Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar litið er frá Tröllakrókum við Jökulsá í Lóni yfir að norðaustanverðum Vatnajökli blasir við ein tignarlegasta fjallasýn á Íslandi. Þetta þekkja þeir sem lagt hafa leið sína eftir hinni vin- sælu gönguleið frá Snæfelli í Lóns- öræfi. Á jöklinum gnæfir hæsti tindur á þessum slóðum, Grendill (1.522 m), en Sauðhamarstindur og Suður- tungnatindur þar fyrir austan hrika- legir að sjá. Á fallegum sumardegi 1998 vaknaði áhugi minn á að kynnast þessu svæði nánar. Hugmyndin var borin undir félaga í litlum jöklaferða- klúbbi sem í daglegu tali hefur verið kallaður jöklarannsóknardeild land- læknis. Klúbburinn hefur undanfarin ár gengist fyrir árlegum gönguferð- um á jökla að vori til. Leitað var upplýsinga um svæðið með ýmsu móti en þó helst með því að glugga í árbók Ferðafélags Íslands frá 1993, „Við rætur Vatnajökuls“ eft- ir Hjörleif Guttormsson. Þórhallur Þorsteinsson hjá Ferðafélagi Fljóts- dalshéraðs tjáði okkur að í Goða- hnjúkum væri skáli Jöklarannsókn- arfélags Íslands sem ferðalangar hefðu notið góðs af. Fór þá sú hug- mynd að mótast að ganga í Goða- hnjúka á skíðum, dvelja þar í skál- anum og skoða svæðið, en fara síðan niður af jöklinum í Múlaskála í Lóns- öræfum og þaðan yfir Kjarrdalsheiði til byggða. Í ljós kom að þessa leið höfðu fáir farið. Við fengum mikilvægar leið- beiningar frá Bjarna Skarphéðni Bjarnasyni hjá Jöklajeppa á Horna- firði og var hann ráðgjafi okkar um bestu leiðina í Goðahnjúka. Þá nutum við einnig ómetanlegrar aðstoðar Ferðafélags Austur-Skaftfellinga með afnot af Múlaskála og ráðlegg- inga og aðstoðar Þorkels Kolbeins. Allra veðra von Að morgi uppstigning- ardags 13. maí 1999 var allt til reiðu fyrir framan Hótel Vatnajökul og veðurútlit gott. Ferðalangarnir Ingvar Rögnvalds- son, Sigurður Guðmundsson, Steinn Jónsson og Þórunn Guðmundsdóttir lögðu af stað í jeppa Bjarna Skarp- héðins eins langt inní Hoffellsdal og komist varð. Þar skildi Bjarni við okkur en ákveðið var að hittast að 4 dögum liðnum við rætur Kjarrdals- heiðar. Á þessum slóðum er allra veðra von og því mikilvægt að vera vel búinn til jöklaferða og hafa með- ferðis nauðsynleg öryggistæki svo sem GPS-tæki. Til þess að komast á Lamba- tungnajökul þarf að klífa Fossdals- hamar og ganga um skarð sem liggur vestan Fossdalshnútu inn að jöklin- um. Auðvelt reyndist að komast á jökulinn og gátum við strax sett á okkur skíðin og hafið gönguna í átt að Goðahnjúkum í sólskini, ágætu skyggni og hægum norðanandvara. Fagurt útsýni er á þessu svæði, eink- um til suðurs út Hoffellsdal, en há og tignarleg fjöll gnæfa á báðar hendur þegar snúið er til norðurs. Leiðin upp Lambatungnajökul frá Fossdalshnútu í Goðahnjúka er 14–15 km í beinni loftlínu og jafn halli mest- an hluta leiðarinnar. Gengu allir með skinn undir skíðunum. Jökullinn er ekki sprunginn og greiðfær á þessum árstíma. Helst er að búast við sprung- um þegar nálgast tekur áfangastað í kvos fyrir neðan Goðahnjúka en ekki að þessu sinni. Á fyrsta degi ferðalags er gangan óneitanlega nokkur þrek- raun eftir vetursetu og tók okkur um 10 klukkustundir með 4–5 hvíldum. Á leiðinni eru Lambatungnatindur á hægri hönd og Goðaborg á vinstri hönd hæst fjalla. Þegar nær dregur Goðahnjúkum er sérlega tilkomumik- il röð tinda í jöklinum á hægri hönd sem minna á Grendil en hann sést þó ekki fyllilega fyrr en komið er á áfangastað. Skálinn í Goðahnjúkum stendur á austanverðri Goðahnjúkabungunni (64° 35.484’ N og 15° 28.879’ V) og sést alllangt að í góðu skyggni. Um kl. 20 þetta kvöld var léttskýjað og gott út- sýni frá Goðahnjúkum, einkum til vesturs og norðurs, og gátum við not- ið þess um stundarsakir. Skálinn var á kafi í freðinni fönn og þurftum við að grafa frá hurðinni til að komast inn. Einni klukkustund seinna var komin dimm þoka og ekki meira en 20–30 metra skyggni. Þar sem fólk var þreytt eftir daginn var ekki um annað að ræða en að koma sér fyrir í skál- anum og hvílast til næsta dags. Nú tók við eldamennska og frá- sagnir og umræður sem aðeins eiga við í fjallakofum í góðra vina hópi. Einn helsti óvissuþáttur á ferðalagi okkar að þessu sinni snerist um það hvernig best væri að komast niður í Múlaskála frá Goðahnjúkum. Sam- kvæmt ábendingum kunnugra var besta eða jafnvel eina leiðin sú að fara niður af jökli á háhrygg Norður- lambatungna og ganga eftir honum allt niður að ármótum Lamba- tungnaár og Jökulsár í Lóni. Þetta þýddi að við yrðum að vaða Lamba- tungnaá niður við ármótin til þess að komast að göngubrúnni yfir Jökulsá í Lóni og þaðan í skálann. Ekki var að fullu ljóst af útliti korta eða öðru hald- bæru hvort mögulegt væri að fara niður Axarfellsjökul og ganga síðan fram með Jökulsá. Ógleymanleg næturganga Næsta morgun var ennþá dimm þoka og hvesst hafði af austri með hríðarmuggu. Þar sem ekki var útlit fyrir að veður myndi batna í bráð var ákveðið að halda af stað áleiðis í Múlaskála. Í fyrstu var fyrirhugað að ganga norður fyrir Grendil og sveigja síðan til suðausturs fram með Axar- fellsjökli yfir á Norðurlambatungur. Eins og átti eftir að koma í ljós var þessi leið ekki viturleg. Eftir um 2 klst. göngu komum við í umtalsverð- an halla uppá við og töldum líklegt að um væri að ræða hlíðar Grendils. Var þá ákveðið að breyta um stefnu suður fyrir fjallið og gekk ferðin nú betur. Þegar komið er suður fyrir Grendil tekur við mikil kvos sem er í raun rætur Axarfellsjökuls. Þegar komið var niður úr 1.200 m hæð rofaði til og Á Lambatungujökli við upphaf göngunnar. Útsýni til austurs frá Goðahnjúkum. Grendill til vinstri og Hnáta til hægri. Gönguleiðin frá Snæfelli í Lóns- öræfi er vinsæl meðal ferðafólks, enda fjallasýnin einkar tignarleg. Færri hafa hins vegar afrekað að ganga í Goðahnjúka á skíðum og fara síðan niður af jöklinum í Múlaskála í Lónsöræfum og þaðan yfir Kjarrdalsheiði líkt og Steinn Jónsson og jöklarannsóknardeild landlæknis afrekuðu í tvígang. Á gönguskíðum í Goðahnjúka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.