Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 43
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigur›ur
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
✝ Ferdinand Jóns-son fæddist á
Fornastöðum í
Fnjóskadal í S-Þing-
eyjarsýslu 10. apríl
1922. Hann lést á
Dvalarheimilinu Hlíð
9. mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Hólmfríður Jóns-
dóttir, f. á Forna-
stöðum í Fnjóskadal
9. nóv. 1882, d. 13.
janúar 1973, og Jón
Ferdinandsson, f. í
Göngustaðakoti í
Svarfaðardal 9.
ágúst 1892, d. 9. des. 1952. Syst-
ur Ferdinands eru Kristín, Sól-
veig, Ragna, látin, Anna, látin, og
Friðrika.
Ferdinand kvæntist 1950 Þór-
eyju Kolbrúnu Indriðadóttur frá
Skógum í Fnjóskadal, f. 21. apríl
1927, d. 6. des. 1974. Börn þeirra
eru Steinunn, f. 27. febrúar 1950,
í sambúð með Ómari
M. Waage. Synir
Steinunnar og Við-
ars Valdemarssonar
eru: 1) Valdemar
Þór, dóttir hans er
Sunna, og Andri
Geir. 2) Jón Óskar,
f. 16. apríl 1957,
maki Dúa Stefáns-
dóttir, börn þeirra
eru Pétur Freyr,
Þórey Kolbrún og
Kristján Guðni.
Ferdinand var bú-
fræðingur frá
Hvanneyri. Hann
tók við búskap á Birningsstöðum
1951 en áður hafði hann unnið í
Vaglaskógi og um tíma hjá POB.
Ferdinand fluttist til Akureyrar
1958 og réðst þá til Smjörlík-
isgerðar KEA og vann meðan
aldur leyfði.
Útför Ferdinands var gerð frá
Akureyrarkirkju 25. mars.
Kær bróðir er dáinn. Nú kemur
hann ekki oftar í hlað ríðandi á
Hæru sinni eða öðrum góðhesti.
Seinni árin, meðan hann hafði
heilsu til, kom hann á bíl sínum frá
Akureyri, þar átti hann heima eftir
að hann flutti frá Birningsstöðum.
Hann var kvæntur ágætri konu,
Þóreyju Kolbrúnu, dóttur hjónanna
í Skógum, Steinunnar og Indriða,
sem þar bjuggu. Þau eignuðust tvö
börn; Steinunni sem nú vinnur í
Blómabúð Akureyrar og Jón Óskar
sem vinnur við Kísiliðjuna í Mý-
vatnssveit, bæði fjölskyldufólk.
Ferdinand bjó á Birningsstöðum
eftir að faðir okkar lést 1952 til árs-
ins 1958, er hann seldi jörðina og
fór til Akureyrar. Þar vann hann í
Prentsmiðju Odds Björnssonar og
seinna í Smjörlíkisgerð KEA, sem
forstöðumaður síðustu árin, þar til
hann fór á eftirlaunaaldur.
Hann var félagslyndur og trygg-
ur vinur. Oft kom hann austur í dal-
inn í eftirlitsferð eins og ég kallaði
það. Við sátum stundum lengi með
kaffibolla við eldhúsborðið og rifj-
uðum upp ferðir á hestum, sem oft
voru farnar á sunnudögum, sem var
helgur dagur hjá pabba og mömmu.
Þá fórum við austur að Ljósavatni,
inn í Vaglaskóg og auðvitað í messu
að Hálsi.
Oft lá leiðin upp að Vöglum, en
þar bjó vinafólk okkar sem reyndist
okkur vel. Þau áttu líka góða hesta.
Nú eru þessar götur grónar að
mestu.
Það má segja að hestar og ferða-
lög á hestbaki hafi verið snar þáttur
í lífi Ferdinands á yngri árum.
Hann fór margar lengri ferðir á
hestum, bæði í göngur suður á dali
og eins fylgdi hann oft föður okkar
og fleira fólki suður á öræfin. Um
þessar ferðir átti hann líka margar
minningar. Seinna tók bíllinn við
sem fararskjóti, en hann hafði einn-
ig gaman af bílum og var góður bíl-
stjóri.
