Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 4

Morgunblaðið - 28.03.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MEIRA hefur verið um fyrirspurnir um skipti á dánarbúum að undan- förnu hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík en verið hefur í framhaldi af gildistöku nýrra laga um erfðafjár- skatt frá 1. apríl og umfjöllun þar um. Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykjavík, sagði aðspurður að meira hefði verið um fyrirspurnir símleiðis til embættisins síðustu dagana en áð- ur hefði verið og einnig væri meira um það að pantaðir væru tímar vegna skipta. „Það hefur eitthvað aukist. Fólk er að huga að þessu, bera fram spurningar og átta sig á hvort það þurfi að hefjast handa við eitthvað varðandi skipti,“ sagði Rúnar. Hann sagði að spurningar fólks lytu einmitt að því hvort hagkvæmara væri fyrir það að láta skiptin fara fram samkvæmt eldri lögum eða nýj- um lögum sem taka gildi í apríl. Rúnar sagði að svipaður fjöldi bú- skipta færi um hendur embættisins frá ári til árs eða á bilinu 450 til 550 einkaskipti árlega. Þannig hefði til dæmis árið 2001 verið lokið 529 einka- skiptum hjá embættinu og á árinu 2002 hefðu þau verið 438 talsins. Fleiri fyrir- spurnir um búskipti TALIÐ er nær fullvíst að bílflakið sem fannst í Hvítá í Árnessýslu síð- astliðinn mánudag sé af gerðinni Suzuki Swift sem lenti í ánni við Brúarhlöð í 2. ágúst 2002. Tveir ung- ir menn voru í bifreiðinni og tókst öðrum þeirra að bjarga sér á land við illan leik en félagi hans, Pálmi Þór- isson, var talinn af nokkrum dögum eftir slysið og hefur aldrei fundist. Að sögn lögreglunnar hafa fleiri hlutar bílsins að því er talið er fund- ist í ánni að undanförnu og er málið rannsakað hjá lögreglunni. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Flakið talið vera frá slysinu í ágúst 2002 ÁFORM eru uppi um að Reykja- víkurborg selji húsið við Fríkirkju- veg 11, sem nú hýsir skrifstofur Íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTR). Húsið er kennt við Thor Jensen, en hann lét reisa það á árunum 1907 til 1908 í tilefni þess að hann hafði búið í þrjátíu ár á Íslandi. Reykja- víkurborg eignaðist húsið árið 1963. Anna Kristinsdóttir, formaður ÍTR, segir borgaryfirvöld hafa orð- ið vör við áhuga á að kaupa húsið og því hafi verið kannað hvort sala þess kæmi til greina. Anna segir ákveðna þætti eins og aðgengismál hafa truflað starfsemi ÍTR hingað til. „Það er enginn möguleiki að koma lyftu að eða öðru, svo við sögðum að það væri ekkert því til fyrirstöðu að skoða það að selja húsið,“ segir Anna. „Við þurfum að velta því fyrir okkur hvort borgin eigi ekki að vera í fararbroddi þeg- ar kemur að aðgengi fatlaðra að skrifstofum og slíku.“ Borgaryfirvöld eru, að sögn Önnu, ekki tilbúin til þess að selja alla lóðina við húsið, því garðurinn tilheyrir grænu svæði borgarinnar. „Við höfum því verið að skoða hvaða hluti lóðarinnar myndi fylgja húsinu,“ segir Anna. Hún segist reikna með að næsta skref sé að auglýsa húsið til sölu, en yfirvöld séu ekki komin á það stig. „Við höf- um heldur ekki velt því fyrir okkur hvar framtíðaraðstaða ÍTR yrði. Þetta húsnæði hentar ekki endilega vel undir starfsemi ÍTR og ekki sem skrifstofuhúsnæði almennt. Það væri líka borginni til sóma ef hægt væri að koma aftur að upp- runalegri notkun hússins.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður stjórnar Fasteignastofu, segir stjórnina hafa undanfarna mánuði verið að vinna með öllum mála- flokkum að langtímaáætlunum um húsnæðisþörf og byggingu ef á þarf að halda. Á sama tíma sé verið að vinna að hugmyndum um þjónustu- miðstöðvar, sem muni breyta hús- næðisþörf ýmissa miðlægra stofn- ana, eins og ÍTR, Fræðslumiðstöðvar, Félagsþjón- ustu og Leikskóla Reykjavíkur. Björk segir borgina ekki vilja eiga umframeignir, heldur aðeins þær eignir sem nýtast. Mikilli vinnu er einnig lokið við skoðun á aðgengi fatlaðra að bygg- ingum borgarinnar. „Sum eldri hús er erfitt að gera aðgengileg. Þess vegna gæti verið fýsilegra, bara af þeim ástæðum að flytja starfsem- ina í aðgengilegra húsnæði.