Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ S jónvarpsmyndin And Björk, of course… verður frumsýnd í kvöld kl 20.45 í leik- stjórn Lárusar Ýmis Óskarssonar. Myndin var unnin fyrir Sjón- varpið sem sjálfstætt verk byggt á leikriti Þorvaldar Þor- steinssonar með sama nafni og sýn- ing þess í Borgarleikhúsinu árið 2001 í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. „Þegar ákveðið var að ráðast í gerð myndarinnar var fyrst í ráði að Bene- dikt yrði leikstjóri en hann vildi held- ur vera mér til aðstoðar við leik- stjórnina,“ segir Lárus Ýmir um tildrög þessa samvinnuverkefnis Borgarleikhússins og Sjónvarpsins. Samtal blaðamanns og Lárusar Ýmis fer fram á heimili hins síðar- nefnda á Bragagötu 35. Hann kveðst nýlega hafa keypt húsið en það er honum sannarlega vel kunnugt. „Ég flutti hingað fyrst með foreldr- um mínum 1957, þegar ég var 9 ára gamall,“ segir hann. „Foreldrar mínir, Óskar Lárusson, sem er látinn, og Þórhalla Guðnadótt- ir, bæði ættuð úr Rangárvallasýslu, bjuggu sinn búskap hér en ég keypti húsið fyrir u.þ.b. ári. Ég vildi fá íveru- stað og móðir mín bjó hér í húsi sem var orðið of stórt fyrir hana, niður- staðan varð að ég keypti húsið og mamma býr hér líka. Þetta hús hefur lengi verið einskonar „nafli alheims- ins“ fyrir okkur sem tengjumst því. Mínar ferðir framan af ævi sem sjálfstæður einstaklingur voru allar farnar frá þessum stað og til baka til hans aftur. Öflug áhrif af Fellini Ég byrjaði minn skólaferil í Mela- skóla, við bjuggum áður í Skjólunum, en eftir að við fluttum hingað fór ég í Miðbæjarskólann, landspróf þreytti ég frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar en síðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík og þaðan tók ég stúdents- próf 1970. Ég var snemma ráðinn í að læra kvikmyndagerð. Fyrst hafði ég áhuga á leikhúsi en eftir að ég varð félagi í kvikmyndaklúbbi MR og sá m.a. myndir eftir Fellini þá gerðist eitt- hvað innra með mér, ég varð fyrir svo öflugum áhrifum að mig langaði til að ná tökum á því galdraverki sem kvik- myndin er,“ segir Lárus og gefur mér kaffi í krús. Á veggjum þessa gamla og gróna heimilis, þar sem Lárus Ým- ir og systir hans Helga Guðrún myndlistarmaður ólust upp, hanga myndir eftir föður þeirra sem bera listrænum hæfileikum hans gott vitni. „Foreldrar mínir kynntust reyndar í Handíða- og myndlistarskólanum og myndlist og málverkabækur var nokkuð sem við ólumst upp við að væri innan seilingar,“ segir Lárus. „Faðir minn var fatlaður og ákvað vegna þess að láta námsferðir til út- landa eiga sig en gerðist þess í stað leigubílstjóri. Hann hafði reyndar sama sjúkdóm og hinn frægi, franski málari Toulouse-Lautrec þjáðist af – óvenjulega brotgjörn bein. Ég tók ekki þennan sjúkdóm í arf og ber hann því heldur ekki áfram til minna afkomenda.“ Lárus Ýmir á tvær dætur, aðra uppkomna og þriggja barna móður, Höllu Björgu, sem falleg stúdents- mynd er af uppi á eldhúsveggnum, og svo unga dóttur, Eddu, enn á barns- aldri. Sú er samkvæmt ljósmynd fríð sýnum eins og systir hennar og vænt- anleg í heimsókn til föður síns hvað líður þegar viðtalið fer fram. Miklir möguleikar í litlu samfélagi „Listiðkun er reyndar hluti af ís- lenskum veruleika æði margra. Þessi fjöldi hefur fráleitt með það að gera að við Íslendingar séum hæfileikarík- ari en aðrar þjóðir heldur er fremur afleiðing af smæð samfélagsins. Til þess að taka sér það pláss í ver- öldinni að segja: „Sjáið þið hvað ég gerði!“ þarf maður að hafa það á til- finningunni að maður sjáist og fái at- hygli. Lengi vel gat nánast hver sem er ákveðið að taka sér frí úr vinnu dá- lítinn tíma og fara að mála og haldið svo sýningu á t.d. Mokkakaffi í fram- haldi af því. Í litlu samfélagi á fólk mikla möguleika á að vera séð og fá viðbrögð við því sem það er að gera. Maður með svipaða hæfileika sem býr í útborg Pittsburgh í Bandaríkj- unum á ekki þessa möguleika í sama mæli. Fólk sem vill leggja fyrir sig listir þar þarf að hafa mikinn vilja til að gera sig sýnilegt, hringja í rétta aðila, mæta í réttu samkvæmin, banka upp hjá rétta gagnrýnandan- um. Vegna þessara miklu möguleika sem við eigum í þessum efnum hér koma fleiri fram á sjónarsviðið, þótt hæfileikafólkið sé ekkert fleira hér í raun. Þetta er gott því atorkan og löng- unin til að sjást, sem er nauðsynleg í stórum samfélögum til að gera sig sýnilegan, þarf ekki endilega að vera samstiga listrænum hæfileikum.