Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 11

Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 11 ÚR VERINU SVEITARSTJÓRN Súðavíkurhrepps hefur samþykkt samhljóða viljayfirlýsingu um stofnun fyrirtækis um rækjuveiðar- og vinnslu í Súðavík. Nafn hins nýja fyrirtækis verður Frosti hf. og verða hlut- hafarnir tveir, Súðavík- urhreppur og Hrað- frystihúsið-Gunnvör hf. Frá þessu er greint á fréttavef BB í gær. Þar segir ennfremur: „Í vilja- yfirlýsingunni kemur fram að HG leggur fram eignir tengdar rekstri rækjuverksmiðjunnar. Þær eignir eru eftirtaldar: Varanlegur rækju- kvóti 1.956 tonn sem metinn er á rúm- ar 586,7 milljónir króna eða um 300 krónur á hvert kg. Rækjuveiðiskipið Andey ÍS ásamt fylgihlutum. Mat- verð skipsins er rúmar 137 milljónir króna. Fasteignir og lóðir í Súðavík sem metnar eru á 130 milljónir króna og vélar og framleiðslutæki sem met- in eru á tæplega 99 milljónir króna. Samtals verður því verðmæti fasta- fjármuna hins nýja félags tæpar 953 milljónir króna. Eignunum fylgja langtímaskuldir að því marki að eigið fjárframlag HG verður 220 milljónir króna. Auk þess mun HG veita hinu nýja félagi víkjandi lán að upphæð 60 milljónir króna. Þá verða afurða- og rekstrarvöru- birgðir tengdar rækjuvinnslu seldar hinu nýja félagi á kostnaðarverði. Súðavíkurhreppur leggur fram hlutafé að upphæð 180 milljónir króna og eignast þannig 45% í félag- inu. Þá er þess getið í viljayfirlýsing- unni að skip HG veiði fyrir Frosta hf. þann kvóta sem Andey kemst ekki yf- ir að veiða á sama verði og greitt er fyrir afla Andeyjar. Skip HG veiða eigin rækjukvóta og leggja upp í verk- smiðju Frosta á sama verði og almennt gerist í viðskiptum. Vörumerkið „Frosti“ fylgir ekki með inn í hið nýja félag, en félaginu verður heimil notkun þess samkvæmt nánara samkomulagi. Þá verður gert hluthafasamkomulag á milli aðila þar sem m.a. verður kveðið á um stjórn- skipulag félagsins, meiri háttar ákvarðanir um fjárfestingar og sölu eigna og annað sem talið er nauðsyn- legt að fjalla um í samkomulagi aðila. Í framhaldi af samþykktinni lét sveitarstjórnin bóka eftirfarandi: „Markmið sveitarstjórnar með svo mikilli aðkomu sveitarfélagsins, er að tryggja atvinnu og efla rækjuvinnslu og útgerð í Súðavík enn frekar.“ Á fundinum kynntu Ómar Jónsson sveitarstjóri og Guðmundur Kjart- ansson endurskoðandi hreppsins rekstraryfirlit rækjuverksmiðju og rækjuveiða HG fyrir árin 2000–2003 og einnig rekstraráætlun hins nýja félags fyrir árin 2004–2008 ásamt stofnefnahagsreikningi. Ómar Jóns- son sveitarstjóri sagði að gert væri ráð fyrir að vinna úr um 5.000 tonnum af hráefni hjá Frosta og að velta þess yrði um einn milljarður króna á ári í fyrstu. Ómar sagði að fyrirtækið yrði formlega stofnað á næstu dögum og væntanlega myndi hið nýja félag hefja starfsemi um miðjan apríl. Hann sagði reiknað með því að fyr- irtækinu yrði stjórnað í nánu sam- starfi við HG og sami framkvæmda- stjóri yrði yfir báðum fyrirtækjunum. Nýtt fyrirtæki í rækju stofnað á Súðavík Hraðfrystihúsið Gunnvör og Súða- víkurhreppur einu hluthafarnir VERÐMÆTI Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hefur lækkað að undan- förnu og er nú 8,2 milljarðar króna að mati Greiningardeildar Íslandsbanka. Miðað við útistandandi hluti í SH er verðmatsgengi SH 5,5. Verðmatsgeng- ið er 3,5% lægra en gengi í síðustu við- skiptum með bréf SH í Kauphöll Ís- lands. Greining ÍSB mælir hvorki með kaupum né sölu á hlutabréfum í SH miðað við núverandi gengi á markaði og ráðleggur fjárfestum að markaðs- vega bréf félagsins í eignasöfnum sem taka mið af samsetningu hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Í