Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ 30 ÁRA BANN TIL VANSA Reynir Jónsson, yfirtannlæknir Tryggingastofnunar ríkisins, sagði á málþingi um tannheilsu barna í gær að tímabært væri að auka þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tann- læknaþjónustu ellilífeyrisþega. Gild- andi almannatryggingalög heimiluðu ekki að elli- og örorkulífeyrisþegum væri veitt boðleg tannlæknaþjónusta á kostnað sjúkratrygginga. Þó að tal- ið hafi verið eðlilegt árið 1974 að banna greiðslur sjúkratrygginga fyr- ir krónur og brýr væri það til vansa að þetta ákvæði skyldi enn standa óbreytt þrjátíu árum síðar. Næstu skref ættu svo að vera að hækka end- urgreiðslualdurinn sem fyrst í 20 ár til samræmis við önnur Norðurlönd. Spurst fyrir um búskipti Vart hefur orðið við aukinn fjölda fyrirspurna um skipti á dánarbúum að undanförnu hjá embætti sýslu- mannsins í Reykjavík í framhaldi af gildistöku nýrra laga um erfða- fjárskatt og umfjöllun um þau. Rúnar Guðjónsson sýslumaður segir meira um fyrirspurnir síðustu daga en áður og einnig væri meira um að pantaðir væru tímar vegna skipta. Um 450– 550 eignaskipti fara um hendur emb- ættisins á hverju ári. Calidris selur hugbúnað Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Calidris og flugfélagið Emirates hafa gengið frá samningi um kaup Em- irates á hugbúnaðinum „Revenue Integrity“, sem ætlað er að auka tekjur flugfélaga m.a. með því að auka gæði bókana og sætanýtingu. Framkvæmdastjóri Calidris segir samninginn skipta verulegu máli fyrir fyrirtækið. Vilja aðskilnað Serbíuþing samþykkti á föstudag að Kosovo væri óaðskiljanlegur hluti af Serbíu en einnig er gert ráð fyrir að Serbar í héraðinu fái sjálfstjórn. Sagði Vojislav Kostunica, forsætis- ráðherra Serbíu, að allt tal um fjöl- þjóðlega paradís í Kosovo væri út í hött en hann hefur áður lagt til að héraðinu verði skipt upp í kantónur að svissneskri fyrirmynd. Y f i r l i t Kynningar – Með Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Haust- ævintýri Heimsferða. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Hugsað upphátt 60 Listir 34/40 Myndasögur 62 Af listum 34 Dagbók 62 Reykjavíkurbréf 38 Hugvekja 67 Minningar 41/45 Leikhús 68 Skoðun 46/49 Fólk 68/73 Bréf 48/49 Bíó 71/73 Þjónusta 49 Sjónvarp 74 Umræðan 50/53 Veður 75 * * * ÓBYGGÐANEFND hefur ritað fjármálaráðherra bréf og tilkynnt honum að nýtt svæði, Norðaust- urland, hafi verið tekið til með- ferðar hjá nefndinni. Hefur sveit- arfélögum og sýslumanns- embættum á svæðinu jafnframt verið tilkynnt um þetta. Fjármála- ráðherra hefur fyrir hönd ríkisins frest til 1. ágúst nk. að lýsa kröfum um þjóðlendur á umræddu svæði, sem er hið fimmta í röðinni sem óbyggðanefnd tekur fyrir. Á meðfylgjandi korti sést nánar staða mála hjá nefndinni. Sem kunnugt er hefur fjármálaráðherra nýlega lýst kröfum sínum á Suð- vesturlandi í landnámi Ingólfs og þá er úrskurðar að vænta frá óbyggðanefnd um þjóðlendumörk í Rangárvallasýslu og V-Skaftafells- sýslu. Fyrstu úrskurðir voru kveðn- ir upp um uppsveitir Árnessýslu í mars árið 2002 og síðan í sveitarfé- laginu Hornafirði undir lok síðasta árs. Svæðið Norðausturland afmark- ast að vestan af meginfarvegi Jök- ulsár á Fjöllum allt frá Jökulsárósi í Öxarfirði að aðalupptökum árinn- ar í Dyngjujökli. Að austan afmark- ast svæðið af farvegi Lagarfljóts allt frá ósum þess á Héraðssandi þangað sem Selfjót rennur í það. Síðan fylgja mörk svæðisins Gilsá og austurmörkum Fljótsdalshrepps við A-Hérað, Djúpavogshrepp og sveitarfélagið Hornafjörð. Í bréfi óbyggðanefndar til fjár- málaráðherra segir að framan- greind afmörkun til austurs endi í Geldingafelli. Þaðan er dregin lína til suðvesturs inn á Vatnajökul, yfir hnjúk í 1.483 m hæð og áfram í Grendil, þaðan í nafnlausan hnjúk skammt sunnan Grendils, áfram yf- ir Goðahnjúka og í miðja Breiða- bungu og loks á stefnu á Svíahnjúk eystri til skurðar við framangreind vesturmörk. Norðausturland næsta svæði óbyggðanefndar    "         !!  "     #          Frestur til að lýsa kröfum til 1. ágúst NÝJASTA herskip hollenska flot- ans de Ruyter, kom í kurteis- isheimsókn til Reykjavíkur á föstu- dag og verður við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn til mánudags. Skipið er nú á reynslusiglingu um Norðursjó og Atlantshaf þar sem ekki síst á að prófa það í stór- viðrum. Ætlunin er að hollenski flotinn taki það í notkun í apríl. Skipið er 6250 tonn og 144 metra langt og í áhöfn eru 173 manns. Hollenskt herskip í heimsókn VERSLANIR Whole Foods í Bandaríkjunum sem munu hafa ís- lenskt lambakjöt á boðstólum verða 120 næsta haust og fjölgar um 23. Í fyrra hófst sala á íslenska lambakjöt- inu í Texas, Colorado, Nýju Mexíkó og Louisiana en í ár bætast við sum miðríki Bandaríkjanna. Fyrir var kjötið selt á allri austurströndinni. Þá hefur sölutímabilið lengst úr fjór- um vikum í sextán og að sögn Bald- vins Jónssonar, framkvæmdastjóra Áforms, er gert ráð fyrir að kjötið verði fáanlegt í 20 vikur á næsta ári. 73% sögðu bragðið frábært Hann nefnir að verslanirnar hafi látið fara fram óháða könnun í fyrra á meðal tæplega 2.900 viðskiptavina á íslenska lambakjötinu. „Þar kemur meðal annars fram að 73% aðspurðra töldu bragðið af kjötinu vera frábært og 27% að það væri fyrir ofan með- allag,“ segir Baldvin. „Þetta er eins- dæmi í bragðkönnun af þessu tagi að sögn starfsmanna verslananna. Þá virtist sem fólk væri nokkuð ánægt með verðið jafnvel þó svo að það væri frekar hátt og má geta þess að kíló af hryggjum kostaði kr. 2.400. Það kom samt ekki á óvart að vöruvitund var ekki nægilega mikil og er því stefnt að því að auka hana með markvissum hætti. Niðurstaða þessarar könnun- ar hefur leitt til þess að mikill áhugi er fyrir því að koma kjötinu sem fyrst inn í allar verslanir Whole Foods,“ segir Baldvin. Íslenskt lambakjöt selt í 120 verslunum Whole Foods TVÖ ný sveitarfélög munu á næst- unni eignast hlut í Hitaveitu Suður- nesja hf. og það þriðja eykur hlut sinn. Eru þetta sveitarfélögin sem eftir stóðu í eigendahópi Jarðlindar hf. sem lét bora háhitaholu á Trölla- dyngjusvæðinu en Hitaveitan eign- ast fyrirtækið nú að fullu. Fjögur sveitarfélög stofnuðu Jarð- lind hf. á sínum tíma ásamt Hitaveitu Suðurnesja og Jarðborunum hf. Fé- lagið lét bora háhitaholu í rannsókn- arskyni á Trölladyngjusvæðinu 2001. Jók hlut sinn smám saman Hitaveitan hefur smám saman ver- ið að eignast stærri og stærri hlut í fyrirtækinu með því að leggja því til aukið hlutafé. Á síðasta ári óskaði Garðabær eftir að selja sinn hlut og keypti Hitaveitan hann og átti þá 82,5% hlutabréfanna. Nú hefur verið ákveðið að Hitaveitan eignist fyrir- tækið að fullu og sameini það rekstri sínum. Júlíus Jónsson, forstjóri Hita- veitunnar, segir að menn hafi gefist upp á því að hafa sérstakt félag um þetta verkefni. Hlutur Hitaveitunnar hafi sífellt verið að aukast. Þá standi menn frammi fyrir því að ekki fáist lengur endurgreiddur virðisauka- skattur vegna borana og rannsókna hjá þessu félagi vegna þess að það hafi enn sem komið er engar tekjur. Gengið hefur verið frá kaupum á hlut Jarðborana hf. Hafnarfjarðar- bær, Kópavogsbær og Bessastaða- hreppur fá hins vegar um hálfs pró- sents eignarhlut í Hitaveitu Suðurnesja, hvert sveitarfélag fyrir sig, fyrir hlutabréfin í Jarðlind. Hafnarfjarðarbær átti fyrir hlut í fyrirtækinu en Kópavogsbær og Bessastaðahreppur eru nýir eignar- aðilar. Á aðalfundinum í fyrradag var samþykkt hlutafjáraukning til að hrinda þessum áformum í fram- kvæmd. Jarðlind verður sameinuð Hitaveitu Suðurnesja Tveir nýir hluthafar í Hitaveitunni MORGUNBLAÐIÐ barst áskrifendum sínum seint í gær- morgun vegna bilunar í prent- smiðju blaðsins. Blaðið biður lesendur velvirðingar á þeim óþægindum, sem af þessu hlut- ust. Morgunblaðið seint vegna bilunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.