Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 1
Lífið í
Newcastle
Höfundur Eldað með Elvis og Billy Elliott
sækir efnivið í heimabæ sinn | 12
Tímaritið og Atvinna í dag
Tímarit Morgunblaðsins | Tískuveldið Karen Millen Lífrænt
ræktuð matvæli Hönnun hluta og fata Atvinna | Starfsaldur á
fjórða þúsund ára Heimildir til lífsýnatöku hjá starfsmönnum
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300
STOFNAÐ 1913 86 . TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Serbneska þingið samþykkti á
föstudag ályktun þar sem því er
lýst yfir að Kosovo-hérað sé óað-
skiljanlegur hluti af Serbíu. Í
ályktuninni sem var samþykkt
samhljóða er gert ráð fyrir að
Serbar í Kosovo hljóti sjálfsstjórn.
28 létust og 3.600 misstu heimili
sín í átökum í Kosovo í síðustu
viku.
Vojislav Kostunica, forsætisráð-
herra Serbíu, sagði í umræðum á
þingi að allt tal um „fjölþjóðlega
paradís … væri útópía“. Kostunica
hefur áður lagt til að Kosovo verði
skipt upp í kantónur að svissneskri
fyrirmynd.
Forystumenn Kosovo-Albana
hafa hafnað þeirri hugmynd.
Margir málsmetandi stjórnmála-
menn á Vesturlöndum taka undir
gagnrýni Kosovo-Albana um hve
hægt hafi gengið að taka afstöðu
til sjálfstæðis Kosovos, þar á með-
al Richard Holbrooke, fyrrverandi
sáttasemjari Bandaríkjastjórnar.
Margir stjórnmálaskýrendur telja
að þótt hugmyndin um fjölþjóðlegt
Kosovo hafi beðið hnekki, kunni
atburðir síðustu vikna að greiða
fyrir lausn mála.
Serbar vilja aðskilnað
Pristina. Morgunblaðið.
Kosovo/10
ÍSLENSKIR brimbrettakappar láta kuldann ekki á sig fá og
þeir alhörðustu, eins og Erlendur Þór Magnússon, sem lét
öldufaldinn bera sig á bretti úti fyrir Þorlákshöfn á föstudag,
fara u.þ.b. 50 sinnum á ári út í öldurnar. „Við bíðum eftir að
það komi lægð inn að landinu og vindáttin sé góð. Hún verður
að vera út á móti öldunum til að þær brotni flottar,“ segir Er-
lendur. Brettakappar þurfa því að sæta lagi. „Þegar það er
brim verður maður bara að fara. Hætta því sem maður er að
gera og leggja af stað,“ segir Erlendur. Hann segir að harð-
asti kjarni brimbrettaiðkenda hér á landi sé um 8–10 manns,
karlar og konur, en telur að 20–25 eigi bretti. Þau nota blaut-
búninga, skó og hettur til að verjast kulda. „Þetta er fínt á
haustin, þá er sjórinn búinn að hitna yfir sumarið og maður
finnur ekki fyrir því. Núna er sjórinn frekar kaldur og maður
getur bara verið úti í tvo tíma, þá er maður orðinn kaldur.“
Morgunblaðið/RAX
Brimbrettakappar á öldufaldi við Þorlákshöfn
STÓRBÆTT tannheilsa íslenskra
barna veitir svigrúm til þess að
breyta áherslum varðandi þátttöku
ríkisins í kostnaði við tann-
læknaþjónustu og hætta að mis-
muna fólki eftir aldri og sjúkdómum.
Þetta kom fram í erindi sem Reynir
Jónsson, yfirtannlæknir Trygg-
ingastofnunar ríkisins, flutti á mál-
þingi Tannlæknafélags Íslands í gær
um tannheilsu íslenskra barna.
Endugreiðslualdur í 20 ár
„Gildandi almannatryggingalög
heimila að mínu mati ekki að elli- og
örorkulífeyrisþegum sé veitt boðleg
þjónusta á kostnað sjúkratrygginga.
Þó að það þætti t.d. eðlilegt árið
1974 að banna greiðslur sjúkra-
trygginga fyrir krónur og brýr er
það okkur til vansa að þetta ákvæði
skuli enn standa óbreytt þrjátíu ár-
um síðar. Þessu þarf að breyta.
Næstu skref ættu svo að vera að
hækka endurgreiðslualdurinn sem
fyrst í 20 ár til samræmis við önnur
Norðurlönd. Minn draumur er að
verkið verði svo fullkomnað í fyr-
irsjáanlegri framtíð og munnholinu
verði aftur leyft að teljast fullgildur
hluti mannslíkamans og njóta sömu
réttinda gagnvart sjúkratrygg-
ingum og aðrir líkamspartar hafa.
Þá fyrst hafa öll skrefin verið stigin
til fulls,“ sagði Reynir.
Hann sagði að leysa þyrfti verk-
efnaskort meðal tannlækna vegna
bættrar tannheilsu barna og offjölg-
unar í stéttinni á annan hátt en með
auknum kaupum sjúkratrygginga á
forvörnum fyrir börn. Fram kom í
máli hans að kostnaður við forvarnir
væri fjórfalt hærri á Íslandi en í Sví-
þjóð sem skýrðist m.a. af því að í Sví-
þjóð beittu menn minni forvörnum
og sjaldnar en hér en samt væri
tannheilsa barna í Svíþjóð jafngóð
og á Íslandi.
Vill rannsóknir
Jón Kristjánsson heilbrigð-
isráðherra vék í ávarpi sínu að þeirri
fullyrðingu forsvarsmanna Tann-
læknafélagsins að tannheilsa barna
á Íslandi væri með því besta sem
þekktist í heiminum og sagðist ráð-
herra fagna því en kvaðst þó vilja sjá
niðurstöður rannsókna á þessu.
Fram kom í máli heilbrigð-
isráðherra að tölur frá Hagstofunni
sýndu að útgjöld heimilanna vegna
tannlækninga hefðu ekki aukist eins
mikið og útgjöld vegna annarra
þátta í heilbrigðiskerfinu.
Yfirtannlæknir Tryggingastofnunar ríkisins á málþingi um tannheilsu barna
Munnholið njóti sömu rétt-
inda og aðrir líkamspartar
!
!
FINNSKA póstþjónustan hefur fitj-
að upp á nýmæli sem líklega á eftir
að slá í gegn. Nú geta við-
skiptavinir hennar pantað frímerki
með mynd af því,
sem þeim er kær-
ast, sjálfum sér
ef því er að
skipta, unnust-
unni, unnust-
anum, hund-
inum, kettinum eða öðru sem þeim
þykir vænt um.
Timo Henriksson var ekki í nein-
um vafa þegar opnað var formlega
fyrir þessa þjónustu í fyrradag.
„Pablo skal á frímerki,“ sagði hann
við sjálfan sig en Pablo er hvítur
völskuhundur.
Með þessu er póstþjónustan að
bregðast við mikilli samkeppni við
farsímann og SMS-skilaboðin og
hugsunin sú að bjóða upp á eitthvað
„varanlegra og verðmætara“ en
rafrænu boðin. Ekki verður þó orð-
ið við hvaða óskum sem er og klám
og pólitík er bannað.
Ljóst er að mikill áhugi er á
þessu í Finnlandi auk þess sem
rignt hefur yfir póstþjónustuna fyr-
irspurnum frá öðrum Evr-
ópulöndum og Asíu.
„Pablo skal
á frímerki“
Helsinki. AP.