Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 20

Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 20
20 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skoðaðu ferðatilboðin okkar! www.nordur.is KOMDU NORÐUR um páskana og skemmtu þér! Útivist! Skíðaparadís! Sundlaugarfjör! Huggulegheit! Rómantík!Vélsleðaferðir! A th yg li A ku re yr i jarðböðin við mývatn VÁ! Það er eiginlega ólýs-anlegt hvernig það er aðvera staddur á úrslita-kvöldi Músíktilrauna.Klisjan segir að það sé rafmagn í lofti. En það furðulega er samt að það er rafmagn í loftinu þetta kvöld. Gleði, spenna, stuð – jafnvel ör- vænting og eldheitar vonir. Hver verður hlutskarpastur? Ef einhver vill upplifa þessar tilfinningar þá ætti sá hinn sami að mæta á úrslitakvöld Músíktilrauna því þar er allt þetta og meira í gangi. En keppnin sem slík skiptir samt sístu máli þegar allt kemur til alls. Yf- irlýst markmið er reyndar að tónlist- armenn keppi sín á milli. Hver sé „bestur“. En aðalatriðið er að sjálf- sögðu það sem þessi árlega uppá- koma gerir fyrir íslenskt tónlistarlíf. Að veita ungum og upprennandi tón- listarmönnum færi á að spila í a) góðu kerfi, b) fyrir framan áhorfendur og c) fyrir framan dómnefnd sem rýnir al- varlega og af ástríðu í tilteknar sveit- ir. Verðlaunasæti og ekki verðlauna- sæti – þetta er það sem skiptir máli fyrst og síðast. Sjáið 200.000 naglbíta. Þeir lentu í þriðja sæti á sínum tíma (1995). Að grufla hressilega í grasrót- inni og hvetja hana áfram, það er mál- ið númer eitt, tvö og þrjú. Músíktilraunirnar í ár voru um margt merkilegar. Svo virðist sem ægivald Kurt Cobain og félaga sé að minnka. Þriggja gripa grugg er ekki það sem er endilega málið í dag. Hljómsveitir eru nú greinilega farnar að reyna sig meira við raddanir og melódískari, um margt flóknari stef. Tilraunirnar í ár voru engu að síður undirlagðar af rokki og meira rokki en engu að síður var sýnin víð og breið innan þess blessaða geira. En tölvu- menn, rapparar og lúðurþeytarar – mætið á næsta ári í unnvörpum! Mús- íktilraunir hafa nefnilega og eiga fyrst og síðast að snúast um fjöl- breytni. Hverjir hafa líka sigrað? Dúkkulísur (kvennapönk), Greifarnir (gleðipopp) og Infusoria/Sororicide (dauðarokk). Og núna melódískt og fallegt furðupopp. Þrjú efstu böndin í ár voru sann- arlega að viðurkenningunni komnar. Tony the Pony frá rokkbænum Húsa- vík landaði þriðja sæti. Hreint ótrú- lega fullbúin sveit og söngvarinn/gít- arleikarinn fædd stjarna. Lada Sport úr Hafnarfirði hafnaði þá í öðru sæti. Afskaplega skapandi rokksveit þar sem vinnukonugripin, G, C og D áttu einfaldlega ekki upp á pallborðið. Fyrsta flokks skapandi rokktónlist. Mammút sigraði svo og það réttilega. Lagasmíðar fyrsta flokks, frumlegar mjög, samspil gott og öll ára í kring- um sveitina heil. En ef það var ein- hvern tíma vafi þá jarðaði söngkona sveitarinnar, Katrína Mogensen, hann á staðnum. Einstaklega sjarm- erandi framvörður sem vafði salnum létt um fingur sér. Blaðamaður settist niður með sveitarmeðlimum korteri eftir að úr- slit lágu fyrir og eðlilega voru krakk- arnir ringlaðir. Allt að gerast og með- Mammút sigraði í Músíktilraunum Loðfíllinn lifir! Rokksveitin Mammút úr Reykjavík sigraði á úr- slitakvöldi Músíktilrauna sem fram fór á föstudags- kvöldið í Austurbæ. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við meðlimi stuttu eftir að úrslit voru ljós. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sigurinn kom Mammút óneitanlega nokkuð á óvart. Katrína Mogensen, söngkona Mammúts.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.