Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 74
74 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nýja-Sjáland er langt í burtfrá Íslandi. Svo langt íburtu að tímamismun-urinn er heilir þrettán klukkutímar. Nýsjálendingar eru m.ö.o. þrettán klukkustundum fyrri til að sjá framtíð breytast í nútíð. Keisha Castle-Hughes, borin í Ástralíu en uppalin í Nýja-Sjálandi (eins og svo margir) svaf þannig vær- um svefni þrettán stundum áður en símasamtalið við íslenska blaðamann- inn átti sér stað. Klukkan var enda 6.30 að morgni að íslenskum stað- artíma og blaðamaður að kroppa svefnstírur. En Keisha var nýbúin að kyngja kvöldmatnum og að klára heimalærdóminn. „Þetta er allt í lagi, þú ert ekkert að trufla mig. Kom hvort eð er engu í verk, var eiginlega bara að horfa á sjónvarpið, að stelast,“ segir hún glaðlega. Sambandið er slæmt og undirstrikaði óþarflega mikið þessa miklu fjarlægð milli okkar. Töggur í stelpu Það er greinilega töggur í stelpu, svarar af ákveðni og full sjálfstrausts, þroskuð miðað við aldur. Enda hlýtur það veganesti að vera nauðsynlegt þeim sem ætlar sér að verða góður leikari einungis þrettán ára að aldri. „Það er skrýtið að vera að tala við einhvern á Íslandi,“ segir hún og meinar það. „Eitthvað sem aldrei hef- ur hvarflað að manni að ætti eftir að gerast.“ „Er það ekki eitt af því sem er svo spennandi við alla þessa athygli, að upplifa hluti sem þú hefur aldrei gert þér í hugarlund áður.“ „Jú, heldur betur. Þetta er æð- islegt. Svo spennandi.“ Það er örugglega undarlegt að vera í hennar sporum, að þurfa að starfa og virka í fullorðinna heimi, þetta ung. Veita viðtöl og þurfa að segja eitthvað af viti við blaðamenn hvaðan- æva úr heiminum. Hvernig er hægt að ætlast til þess af einhverjum svo ungum, jafnvel þótt hann hafi hæfi- leika sem jafnist á við það sem hinir fullorðnu geta best. „Auðvitað datt mér aldrei í hug að ég ætti eftir að leika í bíómynd, hvað þá að hún myndi njóta slíkrar al- heimshylli. Þetta er eiginlega yf- irþyrmandi tilhugsun fyrir eins unga manneskju og mig.“ – Hefur lífið breyst mikið hjá þér eftir allt þetta „havarí“? „Já og nei. Þetta hefur náttúrlega verið ótrúleg reynsla sem ég bý að og hefur örugglega mótað mig heilmikið sem persónu. En samt finnst mér ég, þegar upp er staðið, alveg sú sama. Er bara í skólanum, læri heima og umgengst sömu vinina og áður. Ætli aðalmunurinn sé ekki að nú vita allir hver maður er.“ – Og hvernig kanntu við það? „Fyrst fannst mér það voðalega spennandi og skemmtilegt en svo vandist það og fór eiginlega að verða einum of mikið. Nú held ég að ég sé búin að læra að lifa með því og að leiða það hjá mér. Allir í skólanum eru líka mjög hjálpsamir og skilja vel að mig langar ekkert að fá öðruvísi með- höndlun en hinir krakkarnir.“ – En það verður kannski ekki aftur snúið fyrir þig núna? „Nei, ég er heldur ekkert að gera mér vonir um það. Skiptir því mestu að reyna að laga sig að breyttum að- stæðum. Ég legg sjálf mest upp úr því að geta verið eins mikið og ég get með fjölskyldunni.“ Það var í skólanum í Mt Wellington sem Keisha Castle-Hughes var upp- götvuð. Þar var umboðsmaðurinn sem uppgötvaði Anne Paquin, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta aukahlutverk í Píanó aðeins 12 ára gömul, að leita dauðaleit að stúlku sem gæti farið með hlutverk frum- byggjastelpunnar Paikeu sem mætir ofsalegu mótlæti hjá afa sínum vegna þess að hún er ekki drengurinn sem hann óskaði sér að myndi í beinan karllegg taka við af sér leiðtoga- Prinsessan Paikea Hún er þrettán bráðum fjórtán og er skólastelpa í Mt Wellington í Nýja-Sjálandi. En hún er líka orðin fræg leikkona og búin að fá sína fyrstu Óskarsverðlaunatilnefningu. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Keishu Castle-Hughes sem fer með hlutverk Paikeu í Whale Rider. Keisha Castle-Hughes leikur aðalhlutverkið í myndinni Whale Rider Jack Black fer á kostum í geggjaðri grínmynd sem rokkar! Sýnd kl. 3 og 10.20. Sýnd kl. 5.30 og 8.  SV Mbl  Skonrokk Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Frumsýning Frá leikstjóranum Mel Gibson Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma HP. Kvikmyndir.com (Píslarsaga Krists) HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 10.10 . B.i. 12. Allra síðustu sýningar Kl. 1.40, 3.45, 5.50 og 8. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Frábær gamanmynd frá leikstjóra There´s Something About Mary og Shallow Hal r r fr l i stj r r ´s t i t r ll l Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslenskum texta FRUMSÝNING Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 16 ára. 11 Óskarsverðlaun Yfir 95.000 gestir Fleiri börn...meiri vandræði! Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 16 ára. HP. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. (Píslarsaga Krists) R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R I FERMINGARTILBOÐ Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 ı Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 Myndsmiðjan Egilsstöðum ı Framköllunarþjónustan Borgarnesi ı Filmverk Selfossi Fujifilm stafræn myndavél A310, allt að 6 milljónir díla, með 128MB auka minniskort kr. 35.500 Pentax Sjónauki 8x21 kr. 5.950 F lo tt ar fe rmi ngargjafir! Pentax Espio 60V 35-60mm með þremur Fuji filmum kr. 7.990 A310 Sjónaukar 8x21 Allir viðskiptavinir geta, til loka apríl, tekið þátt í ferðaleik Fujifilm – ferðavinningur að verðmæti kr. 250.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.