Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 41 ✝ Kristín Ermen-reksdóttir fædd- ist í Reykjavík 19. janúar 1919. Hún lést í Kaupmannahöfn 29. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ingunn Ein- arsdóttir, f. 13. október 1887, og Er- menrekur Jónsson trésmíðameistari, f. 16. febrúar 1886. Systkini Kristínar eru: Einar Ermen- reksson, látinn; Guð- jón Ermenreksson, látinn; Guðmundur Ermenreks- son (alnafni hans), lést í bernsku; Svanlaug Ermenreksdóttir, f. 5. september 1925. Kristín eignaðist tvær dætur. Þær eru Hrafnhildur Vera Rodgers, gift Arnóri Sveinssyni. Þau eiga sex börn. Ingunn Olsen, gift Erik Olsen, Ingunn á tvo syni frá fyrra hjónabandi en eina dóttur með Erik. Kristín vann ýmis störf á árum áður en lengst af í smjörlík- isgerð Ragnars í Smára, og í eldhús- inu á Borgarspítal- anum. Síðustu árin vann hún í af- greiðslu Sundlaugar Breiðholts eða þar til hún hætti 70 ára göm- ul. Útför Kristínar var gerð frá Fossvogskapellu 14. janúar. Hinn 29. desember sl. var okkar elskaða móðir, tengdamóðir og amma skyndilega hrifin burt. Henn- ar er sárt saknað. Það er undarleg til- finning að hún skuli ekki oftar koma til okkar í Danmörku en hingað hafði hún komið mörgum sinnum á ári sl. 35 ár. Hún datt niður heima hjá okk- ur seint um kvöld án þess að hafa ver- ið veik áður. Það var strax farið með hana á Bisbebjerg Hospital og kom þá í ljós að hún hafði fengið alvarlegt heilablóðfall sem ekki varð við ráðið. Ég og Sara dóttir mín, 10 ára, sátum hjá henni þangað til hún skildi við snemma morguns. Hún hélt í hendur okkar beggja. Sara mín teiknaði strax mynd af hjarta og skrifaði: Ég elska þig amma. Síðan lagði hún blað- ið á brjóst ömmu sinnar. Hjúkrunar- konan kom inn og bað Söru að hjálpa sér að opna gluggann upp á gátt svo að sálin hennar ömmu gæti flogið upp til Guðs. Nú voru drengirnir mínir, Jónas og Jakob, komnir ásamt Erik manninum mínum. Frænkur mínar Hanna og Ingunn komu með fyrsta flugi frá Íslandi en aðeins of seint til þess að kveðja ömmu sína lifandi. Einnig kom Kristín Björk, systir þeirra, frá Jótlandi. Þær sátu hjá okkur lengi og kvöddu hana þannig. Það var mikill stuðningur að fá þær því margt þurfti að gera varðandi flutninginn heim. Við vorum svo lán- söm að geta farið til Íslands og verið við jarðarförina. Við munum alltaf minnast mömmu með þakklæti og söknuði. Allir vinir hennar hér í Dan- mörku munu minnast hennar sem góðrar, duglegrar og hjálpsamrar konu. Sérstaklega Gerða og Gunnar í Bisserup sem eru miklir vinir fjöl- skyldunnar. Þau tóku á móti mér 17 ára að aldri þegar ég kom fyrst til Danmerkur og reyndust mér sem bestu fósturforeldrar. Við þökkum mömmu allt það góða sem hún gerði fyrir okkur. Ingunn og fjölskylda. Þú varst um margt mjög sérstök kona, amma mín. Mjög jarðbundin og skipulögð en um leið fagurkeri og dul. Þú hafðir unnið fyrir þér og þín- um frá unglingsaldri og leystir öll störf óaðfinnanlega af hendi og með miklum sóma. Sögur úr hattabúðinni, úr tíð þinni hjá Ragnari í Smára og úr eldhúsinu á Borgó fengu dularfullan blæ í þinni frásögn. Lífið hafði ekki farið um þig mjúk- um höndum alla tíð og markaði það sín för í sál þína og hjarta og viðmót þitt bar þess oft merki. En þú varst sterkust í mótbyr og þegar þú gast aðstoðað aðra í erfiðleikum. Svo ótrú- lega sjálfstæð og réttlætiskenndin rík. Þú