“ Björk segir hafa verið litið til Fríkirkju- vegar 11 og 3 í þessu samhengi en engar ákvarðanir hafi þó verið teknar um sölu þeirra. Stjórn Fast- eignastofu hefur hins vegar tekið ákvörðun um að selja Tjarnargötu 35, þar sem Rauðakrosshúsið hefur verið rekið, en Rauði krossinn er nú að færa starfsemi sína úr hús- inu. Einnig eru uppi vangaveltur um sölu á hlut borgarinnar í Heilsuverndarstöðinni við Baróns- stíg. „Við erum að reyna að koma því þannig fyrir að húsnæði sem borgin á sé vel nýtt og aðgengilegt öllum og hagkvæmt,“ segir Björk að lokum. Áforma sölu á Fríkirkjuvegi 11 Morgunblaðið/Þorkell Glæsihús Thors Jensens við Fríkirkjuveg 11 við Reykjavíkurtjörn, þar sem ÍTR hefur verið til húsa, er eitt allra fallegsta timburhús Íslands. ÁRLEG förðunarkeppni Hlíðaskóla í Reykjavík var haldin í skólanum á föstudaginn og var greinilegt að ekki skorti hæfileikana hjá nem- endum. Í skólanum er kennd svo- kölluð fantasíuförðun í listasmiðju skólans og er það ákaflega vinsælt námskeið. Hlíðaskólinn er eini skólinn sem kennir börnum leiklist strax frá sjö ára aldri og tengist förðunin því námi. Morgunblaðið/Jim Smart Framtíðar- förðunar- meistarar ÖKUMAÐUR fólksbíls sem valt nokkrar veltur út af veginum yfir Hrútafjarðarháls er talinn alvarlega slasaður og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land- spítala – háskólasjúkrahús í Reykja- vík. Slysið varð um kl. 5.30 í gærmorg- un og lét vegfarandi sem kom á slys- stað lögreglu vita. Hann sá slasaða manninn liggja í vegkantinum og hafði hann náð að skríða um 12 metra leið upp á veginn til að láta vita af sér, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Óskað var eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar og lenti þyrl- an á slysstað um kl. 8 í gærmorgun og var komin til Reykjavíkur með hinn slasaða um kl. 9. Slasaðist alvarlega í bílveltu MARKMIÐ samnings um vaktstöð siglinga er að tryggja öruggar sigl- ingar í íslenskri lögsögu, en ráð- herrar samgöngumála og dómsmála undirrituðu samning um verkaskipt- ingu vegna samningsins í gær. Samningurinn er hluti breyttrar verkaskiptingar milli ráðuneytanna sem ákveðin var um síðustu áramót, en þá fluttust umferðarmál til sam- gönguráðuneytisins og málefni leitar og björgunar fluttust til dómsmála- ráðuneytisins. „Markmið samningsins er m.a. að tryggja öruggar siglingar í íslenskri efnahagslögsögu, öryggi skipa, far- þega og áhafna. Til að ná þessu markmiði skal setja á fót vaktstöð siglinga. Samhæfa skal rekstur vakt- stöðvarinnar annarri vaktþjónustu á vegum dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins með það fyrir augum að auka öryggi, stytta viðbragðstíma auk þess að samlegðaráhrif leiði til hagræðingar sem m.a. má nýta til uppbyggingar tæknibúnaðar og end- urnýjunar fjarskiptakerfa til að tryggja öryggi sjófarenda,“ segir í tilkynningu ráðuneytanna af þessu tilefni. Fram kemur að samgönguráð- herra fer með yfirstjórn mála er varða vakstöðina en Siglingastofnun fer með framkvæmdina. Hins vegar tekur dómsmálaráðuneytið við dag- legum rekstri vaktstöðvarinnar en felur stofnunum og öðrum aðilum framkvæmdina. Verkefnin verða svo nánar útfærð í sérstökum þjónustu- samningi á milli Siglingastofnunar Íslands annars vegar og hins vegar Landhelgisgæslunnar, Neyðarlín- unnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en gert er ráð fyrir að starfsemin hefjist ekki síðar en 1. janúar næstkomandi. Samningur um vaktstöð siglinga Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.