Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 31

Morgunblaðið - 28.03.2004, Page 31
þétt og heilt og stenst, þá koma veik- leikarnir fram í útkomunni. „Den Frusna Leoparden“ heitir þessi mynd, „Þrír dagar í október“, kall- aðist hún á íslensku. Í henni eru í bland gríðarlega góðar senur. Einn kvikmyndagagnrýnandi orðaði það svo síðar: „Þessi mynd verður ekki talin til þeirra bestu síns tímabils, en þegar lengra líður mun ég líklega ekki muna fleiri senur úr nokkurri annarri mynd frá þessum tíma.“ Allir leikstjórar þurfa mótstöðu Ég er þeirrar skoðunar að allir leikstjórar þurfi „mótstöðu“, sem ég kalla svo. Hún getur komið frá fram- leiðanda, handritshöfundi eða öðrum. Leikstjórar þurfa skapandi mótlæti. Ég vann t.d. með Sigurjóni Sighvats- syni við gerð myndarinnar Ryð. Hann lét mig ekki í friði með nokkurn skapaðan hlut. En af því að hann er fagmaður þá virti hann líka hvað var minn hluti og hvað hans hluti mynd- arinnar. Mér fannst hann því aldrei kúga mig, aðeins reyna á mig. Ég koma alltaf með rök fyrir öllu utan einu sinni, en ég var samt sannfærður um að sú sena ætti að vera inni og hann lét það gott heita. Auðvitað á leikstjórinn alltaf síð- asta orðið en menn þurfa reynslu. Á þessu tímabili voru Svíar á því að leik- stjórar gætu fæðst „fullburða“, nýr Ingmar Bergmann gæti stokkið full- skapaður fram á sjónarsviðið. En þeir gleymdu því að jafnvel hann átti að baki nokkrar byrjunarmyndir sem voru ekki góðar.“ Þótt mennirnir ráðgeri er það stundum tilviljunin sem ræður úrslit- um. „Í eitt ár vorum við aðskilin fyrsta konan mín og ég, skömmu eftir að ég lauk námi,“ segir Lárus. „Ég var hér heima en hún úti í Sví- þjóð. Svo fór ég út um jól og varla var ég kominn inn úr dyrunum þegar síminn hringdi og mér bauðst að gera myndina Andra dansen. Hefði ég ver- ið á Íslandi þá hefði sú mynd varla orðið til. Eftir gerð þeirrar myndar flutti ég heim til Íslands. Það stóð þó til að ég gerði aðra mynd og í framhaldi af því gerði ég sjónvarpsseríur sem tókust vel, þá fyrstu hafði ég í upphafi ekki sérstakan áhuga á að gera.“ Hefur unnið á Íslandi og í Svíþjóð jöfnum höndum Meðan þessu samtali vindur fram er Lárus Ýmir að prenta út lista yfir allar myndir sínar og þær eru margar – kvikmyndir, stuttmyndir, sjón- varpsseríur, sjónvarpsmyndir og margt fleira sem of langt er að telja upp hér. En hvað með fjármagn til mynd- anna? „Það hefur gengið upp hingað til. Því er ekki að neita að það hefur gengið betur fyrir mig að fá það sem kallað er „verðug viðfangsefni“ í Sví- þjóð. Þess má t.d. geta að síðasta mynda- serían sem ég gerði úti kostaði helm- ingi meira en það fé sem er til ráðstöf- unar í Kvikmyndasjóði Íslands árlega. Ég hef verið á nokkrum flækingi milli Íslands og Svíþjóðar, unnið þar jöfnum höndum frá 1979, en í raun hef ég alltaf viljað búa á Íslandi, hér er mitt fólk og mínar rætur, það hefur auðvitað kostað sitt í ýmsum skiln- ingi. Ég er ekki í tískustraumum í kvik- myndagerðinni, alinn upp á „góð- meti“ þegar miklu stærri markaður var fyrir listrænar kvikmyndir. Þetta hefur haft áhrif á efnisval mitt. Ég setti t.d. eitt sinn inn handrit hjá Kvikmyndasjóði um miðaldra konu sem er upp í sveit – það er sauðburð- ur og maðurinn hennar fær heilablóð- fall. Þeir sem þykjast vita hvað gangi í fólk og hvað ekki hafa ekki áhuga á slíku efni. Ég verð að horfast í augu við það að ég er „fornaldarskrímsli“ að því leyti að ég vil gera „myndir fyr- ir fullorðna“. Lárus Ýmir hefur verið ráðgefandi fyrir Rúnar Gunnarsson hjá Sjón- varpinu og þegar svigrúm skapaðist til að gera íslenska mynd benti Lárus á leikrit Þorvaldar Þorsteinssonar. „Ég fer talsvert í leikhús og ég taldi strax að þetta leikrit hentaði vel fyrir sjónvarp. Samtölin eru eðlileg og mín uppástunga var í upphafi að Benedikt leikstýrði og ég myndi hjálpa honum hvað varðaði sjón- varpstæknina, en niðurstaðan varð sem sagt sú að hann varð aðstoðar- leikstjóri. Ég skrifaði handritið með Þorvaldi og það þurfti ekki að hafa mikið fyrir að láta textann henta sjón- varpi, hins vegar röðuðum við atburð- um upp þannig að viss spenna mynd- aðist. Leikritið fjallar um fólk á sjálfs- hjálparnámskeiði og það dregur til tíðinda þegar það fer að opna sig og gera alls kyns hópeflisæfingar. Það er ekki allt sem sýnist með þetta fólk. Þorvaldur er mikill snillingur í að búa til nýja tegund af dramatík. Um leið og maður veltist um af hlátri áttar maður sig á að það sem verið er að hlæja að er kannski skelfilegur hlut- ur. Efniviðurinn sem tekinn var upp var mikill þannig að ýmislegt varð að klippa út þegar verið var að fullgera myndina. Það er undir Sjónvarpinu komið hvort þessi efniviður allur verður notaður seinna til að búa til þrjá eða fjóra þætti sem við í gamni köllum: „Björk, the whole story““ Er ekki erfitt að ákveða hvaða sen- ur eigi að klippa út? „Jú, það varð t.d. að klippa út ein- ræðu þar sem nafnið á myndinni kemur fyrir. Þar er Þráinn, ein per- sóna myndarinnar, að telja upp það sem honum finnst réttlæta tilvist Ís- lendinga fyrir umheiminum. Þar seg- ir m.a.: „Later we had Jóhannes Sveinsson Kjarval and Guðmundur Guðmundsson, who called himself Erro and lives in Paris. Very famous. And Björk of course.