lifðir fyrir dætur þínar og barnabörn og seinna barnabarna- börn. Alltaf á þönum. Oftast fyrir aðra. Þú varst í essinu þínu þegar þú gast útréttað eitthvað fyrir vini, frænkur, frændur eða okkur barnabörnin. Þú veittir mér athvarf í Grýtu- bakkanum öll menntaskólaárin mín og þar átti ég ótalmargar stundir við próflestur menntaskólaáranna. Inni á milli var spáð í bolla og slegið á létta strengi, þú sagðir sögur og hvattir mig áfram. Grunnurinn var lagður. Þegar ég fór síðan til háskólanáms í Kaupmannahöfn varstu dugleg að heimsækja mig og það gladdi mig mikið að fá sendingarnar frá þér með flatkökunum, kindakæfunni, Cheer- iosinu og Prins pólónu – þú vissir hvernig átti að gleðja við hvert tæki- færi. Það eru svo ótalmargar minningar, margt broslegt en sumt alvarlegra. Þú kunnir að þegja yfir leyndarmál- um, bæði þínum eigin og annarra. Þú varst traust og trygg þínum. Það varð þér mikið áfall þegar mamma veiktist. Þú hafðir alltaf ver- ið svo náin henni og hún þér mikil stoð og stytta. Þú gerðir þér ekki grein fyrir umfangi veikindanna fyrstu árin, ekkert frekar en við hin, en eftir því sem sannleikurinn varð ljósari varðstu daprari og daprari og náðir í raun aldrei að sætta þig við þennan nöturlega veruleika. Sorgin var aðgangshörð en þú lést hana aldrei buga þig. Elsku amma. Ég trúi því að þú sért sátt núna og vakir yfir okkur öllum eins og þú gerðir þegar þú varst hér hjá okkur. Ég þakka þér fyrir allt sem þú varst mér, fyrirmynd í elju og dugnaði og umhyggju fyrir ástvinum og hjálpfús í hvívetna. Kristlaug Vera og Markús Hávar biðja á hverju kvöldi bænina sem þú kenndir mér og ég síðan þeim og senda fingurkoss til þín í hvert skipti. Takk fyrir allt. Eitt kann ég kvæði sem Kristur kenndi mér, eilíf ást og gæði í guðs ríki er. Það er happ í heiminum, það er happ í heiminum að haga sér vel. (Höf. ók.) Hanna María, Jón Örn, Krist- laug Vera og Markús Hávar. KRISTÍN ERMEN- REKSDÓTTIR Jón Sævar Jónsson flutti til Bandaríkjanna árið 1958 með konu og þrjú börn. Þau eignuðust svo stúlku í Bandaríkjunum eftir tveggja ára búsetu þar. Jón hafði starfað sem sjómaður á Goðafossi fyrst er þau kynntust en fékk stuttu síðar vinnu á Keflavíkurvelli við pípulagn- ir. Þar hitti hann mikið af bandarísk- um varnarliðsmönnum og komst að því að enskan var mál sem hann JÓN SÆVAR JÓNSSON ✝ Jón Sævar Jóns-son fæddist í Reykjavík 10. júní 1926. Hann lést í Redondo Beach í Kaliforníu 8. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jón Jónsson, f. 10.5. 1869, d. 2.1. 1954, og Guðrún Jónsdóttir, f. 3.2. 1895, d. 16.4. 1983. Jón kvæntist Huldu Birnu Jóns- dóttur 18. apríl 1951 og eignuðust þau fjögur börn, þau eru: 1) Lárus Björn Sævar Jónsson, f. 29.6. 1952, maki Sue Anne Kovatch, 2) Sigrún Jónsdóttir, f. 14.5. 1954, d. 31.5. 1999, synir hennar eru Erik Sævar Griego, og Kristjón Þór Víkingur Griego, 3) Jón Jökull Jónsson, f. 15.1. 1958, maki Þor- gerður Steinunn Ólafsdóttir og 4) Lorraine Lee Jónsdóttir, f. 16.8. 