Ferdinand var ljúfmenni og
traustur félagi, vildi allt fyrir okkur
systur gera, sem var vel þegið.
Hann missti konu sína alltof
snemma og var þess vegna oft ein-
mana. Þá var gott að grípa í bílinn
og keyra út í kvöldsólina.
Hvort sérðu aftur þær sýnir,
hve sólin var öllum góð?
– Blikandi lýstu þér blómavendir
og bernskunnar lokkaflóð.
Lát sólfar og sumarvinda
um sál þína bylgjast nú.
heiðblámans slæður af hnúkum fjalla
í hjartanu geymdir þú –
og angan víðlendra valla
og vængjablak og klið.
Svefnlausra nátta seytlandi unað
og síglaðan vatnanið.
(Stefán frá Hvítadal.)
Vertu sæll bróðir, hafðu þökk fyr-
ir allt.
Systir þín,
Friðrika Jónsdóttir,
Þverá.
FERDINAND
JÓNSSON
✝ Hrönn Þórðar-dóttir fæddist í
Reykjavík 4. maí
1944. Hún andaðist á
Landspítalnum við
Hringbraut 16. mars
síðastliðinn. Hrönn
var dóttir hjónanna
Unnar Albertsdótt-
ur, f. 6. ágúst 1917,
d. 10. febrúar 1996,
og Þórðar Geirsson-
ar, f. 13. mars 1917,
d. 3. júlí 1961, sem
bjuggu í Reykjavík.
Eftirlifandi bræður
Hrannar eru Gunn-
ar, f. 17. september 1945, kvæntur
Rannveigu Viggósdóttur, Geir, f.
31. maí 1953, kvæntur Huldísi Ás-
geirsdóttur og Erlendur Þór, f. 19.
Gígja Hrönn, f. 6. desember 2000
og Kristján, f. 4. ágúst 2003. 2)
Karl Baldvin, f. 18. júní 1982. Hálf-
systkini þeirra bræðra eru 1)
Magnús Jónasson, f. 29. apríl 1958,
kvæntur Ástríði Júlíusdóttur og
Gunnhildur Jónasdóttir, f. 21. maí
1961, gift Sigurjóni Pálssyni.
Hrönn lauk gagnfræðaprófi frá
Austurbæjarskóla árið 1960. Hún
starfaði síðan hjá Nýju Sendibíla-
stöðinni um skeið og hóf síðan
vinnu við skrifstofustörf hjá Versl-
uninni Geysi og var þar skrifstofu-
stjóri til ársins 1978. Samhliða
starfi stundaði hún nám við öld-
ungadeild Menntaskólans í
Hamrahlíð og lauk þaðan stúd-
entsprófi. Hrönn hóf síðan nám í
viðskiptadeild Háskóla Íslands en
sneri sér fljótt af fullum krafti að
rekstri sameiginlegs fyrirtækis
þeirra hjóna, Prentrúnar, þar sem
þau hjónin störfuðu ætíð saman.
Hrönn var jarðsungin frá Mos-
fellskirkju fimmtudaginn 25.
mars.
mars 1956, kvæntur
Guðrúnu Helgu Magn-
úsdóttur.
Hrönn giftist 7. maí
1966 Jónasi Karlssyni,
f. á Ísafirði 16. maí
1941. Foreldrar hans
voru hjónin Karl Leif-
ur Guðmundsson, f. 3.
febrúar 1903, d. 7.
ágúst 1980, og Mar-
grét Soffía Jakobína
Jónasdóttir, f. 14.
september 1915, d. 2.
nóvember 1993.
Synir Hrannar og
Jónasar eru þeir 1)
Þórður Geir, f. 25. júní 1968,
kvæntur Kolbrúnu Kristjánsdótt-
ur, f. 5. október 1968. Börn þeirra
eru Anna Lind, f. 2. maí 1992,
Nú kveðjum við elskulega
frænku okkar og systurdóttur,
Hrönn, sem látin er eftir erfið veik-
indi.