“ Við þessu var bara ekkert að gera.“ Hin miskunnarlausa klipping Þurfa menn ekki að vera mjög mis- kunnarlausir til að geta klippt senur út? „Það er til „frasi“ yfir þetta: „Kill your darlings“, ég klippti t.d. út bestu senuna í myndinni Andre dansen. Þessi sena var beinlínis náttúruund- ur. Í miðri senu, sem var ein taka af mögnuðum, súrrealistískum atburði, gerðist það að veðrið gjörbreyttist, það kom sól og rigning samtímis í miðri tökunni. Þetta var „magiskt moment“ sem náttúran sjálf gerði en leit út eins og öll „spesíaleffektadeild- in“ hefði verið þarna að verki. Svona klippir maður út af því að kvikmynd er verk en ekki bara bútar. Vissulega harmar maður það að viðkomandi sena komst ekki með en heildar- myndin er það sem hafa þarf að leið- arljósi.“ Áttu til þetta miskunnarleysi gagn- vart fólki í þínu einkalífi? „Nei, það er sitthvað að umgangast fólk eða einhverja búta af sellófani, ég vil ekki viðurkenna að ég sé mann- eskja sem „gengur yfir lík“, í tilveru sinni. Allt það fólk sem ég hef átt samskipti við eða búið með er vinir mín í dag, það er enginn sár eftir þau viðskipti,“ svarar Lárus, svolítið snöggur upp á lagið. „Það lengsta sem ég hef gengið í þessum efnum er annars vegar að klippa tvo ágæta vini mína út úr mynd – en þeir skildu að myndin krafðist þessara aðgerða. Ef menn fara að hafa annars konar viðmið í kvikmyndagerð lenda þeir út á hálum ís. Einn af öndvegis leikstjór- um Evrópu, Wim Wenders, eyðilagði t.d. mynd sem hafði alla burði til að vera merkileg, með því að hafa kær- ustuna sína í aðalhlutverki. Hins vegar gerði ég svo barna- mynd sem sýnd verður nú um páskana. Litlu dóttur mína langaði til að leika í myndinni, kom í prufu- myndatöku og stóð sig mjög vel. En svo þurfti að velja saman stelpu og strák, ólíka „karaktera“, og hún var of lík stráknum sem ég valdi. Þess vegna varð ég að velja aðra stelpu og sitja svo með dóttur mína í fanginu og útskýra fyrir henni að henni hefði ekki verið hafnað af því hún hefði ekki staðið sig vel heldur af því að myndin krefðist þess. Hún lét sér þetta skilj- ast sem betur fer.“ Eldhúsróman fyrir sjónvarp um elskendur úr ólíkum stéttum Eins og fram hefur komið verður And Björk of course... frumsýnd í kvöld og barnamyndin fyrrnefnda um páskana. En Lárus Ýmir er með mörg fleiri verkefni í deiglunni. Í haust verður sýnd sænsk sjónvarps- sería sem gerist 1712 og er fyrsta verkefni Lárusar sem gerist svo langt aftur í tíma. „Myndin fjallar um fátæka stúlku sem hittir ungan aðalsmann, þetta er eldhúsreyfari sem fjallar um stétta- skiptingu. Til þess að mæta hinum breytta hugsunarhætti frá 1712 þarf að koma myndskeiðum inn áður sem sýna hvernig fer fyrir ungri stúlku þessara tíma ef hún verður ófrísk ógift, til þess að áhorfandinn geti svo sett sig inn í aðstæður fátæku stúlk- unnar þegar slíkt hendir hana. Í nú- tímamynd er aftur gengið út frá að áhorfendur hafi sömu menningarlegu viðmið og persónurnar í myndinni.“ En hvað með verkefni sem gerast enn lengra í fortíðinni? „Ég á nær tilbúið kvikmyndahand- rit að einni fornsögunni okkar og einnig 6 þátta framhaldsmynd um Fjalla-Eyvind í handraðanum, þau bíða síns tíma. Það er mjög dýrt að gera slíkar myndir og nú er tískan ekki hliðholl svona verkefnum og því erfitt að fjármagna þau. Þetta eru verkefni handan og ofan við það sem nú er að gerast – en ýmislegt er ég með nærtækara í sjónmáli.“ of course… gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 31 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 31 nótt á ótrú- legum kjörum. Beint flug til Benidorm þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Við bjóðum við þér góð íbúðar- hótel á meðan á dvölinni stendur. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Costa del Sol 18. apríl - 31 nótt frá kr. 29.995 Verð frá kr. 29.995 Flugsæti með sköttum, netverð. Verð frá kr. 39.995 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, stökktutilboð, 18. apríl, 31 nótt. Netverð. Verð kr. 59.990 M.v. 2 í íbúð, stökktutilbð, 31 nótt. Flug, gisting, skattar. Netverð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.