1960. Útför Jóns hefur farið fram. hafði góð tök á. Hann átti í engum vandræð- um með að aðlagast nýju landi og háttum. Fékk strax vinnu við virt fyrirtæki og vann þar allan sinn starfsfer- il sem yfirmaður við- halds, og öðlaðist þar bæði virðingu og vin- skap þeirra sem unnu með honum. Allt sem hann gerði í lífinu gerði hann vel og af krafti. Ferðahugur hans tók hann og fjöl- skyldu hans um öll Bandaríkin og Mexíkó, í ferðir sem sitja eftir í huga þeirra sem eftir eru. Eftir að hann hætti að vinna var hans aðalskemmtun að fara til Las Vegas með konu sinni og hafa gaman af lífinu á þann hátt, sem honum var einum lagið. Þrátt fyrir að hafa búið erlendis meirihluta lífs síns var Ís- land alltaf í huga hans og sérstak- lega húsið þeirra á Lindargötu 28, sem var hans æskuhús með kærum minningum um hans yngri ár. Þetta er húsið þar sem hann byrjaði bú- skap sinn með Birnu, og þrjú af þeirra fjórum börnum fæddust í. Síðast er hann kom til Íslands var dökkur kafli í lífi hans. Dóttir þeirra, Sigrún, var látin og skildi það eftir sár sem aldrei greri. Söknuðurinn var mikill og eftir voru tveir ungir drengir í sárum sem þurftu á afa sín- um og ömmu að halda. Víkingur og Erik gáfu honum gífurlega gleði í líf- inu og elskaði hann þessa drengi af öllu hjarta, og var þeirra tilvera hans stærsta hjálp til að komast yfir sorg- ina. Þrátt fyrir veikindi sem herjuðu á hann missti hann aldrei kímnigáf- una og styrkleikann sem einkenndi allt hans líf, og til enda barðist hann við veikindin sem tóku loks yfirhönd- ina í lífi hans. Elsku Sævar minn, við eigum eftir að sakna þín meir en orð geta lýst. Ég þakka þér fyrir að hafa leyft mér að vera partur af lífi þínu í þennan stutta tíma sem ég hafði með þér. Þorgerður Steinunn Ólafsdóttir og fjölskylda. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Birting afmælis- og minningargreina Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FANNEY J. GUÐMUNDSDÓTTIR, Hraunhvammi 3, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju mánu- daginn 29. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Systrasjóð St. Jósefsspítala. Friðrik Sigfinnsson, Sigríður J. Friðriksdóttir, Mohammad Sardar, Guðfinna H. Friðriksdóttir, Kristín G. Friðriksdóttir, Björgvin Áskelsson, Sigurbjörg G. Friðriksdóttir, Ragnheiður M. Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, HILMARS H. GESTSSONAR vélstjóra, Granaskjóli 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknar- deildar Landspítala, Landakoti, fyrir góða umönnun. Jóhann Óli Hilmarsson, Kristinn Hilmarsson, Gestrún Hilmarsdóttir, Garðar Vilhjálmsson, Eiríkur Hilmarsson, Linda B. Helgadóttir og barnabörn. Hjartkær sonur minn og bróðir okkar, BJÖRN HALLGRÍMUR GÍSLASON, Austurbergi 36, Reykjavík, andaðist á Landspítala við Hringbraut miðviku- daginn 24. mars. Fyrir hönd okkar, Sigrún Einarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR HANNESSON skipstjóri, Vatnsnesvegi 29, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfaranótt föstudagsins 26. mars. Jarðarförin auglýst síðar. María Jónsdóttir, Hannes Einarsson, Laufey Steingrímsdóttir, Sigurlaug Einarsdóttir, Bjarni Ásgeirsson, Margrét Lilja Einarsdóttir, Jón Pétursson, Jón Ben Einarsson, Gerður Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERNA ÞORGEIRSDÓTTIR, Snorrabraut 56, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi laugardaginn 20. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. mars kl. 13.30. Katrín Magnúsdóttir, Erna Hjaltested, Sigfús Þór Sigmundsson, Stefán Hjaltested, Guðrún Hlín Hjaltested, Guðrún Magnúsdóttir, Helgi G. Sigurðsson, Gunnar Páll Helgason, Jóhann Örn Helgason, Sighvatur Magnús Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.