Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ 27. mars 1994: „Umræður um vandamál sjávarútvegs- fyrirtækja á Vestfjörðum hafa leitt í ljós, að ekki er ástandið betra á Vest- urlandi, raunar verra, hvort sem litið er til hallareksturs eða eiginfjárstöðu fyrirtækj- anna. [...] Í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði Ólafur Rögnvaldsson, að hann vildi heldur taka undir með þeim, sem aðhyllist gjaldtöku í sjávarútvegi en að láta nú- verandi kerfi viðgangast: „Ekki er heilbrigt að búa við gjöfulustu fiskimið á Íslandi, Breiðafjörðinn, og þurfa að horfa á eftir 60–70% af afla svæðisins út og suður til að- ila, sem braska á svívirðileg- an hátt með kvóta … Sumir kalla þetta hagræðingu en hvers konar hagræðing er það að leggja heilu byggð- arlögin fullkomlega í eyði? … Tonn á móti tonni eru engin kvótaskipti heldur kúgun á fiskverði, það er verið að gera sjómenn að al- gjörum leiguliðum og neyða þá til að landa hjá ein- hverjum kvótafurstum …“ Sturla Böðvarsson alþing- ismaður hefur rétt fyrir sér er hann segir í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtu- dag: „Ég held, að í fram- haldi af þessu þá eigi öllum að vera ljóst, að það þurfi að bregðast við gagnvart sjáv- arbyggðum á Vesturlandi með mjög ámóta, svipuðum hætti og verið er að tala um gagnvart byggðunum á Vestfjörðum.“ . . . . . . . . . . 28. mars 1984: „Helstu keppinautar í smá- söluverslun á höfuðborg- arsvæðinu hafa tekið hönd- um saman og mótmælt þeim kjörum sem þeir njóta hjá útgefendum greiðslukorta. Er svo að skilja að ann- aðhvort fái þeir betri kjör hjá þessum fyrirtækjum eða kostnaður smásöluversl- ananna vegna tilkomu þeirra lendi á neytendum. Vinsæld- ir greiðslukorta sýna að neytendur kunna vel að meta þessa nýju þjónustu. Fyrir um það bil mánuði var verðlagseftirlit afnumið af flestum nauðsynjum heim- ilanna. Nú er það neytenda sjálfra að sjá til þess að verðlagi sé stillt í hóf með því að beina viðskiptum til þeirra aðila sem selja vörur á lægsta verði. Síst af öllu gátu neytendur vænst þess eftir að frjáls samkeppni komst í algleymi milli kaup- manna að þá myndu hinir öflugustu í þeirra hópi hóa sig saman og fara í stríð til að bæta sinn hag og hóta neytendum verri þjónustu vinnist ekki sigur í stríðinu.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að er kunnara en frá þurfi að segja að enn hallar víða á konur í þjóðfélaginu, þrátt fyrir jafnréttisbaráttu und- angenginna áratuga. Nægir þar að nefna launamun kynjanna og lágt hlutfall kvenna á Alþingi og í hvers konar stjórnunarstöðum. Segja má að almenn samstaða sé um að æskilegt sé að tryggja jafn- rétti í reynd, en sem fyrr greinir menn á um hvaða leiðir skuli fara til að ná því marki. Ólíkar leiðir að markinu Umræðan um kynja- kvóta í stjórnmálum og við skipan í nefnd- ir, ráð og stjórnir hef- ur verið nokkuð áberandi undanfarið, bæði hér á landi og í nágrannalöndunum. Atli Gíslason, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, lagði í vikunni fram þingsályktun- artillögu þess efnis að forsætisráðherra verði falið að skipa nefnd sem móti reglur um kynja- hlutföll við ráðningu forstöðumanna ríkisstofn- ana, ráðuneyta og ríkishlutafélaga og við skipan í nefndir og ráð á vegum sömu aðila. „Nefndin geri enn fremur tillögur um sambærilegar regl- ur hjá sveitarfélögum. Þá gefi nefndin álit á því hvort rétt sé að setja lög um kynjahlutföll við val og röðun frambjóðenda stjórnmálaflokka til Al- þingis og sveitarstjórna,“ segir í tillögunni. Í greinargerð segir meðal annars að okkur Ís- lendingum hafi miðað of skammt áleiðis við að jafna stöðu kvenna og að brýnt sé að grípa til raunhæfra aðgerða. „Með virkum stjórnvalds- tækjum er unnt að stuðla að jafnrétti kynjanna og auka áhrif kvenna á stjórn ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja öllum til hagsbóta,“ segir m.a. í greinargerðinni. Svipuð sjónarmið eiga hljómgrunn víða á Norðurlöndum, þar sem ýmsir stjórnmálaflokk- ar hafa til dæmis leitast við að tryggja jöfn kynjahlutföll á framboðslistum sínum með form- legum