Við minnumst hennar sem ljós-
hærðrar lítillar hnátu sem ólst upp
hjá foreldrum sínum að Barónsstíg
23 í Reykjavík. Við móðursystur
hennar bjuggum í sama húsi ásamt
móður okkar, ömmu Hrannar.
Hrönn var ljúf telpa, skemmti-
lega fljót til máls, vel gefin og varð
fljótt mjög sjálfstæð lítil mann-
eskja. Eitt atvik er mér minnis-
stætt. Í maí 1944 kom móðir hennar
með hana nýfædda til mín, en ég lá
þá veik á Landakotsspítala. Hrönn
var aðeins hálfsmánaðar gömul og
mér fannst hún alveg eins og lítil
falleg dúkka. Ég hélt á henni allan
tímann sem systir mín var í heim-
sókn og ég man enn, tæpum 60 ár-
um seinna, hve hrifin ég var af þess-
ari litlu frænku minni.
Eftir að Hrönn varð fullorðin og
við móðursystur hennar farnar að
eldast, sýndi hún okkur ávallt rækt-
arsemi, heimsótti okkur reglulega,
færði okkur rósir og sýndi þar með í
verki að henni þætti vænt um þess-
ar gömlu frænkur sínar.
Hrönn hafði sterkan lífsvilja og
eftir að hún greindist með alvar-
legan sjúkdóm fyrir um ári var hún
staðráðin í að berjast meðan stætt
væri, sem og hún gerði. Jónas mað-
urinn hennar hefur staðið eins og
klettur við hlið hennar og núna und-
ir það síðasta varla vikið frá henni.
En hún varð eins og svo margir aðr-
ir að lúta í lægra haldi fyrir þessum
illvíga sjúkdómi sem hlífir hvorki
ungum né öldnum.
Oft gengur okkur illa að skilja til-
gang lífsins en við verðum að reyna
að sætta okkur við það sem við
fáum með engu móti breytt. Lífið er
ferðalag sem lýtur ákveðnum lög-
málum. Við fæðumst og við deyjum,
þó lífsgangan sé mislöng. Það sem
skiptir mestu máli í þessari ferð
okkar hér, eru þau spor og þær
minningar sem við skiljum eftir í
hjörtum samferðamanna okkar.
Þær minningar og sú væntumþykja
sem við veitum eða verðum aðnjót-
andi gleymist aldrei.
Hún Hrönn var elskuð og elskaði
á móti. Hún elskaði fjölskyldu sína,
drengina sína og barnabörnin sem
hún var bæði stolt og hreykin af.
Það er því mikill missir fyrir þau að
hún verði að kveðja svo langt um
aldur fram.
Það er nú svo að sumt fólk fer í
gegnum lífið með látum og hama-
gangi en henni frænku okkar fór
best að fara þessa vegferð með hóg-
værð og lítillæti. Hugulsöm og blíð
kona sem hugsaði ávallt meira um
aðra en sjálfa sig. Ljúfmennska
hennar er okkur falleg minning nú
þegar við kveðjum hana. Hún átti
sál sem var bæði góð og hrein. Guð
blessi hana. Við vottum fjölskyldu
hennar, Jónasi, börnum, barna-
börnum og bræðrum hennar okkar
dýpstu samúð. Megi minningin um
litlu ljóshærðu stúlkuna verða ykk-
ur huggun á þessum erfiðu tímum.
Hvíl í friði, elsku frænka.
Dæm svo mildan dauða,
drottinn, þínu barni-
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni,-
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
(M. Joch.)
Magnea Albertsdóttir,
Svanhildur Bára Albertsdóttir.
HRÖNN
ÞÓRÐARDÓTTIR
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning-
@mbl.is, svar er sent sjálf-
virkt um leið og grein hefur
borist) eða á disklingi. Ef
greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsyn-
legt er að tilgreina símanúm-
er höfundar og/eða sendanda
(vinnusíma og heimasíma).
Ekki er tekið við handskrif-
uðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5–15 línur, og
votta virðingu án þess að það
sé gert með langri grein.
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina