofnun væri sjálfstæð stofnun og því væri þýðingarlaust að beina kvörtunum vegna starfa Samkeppn- isstofnunar til ráðuneytisins. Jafn- framt benti ráðuneytið mér á að beina slíku erindi til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Það hef ég gert, en árangurinn er rýr og því hef ég ákveðið að skrifa opið bréf þar sem nauðsynlegt er að upplýsa hvert réttaröryggi borgaranna er gagnvart opinberri stofnun og hvaða kæruleiðir eru færar. Spurningin er svona: „Þar sem af- staða áfrýjunarnefndar til formhlið- ar þessa máls er ekki ljós, þá óska ég með vísan til 7. greinar stjórn- sýslulaga eftir upplýsingu um hvort áfrýjunarnefnd samkeppnismála telji sig hafa stöðu til að hafa áhrif á starfsaðferðir Samkeppnisstofnun- ar, að því gefnu að tilefni sé til þess.“ SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, eigandi Eðalvara. Samkeppnisstofnun, sjálfstæð eða eftirlitslaus? Frá Sigurði Þórðarsyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.