Morgunblaðið - 26.03.2004, Qupperneq 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
24 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Höfuðborgarsvæðið | Óskýrður
munur á heildarlaunum karla og
kvenna sem starfa hjá Reykjavíkur-
borg er 15%, en 19% þegar undan eru
skildir grunnskólakennarar, að því er
fram kemur í samanburðarkönnun á
launum karla og kvenna hjá Kópa-
vogsbæ.
Launamunur kynjanna reyndist
mestur í Reykjavík þegar saman eru
borin nokkur sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu. Í Kópavogsbæ er
munurinn um 5%, en 9% þegar
grunnskólakennarar eru undanskild-
ir, í Hafnarfirði er munurinn 8% og
12%, og í Mosfellsbæ 6% og 12%.
Munurinn á Reykjavík og Kópavogi,
sem er minnstur, er því 10 prósentu-
stig.
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri
Kópavogsbæjar, segist ánægður með
stöðu jafnréttismála í Kópavogi eins
og þau koma fram í könnuninni. „Það
væri mikið vanþakklæti ef við værum
ekki sáttir við stöðuna, því það kemur
í ljós að við erum í algerum sérflokki.“
Niðurstöður jákvæðar
fyrir Kópavog
Skýrsluhöfundar segja niðurstöð-
urnar mjög jákvæðar fyrir Kópa-
vogsbæ, og Sigðurður tekur undir
það. „Meðaltalið úr hinum ýmsu
könnunum sem við höfum séð er um
8%, þar erum við með 9%, og Reykja-
vík með 19%,“ segir Sigurður.
Í tilkynningu frá bæjarfulltrúum
Samfylkingarinnar í Kópavogi segir
að könnunin sýni að konur og karlar
sem vinna hjá Kópavogsbæ njóti ekki
sömu launakjara þrátt fyrir yfirlýsta
stefnu bæjarins um launajafnrétti.
Bæjarfélagið verði að vinna mark-
visst að því að jafna launamun karla
og kvenna.
„Samfylkingin telur nauðsynlegt
að kanna stöðuna reglulega eins og
jafnréttisáætlunin segir til um og
grípa til markvissra aðgerða nú þegar
til að vinna bug á launamun kynjanna
hjá Kópavogsbæ,“ segir í fréttatil-
kynningu flokksins.
Um er að ræða fyrstu samanburð-
arkönnunina á launum karla og
kvenna hjá Kópavogsbæ. Um gerð
könnunarinnar sá Viðskiptaráðgjöf
IBM og er miðað við launatölur frá
nóvember 2002.
Launamunur
kynjanna mest-
ur í Reykjavík
!" #$%&
! "
#$
#
%
'()#* +
,
-
.$)/$ +
,
00& +
"#0
& +
1$
. + "
*3
$3
$
4
*3
$3
$
Reykjavík | Reykjavíkurráð ung-
menna fundaði með fulltrúum
borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykja-
víkur í gær og ræddu fulltrúar
ungmenna ýmis mál sem á þeim
brunnu við borgarfulltrúana.
Ungmennaráðið lagði fram fjöl-
margar tillögur, þar á meðal um
vinnureglur nemendaráða, sér-
kennslu fyrir bráðger börn, að-
stöðu til íþróttaiðkunar, lífsleikni-
kennslu, lýsingu í Elliðaárdalnum
o.fl.
Erla María Markúsdóttir mælti
fyrir tillögu um aukna lífsleikni-
kennslu í grunnskólum. Hún sagði
að rétt væri að byrja enn fyrr að
kenna lífsleikni en gert er í dag og
sagði kennsluna ekki nægilega
markvissa. Fræða þyrfti nemendur
um fleira en fíkniefni og ábyrgt
kynlíf, t.d. átraskanir og fjármál.
Sérkennsla fyrir bráðger börn
Gunnar Torfi Ólafsson lagði til
fyrir hönd nemenda að sérkennsla
fyrir bráðger börn yrði bætt stór-
lega. Hann benti á að óeðlilegt yrði
að teljast að bráðger börn þyrftu
að borga 12.000 kr. á önn fyrir
þátttöku í verkefninu Bráðger
börn, enda dytti að sjálfsögðu eng-
um í hug að láta þau börn borga
sem þurfa á annars konar sér-
kennslu að halda. Einnig benti
Gunnar á lélegt samræmi í hæð
borða og stóla fyrir nemendur, og
bauð borgarfulltrúum að prófa
nokkra stóla sem nemendur höfðu
með í för.
Erla María Jónsdóttir lagði aftur
á móti áherslu á að íþróttaaðstaða í
Breiðholtinu yrði bætt. Hún skýrði
fundarmönnum frá því að ómögu-
legt væri fyrir allar íþróttagreinar
að fá inni í íþróttahúsum hverf-
isins, og í raun væru þau uppbókuð
fyrir hefðbundnar boltaíþróttir og
því ekkert pláss fyrir aðrar íþrótt-
ir, eins og fimleika, frjálsar íþrótt-
ir, tennis, badminton, blak o.fl.
Unglingaráð fundar með borgarfulltrúum
Þurfa fræðslu um
fleira en fíkniefni
Morgunblaðið/Ásdís
Málin rædd: Þórólfur Árnason borgarstjóri og Gunnar Torfi Ólafsson nem-
andi ræddu málefni ungs fólks í Reykjavík fyrir fundinn í Ráðhúsinu í gær.
Í pontu: Átta nemendur komu í
pontu og fluttu tillögur sínar.
Opnunartími: Mánudaga-föstudaga frá kl. 8:30-18:00
Veislubakkar á
tilboðsverði,
verð frá 399 kr. Skútuvogi 4 - www.gg.is
Allir velkomnir
Duni í miklu úrvali á góðu verði
Duni dúkarúllur 1,5mx25m á tilboðsverði 3.299 kr.
Mikið úrval af Mónu páskaeggjum
(einnig Mónuegg fyrir sykursjúka & fyrir þá sem hafa mjólkuróþol)
Gripið & Greitt - Allt fyrir veisluna á sama stað
Móna glöð í bragði
Opið
Laugardag
frá
kl. 10:00-16:00