Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 45
Kæri Huginn.
Mig langar að kveðja þig með orð-
unum ég elska þig. Þú varst og ert
litli bróðir minn sem ég man svo vel
eftir þegar við vorum lítil. Þá varstu
viðkvæmur, glaðvær, ljóshærður
hnokki með mikla listamannshæfi-
leika og smitaðir frá þér glaðværð og
elsku.
Síðan tóku unglingsárin við, víma
Bakkusar náði á þér heljartökum.
Þín viðkvæma sál brá ei að sér eftir
það og þín mikla þrautaganga um
HUGINN SVAN
ÞORBJÖRNSSON
✝ Huginn SvanÞorbjörnsson
fæddist í Reykjavík
2. júlí 1969. Hann
lést 9. mars síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
eru Guðrún Jens-
dóttir, f. í Vest-
mannaeyjum 13.
september 1936, og
Þorbjörn Ásgeirs-
son, f. í Reykjavík 1.
ágúst 1939.
Systkini Hugins
eru Ásgeir, f. 11.
nóvember 1965, Sig-
ríður, f. 27. október 1963, Jens, f.
7. september 1955, og Linda, f. 14.
júlí 1953.
Útför Hugins fór fram frá
Hvalsneskirkju 19. mars, í kyrr-
þey.
misdimma dali tók yfir
tuttugu ár. Ég trúi því í
hjarta mér að þér veit-
ist nú á himnum sú
gleði og hamingja sem
þér ei tókst að sjá hér á
jörðu.
Guð blessi þig litli
bróðir minn og megi þín
lífsganga verða öðrum
varnaðarspor. Að leyfa
ei fíkn að ná yfir sálinni
valdi. Síðustu tvö árin
áttum við nokkur
ánægjuleg samtöl og vil
ég þakka þér fyrir þau.
Mér er minnisstæðast
samtalið þegar þú grést yfir öllum
unglingum sem þú sást vera að feta
sig inn á þitt byrjunarstart. Þú sagð-
ir: „Þau sjá það svo svalt og cool!“ En
þú vildir segja þeim það að það er
bara fyrst, svo verður það eingöngu
dimmt og kalt. Og þeirri ósk þinni að
einhver læri af lífsgöngu þinni kem
ég hér á framfæri.
Einnig vil ég votta mömmu og
pabba og systkinum mínum og fjöl-
skyldum þeirra og minni mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Far vel, kæri Huginn. Megi ljósið
lýsa þér og englar guðs leiða þig inn í
þetta nýja ferðalag þitt sem okkur,
sem enn erum hér, er ókunnugt um
hvert er.
Þín systir
Sigríður.
Alltof fljótt er komið
að kveðjustund, Hrönn
Benónýsdóttir hefur
kvatt okkur eftir hetju-
lega baráttu við illvígan
sjúkdóm.
Leiðir okkar Hrannar lágu saman
er hún kom til starfa sem næturvörð-
ur á Loftskeytastöðinni á Ísafirði,
þar sem ég vann, og síðan í framhaldi
af því réð sig í fullt starf á loftskeyta-
stöðinni. Þetta var á þeim tíma sem
búið var að leggja niður Loftskeyta-
skólann og loftskeytamennirnir sem
óðast að leita í önnur störf, þar sem
fyrirsjáanlegar voru miklar breyt-
ingar í öllum fjarskiptum. En manna
þurfti stöðvarnar og eitthvað varð að
mennta starfsfólkið og vorum við
sem þarna unnum send suður á nám-
skeið í fræðunum. Við Hrönn vorum
þeirra á meðal, þræluðumst suður og
pældum í gegnum ótal reglugerðir í
alþjóðaradíóreglugerðum, ritsíma-
reglugerðum, loftneta- og rafmagns-
fræðum, meira að segja í flugfjar-
skiptum, auk enskunnar,
dönskunnar og ótal margs annars
sem okkur fannst svo sannarlega
misgáfulegt. Að náminu loknu hétum
við svo yfirsímritarar og vorum klár-
ar í slaginn.