“ Hið sérstaka fingrafar Talandi um listina og leiðina inn í hana þá minnist ég á þær andlegu þjáningar sem er hlið margra inn á þá braut. Segi sem svo að það sé ekki á Lárusi Ými að sjá að „lífsharmurinn“ hafi leikið hann grátt í gegnum tíðina og sjálfsmynd hans sýnist sterk. „Það er líklega gjöf sem ég hef þeg- ið frá móður minni en ég hef alltaf verið með það nokkuð á hreinu að það sé allt í lagi með mig,“ svarar Lárus blátt áfram. „Ég komst fljótlega að raun um það þegar ég kom í kvikmyndagerð- arnámið að þetta átti vel við mig. Þú spyrð hver sé minn mesti styrk- ur í faginu? Einu sinni þegar ég var að skoða „hráar“ tökur af því sem ég hafði ver- ið að gera þá skellti vinkona mín, sem var framkvæmdastjóri myndarinnar, upp úr og sagði: „Það fer ekkert á milli mála hver leikstýrir þessu!“ Það er minn styrkur að ég hef orðið mitt sérstaka „fingrafar“. Ég get á ein- hvern hátt „framlengt“ minn eigin persónuleika inn í það sem ég er að gera. Þegar svo er komið er maður farinn að tjá sig. Í náminu er maður mest í því að skoða allt með augum kvikmynda- gerðarmannsins. Þá er maður að sjúga í sig hvernig heimurinn og kvik- myndin mætast, hvernig eigi að filma. Tæknin er þá mikið umhugsunarefni. En síðan horfir maður á heiminn, rétt eins og rithöfundurinn, tekur hann inn – þar fer hann í deiglu, allt bráðn- ar svo saman hið innra – og útkoman er fædd af listamanninum og veru- leikanum líka.“ Lárus Ýmir er menntaður í Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. „Það þótti þá sérstaklega góður skóli en síðan hefur danski skólinn komið gríðarlega sterkur inn. Það var mikil gerjun í umhverfinu þegar ég kom út, enn ríkti sá andblær sem myndaðist í kjölfar stúdentaupp- reisnanna og sendiráðstökunnar í Stokkhólmi. Inn í sænska kvikmyndagerðar- skólann voru þá teknir þrír nemend- ur í leikstjórn árlega, einkum fólk sem var mótað, hafði nokkra reynslu og vissi hvað það vildi gera. Ég hafði unnið ýmsa sumarvinnu á mennta- skólaárunum, var til málamynda í HÍ um tíma, kenndi einn vetur og vann annan vetur við klippingar hjá Sjón- varpinu, auk þess hafði ég starfað sem blaðamaður og kvikmyndagagn- rýnandi hjá Vísi um tíma þegar ég fór utan til náms. Þessi reynsla nýttist mér vel þegar til Svíþjóðar kom. Við vorum í skólanum 14 tíma á sól- arhring og vorum í endalausri kvik- mynda- og sjónvarpsmyndagerð. Við höfðum gríðarstórt stúdíó með öllu sem til þurfti og fengum að filma eins og við gátum. Þetta var rándýrt nám – það dýrasta sem þá var í boði fyrir utan að læra að fljúga þotum. Maður gerði þarna ótal tilraunir, sumt mistókst en annað heppnaðist. Ég komst í þá óvenjulegu stöðu að ég gerði mynd á námsárunum sem „lifði af“ skólann. Ég valdi mér handrit sem var dæmigert stuttmyndahand- rit, öfugt við ýmsa aðra sem reyndu að koma heilli bíómynd fyrir á 15 mín- útum með öllu sem tilheyrir.“ Fugl í búri Hver skyldi þessi „lífseiga“ mynd vera? „Hún heitir „Fugl í búri“ (Burfaag- en), og var sýnd hér í sjónvarpinu á sínum tíma. Hún vann til gullverð- launa á Oberhausen 1979, sem er ein stærsta og virtasta stuttfilmuhátíð í heimi. Slíkt er sérstakt fyrir nem- endamynd. Þessi mynd varð líka til þess að ég fékk síðar að gera mína fyrstu bíómynd í Svíþjóð.“ En sté þessi upphefð ungum manni til höfuðs? „Það gerðist miklu frekar eftir að ég gerði fyrstu bíómyndina sem heitir Andre dansen og fékk ákaflega góðar móttökur og viðtökur í blöðum. Hún var einnig valin sjötta besta mynd heimsins í International Filmguide og fékk fyrstu verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Catanía á Ítalíu 1983. Eftir þetta fékk ég mikla trú á sjálfum mér sem flinkum filmara. Ég komst að því að í vissum senum hafði ég „galdrað“, sem skapaði mér sjálfs- traust. Það kom kannski ekki fram í hroka en það birtist í því að ég taldi að ég gæti tekið hvaða efni sem væri og gert það stórkostlegt, af því ég film- aði það svo vel. Þetta olli því að ég sleppti handriti næstu myndar „í gegn“, þótt ég vissi af veikleikum í því. Þetta gekk ekki hjá mér og gengur ekki hjá neinum. Ef maður hefur ekki handrit sem er Annar dans – And Björk Morgunblaðið/Jim Smart Lárus Ýmir og yngri dóttir hans Edda. Í kvöld frumsýnir Sjón- varpið mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar, „And Björk of course...“ Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Lárus um þessa mynd og ýmsar aðrar, sem og um ým- islegt sem lýtur að kvik- myndagerð og fleiru. Hugleitt úti í náttúrunni. Sena úr myndinni And Björk of course… Lárus Ýmir mundar myndavélina við tökur á And Björk of course…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.