Morgunblaðið - 26.03.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.03.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ́UNGIR DÓMAR Hæstiréttur dæmdi í gær liðlega fertugan karlmann í fimm og ½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni sem stóðu í tólf ár. Aðeins einu sinni áður hefur verið felldur jafnþungur dómur í máli af þessu tagi. Þá hefur Hér- aðsdómur Reykjavíkur dæmt hálf- fertugan karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum og brot á barna- verndarlögum. Vilja verjast hryðjuverkum Hollendingurinn Gijs de Vries hefur verið skipaður í nýtt embætti yfirmanns hryðjuverkavarna Evr- ópusambandsins. Þetta var ákveðið á fundi leiðtoga ESB í Brussel í gær. Þeir náðu einnig samkomulagi um ráðstafanir til að auka samstarf lögreglu og leyniþjónustu í nafni efldra hryðjuverkavarna um alla álfuna. Vöruðu við hættu á hruni Eftirlitsaðilar Landsvirkjunar sendu verktakafyrirtækinu Imp- regilo og undirverktökum skriflega athugasemd um hættu sem stafaði af grjóthruni viku áður en banaslys varð í gljúfrinu undir Fremri- Kárahnjúk. Öryggistrúnaðarmaður Arnarfells segist einnig margoft hafa kvartað vegna hrunhættu í gljúfrinu áður en banaslysið varð. Portúgal óskar eftir aðstoð Portúgalar hafa beðið Atlants- hafsbandalagið um leggja til AWACS-eftirlitsflugvélar í tengslum við öryggisviðbúnað á Evrópumótinu í knattspyrnu. Lægra verð sjávarafurða Vísitala sjávarafurðaverðs hefur lækkað um 3,5% í ísl. kr. talið frá því í desember til loka febrúar. Mælt í SDR er hins vegar um ör- litla hækkun að ræða. Sé litið aftur til 1. september 2001, er lækkunin í einstökum afurðaflokkum á bilinu 13 til 23%. Formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva, segir þetta þyngja rekstur sjávarútvegsfyrirtækja verulega. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 44 Viðskipti 11/12 Minningar 44/52 Erlent 16/21 Umræðan 53/58 Heima 22 Kirkjustarf 57 Höfuðborgin 24 Bréf 62 Akureyri 25/26 Dagbók 64/65 Suðurnes 26/27 Staksteinar 64 Austurland 29 Sport 66/69 Landið 30/31 Leikhús 70 Listir 3235/30 Fólk 70/77 Daglegt líf 36/39 Bíó 74/77 Forystugrein 40 Ljósvakamiðlar 78 Þjónusta 43 Veður 79 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá nemendum Háskólans í Reykjavík. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is  Tískuveldið Karen Millen  Arnaldur Indriðason í Þýskalandi  Dómaraparið Stefán og Gunnar  Eftirminnileg tímabil í lífi ólíkra einstaklinga  Íslenskur arkitekt í New York  Geisladiskarekkar  Fljúgandi stólar og logandi hellur  Áhrif frá Coco Chanel  Lífrænt ræktað Á SUNNUDAGINN Sunnudagur 28.03.04 ARNALDUR INDRIÐASON RITHÖFUNDUR ER Í ÞÝSKALANDI ÞAR SEM BÆKUR HANS NJÓTA MIKILLA VINSÆLDA HIN EINA SANNA KAREN MILLEN Nokkrir ólíkir Íslendingar á mismunandi aldri staldra við og deila eftirminnilegu tímabili í lífi sínu EIGANDI skammbyssunnar, sem voðaskot hljóp úr mánu- daginn 15. mars síðastliðinn og varð Ásgeiri Jónsteinssyni 12 ára að bana, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á Sel- fossi og kannast við að eiga umrædda byssu. Byssan var keypt erlendis fyrir nokkrum árum og flutt ólöglega til landsins samkvæmt upplýs- ingum sýslumannsins á Sel- fossi. Ekkert leyfi er fyrir vopninu. Lögreglan á Selfossi sem rannsakar málið bíður nú nið- urstöðu úr rannsóknum, krufningu og tæknirannsókn á byssunni. Viðurkennir eign á ólöglegri skammbyssu HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 27. júní 2003 í meiðyrðamáli sem Bjarni F. Einarsson, umsækjandi um kennarastarf í fornleifafræði við Háskóla Íslands, höfðaði gegn þremur dómnefndarmönnum sem meta áttu hæfi hans. Hin átöldu um- mæli voru í þeim hluta dómnefnd- arálits sem fjallaði um umsækjand- ann og sagði áfrýjandi, Bjarni, að þar fram kæmu ýmis órökstudd um- mæli sem hefðu vegið að æru hans og persónu. Hin átöldu ummæli í áliti dóm- nefndar voru annars vegar: „Þar slær hann [Bjarni] fram fullyrðing- um sem ekki eru byggðar á neinum rökum, en það er hreint og beint ábyrgðarleysi“ og „Tilgangi rann- sóknarinnar var því ekki náð og illa var farið með almannafé.