Árin á loftskeytastöðinni voru góð
ár og skemmtileg, starfið fjölbreytt
og oft býsna mikið að gera. Loft-
skeytastöðin var til húsa í gamla
Pósthúsinu og vann þar margt fólk
og var samgangur mikill á milli
deilda og hæða. Benni, yngsti sonur
Hrannar, var í mörg ár sendill á rit-
símanum og má eiginlega segja að
hann hafi verið fóstursonur okkar
allra! Hrönn var ýmislegt gefið um-
fram aðra, t.d. þótti hún ákaflega
glúrin að spá í bolla og í spil. Það var
því ekki óalgengt að einhver af hin-
um deildum hússins sæist laumast
inn á loftskeytastöð til Hrannar með
bolla og biðja hana að kíkja í hann.
HRÖNN BENÓNÝS-
DÓTTIR
✝ Hrönn Benónýs-dóttir fæddist á
Húsavík 15. október
1947. Hún lést á
kvennadeild Land-
spítalans við Hring-
braut 16. mars síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá Ein-
arsstaðakirkju 24.
mars.
Þótti með ólíkindum
hversu sannspá hún
reyndist.
Hrönn og Palli fluttu
með hópinn sinn til Ísa-
fjarðar norðan úr Þing-
eyjarsýslu, en Hrönn
var úr Reykjadalnum.
Ég man er ég hitti
Hrönn fyrst, að mér
varð hugsað til hennar
Abbalabbaláar hans
Davíðs Stefánssonar.
Hrönn var dökk á brún
og brá og mér fannst
hún hafa yfir sér ein-
hverja dulúð enda bjó
hún yfir ýmsum gáfum sem fyrr seg-
ir. Hún var sú mesta bókamanneskja
sem ég hefi kynnst, hún hreinlega
drakk í sig bækurnar. Hún átti sér
uppáhaldsbækur sem hún las aftur
og aftur og man ég sérstaklega eftir
einni þeirra, en það er bókin hans
Stefáns Jónssonar, Að breyta fjalli.
Sjálf var hún vel ritfær og ég minnist
ljóða sem hún orti. Þessu flíkaði hún
ekki, en mikið vildi ég óska að eitt-
hvað af því sem hún skrifaði hafi
varðveizt.
Það fór aldrei á milli mála að
Reykjadalurinn var staðurinn henn-
ar Hrannar, sá staður sem átti hug
hennar og hjarta. Síðsumars á
hverju ári varð hún að komast norð-
ur í aðalbláberin. Ég, sem er vön
vestfirzkum aðalbláberjum sem
þykja hið mesta hnossgæti spurði
einhvern tímann hvort hún gæti ekki
farið til berja hér vestra. Þetta var
afspyrnu fávíslega spurt, það hvarfl-
aði sko ekki að henni að fara hér til
berja!
Leiðir okkar Hrannar sem vinnu-
félaga skildu er farið var að fjarstýra
Loftskeytastöðinni á Ísafirði frá
Siglufirði og störf okkar þar með
lögð niður haustið 1998. Fórum við
þá hvor sína leið en sambandinu
héldum við.
Nú er hún Hrönn mín horfin yfir á
nýjar lendur, þar sem hún laus við
fjötra veikinda getur dansað berfætt,
lesið blóm og tínt aðalbláber og alveg
áreiðanlega verður hún með bók við
hönd. Ég kveð með söknuði og fyrir
hönd vinnufélaganna á gamla Póst-
húsinu þakka ég samfylgdina um leið
og henni er beðið blessunar á nýrri
vegferð. Palla, börnunum hennar öll-
um stórum og smáum, foreldrunum
heima í Reykjadal og ástvinum öðr-
um votta ég innilega samúð og bið
þeim styrks.
Auður H. Hagalín.