frétt Greiningar ISB segir að af- koma SH á síðasta ári hafi valdið von- brigðum. „Rekstur OTO gekk illa og afkoma stærstu dótturfélaga, Icelandic USA og Coldwater Seafood í Bret- landi, var lakari en vonir stóðu til. Á hinn bóginn hefur afkoma verksmiðj- unnar í Redditch farið batnandi og skilaði hún hagnaði á síðari helmingi ársins eins og vonir höfðu staðið til. Niðurfærsla hlutabréfa í Scandsea og söluhagnaður hlutabréfa í Pescanova einkenndu afkomu liðins árs. SH keypti rækjufyrirtækið Ocean to Ocean (OTO) í Bandaríkjunum í fyrra. Áhrif þeirrar fjárfestingar og kaup á verksmiðju sem framleiðir kælda til- búna rétti í Bretlandi árið 2002 skýra 8% vöxt tekna SH á síðasta ári, þrátt fyrir lækkun dollarans sem er mikil- vægasti gjaldmiðillinn í tekjum SH. Á þessu ári gerir Greining ÍSB ráð fyrir að tekjur SH vaxi um 9,6% sem skýrist af áhrifum af OTO. Starfsemi OTO og verksmiðjunnar í Redditch er í örari vexti en önnur starfsemi SH og verður vöxtur SH samkvæmt spá Greiningar ÍSB örastur í Bandaríkjunum og Bret- landi á komandi árum. Árið 2005 er áætlað að tekjur SH aukist um 6,6%. Draga mun úr vextinum á komandi ár- um og verður árlegur vöxtur til fram- tíðar, samkvæmt spá Greiningar ÍSB, 4%. Á næstu fjórum árum áætlar Grein- ing ÍSB að álagning (vörusala – kostn- aðarverð seldra vara) verði svipuð og á liðnu ári eða 10,1 ¿ 10,3% af vörusölu. Gert er ráð fyrir að álagning hækki smámsaman í 10,6% fyrir lok spátíma- bilsins en í þeirri spá felast væntingar um bætta afkomu OTO og verksmiðj- unnar í Redditch. Hagnaður SH fyrir afskriftir á þessu ári er áætlaður 2,8% af veltu sem er sama EBITDA-framlegðarhlutfall og í fyrra. Spá Greiningar ÍSB gengur út á að EBITDA-framlegð í rekstri SH hækki á næstu þremur árum í 3,4% og verði til framtíðar. Vænst er hlutfalls- legrar lækkunar annars rekstrar- kostnaðar en að launakostnaður hækki hlutfallslega lítið eitt. Í framhaldi af kaupum SÍF á 23% hlut í SH er að mati Greiningar ÍSB líklegt að látið verði reyna á samein- ingu SH og SÍF eða samstarf sem fæli í sér sameiningu dótturfélaga á ákveðnum markaðssvæðum. Síðustu mánuði hefur eignarhald SH verið félaginu til trafala en skort hefur kjölfestufjárfesta til framtíðar. Í þessu verðmati er litið á starfsemi SH eins og hún er í dag og ekki tekin af- staða til sameiningar við SÍF eða önn- ur fyrirtæki. Gerð er 14,0% nafnávöxtunarkrafa til eigin fjár SH,“ segir í hinu nýja verðmati. Verðmatsgengi SH lækkar um 3,5% UM HUNDRAÐ manns sóttu opinn borgarafund um skipulagsmál Reykjavíkurborgar sem haldinn var í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær. Þar var fjallað um öll helstu skipulagsmál sem liggja fyrir borg- inni, þar á meðal skipulag Hafn- arsvæðisins og Mýrargötusvæðisins, lagningu Sundabrautar, færslu Hringbrautar og fleiri smærri mál. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- maður skipulags- og bygginga- nefndar, fjallaði um málin, en Eirík- ur Hjálmarsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, stýrði fundi. Sagði Steinunn Valdís ólíkar hugmyndir um hentugri útfærslu Sundabrautar milli Reykjavíkurborgar og Vega- gerðarinnar, en Vegagerðin legðist gegn valkosti borgarinnar, ytri leið- inni, vegna þess að hann væri dýrari. Sagði hún borgina hallast að ytri leiðinni vegna þess að þar væri um að ræða umhverfisvænni valkost auk þess sem betri tenging myndaðist við miðbæinn. Þá sagði Steinunn hugmyndir um lögn Hringbrautar í stokk óraunhæfar og ekki mögu- legar vegna kostnaðar. Eftir framsögu Steinunnar Val- dísar tóku til máls Elísabet Gísla- dóttir, formaður Íbúasamtaka Graf- arvogs, Gísli Þór Sigurþórsson, formaður Íbúasamtaka