Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 39 komandi sviði, ef báðir eru jafnhæfir. Sú regla gildir til dæmis um ráðningar í stöður á vegum hins opinbera hér á landi. En meinbaugirnir á þessari reglu eru miklir og taka ávinningnum af henni langt fram. Fyrir það fyrsta má nefna að upp geta komið ýmis vafamál varðandi fram- kvæmdina, eins og dæmin sanna. Ennþá veiga- meiri eru þó þau mótrök að hugsunin á bak við jákvæða mismunun, sem og kynkjakvóta, bygg- ist á flokkun manna í hópa eftir ytri einkennum á borð við kynferði og litarhátt, í stað þess að líta til einstaklingsins og verðleika hans. Þar með getur jafnvel skapast hætta á því að mis- rétti viðhaldist í breyttri mynd. Þá er umdeil- anlegt hvort jákvæð mismunun kemur raun- verulega þeim hópum til góða sem hún á að þjóna, því eins og fyrr er nefnt geta ráðningar á grundvelli hennar grafið undan trú á konum í ábyrgðarstöðum, auk þess sem það eru röng skilaboð að konur geti ekki komist til metorða nema í krafti sérstakra ívilnana. Í raun má segja að aðgerðir á borð við já- kvæða mismunun og kynjakvóta séu til þess fallnar að skapa falskt öryggi. Þær geta ef til vill komið því til leiðar að hlutfall kynjanna jafnist í stjórnmálum og ábyrgðarstöðum, en þær ráðast ekki að rótum vandans. Sem dæmi má nefna að í Svíþjóð, þar sem kynjakvótar eiga þátt í því að konur eru orðnar nær helmingur þingmanna, sýndi nýleg könnun að 60% þingkvenna teldi sig hafa verið órétti beittar í starfi sínu vegna kyn- ferðis. Jafnari kynjahlutföll, sem náð hefur verið fram að einhverju leyti með handstýringu, hafa greinilega ekki skilað sér í bættri stöðu og við- horfum til þingkvenna.Þá má spyrja hvað sé unnið. Nær væri að grafast fyrir um orsakir þess að konur veljast síður en karlar til þeirra starfa sem um ræðir og beina kröftunum síðan að því að hrinda úr vegi þeim hindrunum. Engar skyndilausnir Þess er vitaskuld ósk- andi að fullt jafnrétti kynjanna verði að veruleika sem fyrst. En það er óraunhæft að ætla að unnt sé að stytta sér leið að því markmiði með skyndilausn- um á borð við kynjakvóta. Til að auka fjölda kvenna í hópi kjörinna full- trúa og í nefndum, stjórnum og ráðum er eina leiðin að sjálfsögðu sú að stækka þann hóp kvenna sem til greina kemur til að gegna þess- um ábyrgðarstöðum. Það er að segja að um verði að velja fleiri konur með viðeigandi mennt- un, faglegan bakgrunn og stjórnunarreynslu. Þó er ekki ástæða til að ganga svo langt að fullyrða að ríkisvaldið eigi hvergi að koma nærri jöfnun á stöðu kynjanna, nú þegar jafnrétti hef- ur verið tryggt að lögum. Stjórnvöld hafa þvert á móti ennþá mikilvægu hlutverki að gegna. En það lýtur fyrst og fremst að því að tryggja að fólki sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis, stuðla að uppfræðslu og umræðu og búa al- mennt svo um hnútana í samfélaginu að kynferði eigi ekki að vera neinum fjötur um fót. Það er til dæmis mikilvægt, eins og hér hefur áður verið fjallað um, að einstaklingum sé gert auðvelt að samræma vinnu og fjölskyldulíf, meðal annars með því að dagvistunar- og skólakerfið komi til móts við þarfir foreldra. Það er mun nærtækara baráttumál fyrir jafnréttissinna að beita sér fyr- ir því að ábyrgð á heimili og fjölskyldu hvíli jafnt á herðum karla og kvenna en að handstýra sætaskipan í nefndum og ráðum. Samþætting Þá má nefna að rík- isvaldið getur stuðlað að auknu jafnrétti með svonefndri samþættingu, eins og kveðið verður á um í áætlun um jafnréttismál til næstu fjögurra ára, sem Árni Magnússon félagsmála- ráðherra mun brátt leggja fram á Alþingi. Á málþingi um jafnréttismál sem forsætisráðu- neytið efndi til fyrir skömmu sagði Árni að í fyrri framkvæmdaáætlunum hafi verið stefnt að því að samþætta jafnréttis- og kynjasjónarmið inn í daglegt starf allra ráðuneyta. „Enn er nauðsynlegt að hafa þetta markmið að leiðarljósi þar sem árangurinn hefur ekki verið sem skyldi. Hér er þó rétt að benda á að samþætting er ekki markmið í sjálfri sér, heldur er það jafnrétti kynjanna sem er markmiðið. Það næst með því meðal annars að gera samþættingu að viðtekn- um vinnubrögðum í stjórnsýslunni. Samþætting er aðferðin, eða verkfærið, sem getur gert það kleift að markmiðinu um jafnrétti verði náð,“ sagði félagsmálaráðherra í ræðu sinni. Eins og Árni benti á hafa stjórnvöld hlutverki að gegna við að ryðja brautina en það er engu að síður mikilvægt að hinn almenni vinnumarkaður taki virkan þátt í því að vinna að auknu jafnrétti. Vísaði ráðherrann í nýútkomna skýrslu nefndar á vegum forsætisráðuneytisins um efnahagsleg völd kvenna, sem sýndi að enn væri til staðar talsverður kynbundinn launamunur í samfélag- inu, en samkvæmt könnun nefndarinnar hafa konur um 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma. Skýra má 21–24% launamunarins með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi, en eftir stendur 7,5– 11% launamunur sem stafar af því að hjóna- band, barneignir og fleiri atriði hafa önnur áhrif á laun kvenna en karla. Í skýrslunni kemur einnig fram að konur voru árið 2001 fram- kvæmdastjórar í 18% íslenskra fyrirtækja og stjórnarformenn í 36% þeirra. En í fyrirtækjum þar sem skattskyld laun voru yfir 100 milljónir fór hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra niður í 10%. Áberandi var að hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum var hærra en annars staðar á sviðum sem tengjast fræðslu, heilbrigðis- og samfélagsmálum. Forstöðumenn í ríkisstofnun- um og ráðuneytum eru hins vegar langflestir karlar, eða um 80%. Jafnrétti á öllum sviðum Árni sagði í ræðu sinni á málþinginu að markmið ríkisstjórn- arinnar væri að upp- ræta launamun kynjanna og að mikilvægur hlekkur í þeirri viðleitni væri að standa vörð um foreldra- og fæðingarorlofið. „Það er von mín og ósk að okkur takist að tryggja dætrum okkar og sonum jafnrétti á öllum sviðum mannlífsins,“ sagði félagsmálaráðherra. Óhætt er að taka undir þau orð. Morgunblaðið/RAX num hlutföllum í Reykjavíkurhöfn. Kynjakvótar eru ekki æskileg leið til að fjölga konum í stjórnmálum, stjórn- unarstöðum, nefnd- um, stjórnum og ráðum. Það væri ekki öfundsvert hlutskipti fyrir konu í ábyrgðarstöðu að vera sér þess með- vituð að hún hefði valist til starfans vegna kyns síns en ekki hæfileika. Færa má rök fyrir því að slíkt fyr- irkomulag grafi undan stöðu kvenna í atvinnulífinu, frek- ar en að bæta hana. Laugardagur 27. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.