Há, dökkhærð, glæsileg kona gekk
hröðum skrefum á móti mér Hafn-
arstrætið á Ísafirði. Þegar við mætt-
umst tók ég eftir augunum, þessum
tindrandi brúnu gáfulegu augum,
svolítið fjarræn en hlý, ekki laust við
að mér fyndist hún sjá lengra en við
hin. Þannig man ég Hrönn Benón-
ýsdóttur fyrst. Hver var hún þessi
kona og hvaðan kom hún? Svarið við
því fékk ég seinna eftir að við kynnt-
umst betur. Hrönn og Palli, órjúfan-
leg heild í huga okkar vina þeirra og
samstarfsmanna. Órjúfanlega heild-
in var samt tveir sterkir, sjálfstæðir
og ólíkir persónuleikar.
Ferðin okkar Söngfjelagsins úr
Neðsta til Amsterdam og Brussel
haustið 1997 líður okkur seint úr
minni. Afmælisdagurinn hennar
Hrannar á hótel Washington, þar
sem við skáluðum í ekta kampavíni
og borðuðum gómsætu kransakök-
urnar sem Hrönn hafði bakað og tek-
ið með sér fyrir okkur. Hún Hrönn
vissi nefnilega hvað átti við hverju
sinni.
Þarna sat hún, fimmtug og fallegri
en nokkru sinni með Palla sínum,
hringaði sig í stólnum og sagði okkur
að þau væru gjörsamlega heilluð af
kristalsljósakrónunni í loftinu og
vildu helst taka hana með sér heim.
Þannig held ég að Hrönn hafi kunnað
best við sig, heima í rólegheitum með
fallegt í kringum sig.
Samstarfið okkar í vinnu fyrir
Menningarmiðstöðina í Edinborg
var afslappað og ánægjulegt. Mark-
miðið var það eitt að gera eitthvað
skemmtilegt í þeirri von að sam-
félagið fengi að njóta þess sem gerir
okkur mannfólkið að manni.
Menning er það sem maðurinn er
að fást við. Aldrei sagði Hrönn: „Ég
hef ekki vit á þessu.“ Hún hafði skoð-
un á hlutunum og lét þær í ljós. Hún
naut þess sem lífið hafði upp á að
bjóða og var rík af andlegum auð.
Hrönn skilur mikið eftir sig, henn-
ar verður lengi minnst. Hún hafði
mikil áhrif á okkur; manngæskan,
víðsýnin og gáfurnar. Fyrir hönd
vinanna í Söngfjelaginu og sam-
starfsmannanna í Edinborgarhúsinu
votta ég Palla og allri fjölskyldunni
hennar Hrannar okkar dýpstu sam-
úð.
Margrét Gunnarsdóttir.
Elsku Hrönn, sterka frænka mín –
mig skortir orð til að lýsa þeim sökn-
uði sem fráfall þitt vekur hjá mér en
þetta vil ég segja þegar ég minnist
þín;
Brosandi beiðst þú við hliðið að höll sálar
þinnar
sterk að vanda
með opinn faðminn
og þitt stóra hjarta.
Glettnin í augum þínum snerti mig alltaf
og vönduð orð þín vöktu hjá mér von
um að lífið væri fallegt og einfalt í raun.
Ég mun alltaf hafa að leiðarljósi
orð þín sem þú kvaddir mig með eftir
frumsýninguna eftirminnilegu, þú
sagðir ,,njóttu lífsins og farðu vel
með tímann þinn“.
Takk fyrir það og ómetanlegan
kærleik í minn garð alla tíð. Þú verð-
ur alltaf í huga mínum og hjarta.
Vona að þér líði vel.
Elsku Daddý, Systa, Bjöggi, Dísa
og Benni minn og allt ykkar fólk,
Palli og börn, afi og amma, pabbi og
systkinin öll, megi minningarnar ylja
ykkur og styrkja í sorg og söknuði.
Arnrún Halla Arnórsdóttir.
Systir mín átti mynd í ramma þeg-
ar ég var táningur. Mynd af lítilli
stúlku, mér fannst að fallegra barn
gæti ekki verið til. Hún var með
dökkt yfirbragð, dökkt hár og augu
sem á einhvern dulúðugan hátt
sögðu svo margt. Hún var í undurfal-
legum útprjónuðum útifötum sem
pabbi hennar hafði prjónað, það þótti
mér merkilegt, ég vissi ekki að pabb-
ar gætu prjónað svona föt.
Hún hét Hrönn, litla stúlkan á
myndinni.
Hún óx úr grasi heima á Hömrum,
var elst í stórum systkinahópi í
umsjá tveggja kynslóða. Hún hélt
dökka yfirbragðinu, og dökku augun
áttu enn margt ósagt. Fyrr en varði
var litla stúlkan orðin gjafvaxta mær
sem stofnaði heimili og eignaðist
sjálf börn. Og árin liðu. Hrönn fór
ekki alltaf troðnar slóðir, ekki þær
slóðir sem aðrir töldu réttar, hún
valdi sína eigin leið. Hún var hrein-
skilin en aldrei óvægin. Vinur vina
sinna.
Við áttum samleið í dalnum okkar
eftir að hún óx úr grasi. Áttum sama
áhugamál sem við fengum nokkur
tækifæri til að vinna að saman og
þrátt fyrir aldursmun okkar urðum
við vinir. Fyrir það er ég þakklát og
frá þeim stundum á ég gullakistu
fulla af minningum.
Það var aldrei lognmolla í kringum
Hrönn, þar ríkti gleðin. Hún var
bókaormur, hafsjór af bundnu og
óbundnu máli. Hún var söngvin og
skemmtileg, en líka huggandi og hlý
þegar á þurfti að halda.
Ég man síðkvöld sem við eyddum
saman, stundum tognaði úr þeim
fram eftir nóttu. Í gullakistunni
minni er allt sem við brutum þá til
mergjar.
Nú syngjum við ekki oftar saman,
hvorki um bláfjóluna, stráin sem
stinga, né annað það sem á söngskrá
okkar var. Ræðum ekki framar
kvennabaráttu, bókmenntir, leiklist
eða önnur mál sem okkur voru hug-
leikin. Stöndum ekki oftar saman á
leiksviði. Tjöldin hafa verið dregin
fyrir leiksvið lífs hennar.
Þakklátust er ég kannske fyrir
tryggðina sem hún sýndi okkur Þór-
steini alla tíð þótt fjöll og höf skildu
okkur að. Hún hafði sérstakt lag á að
bæta við jólakveðjur smáorðsend-
ingu sem vermdu gömul hjörtu svo
að þau slógu glaðari en fyrr.
Fyrir nokkrum dögum stóð ég
með myndaramma í höndum. Í hon-
um var mynd af ungu og fallegu fólki,
við fyrstu sýn virtust þau öll á svip-
uðu reki. Þetta voru Hrönn og börnin
hennar öll. Hún var enn falleg, dökku
augun áttu enn margt ósagt. Við Þór-
steinn sendum fjölskyldunni innileg-
ar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Hrannar.
Aðalbjörg Pálsdóttir.
Nú er glatt í himna ranni, trúi ég,
því víst er um það, að hvar sem
Hrönn frænka mín fer, þar er glatt á
hjalla. Yfir okkur sem eftir sitjum
hvílir hinsvegar mikill skuggi eftir-
sjár og saknaðar.
Á kveðjustund hrannast upp
minningar bjartar og dýrmætar. Ég
minnist tápmikla fjörkálfsins, sem
var mér sem systir og alltaf var jafn
gaman að vera samvistum við. Ég
minnist leikjanna okkar. Óendanlegs
ímyndunarafls Hrannar og útsjónar-
semi við að skapa þeim æsilega og
spennandi umgjörð. Mér er ógleym-
anlegt hvernig hún gat gert rusla-
loftið á Hömrum að ævintýraheimi
sem maður vildi ekki fyrir nokkurn
mun yfirgefa. Ég minnist þroskaár-
anna þegar hún stakk mig næstum
af, svo bráðger sem hún var. Þá var
margt brallað, mikið spjallað, mörg-
um ráðum ráðið og mikið áformað.
