Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 73

Morgunblaðið - 28.03.2004, Síða 73
Hvað eru Guns N’ Roses fyrir þér? „Í mínum augum er þetta goðsagnakennd hljómsveit sem breytti lífi mínu. Þegar Appetite for Destruction kom út var ég gjörsamlega ómótaður og rétt að kom- ast inn á unglingsárin. Þetta var eitt af því fyrsta sem sneri mér inn á þessa braut. Hvorki fyrr né síðar hefur verið til eins mikil Rokksveit, með stóru R-i. Þeir voru bara holdgervingar alvöru rokks, bæði í tónlistinni og framkomu. Þeir áttu stóran þátt í því að koma þungarokkinu á yfir- borðið. Þeir eiga mikið lof skilið fyrir það. Svo hafa þeir samið ódauðlegar perlur. Lögin þeirra eru mörg hver meistaraverk sem fáir eiga eftir að geta toppað.“ Uppáhaldsplata? „Það er Appetite for Destruction. Hún er ótvíræður sig- urvegari í mínum huga. Eitt það góða við þá plötu er að hún dugði manni lengi. Þegar maður var búinn að eiga eitt uppá- haldslag lengi þá tók næsta við. Svo kemur Lies númer tvö. Hún er rosalega góð. Þessi fjögur „live“ lög á plötunni eru ótrúlega hrátt rokk frá þeim tíma áður en þeir urðu frægir og grípur alveg þann anda sem var ríkjandi.“ Uppáhaldslag? „Það er rosalega erfitt að velja uppáhalds Guns N’ Roses- lag. En ég er rosalega hrifinn af „You’re Crazy“ en báðar út- gáfurnar eru flottar. Á Lies-plötunni er það hálf órafmagnað og það sýnir svo vel hvað lagið er vel samið. Það virkar vel í báðum útsetningum.“ (Fyrst gefið út á Appetite for Destruct- ion). Heldurðu að Axl eigi einhvern tímann eftir að gefa út Chinese Democracy? „Hún hlýtur að koma út á endanum. Það eru sjö ár síðan þeir byrjuðu að taka hana upp. Hann hefur farið eitthvað yf- irum hann Axl Rose. Ég er ansi hræddur við útkomuna á þeirri plötu. Hann á við einhverja samskiptaörðugleika að stríða. Mér líkar best við Guns N’ Roses eins og þeir voru og hlakka ekkert rosalega mikið til að heyra Chinese Democ- racy. Ef maður fengi einhverjar ósk- ir uppfylltar væri ein af þeim að komast á tónleika með Guns N’ Ro- ses svona 1988 eða ’89.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 73 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Ísl texti KRINGLAN Sýnd kl. 7, 8.30 og 10.10. B.i. 14 ára. Kötturinn með hattinn Ekki eiga við hattinn hans. Ekki eiga við hattinn hans. Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Byggð á hinni sígildu bók sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Hinn frábæri Mike Myers (Austin Powersmyndirnar) fer á kostum í myndinni. Kötturinn með hattinn Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Byggð á hinni sígildu bók sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Hinn frábæri Mike Myers (Austin Powersmyndirnar) fer á kostum í myndinni. AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl texti KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl texti AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sprenghlægileg gamanmynd þar sem Ben Stiller og Owen Wilson fara á kostum sem súperlöggur á disco-tímabilinu! AKUREYRI kl. 2 og 4. Ísl tal. KEFLAVÍK kl. 2. Ísl tal. KRINGLAN Sýnd kl.6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Ísl. tal. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. „Hreint út sagt frábær skemmtun“ „Þetta er besta myndin í bíó í dag“ Fréttablaðið i i í í í l i ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Hann mun gera allt til að verða þú!r llt til r ! Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki. Stórskemmtileg og sprenghlægileg gamanmynd með Eddie Murphy Besta teiknimyndin Frábær teiknimynd frá Disney fyrir alla fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins!Frá framleiðendum Fast and theFurious og XXX Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. KRINGLAN kl. 2 og 4. Ísl tal. Frosti Logason, gítarleikari Mínuss Breytti lífi mínu Frosti Frosti er gítarleikari í rokksveit- inni Mínus, sem gaf nú síðast út breiðskífuna Halldór Laxness við góðar undirtektir. valda usla og glímdu við ýmis vandamál tengd alkahóli og eiturlyfjum. Ekki varð það til að draga úr vinsæld- um þeirra en Lies fór í annað sætið á lista Billboard þegar hún kom út í Bandaríkjunum og var hljómsveitin þá með tvær plötur á topp fimm. Var það í fyrsta skipti sem slíkt gerðist í 15 ár. Use Your Illusion-plöturnar tvær komu svo út árið 1991. Í millitíðinni var búið að reka Steven Adler úr sveitinni og Matt Sorum úr Cult tók sæti hans. Plöt- urnar voru geysivinsælar en fengu misjafna dóma á þeim tíma. Óeiningar fór að gæta í sveitinni og gekk Izzy skyndilega úr henni í nóvember þetta ár. Gilby Clark tók við stöðu hans og fór með Guns N’ Roses í tónleikaferðalag um heiminn þar sem rokkað var á íþróttaleikvöngum hvarvetna við miklar vinsældir. Breytt tónlistarlandslag Rétt eins og tónlistarlandslagið breyttist með til- komu Guns N’ Roses breyttist það á ný árið 1992 með auknum vinsældum hljómsveita á borð við Nirvana og fleiri gruggrokksveita. Í þeim samanburði virkuðu Guns N’ Roses gamaldags og yfirborðskennd. Til að gera langa sögu stutta gaf Guns N’ Roses út plötuna The Spaghetti Incident árið 1993, sem fór ekki hátt, en hún var eingöngu með lögum eftir aðra. Slash fór að vinna í eigin verkefni, Snakepit, og Axl fór líka að starfa að nýju efni með nýju fólki. Síðustu ár hefur lítið heyrst til hans en hann hefur verið að vinna að plötunni Chinese Democracy. Biðin er orðin löng og ekki enn ljóst hvenær platan sú kemur út. Oft er búið að fresta útgáfu og sömuleiðis tónleikaferðalögum. Slash, Duff og Matt Sorum eru hins vegar saman í hljómsveitinni Velvet Revolver með gítarleikararnum Dave Kushner og söngvaranum Scott Weiland úr Stone Temple Pilots. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Contra- band, kemur út 8. júní nk. Guns N’ Roses upp á sitt besta: Duff McKagan, Slash, Axl Rose, Steven Adler og Izzy Stradlin’. Safndiskurinn Greatest Hits með lögum Guns N’ Roses er kominn út. ingarun@mbl.is Appetite for Destruction (1987)  GN’R Lies (1989)  Use Your Illusion I (1991)  Use Your Illusion II (1991) The Spaghetti Incident (1993)  Live Era ’87-93 (1999) 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.