eða óformlegum kvótum. Ríkisstjórn Kjell Magne Bondeviks í Noregi setti sér fyrir tveimur árum það markmið að hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera myndi ná að minnsta kosti 40% um mitt ár 2006. Í ræðu sem forsætisráðherrann hélt í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars síðastliðinn lýsti hann því yfir að hlutur kvenna í stjórnunar- stöðum hefði aukist um 6% síðan þá og að 40% markinu ætti að verða náð innan tilsetts tíma. Nú eru um 33,9% af um það bil 9.000 stjórn- endum hjá hinu opinbera í Noregi konur. Hlut- fall kvenna í stjórnum skráðra norskra fyrir- tækja er enn lágt, eða 9%, og hyggst stjórn Bondeviks ennfremur setja lög sem kveða munu á um að konur skuli skipa að minnsta kosti 40% stjórnarsæta í fyrirtækjum sem skráð eru í norsku kauphöllinni frá og með árinu 2007. Á Íslandi er þetta hlutfall enn lægra, en í út- tekt sem Morgunblaðið gerði í nóvember síðast- liðnum kom fram að í tíu af fyrirtækjunum fimmtán sem þá skipuðu Úrvalsvísitölu Kaup- hallar Íslands sat engin kona í stjórn. Fimm konur sátu þá í stjórnum fyrirtækjanna fimmtán en 85 karlar. Hlutfall kvenna í stjórnum hinna íslensku stórfyrirtækja var því aðeins 5,3%, sem þýðir að fyrir hverja konu sátu sautján karlar. Danski jafnrétt- isráðherrann andvígur kynjakvótum Í Svíþjóð er útlit fyrir að farið verði að dæmi Norðmanna, en þar hefur jafnréttisráð- herrann, Mona Sahl- in, beitt sér fyrir því að hlutfall kvenna í fyrirtækjum sem skráð eru í sænsku kauphöll- inni skuli ekki vera lægra en 25%. En jafnrétt- isráðherra Danmerkur, Henriette Kjær, tekur hins vegar annan pól í hæðina. Þegar stjórn Carlsberg kemur saman setjast tólf karlar við fundarborðið en engin kona, og það er engan veginn undantekning í dönsku viðskiptalífi. Í 14 af 44 stærstu fyrirtækjunum í dönsku kauphöll- inni er eina hlutverk kvenna á stjórnarfundum að bera fram kaffi og taka nótur. Alls skipa kon- ur aðeins níunda hvert stjórnarsæti í þessum 44 fyrirtækjum. Engu að síður er Henriette Kjær ekki sammála kollegum sínum í Noregi og Sví- þjóð um að lausnin felist í kynjakvótum. „Ég er andvíg kynjakvótum vegna þess að þeir þýða of mikil afskipti af málefnum einka- aðila. Til að fá fleiri konur inn í stjórnirnar verð- um við að skapa fleiri kvenkyns leiðtoga. Ein- ungis þannig hafa stjórnirnar um fleiri konur að velja. Maður á jú ekki möguleika á að vera val- inn til starfa án þess að hafa sýnt sig og sannað,“ hafði Jyllands-Posten í vikunni eftir Kjær. Í blaðinu tók Birgit Aagaard-Svendsen undir með ráðherranum, en hún er ein af aðeins fimm dönskum konum sem hafa verið kjörnar af hlut- höfum í stjórn einhverra hinna átján fyrirtækja sem mynda dönsku KFX-vísitöluna. „Ég myndi ekki vilja vita til þess að ég hefði verið valin vegna þess að ég er kona, en ekki vegna þess að ég bý yfir þeirri faglegu þekkingu og stjórn- unarhæfni sem er krafist,“ sagði Aagaard- Svendsen, sem situr í stjórn Danske Bank. Tryggja ekki jafnrétti í reynd Full ástæða er til að taka undir þau sjón- armið sem koma fram í þessum orðum Henriette Kjær og Birgit Aagaard-Svendsen. Kynjakvótar eru ekki æskileg leið til að fjölga konum í stjórnmálum, stjórnunarstöðum, nefnd- um, stjórnum og ráðum. Það væri ekki öfunds- vert hlutskipti fyrir konu í ábyrgðarstöðu að vera sér þess meðvituð að hún hefði valist til starfans vegna kyns síns en ekki hæfileika. Færa má rök fyrir því að slíkt fyrirkomulag grafi undan stöðu kvenna í atvinnulífinu, frekar en að bæta hana. Kynjakvótar kunna að koma á jafnrétti á pappírnum, en tryggja ekki jafnrétti í reynd. Þeir ráðast ekki að rótum vandans, held- ur hjálpa til við að fela hann. Með slíkum að- gerðum er ennfremur verið að koma röngum og mjög óheppilegum skilaboðum á framfæri, það er að segja að konur geti ekki komist til metorða á grundvelli eigin verðleika. Og hvað varðar hlutafélög er þar að auki ákaflega erfitt að rétt- læta slík inngrip ríkisvaldsins. Það á vitaskuld að vera í höndum hluthafa og stjórnenda að velja stjórnarmenn í almenningshlutafélög- um.Og þeir