Sumt rættist, annað ekki. Síðan fór-
um við hvort sína leiðina.
Hrönn var heillandi pesónuleiki.
Glæsileg að ytra útliti og óvenju
mörgum og góðum gáfum gædd.
Hún var bráðnæm á bókina, hafði
ríka sköpunargáfu og gnægð list-
rænna hæfileika. Kannski voru það
einmitt hinir fjölþættu hæfileikar
sem gerðu henni erfitt að marka sér
stefnu. Bókmenntir og listir áttu þó
hug hennar umfram aðra hluti. En
hún varð mjög snemma bundin börn-
um og búi. Varð því ekki af áformum
um skólagöngu í þeim efnum.
Listræna hæfileika sína ræktaði
Hrönn engu að síður. Hún gerði leik-
húsið að leikvelli fullorðinsáranna.
Persónusköpun hennar á leiksviðinu
er í minnum höfð. Skilningur hennar
á mannlegu eðli og tilfinningum
ásamt næmri túlkun og leikgleði
færðu henni marga leiksigra.
Líf Hrannar var ekki alltaf dans á
rósum. En lífssýn hennar, létt lund
og andlegt atgervi urðu til þess að
hún gat alltaf gengið upprétt. Jafnvel
á síðustu vikunum þegar séð var að
hverju stefndi var engan bilbug á
henni að finna. Hún var þvert á móti
uppörvandi og bjartsýn í tali.
Hrönn eignaðist stóra fjölskyldu.
Börnin og barnabörnin nutu þess að
eiga hana að sem félaga og vin enda
þekkti hún ekki hugtakið kynslóða-
bil. Hún var ein af þeim hvort heldur
í leik eða starfi. Þeirra missir er mik-
ill. Guð blessi þau og okkur öll sem
henni unnum.
Blessuð sé minning Hrannar
frænku frá Hömrum.
Jón Aðalsteinn Baldvinsson.
Ótal minningar þjóta um hugann
er ég hugsa um Hrönn. Sjálfsagt
gæti ég setið í allan dag og ritað þær
niður. En þess í stað ætla ég að ein-
beita mér að þeirri mynd sem er
greypt í huga minn af Hrönn. Svo
sterkt í minni mínu sé ég frænku
mína sitja við eldhúsborðið heima hjá
sér. Ávallt með stólinn á hlið og berar
táslurnar uppi á kolli. Ég sé hana
með svarta mikla hárið sem inn-
rammaði þessi ótrúlegu, tilfinninga-
ríku augu. Einnig er mér minnisstæð
rödd hennar, sem var einstök. Þar
voru andstæður sem er ótrúlegt að
hafi rúmast fyrir í rödd einnar konu.
Eins og rjómi út í kaffið var hún bæði
mild og sterk, hrjúf og mjúk, rödd
sem gleymist aldrei. Alltaf var stutt í
hláturinn sem fyllti herbergið og
brjóst þeirra sem þar voru staddir af
hlýju. Eiginlega var allt við Hrönn
sérstakt og þess vegna sem sorgin er
svo djúp við fráfall hennar. Það er
erfitt að sætta sig við að persóna sem
var svo full af lífi skuli ekki lengur
vera á meðal okkar.
Elsku Hrönn, ég er þakklát fyrir
að hafa haft þig í mínu lífi. Allir sem
þekktu þig elskuðu þig. Hvort sem
það voru fullorðnir eða börn, ættingj-
ar eða óskyldir. Drengirnir mínir
munu sakna ömmu frænku og í
hjarta mínu er tómarúm sem engin
önnur getur fyllt.
Thelma (Themsa þín).
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is