Vest- urbæjar, Páll Ásgeir Davíðsson, lög- fræðingur í átakshópi Samtaka um betri byggð og Höfuðborgarsamtak- anna, og Sigurður G. Steinþórsson, gullsmíðameistari og kaupmaður við Laugaveg. Fögnuðu allir fram- sögumenn áformum um þéttingu byggðar, sérstaklega í hugmyndum að nýju skipulagi Mýrargötusvæð- isins, en þó var lýst eftir uppruna- legum tilgangi Sundabrautar og þess óskað að að honum yrði aftur horfið, meðal annars með skjótari tengingu út á Kjalarnes. Að loknum framsögum sátu fulltrúar borgaryfirvalda fyrir svör- um og spurðu fundarmenn að mestu leyti almennra spurninga um skipu- lagsmál, framtíðarsýn og almanna- varnir. Sagði þó einn fundarmanna samgönguyfirvöld ríkisins halda skipulagsyfirvöldum Reykjavík- urborgar í gíslingu, þar sem ríkið ætti stofnbrautir og héldi utan um allar fjárveitingar til vegafram- kvæmda. Borgarafundur um skipulagsmál Reykjavíkur í Ráðhúsinu Morgunblaðið/Sverrir Vegagerðin og Reykjavík- urborg deila um kostnað HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Jón Kristjánsson, heimsótti Hugarafl í Heilsugæslunni við Drápuhlíð í gær og þáði þar kaffi og með því. Hugarafl er nýstofnað félag ein- staklinga sem átt hafa við geðræn vandamál að stríða en eru nú á batavegi og berst félagið m.a. fyr- ir því að þeir sem þurfa að nota geðheilbrigðisþjónustu geti haft áhrif á hana með ýmsum hætti og miðlað þar með af reynslu sinni. Að sögn Bergþórs G. Böðv- arssonar hjá Hugarafli tók ráð- herra vel í hugmyndir Hugarafls um stofnun Hlutverkaseturs, þ.e. kaffihúss sem yrði samtvinnað margskonar starfsemi á borð við útgáfustarfsemi, fræðslu, vinnu við tenglakerfi, margs konar rann- sóknarvinnu og starfsþjálfun o.s.frv. Segir Bergþór menn hafa verið sammála um að slík starf- semi væri best komin í miðbæ Reykjavíkur. Í dag kl. 9 hefst ráðstefna fé- lagsmálaráðuneytisins um málefni fatlaðra á Hótel Nordica en hún ber yfirskriftina Góðar fyr- irmyndir. Þar er lögð áhersla á það sem vel hefur verið gert í þágu fatlaðra. Morgunblaðið/Jim Smart Garðar og Berglind, sem starfa með Hugarafli, tóku á móti heilbrigð- isráðherra í gær. Ráðherra kynnti sér starfsemi Hugarafls. Heilbrigðisráðherra heimsækir Hugarafl „ÞAÐ er rætt og rætt en engar af- stöður eða neitt ákveðið á borðinu enn sem komið er.“ Þannig lýsir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunn- skólakennara, stöðu kjaraviðræðna félagsins og samninganefndar Launa- nefndar sveitarfélaga. Haldinn var formlegur samninga- fundur í húsnæði ríkissáttasemjara í gær og er boðað til næsta fundar á mánudaginn. Kjarasamningur grunn- skólans er laus frá og með næstkom- andi fimmtudegi 1. apríl. Birgir Björn Sigurjónsson, formað- ur samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga, segir lítið að fregna af gangi viðræðnanna. „Þetta voru ágætar viðræður en það liggja engar niðurstöður fyrir,“ segir hann. Að sögn Finnboga eru viðræðurnar í svipuðum farvegi og hann átti von á. „Það þýðir að það er í raun ekkert uppi á borði, hvorki til eða frá.“ Samninganefndirnar hafa m.a. ver- ið að ræða saman um breytingar á vinnutíma og fleira en stærstu áherslumálin s.s. launabreytingar hafa enn ekki komið til umræðu. Kjarasamningur grunnskólans rennur út í næstu viku „Það er í raun ekk- ert uppi á borði“ TVÍTUGUR karlmaður var handtek- inn af lögreglunni í Keflavík rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi en á honum fundust tvö grömm af marijúana. Við húsleit heima hjá manninum fundust 18 grömm af efninu til viðbótar. Var honum sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Fundu 20 grömm af marijúana ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.