“ Um fyrri ummælin segir Hæsti- réttur að þau hafi verið röng og meiðandi fyrir Bjarna og til þess fallin að skerða fræðimannsheiður hans. Um síðari umælin segir Hæstiréttur að þau hafi falið í sér siðferðisdóm, sem væri meiðandi fyrir Bjarna, enda tilhæfulaus og óviðurkvæmileg í dómnefndaráliti. Ummælin voru því dæmd ómerk og dómnefndarmenn dæmdir til að greiða Bjarna 100 þúsund krónur auk 500 þúsund króna í málskostn- að. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Garð- ar Gíslason og Pétur Kr. Hafstein. Lögmaður Bjarna var Jakob R. Möller hrl. og lögmaður dómnefnd- armanna Hörður F. Harðarson hrl. Umsækjandi um kennarastöðu við Háskóla Íslands vinnur meiðyrðamál í Hæstarétti gegn dómnefndarmönnum Ummæli dómnefndar- innar talin meiðandi ÓLAFUR Ingi Jónsson, forvörður hjá Morkinskinnu, segir það hafið yfir allan vafa að mynd, sem eignuð var Jóhannesi Kjarval og til stóð að bjóða upp í næstu viku hjá Bruun Rasmussen í Kaup- mannahöfn, sé fölsuð. Ólafur Ingi skoðaði myndina undir innrauðu og útfjólubláu ljósi í húsnæði forvörsludeildar danska Þjóðminjasafnsins í Kaup- mannahöfn í gær. Sagði hann að nokkur atriði gæfu til kynna að ný mynd hefði verið máluð yfir eldra verk. Til dæmis væri aug- sýnilegt að málað hefði verið yfir undirliggjandi sprungur. Mynd- málið væri ólíkt stíl Kjarvals, enda væri myndin afar ófag- mannlega unnin, og undirskriftin kæmi ekki heim og saman við verk hans. Undir útfjólubláu ljósi væri litur myndarinnar enn- fremur mjög dökkur og einsleitur og án flúrljómunar, sem benti til þess að málningin væri ekki göm- ul. Að sögn Ólafs Inga stendur til að skoða myndina með röntgen- tækni innan skamms, en þá ætti upprunalega verkið að koma í ljós undir yfirmálningunni. Hann hyggst einnig taka sýni úr máln- ingunni til að efnagreina bindi- efnið í henni og bera saman við gögn Raunvísindastofnunar Há- skóla Íslands er tengjast hinu umfangsmikla fölsunarmáli á Ís- landi. Eftirlíking af slökustu gerð „Það er mjög dapurlegt að þessi mynd hafi komist í umferð, bæði á Íslandi og í Danmörku,“ sagði Ólafur Ingi. „Það er ekki hægt að tala um snilli í neinum skilningi í sambandi við þetta verk, ekkert sem lýtur að heið- arlegri glímu við listina. Þetta er augljós eftirlíking og það af slök- ustu gerð.“ Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu telur Ólafur Ingi að myndin, sem átti að bjóða upp hjá Bruun Rasmussen í lok mán- aðarins undir heitinu Pige med harpe, sé eftirlíking af málverk- inu Landslag leikið á píanó eftir Kjarval, en það er í eigu Lista- safns Íslands. Hætt var við sölu myndarinnar eftir að grunsemdir vöknuðu um að hún væri fölsuð, en Bruun Rasmussen er eitt virt- asta uppboðshús Danmerkur. Eigandinn er Dani, sem ekki vill láta nafns síns getið, en sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði keypt myndina á uppboði hjá Galleríi Borg í maí árið 1994, en þar var hún boðin upp undir heitinu Vorkoma. Kvaðst hann mjög áfram um að komist yrði til botns í málinu. Morgunblaðið/Aðalheiður Þorsteinsdóttir Ólafur Ingi Jónsson forvörður skoðar myndina í húsnæði forvörsludeildar danska Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn í gær. Myndin án nokkurs vafa fölsuð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.