ættu að sjá hag sinn í því að velja hæfa einstaklinga til stjórnarstarfa, óháð kyn- ferði. Falskt öryggi Krafan um kynja- kvóta er skyld hug- myndinni um jákvæða mismunun, það er að segja að bæta eigi stöðu minnihlutahópa með því að velja fulltrúa þeirra umfram fulltrúa þess hóps sem ráðandi er á við- Kynjakvóti? Æðarblikar og -kollur í nokkuð jöfn ÖRYGGI VIÐ KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Fyrir skömmu varð banaslys viðKárahnjúkavirkjun. Nú erkomið í ljós, að viku áður en banaslysið varð höfðu eftirlitsaðilar Landsvirkjunar sent Impregilo og undirverktökum þeirra skriflega at- hugasemd um þá hættu, sem stafaði af grjóthruni á þessu svæði. Jafnframt er upplýst að trúnaðar- maður verktakafyrirtækisins Arnar- fells í öryggismálum hafði margoft varað öryggisfulltrúa bæði Lands- virkjunar og Impregilo við hrunhættu. Páll Ólafsson, formaður öryggis- ráðs Landsvirkjunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær um þetta mál: „ … það var öllum ljóst að þarna var hætta á ferðum, sérstaklega eftir þennan langa hlákukafla. Þá fór að bera á grjóthruni og það má segja, að það hefði átt að vera búið að grípa til öryggisráðstafana kannski heldur fyrr en gert var.“ Páll segir jafnframt: „En allt er þetta vinna sem tekur sinn tíma, bæði áhættugreiningin, að koma með varn- araðgerðir, útvega búnað og svo fram- vegis. Þær aðgerðir, sem nú eru í gangi miða að því að tryggja öryggi manna og þetta eru miklar öryggis- ráðstafanir. Það eru settar öryggis- girðingar á gilbarmana, net til að tryggja hrun úr bökkunum og byggðar girðingar og varnargarðar uppi í hlíð- inni fyrir ofan, sérstaklega á hægri bakkanum. Allt tekur þetta tíma og það má kannski segja, að fljótar hefði þurft að bregðast við um leið og fór að bera á hruni.“ Miðað við þær upplýsingar, sem fram hafa komið og ofangreindar lýs- ingar á aðstæðum er ljóst að hér hafa ekki verið gerðar fullnægjandi ráð- stafanir til að tryggja öryggi starfs- manna. Í ljósi þessara upplýsinga er ljóst, að strax og fór að bera á hruni hefði átt að stöðva vinnu á þessum stað. Það er alvarlegra mál en orð fá lýst, að framkvæmdir skyldu ekki hafa ver- ið stöðvaðar þegar í stað. Þótt margt af því, sem gera þarf taki tíma er ljóst að framkvæmdir er hægt að stöðva á svipstundu um leið og fer að bera á grjóthruni. Það var ekki gert og það kemur á óvart. Hér eru gerðar kröfur um að öryggi starfsmanna gangi fyrir öllu. Í þessu tilviki hefur þeirri grundvallarreglu ekki verið fylgt og það hefur haft í för með sér hörmulegar og sorglegar af- leiðingar. FJÖLBREYTT STARF Þrennt vakti sérstaka athygli á ráð-stefnu sem félagsmálaráðuneytið efndi til í fyrradag í tilefni af lokum Evrópuárs fatlaðra. Í fyrsta lagi hversu fjölmenn ráðstefnan var en hana sóttu tæplega 400 manns. Í öðru lagi að yfirgnæfandi meirihluti ráð- stefnugesta var konur sem segir nokkra sögu um það hverjir það eru sem eru meginstoðir þessarar starf- semi. Og í þriðja lagi komu fram á ráð- stefnunni víðtækar upplýsingar um það stórmerkilega og fjölbreytta starf sem unnið er á vettvangi fatlaðra. Ráðstefna af þessu tagi á ríkan þátt í að auka skilning á nauðsyn þess að búa svo um hnútana að þeir sem eiga við einhvers konar fötlun að stríða geti lifað lífi sínu í eins ríkum mæli og hægt er til jafns við aðra þjóðfélags- þegna. Hún á jafnframt að undirstrika að á tímum þegar velmegun eykst stöðugt má ekki gleyma því að þeir sem minna mega sín í samfélagi okkar verða að fylgja með í þeirri auknu velmegun. Það er skylda samfélagsins að sjá um að svo verði. Það er áreiðanlega vilji yfirgnæfandi þorra þjóðarinnar. Það á að vera okkur Íslendingum metnaðar- mál að byggja upp fyrirmyndarþjóð- félag að þessu leyti. Samfélag sem horft verður til frá öðrum löndum um það hvernig eigi að tryggja þeim sem búa við einhvers konar fötlun jafn- stöðu við aðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 87. tölublað (28.03.2004)
https://timarit.is/issue/252849

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

87. tölublað (28.03.2004)

Aðgerðir: